SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 43
16. maí 2010 43 B lindu malísku hjónin þau Amadou og Mariam los- uðu heldur betur um limina stirðu og vöktu upp hömlulausa dansþörf hjá fólkinu í salnum, þar sem þau stóðu á sviði Laugardalshallarinnar síðastliðið miðvikudagskvöld og göldruðu með söng sínum og spila- mennsku. Mikið sem við höfum gott af afrískri innspýtingu. Og þegar hún Mariam strauk honum Amadou sínum ást- úðlega um höfuðið í einum amorssöngnum, þá fór ég að hugsa um hvernig það væri að vera blind hjón. Að hafa aldrei séð hvort annað. Að upplifa ást í myrkri. Alltaf. Þá hlýtur snertingin að taka við hlutverki augnanna. Að horfa með höndunum verður kannski til þess að þau sjá hvort annað miklu betur en við hin sem notum augun. Augu sem horfa eru oft grimm af gagnrýni. Og það hvernig við viljum láta horfa á okkur er gjarnan lit- að hégóma. Að sjá er ekki það sama og sjá. Sumir horfa en sjá ekkert utan við það sem skellur á þessari stórkostlegu myndavél sem kúlurnar tvær í tóftunum á hausnum á okkur eru. Aðrir sjá alveg kolvitlaust, láta augun blekkja sig. Þessum dásemdarsteinum, augunum, sjálfum gluggum sálarinnar, þeim getur stundum reynst tæpt að treysta. Margur hefur til dæmis fengið svo mikla glýju í augu af ytri fegurð annarrar manneskju að verulegir vankantar í per- sónuleika hennar sveipast þoku og verða nánast ósýnilegir. Til eru margar hlálegar sögur af því hvernig hægt er að misnota fólk sem slegið er slíkri blindu. Auðvelt getur verið að mjólka frá því alla peninga eða níðast á sál þess. En svo er hin hliðin á þeim misbresti sem getur orðið á skilaboðum augnanna. Þegar augu verða gjörsamlega blind á þau verðmæti sem leynast undir sýnilegu yfirborði, kannski sérstaklega ef hið sýnilega yfirborð hugnast ekki viðkomandi af einhverjum ástæðum. Margar konur og karlar hafa hrópað í hjarta sínu þegar það leggur ást á einhvern sem er illa haldinn af slíkri blindu: „Sjáðu mig eins og ég er!“ Sumir segja að augun séu speglar sálarinnar, þar megi glögglega sjá hvernig eiganda augnanna líður. Og víst er að augun geta komið upp um það sem enginn má sjá. Til er hið ágæta orðatiltæki: Ei leyna augu ef ann kona manni. En snúum okkur aftur að kostum myrkursins í ástalífinu. Vissulega getur verið gaman að njóta þess sem fyrir augu ber meðan á hvílubrögðum stendur og hin sjónræna örvun skal ekki vanmetin. Einmitt þess vegna finnst mörgum best að njóta ásta í flennibirtu. En það getur líka örvað að draga fyrir skjáinn. Það er ekki tilviljun að fólk lokar gjarnan augunum þegar það kyssist. Útiloka þannig alla sjónræna truflun í upplifuninni. En ekki síst til að skerpa ímyndunaraflið. Það er ekki heldur tilviljun að margir skemmta sér ágæt- lega í blindingsleik í bólinu. Að binda fyrir augu annars aðilans (eða beggja) skapar ákveðna spennu, sá blindi veit ekkert hverju hann á von á og sá sem sér getur leikið með það vald sem felst í því að vera sjáandinn. Hægt er að auka enn frekar á spennuna með því að binda allavega aðra höndina á þeim blinda (hina hendina þarf að nýta til fyrirskipaðra gælinga.) Sjáðu með höndunum Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín Þ að er gaman að ganga um götur hér á Króknum þótt aðeins í minningunni sé. Freyjugatan, þar sem ég ólst upp, er mér afskaplega kær en forðum daga var hún einatt kölluð Frúarstígur,“ segir Brynjar Pálsson á Sauðárkróki. „Sú var tíð að heldri konur hér í bæ spásseruðu um göturnar á góðum dögum og laust fyrir þarsíðustu aldamót fengu þær í gegn að gatan var steinlögð eins og stræti stórborga. Nyrst á göt- unni rann Sauðáin þvert yfir og til sjávar. Lækn- isbrúin var þarna, tengdi saman Aðalgötu og Skagfirðingabraut og var skammt frá læknishús- inu gamla. Áratugum síðar var farvegur Sauð- árinnar, sem kaupstaðurinn er nefndur eftir, færður út fyrir bæjarmörkin og með því öðlaðist bærinn talsvert annan svip en var.