SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 44
44 16. maí 2010 Ef einhver harður rokkari á skilið að fá sinn eigin hryllingstölvuleik er það sennilega hinn ódauðlegi Lemmy Kilmister úr hljómsveitinni Motörhead. Leikurinn er hluti af hinum nýútgefna tón- listarleik ROCKtropia sem er hluti af 3D Ent- ropia-heiminum og spilast á netinu, ekkert ósvipað Eve-Online frá CCP. Kastali Lemmys eins og leikurinn heitir verður í dekkri kant- inum. Eins og Lemmy sjálfur komst að orði nýlega fer fólk í fangelsi í leiknum hans fyrir að segja börnunum sínum fallegar æv- intýrasögur fyrir svefninn. Lemmy með sinn eigin tölvuleik Spurning hver vilji leika sér í kastalanum hans Lemmy Kilmister seint að kvöldi? Reuters Trent Reznor hefur ákveðið að taka sér gott frí frá hljómsveitinni Nine Inch Nails. Trent Reznor, söngvari hljómsveitarinnar Nine Inch Nails, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að sveitin sé á leiðinni að leggja upp laupana. Reznor er þessa dagana að spila með nýrri hljómsveit, How to Destroy Angels, en það þýðir ekki að hann sé búinn að gleyma gömlu sveitinni sinni. Hann er að vinna að nýju efni fyrir Nine Inch Nails sem á eftir að vera frábrugðið því sem heyrst hefur frá sveitinni hingað til. Í nýlegu spjalli við aðdá- endur sína á netinu sagði Reznor að næstu tvö árin færu í að sinna How to Destroy Ang- els en ný Nine Inch Nails-plata væri þó vænt- anleg í framtíðinni. Andlát Nine Inch Nails orðum aukið Ég er einn þeirra sem hafa alltaf gaman af vorprófunum. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við náms- efnið. Heldur vorspenninginn í loftinu. Það er einhver tilfinn- ing sem allir stúdentar deila, einhvers konar tilhlökkun, því sumarið er alveg að bresta á. Maður hefur sig allan við, myrkranna á milli, til að ná prófunum í fyrstu atrennu og sleppa þannig við upptökupróf. Það er mikið í húfi, það vill enginn þurfa að sitja lengur á lesstofunni en nauðsyn krefur. Ég vil komast í frisbí sem fyrst. Þetta þekkja allir. Ég vel mér alltaf sumarlega tónlist til að hlusta á við lesturinn. Tónlistin verður að minna mann á að vorið er komið og halda manni þannig við efnið. Í ár varð platan Chicago 16 fyrir valinu. Hljómsveitin Chicago var stofnuð árið 1967 í Chicago, eins og nafnið gefur til kynna. Hljómsveitin gaf út tuttugu og eina hljóðversplötu, geri aðrir betur, en Chicago 16 var sú sextánda í röðinni. Platan var gefin út árið 1982 og hún ber það svo sannarlega með sér að vera frá níunda áratugnum. Chicago áttu marga slagara en eitt frægasta lag þeirra „Hard To Say I’m Sorry“ má finna á þess- ari plötu. Það er án efa ein þekktasta kraft-ballaða (e. power-ballad) allra tíma. Lagið naut svo mikilla vinsælda að platan seldist í mörgum milljónum ein- taka. Á Chicago 16 má finna fjöldann all- an af frábærum lögum sem nutu aldrei sömu vinsælda og „Hard To Say I’m Sorry“. Lögin eru flest öll hressari og glaðbeittari, vel samin og glæsilega út- færð. Platan hefst á kröftuga og taktfasta rokklaginu „What You’re Missing“ sem gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Maður þarf vissulega að hafa þor til þess að hlusta á hallærislega popptónlist frá níunda áratugnum, enda margir sem hafa óbeit á henni. En maður á skilið að láta eitthvað eftir sér þegar prófin eru yf- irstaðin. Chicago 16 kom mér í gegnum prófin og verður áfram í spilaranum þeg- ar ég stend við grillið í sumar. Stoltur, sólbrúnn og í svaka stuði. Jónas Margeir Ingólfsson Poppklassík Chicago 16 – Chicago Yndislega hallærislegt sumarpopp Þ að hefur ekki heyrst mikið í gítar- leikaranum John Frusciante frá því hann sagði endanlega skilið við fé- laga sína í hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers á síðasta ári. Það var þó vitað mál að þessi mikli gítarsnilllingur ætti ekki eftir að sitja auðum höndum lengi. Hann hefur þó stofnað sveitina Swahili Blonde og fengið til liðs við sig Alan Meyer úr Devo og John Taylor úr Duran Duran við upptökur á nýjum lögum. Fyrir stuttu kom svo upp á yfirborðið platan Omar Rodriguez Lopez & John Frusciante, sem er samstarfsverkefni Frusciante og Omars Rodriguez Lopez, lista- manns og gítarleikara sem eitt sinn var í At The Drive In og sér nú um gítarleikinn í hljómsveitinni