SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 48
48 16. maí 2010 S öfnunarárátta er mörgum í blóð borin. Fólk safnar servíettum, frímerkjum, fingurbjörgum og jafnvel bjórglösum. Ég safna am- bögum, einkum úr fjölmiðlum, og hef gert það lengi. Ég er með litla kompu ná- lægt sjónvarpstækinu og í hana fara ýmis orð og setningar sem vekja eftirtekt mína. Athugasemdir rata líka stundum á litla miða, aftan á umslög eða annað sem hendi er næst. Og af nógu er að taka. Ef marka má viðbrögð við síðasta pistli mínum er ég ekki ein um þessa áráttu – sem sumum þykir þó bera keim af smá- smygli. Meðal þess sem er að finna í am- bögusafni mínu eru mýmörg dæmi þar sem eintöluorð eru notuð í fleirtölu. Fjöldi þessara dæma er alveg merkilegur og það virðist sem eitthvert fleirtölufár hafi gripið um sig. Eitt af einkennum nafnorða er að þau geta staðið bæði í eintölu og fleirtölu, sbr. ein tölva, margar tölvur. Hins vegar eru til mörg nafnorð sem aðeins eru notuð í eintölu eða í fleirtölu, oft kölluð eintöluorð og fleirtöluorð. Sem dæmi um eintöluorð má nefna orðin megrun og árátta. Ég sló þeim upp á google.is og fékk þá upp tæplega 600 notkunardæmi um megranir. Um 1.250 notkunardæmi komu upp ef ég sló inn orðið áráttur. Ég hef nokkrum sinnum rekið mig á að hafa álitið orð vera eintöluorð en svo séð í orðabók að fleirtölumyndin er líka gefin upp. Ég hélt t.d. að fyrirsögnin Hættuleg eiturgös við eldstöðvar væri dæmi um ambögu en sá svo í orðabók að fleirtalan er gefin upp, sbr. gas H -s, gös. Og þar með strikaði ég yfir setninguna í kompunni – þótt ég væri ekki alveg sannfærð. Til að gefa nokkra mynd af fjölda þeirra orða sem teljast til eintöluorða eða fleirtölu- orða hef ég tekið saman eftirfarandi lista og einnig svolítið dæmasafn þar sem ég sýni hvernig orð sem flokkast sem eintöluorð eru notuð í fleirtölu. Nokkur eintöluorð árátta, hveiti, sykur, mjólk, verð, máln- ing, kvíði, hatur, þreyta, hungur, tölvu- póstur, áskorun, fiður, fólk, kaffi, kjöt, nám, verð, vinna, bann, kaffi, kjöt, nám, megrun, sannleikur, úrval Nokkur fleirtöluorð buxur, börur, dyr, feðgar, harðindi, hjón, jól, kynni, líkur, mistök, mæðgur, páskar, samtök, skæri, sifjar, tónleikar, páskar, tíðindi, vandræði, vanskil Vandað mál Við eigum mjög góðan herrailm. Sama góða verðið í gildi. Góður afsláttur er veittur. Það er gott bragð af þessum eplum. Þetta er mikil áskorun. Allur þessi tölvupóstur er þreytandi. Við veitum ekki neinn greiðslufrest. Mikil röskun hefur orðið á flugi. Flug var fellt niður í dag. Hún er alltaf í fleiri en einni vinnu. Bannið tekur strax gildi. Niðurstöður forvals eru áhugaverðar. Átröskun er alvarlegt mál. Ég er með söfnunaráráttu. Þú hefur oft farið í megrun. Ég hef hafið námið í báðum greinunum. Óvandað mál Við eigum mjög góða herrailmi. Sömu góðu verðin í gildi. Góðir afslættir eru veittir. Það eru góð brögð af þessum eplum. Þetta eru miklar áskoranir. Allir þessir tölvupóstar eru þreytandi. Við veitum enga greiðslufresti. Miklar raskanir hafa orðið á flugi. Flug voru felld niður í dag. Hún er alltaf í mörgum vinnum. Bönnin taka strax gildi. Niðurstöður forvala eru áhugaverðar. Átraskanir eru alvarlegt mál. Ég er með söfnunaráráttur. Þú hefur oft farið í megranir. Ég hef hafið bæði námin. Nú má vera að sumir afgreiði þetta fleirtölufár sem svokallaðan samtímanlegan breytileika. Það getur vel átt við um orð eins og íþróttakeppni sem er notað fullum fetum í fleirtölu án þess að hjartsláttur okkar málfarslögganna aukist til muna. En hvar á að draga mörkin? Eigum við bara að yppa öxlum, taka ofan lögguhúfuna og kalla all- ar ambögur samtímanlegan breytileika. Líka þegar við heyrum allt í kringum okkur „ég vill“, „talva“, „úlpan heingur“, „hjá systir minni“, „honum langar“ og „henni vantar“ – svo fátt eitt sé nefnt? Hversdagsvillur II Sumir safna servíettum, frímerkjum, fingurbjörgum, bjórglösum eða þjóðbúningadúkkum. Pistilshöfundur safnar ambögum, einkum úr fjölmiðlum, og hefur gert það lengi. Morgunblaðið/Heiddi ’ Hvar á að draga mörkin? Eigum við bara að yppa öxlum, taka ofan lögguhúfuna og kalla allar ambögur sam- tímanlegan breytileika? Tungutak Svanhildur Kr. Sverrisdóttir D avid Byrne var sumarlega klæddur, í hvítum buxum og strigaskóm og léttur í lund þegar