“ Brynjar Pálsson fæddist í Reykjavík en kom tíu daga gamall norður þar sem hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa, þeim Júlíusi Pálssyni og Bryn- hildi Jónsdóttur, sem bjuggu á Freyjugötu 11. Strax í æsku kynntist Brynjar krökkum sem áttu eftir að geta sér nafn. Í næsta húsi bjuggu til dæmis bræð- urnir Sigurjón og Halldór Péturssynir og systur tvær. Fyrrnefndi bróðirinn var trésmiður en best þekktur sem borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík en sá síðarnefndi stóð í brúnni sem skipstjóri á ýmsum togurum. „Það var barna- mergð á Freyjugötunni, oft mikið líf þar og líklega var slábolti sú iðja sem skemmtilegust þótti,“ segir Brynjar. Í húsi númer fimm við Freyjugötuna bjó skáld- konan kunna Guðrún frá Lundi en áður bjó hún í húsinu París sem er sunnar við götuna. Á sinni tíð var Guðrún einn vinsælasti rithöfundur þjóð- arinnar og bækur hennar seldust eins og heitar lummur með sjóðheitu kaffi. Sú myndlíking er viðeigandi, því kaffiboð og lummur ganga eins og rauður þráður í gegnum sveitasögur skáldkon- unnar. „Guðrún var afskaplega þægileg kona, lét ekki mikið bera á sér og sat dagana langa heima með blýantinn sinn og skrifaði sögur í stílabækur og á umbúðapappír. Í það heila eru bækur hennar um 8.000 blaðsíður sem er talsvert meira en rann- sóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið. Aðrar eftirminnilegar persónur eru Ingólfur Nikó- demusson og Unnur Hallgrímsdóttir kona hans. Þau áttu stóran barnahóp og hermt er að Ingólfur hafi verið slíkur þjóðhagi að enginn smiður á Króknum hafi verið jafningi hans.“ Á uppvaxtarárum Brynjars var Krókurinn öðru fremur sveitaþorp. „Afi var með kýr, hesta, tutt- ugu kindur, hænur og hund. Tík sem hét Píla, óskaplega skemmtilegt dýr. Velflestir íbúar hér við götuna voru með eitthvert skepnuhald, það var einfaldlega hluti af lífsbaráttu fólksins. Sveitin og mannlíf þar voru annars alltaf mjög nálægt í minni tilveru. Í kringum fermingu var ég nokkur sumur í sveit frammi í Varmahlíð og þaðan er mér minnisstætt hve margir fóru þar um hlöð. Á vorin þegar fólk var að fara til sumarstarfa stóðu oft tólf til fimmtán rútur fyrir utan hótelið í Varmahlíð. Gjarnan lá leið þessa fólks út á Siglufjörð þar sem hundruð ef ekki þúsundir fólks fóru í síldina á sumrin. Frá Varmahlíð og í síldarbæinn mikla var Baldvin Kristjánsson með sérleyfi og var þekktur fyrir að aka greitt. Tók þetta á blússandi siglingu og var fyrir vikið kallaður Baldi blúss, samanber þá hefð sem er svo áberandi víða út um land að gefa fólki sérstök en samt skemmtileg viðurnefni.“ sbs@mbl.is Ljósmynd/Óli Brynjarsson Saga af Frúarstíg Sauðárkrókur Freyjugata 1 2 Strandvegur Þverárfjallsvegur Ey ra rv eg ur Skagfirðingabraut Aðalgata Skógargata Hlíðarstígur Sæmundargata 1. Á mínum uppvaxtarárum voru allar verslanir hér á Sauðárkróki við Aðalgötu – sem og kirkjan, barnaskóli, spítali og apótekið. Þarna var kvika bæjarlífsins og allt að gerast. Mér er nær að halda að þessi gata hafi verið líkust Strikinu í Kaupmannahöfn en okkur vantar þó enn í dag hallir með grænum koparþökum eins og eru áberandi í borginni við sundið. Verslanirnar við Að- algötu voru um tuttugu talsins; búðir sem Kaupfélag Skagfirðinga rak voru með mest umsvif og hétu ytri- og syðri-búð; einföld nöfn sem allir skildu. 2. Bryggjan var skemmtilegt leiksvæði í minni barn- æsku, heill ævintýraheimur út af fyrir sig. Í tímans rás hefur hafnarsvæðið breyst mikið og er eitt það flott- asta á landinu, að mínu mati. Hér er stunduð mikil út- gerð, þrír togarar eru gerðir héðan út og nokkrir smá- bátar sem trillukarlar sem róa hér út á Skagafjörðinn gera út. Uppáhaldsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.