SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 47
16. maí 2010 47 LÁRÉTT 1. Kastað út sem bylgjum. (8) 4. Jarðaði Gert og það sem er ekki fínlegt. (8) 7. Ágengur tími hjá deplóttri. (8) 8. Alí fær slen frá hálfri skál sem er innlend. (9) 10. Sjá múr lykta í ferð. (8) 13. Hefur tíðnin fengið atlöguna? (6) 14. Líkamshluti íláts finnst hjá stríðnum. (8) 15. Sjór hjá Nirði blandast peningunum. (9) 17. Hraun sem kemur hratt upp er ekki vel séð á tönnum. (8) 19. Lokka til sín húsdýr. (4) 21. Herra drep á ensku með hringfara. (7) 23. Allsnægtaborð blasa ekki við í því sem er í norðurátt. (8) 25. Á fætur fyrir króa og líka einhvern veginn fyr- ir þau sem verða ekki tekin til baka. (10) 27. Nýjasti raskist ef flækist um. (9) 28. Banka hendi til, trúlega. (6,3) 29. Ha, sparað? (7) 30. Sendiboða Guðs drepi útlendingur? (9) 31. Gáfaður er fyrir róður. (6) 32. Streymdi frosið vatn í rannsóknarstofnun? (6) LÓÐRÉTT 2. Áttæringur verður fyrir eyðingu. (6) 3. Erfiðleikar í námi reynast vera andstreymi. (8) 4. Franskur þéttbýlisstaður á Suðurlandi. (12) 5. Segja að spýta myndi verða aðeins öðruvísi. (8) 6. Stúlkan ein reynir að finna skýringar. (8) 9. Stökkvi kindin að illviljaða fólkinu. (9) 11. Búinn til af konu. (6) 12. Stækkaðri finnst það líka. (11) 16. Fæ glitauga sem er áfallið í lostinu. (12) 17. Flýtir sér með óþýðar. (6) 18. Argaði stirð einhvern veginn í slíkum pláss- um. (11) 20. Hitti sting hjá afli. (7) 22. Brjálast í einföldum kynnum út af unnust- anum. (9) 24. Ríf gerla einhvern veginn fyrir miklar. (8) 26. Bréfspjald er stuttur tími. (6) 27. Er gefin færni þegar verður hræddur. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 16. maí rennur út fimmtudaginn 20. maí. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 23. maí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 9. maí sl. er Ásdís Ívarsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Hvíti tígurinn eftir Aravind Adiga. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Þrátt yfir ýmsar hrakspár og við- varanir, m.a. vegna þess að hann lét sig hafa það að tefla á heima- velli andstæðings, tókst heims- meistaranum Wisvanathan An- and að leggja Venselin Topalov að velli, 6 ½ : 5 ½. Hann vann tólftu og síðustu skákina með svörtu eftir æsispennandi viður- eign sem var sjónvarpað beint í Indlandi og Búlgaríu. Topalov virtist vera að bæta sig á loka- kafla einvígisins en í úrslitaskák- inni ætlaði hann sér um of. Hann var með hvítt og gat sennilega fengið jafntefli snemma tafls, hafnaði því en tók stuttu síðar þá furðulega áhættu að opna upp á gátt fyrir sameinaða atlögu bisk- ups og drottningar Anands eftir hornalínunni h1-a8. Honum tókst aldrei að koma skipulagi á varnir sínar eftir það og mátti játa sig sigraðan eftir 56 leiki. Menn eru almennt sammála um að einvígið hafi verið vel teflt og spennandi. Hver einasta skák var tefld í botn og ber ekki síst að þakka það hinum annálaða bar- áttukrafti Topalovs. Ef litið er til skáksögunnar má hiklaust telja viðureign þeirra meðal fimm mögnuðustu heims- meistaraeinvígjanna í flokki með Tal og Botvinnik í Moskvu 1960, Fischer og Spasskí í Reykjavík 1972, Karpov og Kortsnoj í Baguio 1978 og Kasparov og Karpov í New York og Lyon 1990 –́91. Kannski mætti fjölga skákum í slíku einvígi en tímarnir eru breyttir. Það er þó athyglisvert að aðeins einu sinni hefur sigur- vegari heimsmeistaraeinvígis verið undir eftir 12 skákir allt frá því að Steinitz og Zukertort tefldu fyrst um titilinn árið 1886. Anands beið snúin prófraun þegar hann gekk til tafls sl. þriðjudag. Val á byrjun undir þessum kringumstæðum er eins og hvert annað lotterí og hann kaus að fara leið sem Emanuel Lasker, heimsmeistari 1896-1921, beitti stundum og hefst með leiknum 7. … Re4. Síðar lumaði hann á tiltölulega nýjum snún- ingi, 16. … Rf6. Sofia 2010; 12. einvígisskák: Venselin Topalov – Wisvanat- han Anand Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 Re4 8. Bxe7 Dxe7 9. Hc1 c6 10. Be2 Rxc3 11. Hxc3 dxc4 12. Bxc4 Rd7 13. 0-0 b6 14. Bd3 c5 15. Be4 Hb8 16. Dc2 Rf6 17. dxc5 Rxe4 18. Dxe4 bxc5 19. Dc2 Bb7 20. Rd2 Hfd8 21. f3 Ba6 22. Hf2 Hd7 23. g3 Hbd8 24. Kg2 Bd3 25. Dc1 Ba6 26. Ha3 Bb7 27. Rb3 Topalov vill ekki þrátefla 27. … Hc7 28. Ra5 Ba8 29. Rc4 e5 30. e4 f5 31. exf5?? Ótrúleg fífldirfska miðað við hvað mikið var undir. Hvítur heldur jafnvæginu með 27. Rd2. 27. …e4! 32. fxe4 Dxe4+ 33. Kh3 Hd4 34. Re3 De8! 35. g4 h5 36. h4 g5+ 37. fxg6 Hann gat einnig reynt 37. Kxg5 en svartur vinnur með 37. … Hg7+ 38. Kh4 hxg4 sem hótar m.a. 39. …. g3+. 37. … Dxg6 38. Df1 Hxg4+ 39. Kh3 He7 Hótar 40. … Hxe3+! 41. Hxe3 Hh4+! 42. Kxh4 Dg4 mát. ( Sjá stöðumynd) 40. Hf8+ Kg7 41. Rf5+ Kh7 42. Hg3 Hxg3+ 43. hxg3 Dg4+ 44. Kh2 He2+ 45. Kg1 Hg2+ 46. Dxg2 Bxg2 47. Kxg2 Þetta er alveg vonlaust en hinn kosturinn var tapað peðsendatafl: 47. Hf7+ Kg6 48. Hg7+ Kxf5 49. Hxg4 hxg4! 49. Kxg2 Ke4 og svartur vinnur g3-peðið á leik- þvingun, t.d. 50. Kf2 Kd3 51. b3 Kd2 52. Kf1 Ke3 53. Kg2 Ke2 54. Kg1 Kf3 55. Kh2 Kf2 o.s.frv. 47. … De2+ 48. Kh3 c4 49. a4 a5 50. Hf6 Kg8 51. Rh6+ Kg7 52. Hb6 De4 53. Kh2 Kh7 54. Hd6 De5 55. Rf7 Dxb2+ 56. Kh3 Dg7! - og Topalov gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Anand vann úrslitaskákina og er verðugur heimsmeistari Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.