SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 50
50 16. maí 2010 S igurður Guðmundsson myndlistarmaður segist hafa verið útlendingur í hálfa öld. Þar af hefur hann verið búsettur í Kína síðustu þrettán árin . Hann er þó hér á landi um þessar mundir, en á föstudaginn var opnuð sýning á ljósmyndaverkum Sig- urðar frá sjöunda áratugnum í i8 galleríi og þá kom einnig út ný skáldsaga hans, Dýrin í Saigon. Í bókinni segir af manni sem flýgur til Víetnam í byrjun árs 2008 og kemur sér þar fyrir á hóteli, mállaus og án nokkurra tenginga við menninguna í landinu. Þrenns- konar frásögnum er fléttað saman. Ein er lýsing á upplif- unum mannsins í borginni og því hvernig hann kynnist þar smám saman fólki, þar á meðal skúringarkonum og nuddkonu. Önnur frásögnin er bréf höfundarins (sem er greinilega Sigurður sjálfur) til látinnar móður sinnar; og loks eru kaflar þar sem sagt er frá verum og fólki sem býr innra með manninum. Þar eru stelpa sem er heimspek- ingur, maður, hestur sem er skáld, samkynhneigður svanur og máfur sem vill ekki tala íslensku, og stilla þau sér iðulega upp í einskonar myndlistarverk. Sigurður er í íbúð sinni í Vesturbænum og hefur verið að undirbúa sýninguna í i8. Blaðamaðurinn er mættur til að ræða um bókina en hrýs eiginlega hugur við að biðja listamanninn um að segja eitthvað gáfulegt. Í bókinni er ekki talað af mikilli hrifningu um blaðamenn sem gera einmitt þetta; biðja listamanninn að vera gáfulegan. „Nei, það er ekkert mál,“ segir Sigurður og slær á þær áhyggjur. „Ég er atvinnutalari. En samt skammast ég mín svolítið fyrir það. Ég ætti að vera þurr og fámáll listamað- ur. Þeir listamenn sem ég elska mest eru bæði málhaltir og þurrir á manninn. En ég? Ef þú hringir í mig get ég tal- að og talað.“ Orðin og tungumálið hafa verið áberandi í bókum Sig- urðar, Tabúlarasa og Ósýnilega konan, en í þeirri fyrr- nefndu er íslensk tunga önnur aðalpersónan. Orð, mál og málleysi eru einnig leiðarminni í Dýrunum í Saigon en listamaðurinn viðrar þar meðal annars hugmyndir um tilfinningalegan og orðlausan skilning á sköpuninni. Á einum stað segir: Flestir halda að til að upplifa listaverk- ið eigi maður að komast að því hvað listamaðurinn er að meina með verkinu en fatta ekki að einmitt þess vegna komast þeir síður að kjarna þess. Sigurður segist geta talað og hann skrifar svo sann- arlega áhugaverðar bækur; fær önnur hlið á honum útrás í orðunum en í myndlistarverkunum? Hann hugsar sig um. „Í þau fimmtíu ár sem ég hef verið í myndlist hef ég haft nokkuð vel á tilfinningunni hvað mér finnst rétt og hvað rangt,“ segir hann síðan. „Ég get ekki gert nein verk án þess að vera að miðla að reynslu minni. Af hinu persónulega reynslusviði. Ég hef mikla trú á persónulegri upplifun á hinu almenna. Ég hef til dæmis aldrei verið hræddur við að vera opinskár og að sýna fólki að ég sé ekki fullkominn. Í myndlistinni vinn ég á sama hátt og þegar ég skrifa; löngu áður en verk er orðið til sem hugmynd hef ég verið með tíu kílómetra víðan faðminn opinn til að fanga eitthvað sem getur verið óljóst, al- gjörlega óskilgreint, og langt frá því að vera hugmynd. Það er frekar að ég renni á einhverja lokkandi lykt. Síðan getur lyktin verið svo aðlaðandi að mig langar að renna inn í hana. Í því ferli getur maður lent í verulegum hrakn- ingum en það er nauðsynlegt að halda áfram. Þegar loka- hluti ferlisins hefst þarf að fara að draga þetta í form og þá þarf að henda ýmsu í burtu. Í listrænni ögun er enginn vandi að henda ruslinu en samt þarf oft líka að fleygja ein- hverju sem er mjög gott, einhverju sem maður elskar og finnst þýðingarmikið. Það getur verið sársaukafullt en skilar mér á þann stað sem undirmeðvitund mín vildi greinilega fara til. Fólkið sem byggir þessa jörð þarf að gera margt í leit sinni að morgundeginum. Það er fullt af hrakförum á þeirri leið – eins er það með sköpunarferlið.