Mars Volta. Það var vitað mál að þegar jafnfærir gítar- leikarar og Lopez og Frusciante myndu leiða saman hesta sína við lagasmíðar, hver með sínar eigin hugmyndir, að afurðin yrði sér- stök, jafnvel einstök. Spurningin var kannski frekar hvort sambland þessara tveggja nú- tíma gítarsnillinga myndi heppnast eða ekki. Það má segja að við fyrstu hlustunina virðist þema plötunar vera hreint og einfalt gítar-djamm á milli Lopez og Frusciante. En þegar rýnt er betur í lögin kemur í ljós að platan fer miklu lengra en að vera bara ein- falt samspil þeirra tveggja. Það sem kannski hefur átt að vera einfalt í byrjun er orðið allt annað og mun flóknara. Sennilega vegna þess hversu færir gítarleikarar Lopez og Frusciante eru, hvor með sitt sérsvið í gít- arleik. Gítarleikur þeirra yfir fyrirfram ákveðnar laglínur yfirstígur einfaldleikann og minnir stundum á afar vel úthugsaða póst-rokk plötu, frekar en einfalda bílskúrs- djammplötu. Á plötunni er að finna sjö lög sem Lopez og Frusciante tóku upp fyrir nokkrum ár- um. En af einhverjum ástæðum var ákveðið á bíða með að gefa þau út á sínum tíma. Tónlistarlega séð er ekki hægt að finna mikið að lögunum og virka þau öll afar vel ein og sér. En það sem er best við þau er að þau eru lítill hluti af 29 mínútna heild. Á vissan hátt er hvert lag framhald af laginu á undan. Svipaðar melódískar pælingar eru endir og upphaf margra laganna þannig að áreynslulaust flæði nær að myndast á milli þeirra. Sem gerir það að verkum að við hlustun virkar platan frekar eins og eitt langt verk sem búið er að skipta niður í sjö styttri kafla. Nýlega var haft eftir Frusciante að hann væri hættur að búa til tónlist sem hann eða útgefendur yrðu ríkir á og passar þessi nýja plata hans og Lopez vel við breytt hugarfar hans og nálgun á tónlist. Plötunni má nefnilega hlaða frítt niður af netinu í gegn- um tónlistarsíðuna Bandcamp. Þar ráða hlustendur hvað þeir borga fyrir plötuna og rennur allur ágóði af sölu hennar til góð- gerðarfélags sem vinnur að bættri tónlistar- menntun í skólum í Kaliforníuríki. Þessi nýja leið til að gefa út tónlist virðist hafa náð að festa sig í sessi hjá þekktum hljómsveitum og tónlistarfólki undanfarin ár. Ekki er svo langt síðan sveitir á borð við Radiohead og Nine Inch Nails settu plötur frá sér frítt á netið og leyfðu þeim sem náðu í þær að ákveða hvað væri sanngjarnt verð. Samkvæmt öllum fréttum heppnaðist þetta vel og segir sagan að þetta uppátæki hafi skilað sér vel í kassann hjá sveitunum. Spurning hvort Lopez og Frusciante eigi eftir að græða jafn mikið á því að gefa plöt- una sína og risarnir í Radiohead og Nine Inch Nails gerðu. Hvað viltu borga? Ný plata með gömlu efni frá Omar Rodriguez Lo- pez úr Mars Volta og John Frusciante, fyrrverandi gítarleikara Red Hot Chili Peppers. Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Gítarsnillingarnir Omar Rodriguez Lopez og John Frusciante hafa grafið upp gömul lög Samstarf þeirra Omars Rodrigu- ez Lopez og Johns Frusciantes er langt og farsælt. Árið 2001 fékk Lopez, Frusciante til liðs við sig til að semja tónlist við kvik- mynd sem hann vann að. Komplatan út árið 2004. Lopez fékk svo Frusciante aftur til liðs við sig þegar hann vann að frumraun hljómsveitarinnar Mars Volta. Þá var komið að Lopez að launa greiðann og spil- aði hann á fjölda sólóplatna sem Frusciante gaf út 2004 og 2005. Þeir félagar hafa verið duglegir að hjálpast að í gegnum árin; Frusciante með Mars Volta og Lopez meðal annars með Red Hot Chili Peppers. Nýjasta samstarfið er sjö laga plata sem fæst frítt á netinu. Tíu ára samstarf Tónlist Í lok mánaðarins kemur út plata með tónlist- inni úr annarri þáttaröð hinna vinsælu True Blood-þátta frá HBO-sjónvarpsstöðinni, en þættirnir hafa átt góðu gengi að fagna hér á landi sem og vestanhafs. Eins og svo oft áður með sjónvarpsþætti frá HBO hafa hinir ýmsu tónlistarmenn léð vampíruþáttunum tónlist sína að þessu sinni. Á plötunni má finna ný lög frá Beck, M.Ward og fyrrverandi forsprakka The Band, Robbie Robertson, ásamt eldra efni frá Bob Dylan og Screamin’ Jay Hawkins. Bob Dylan og Robbie Robertson eiga báðir lög á nýju True Blood plötunni. Blóðug hljómplata
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.