SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 49
16. maí 2010 49 upptökur?“ spyr Byrne eftir stutta íhug- un, segir í raun óhugnanlegt að fylgst sé með ferðum fólks með þessum hætti. - Kannski er einhver sífellt að fylgjast með þínum ferðum? „Já, þarna er David Byrne núna og hann er að fara þangað … Já, og núna er hann í þessari mynda- vél!“ segir Byrne ákafur og leikur með tilþrifum hinn dularfulla eftirlitsmann sem veit allt um hans ferðir. Skilaboð frá borginni - Þú segir sjálfur um þessi verk að marg- ir muni réttilega líta á þau sem list en að þú vonir samt sem áður að einhver rugl- ingur eigi sér stað, að fólk átti sig ekki strax á því að þetta séu listaverk … „Að vissu leyti. Auðvitað mun fólk átta sig á því af því að þessi hátíð er í gangi, það mun lesa blöðin eða hlusta á útvarpið og komast að þessu. En þetta er utan hins listræna ramma, í þessum upplýs- ingastöndum og fólk gæti haldið að þetta væru skilaboð frá borgaryfirvöldum (hlær) eða einhverjum samtökum.“ - Og það á ensku! „Já, á ensku!“ segir Byrne kátur. Hann hafi að vísu boðist til að þýða textann en það hafi verið afþakkað. „Ef þetta hefði verið þýtt hefði þetta orðið mjög rugl- ingslegt fyrir fólk,“ segir hann kíminn. - Finnst þér áhugaverðara að sýna á almenningsstöðum frekar en listastofn- unum eða galleríum? „Tja, já … ekki endilega alltaf en jú, ég nýt þess að sýna á almenningsstöðum. Það slítur hlutina úr samhengi, fólk veit ekki eitt andartak hvort þetta er list eða ekki, það skynjar hlutinn öðruvísi og gefur sig á vald spurningunni eða hlutn- um. Veit ekki hvort þetta eru skilaboð eða auglýsing …“ Inn og út um gluggann - Ef litið er yfir feril þinn, það sem þú hefur gert sem listamaður, virðast mörg verk þín eiga sér spaugilega hlið en þó er alltaf alvarlegur undirtónn í þeim. Er það réttur skilningur? „Ég held það. Það er yfirleitt spaugileg hlið á verkunum, ég held meira að segja að þessi gluggatjöld utan á safninu séu spaugileg,“ segir Byrne, bendir í átt að gluggunum og hlær. Þar á hann við ljós- myndirnar í syrpunni Inside Out sem prýða glugga Hafnarhússins. „Þetta er nútímalistasafn í mínimalískum bygg- ingarstíl og svo eru sett þessi rosalega gamaldags gluggatjöld á það!“ segir Byrne og hlær enn. Myndirnar í þeirri syrpu tók hann víðs vegar um heiminn, m.a. í Bandaríkjunum, Mexíkó og á Eng- landi. Í texta sem fylgir bæklingi Listahátíðar segist Byrne alltaf hafa hrifist af auglýs- ingatækninni sem notuð er til að þekja hliðar og glugga strætisvagna. Fólkið inni í vagninum sér út um gluggana, þó á þeim séu auglýsingar, en þeir sem standa úti sjá ekki inn í vagninn. Byrne segir að það sé eins og heimurinn sé pakkaður inn í myndir og auglýsingar, eins og hvert yfirborð sé ekki bara það sjálft heldur eitthvað annað líka. „En ef nútíma- listasafn gæti litið út eins og nútíma- listasafn en einnig eins og sambland af lúxushóteli, vefnaðarvöruverslun og venjulegu húsi – þá væri það dásamlegt,“ skrifar Byrne. Þessi prenttækni strætis- vagnaauglýsinga (myndirnar eru með fíngerðum götum) er notuð í Inside Out, fólk sér ekki inn í safnið en þeir sem eru inni í því sjá út. Þá sýna myndirnar glugga og dyr og því er verið að snúa hlutum á rönguna, leika sér með hug- myndina um hvað sé inn og hvað út. Byrne er enda ekki óvanur því að snúa hlutum á rönguna, gerði það t.d. í bók- inni The New Sins, Hinar nýju syndir, þar sem persónueiginleikar á borð við von og framagirni eru orðnir að syndum. Byrne rökstyður af hverju þessir eigini- leikar eru orðnir að nýjum syndum með því að spyrja lesandann spurninga sem ætla mætti að auðvelt væri að svara en við nánari umhugsun