blaðamaður náði tali af honum í Hafnarhúsi miðvikudaginn sl. Reyndar þurfti blaðamaður að fara í stutta fjölmiðlabiðröð, á eftir sjónvarps- og útvarpsfólki sem ræða vildi við þenn- an merka mann. Byrne tók þessu litla ís- lenska fjölmiðlafári af stóískri ró, enda margreyndur í samskiptum við fjölmiðla. Byrne fæddist í Skotlandi 14. maí 1952 og er því nýorðinn 58 ára (til ham- ingju, Byrne). Foreldrar hans fluttu til Kanada þegar hann var tveggja ára og um sex árum síðar til Maryland. Núna býr hann í New York. Byrne er þekktur fyrir margs konar listsköpun og afrekaskráin er æði löng. Þekktastur er hann án efa fyrir störf sín með hinni áhrifamiklu nýbylgjusveit Talking Heads sem hann stofnaði ásamt öðrum árið 1975, gegndi í henni stöðu söngvara og var helsti lagasmiður sveit- arinnar. Talking Heads lagði upp laupana árið 1991. Auk þess að fást við tónlist, búa til tónlistarmyndbönd og hanna ýmislegt sem hljómsveitum fylgir hefur Byrne haldið sýningar á ljósmyndum sínum og öðrum myndlistarverkum, skrifað bæk- ur, hannað eitt og annað, m.a. hjólreiða- standa (hann er mikill áhugamaður um hjólreiðar og hefur ritað um það bækur) og espressóbolla, framleitt tónlist og kvikmyndir, leikið í kvikmynd, samið dansverk og þannig mætti áfram telja. Listinn er langur. Af verðlaunum sem Byrne hefur hlotið má nefna Óskars- verðlaun (fyrir tónlist við kvikmynd Bernardo Bertolucci, Síðasti keisarinn), Grammy-verðlaun og Golden Globe. Stórmerkilegur maður, sum sé, og sann- kallaður fjöllistamaður. Fyrir viðtalið fékk blaðamaður þau fyrirmæli (tvisvar) að spyrja Byrne ekki um Talking Heads. Sveitin ætlaði ekki að snúa aftur. Greinilegt að Byrne er orðinn þreyttur á því að vera spurður út í mögu- lega endurkomu. Enda kemur Talking Heads verkum hans á Listahátíð ekkert við og því ætti maður þá að spyrja? Ekkert svar er hið rétta Byrne sýnir tvenns konar verk á Listahá- tíð. Annars vegar ljósmyndir í gluggum Hafnarhússins, myndaröð sem hann nefnir Inside Out og sýnir glugga og dyr í ýmsum ónefndum húsum og hins vegar verk í upplýsingastöndum víða um borg- ina þar sem hann leggur fram erfiðar valspurningar með þremur mögulegum svörum. Ljósmyndir af eftirlitsmynda- vélum voma yfir textanum, sá sem svarar er minntur á að einhver gæti verið að fylgjast með honum og hverju hann svar- ar. Eins gott að svara rétt! En ekkert svaranna er þó hið rétta, þau eru í raun öll rétt en um leið öll röng, allt eftir því hvernig hver og einn lítur á það. Þessa syrpu kallar hann Moral Dilemmas, eða Siðferðisklípur. Eitt þessara verka virðist eiga sér- staklega vel við íslenskt samfélag í dag því spurt er hvað viðkomandi myndi gera ef bróðir hans væri bankastarfsmaður sem hagnast hefði á hruninu og vildi deila gróðanum með honum. Myndi við- komandi a) segja til hans, b) gefa sinn skerf til góðgerðarmála eða c) afþakka og segja engum frá. Byrne verður prakk- aralegur á svip þegar blaðamaður spyr hann út í siðferðisklípurnar, hvaðan hugmyndin hafi komið að þeim. „Ég held að ég hafi fengið hugmyndina út frá persónuleikaprófum þar sem valspurningar eru lagðar fyrir mann. Þegar menn leggja slík próf fyrir fólk segja þeir fólki oft að hafa engar áhyggj- ur, ekkert svar sé rétt. Í þessu tilfelli er ekkert svar gott,“ segir Byrne og hlær innilega að hugmyndinni. Öll svörin séu í raun slæm. - En þó eru þau um leið öll rétt? „Einmitt, það er í raun ekkert rétt eða rangt. Yfirleitt er um mjög slæmt ástand að ræða og engin góð lausn á því.“ - Og eftirlitsmyndavélarnar fylgjast með manni … „Já, fylgjast með því sem gerist.“ - Þú hefur greinilega áhuga á slíkum myndavélum? „Já, þær eru alls staðar, sérstaklega á Englandi, þær eru úti um allt þar …“ segir Byrne og horfir hugsi út um gluggann á bókasafninu í Hafnarhúsinu, eftirlits- myndavélarnar valda honum heilabrot- um. Byrne hefur tekið fjölda ljósmynda af slíkum eftirlitsmyndavélum í ólíkum borgum heimsins, m.a. New York og London. „Hver er að skoða allar þessar Bannað að tala um Talking Heads Listamaðurinn David Byrne sýnir ljósmyndir í gluggum Hafnarhúss á Listahátíð í Reykjavík og spyr áleitinna, siðferðilegra spurninga á upplýs- ingastöndum víða um borgina. Og það er bannað að tala um Talking Heads. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.