“ Þrælar í listsköpun missa af gullmolunum Sigurður segir að í bókinni hafi hann tekið tungumálið út úr myndinni í samskiptum fólks – sögumaður situr löngum stundum með vinum sínum þótt þau geti lítið sem ekkert talað saman. Hann segist ekki hafa ákveðið að fara til Víetnam til að skrifa svona bók, en hann fór þang- að og nú er þessi bók orðin til, eins og hún er. „Það var ekki fyrirfram ákveðið konsept, heldur bara ákveðin afstaða sem sendi mig intúitíft þangað. Í list- sköpun verður fólk oft þrælar eigin konsepts og missir þar af leiðandi af stóru, óskilgreindu og ónefnanlegu gullmol- unum. Missir af upplifun sem er algjörlega nafnlaus. Þar finnst mér að liggi mikill fjársjóður, mikil gæði. Þetta við- horf var ég að raungera í Víetnam og það birtist í bókinni – sem myndlistarmaður hef ég líka hagað mér svona. Á þessu ári sem ég var að skrifa Dýrin í Saigon tók ég ekkert eftir því að ég var ekki að gera myndlist. Ég gerði ekkert annað en að vera þarna í þessari bók. Ég valdi ekki söguhetjurnar, þær komu bara. Það er rétt eins og að maður velur sér ekki vini, þeir koma bara. Þú velur ekki að fæðast, eða hvernig þú elskar – það gerist bara. Þetta er mikið áhersluatriði í bókinni. Eftir þeim strúktúr hef ég lifað, hef hlustað á innsæið, verið utankúltúrel vera og hef sinnt eigin sérvisku.“ Í þeim köflum bókarinnar þar sem lesandinn kynnist verum sem búa innra með listamanninum, birtast oft við- brögð við hinum ytri heimi og samfélagslegum atburðum. Á einum stað lenda verurnar til að mynda í heilaþvottavél og koma út fullar af þjóðrembu, veifandi klisjum sem eru áberandi í sjálfbirgingslegri orðræðu sem Sigurði finnst einkenna þjóðir og þjóðerni: að okkar þjóð sé best, með fullkomnasta lýðræðið, mesta frelsið og bestu lífskjörin. „Þegar ég flaug annan janúar árið 2008 til Víetnam, með miða aðra leið, þá var ég að losa mig við menning- arlega klafa þjóðernisins, til að tilheyra engri þjóð,“ segir Sigurður. „Í fimmtíu ár hef ég verið útlendingur og get ekki hugsað mér að vera neitt annað en útlendingur. Ég get ekki lesið dagblöðin í Kína, þar sem ég bý, og er ekki hluti af þeirri framhaldssögu sem líf allra þjóða er. Allar þjóðir segja: við erum best og hjá okkur er allt gott! Kín- verjar segja þetta rétt eins og Íslendingar. Þetta virðist nærri því vera náttúrulögmál og svo verja allir sitt.“ Í listheiminum er fullt af fólki með minnimáttarkennd Sköpunarferlið og afstaðan við sköpunina er Sigurði hug- leikin, í bókinni og líka í samtali okkar. Hann segist telja það að búa til listaverk vera náskylt því að vera ástfang- inn. Í báðum tilvikum renni fólk á ólógískan hátt inn í eitthvað sem það veit ekkert hvað er. „Ástfengni er langsterkust þegar fólkið þekkir hvort annað nánast ekki neitt, þá er þetta allt á tilfinningasvið- inu, og mállaust. Eins og hjá dýrunum. Ég hef aldrei talað við unga listamenn sem dettur í hug að bera það undir sérfræðinga hvort manneskjan sem þeir elska sé í lagi – en þeir bera listina undir listræna viðmiðun og smitast af því sem talið er ganga og ekki ganga í menningarheimi list- arinnar. Þeim sem er ástfangin dettur ekki í hug að fara í fýlu þótt ástin þeirra sé ekki Herra eða Ungfrú alheimur en í listinni er það alltof algengt. Í listheiminum er fullt af fólki með minnimáttarkennd vegna þess að það einblínir of mikið á stóru stjörnurnar, notar þær alltof mikið sem viðmiðun. Sumir fyllast minnimáttarkennd og verða Bókmenntir og myndlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Upplifði að vera spagettí og kæfa Hvað gerist þegar tungumálið er fjarlægt úr samskiptum fólks? Í nýrri skáldsögu Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns segir af manni sem dvelur í Víetnam, á þar nánast orðlaus samskipti við nokkra íbúa og skrifar látinni móður persónuleg bréf. Innan í honum eru skáldmæltur hestur og samkynhneigður svanur. ’ List er aldrei hugmyndafræði; hugmyndafræði er nauðsynleg í pólitík, en ekki í listum. Mín list getur ekki verið fingur sem bendir mannkyninu á hvert það eigi að fara. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.