reynist það þrautin þyngri. Ekki ósvipað Siðferðisklípunum. Eini munurinn er bíllinn í lokin - Þú virðist vera mjög áhugasamur um myndheim auglýsinga og hvernig þær móta menningu okkar og hugsunarhátt? „Stundum finnst mér þetta vera annað tungumál, þetta myndmál í auglýsingum sem notað er til að selja okkur eitthvað. En þetta er virkilega fágað og þaulhugsað myndmál og það angraði mig, í ljósi þess að þetta er allt í kringum okkur, að þess- ar myndir og auglýsendurnir gætu talað til mín en ég gæti ekki svarað. Þannig að mér datt í hug að nota sömu aðferðir og efni; geta þannig svarað fyrir mig á vissan hátt.“ - Ég var að lesa færslu í dagbók sem þú heldur á vefsíðunni þinni þar sem þú dá- ist að sjónvarpsauglýsingum bílafram- leiðandans Audi, m.a. auglýsingu þar sem fimleikafólk líkir eftir innviðum bíl- vélar … „Já, já!“ segir Byrne með glampa í aug- um og hlær þegar þetta rifjast upp fyrir honum. - Og þú sagðir eitthvað á þá leið að því miður hefðu listamenn ekki nógu mikla peninga til að búa til svona myndir. „Sjáðu hvað þetta eru dásamlegar litlar myndir, þetta eru dásamlegar, stuttar kvikmyndir. Og stundum sést ekki bíll- inn fyrr en í blálokin. En, jú, línan milli listræns myndbands og þessarar Audi- auglýsingar er hárfín, eini munurinn er bíllinn í endann.“ Minnispunktar í myndum - En að ljósmyndunum, hvernig mynd- irðu lýsa ljósmyndaverkum þínum? Nú hefurðu sýnt myndlist í ein tuttugu ár. „Sumar eru fyrir ákveðið verkefni og þarfnast sérstakrar lýsingar og þess hátt- ar en oft eru þær ákveðin leið fyrir mig til að átta mig á því sem fyrir augu ber. Stundum eru þær skrásetning, mynd- rænir minnispunktar. En stundum eru þær fyrir eitthvað miklu formlegra …“ - Þú hefur líka ferðast mikið um heiminn og verið iðinn við að skrásetja ferðir þínar með ljósmyndum. „Þegar ég kemst út fyrir hið kunnug- lega umhverfi í New York fer ég að sjá hluti og taka eftir þeim. Í New York tek ég illa eftir hlutum af því að ég er þar alla daga. Um leið og ég kemst út fyrir Man- hattan fer ég að horfa á hlutina öðrum augum.“ Blaðamaður getur ekki sleppt Byrne án þess að spyrja hann eitthvað út í tónlist- arstörfin. Í fyrra gaf Byrne út forvitnilegt sönglagasafn og bók, Here Lies Love, í samstarfi við Fat Boy Slim, þ.e. Norman Cook. Þetta verk unnu þeir innblásnir af ævi Imeldu Marcos, ekkju fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, Ferdinands Marcos. Imelda er líklega þekktust fyrir að hafa skilið eftir sig 3.000 skópör þegar hún hrökklaðist úr landi með eiginmanni sínum. En Byrne hafði ekki áhuga á þeirri hlið Imeldu heldur persónunni sjálfri. Imelda var tíður gestur á klúbbnum Studio 54 í New York og var mikill unn- andi diskótónlistar, svo mikill að hún var með diskótek í einni af íbúðum sínum í borginni. Byrne segir tónlistina hafa komið af sjálfu sér, í ljósi þessa diskó- áhuga Imeldu. „Hún var þarna fyrir, hluti af lífi hennar og ég velti því fyrir mér hvort ekki væri saga þarna líka,“ segir Byrne. Verkið gæti mögulega endað í leikhúsi, hann sé að skoða þann mögu- leika þessa dagana. Og með þeim orðum lýkur spjallinu, blaðamaður tekur í spaðann á Byrne sem skýst í næstu myndatöku, léttfættur á sumarbuxunum. En fyrst þarf hann að hlaupa út og taka myndir af gluggaverk- unum. Sólin er nefnilega farin að skína. ’ Þegar ég kemst út fyrir hið kunnuglega umhverfi í New York fer ég að sjá hluti og taka eftir þeim. „Ég held meira að segja að þessi gluggatjöld utan á safninu séu spaugileg,“ segir Byrne sem sést hér með eitt verka sína í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í bakgrunni. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.