SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 51
16. maí 2010 51 magnlausir af áhyggjum af því að vera hvorki frægir né ríkir. Ég er ekki á móti listheiminum, ekki frekar en á móti félagi verslunarmanna, en þetta er sama tóbakið. Sömu lögmál gilda. Mér finnst að til að listamaðurinn hafi sam- félagslegt gildi þurfi hann að standa fyrir utan sam- félagið.“ Ekki feiminn við að vera persónulegur Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson segist fá al- veg jafnmikið út úr því að skrifa bók sem þessa, verkefni sem tók mörg misseri, og því að skapa myndlist. „Sem myndlistarmaður fæ ég listræna fullnægingu við að skrifa svona bók. Mér finnst eiginlega enginn munur á því hvort ég dansa pínulítinn ballett – sem ég kann ekki en myndi samt dansa, hvort ég skrifa eða geri myndlist – sem ég kann ekki heldur. Hver hefur vit á ástarmálum? Mér finnst áhugavert að ganga inn í heim þar sem eru engin nöfn, engar skilgreiningar eða flokkanir. Í bókinni er fyrirbæri sem ég kalla viturt dýr. Það rennur á lykt og á bragð, veit ekkert vitsmunalega hvert það er að fara, en veit tilfinningalega hvað það ætlar sér. Bókin er eiginlega óður til þess að lifa eftir innsæinu. Áhugaverðasta innsæið er mállaust og hefur ekkert myndrænt form.“ Sigurður segist ekkert vera feiminn við að gangast við því að nafnlausi sögumaðurinn í bókinni hans sé hann sjálfur. „Ég er ekki feiminn við að vera persónulegur. Mér finnst skemmtilegast að vera heiðarlegur. Rétt eins og dýrin í bókinni upplifði ég það að vera spagettí og ný teg- und af kæfu. Þessi bók er mikilvæg fyrir mig, gefur mér ákveðið dvalarleyfi á, fyrir mig, nýju tilfinningasvæði. Fyrir mig er það kannski það eftirsóknarverðasta, þó að kannski að- eins lítill minnihluti lesenda fíli það. Að þessu leyti eru listamenn ólíkir stjórnmálamönnum sem eru varla til án fjöldans hylli. Ég var spurður af nýútskrifuðum myndlistarnemum, sem ég hitti í gær, til hvers ég væri í myndlist. Ég sagðist vera í gulrótarækt til að geta haft gulrót sem teymir mig áfram frá einum degi til annars, þessa gulrót sem lætur mig hlakka til að vakna á morgnana. Ætli það sé ekki að- almálið fyrir þann sem skapar að búa þessa gulrót til aftur og aftur? List er aldrei hugmyndafræði; hugmyndafræði er nauðsynleg í pólitík, en ekki í listum. Mín list getur ekki verið fingur sem bendir mannkyninu á hvert það eigi að fara.“ Morgunblaðið/Einar Falur Verkið Fragment, 1969-2010, er gefið út í nýju upplagi í til- efni sýningarinnar í i8. Þetta er fyrsta ljósmyndaverk Sig- urðar og var upphaflega hluti af verkinu Landslag, en var síð- ar kallað Self Portrait. Study for Horizon, 1975 Hommage a Grieg, 1971. „Ég get ekki gert nein verk án þess að vera að miðla að reynslu minni,“ segir Sigurður Guð- mundsson. Hann er hér á sýningu sinni í i8 galleríi en þar eru ljósmyndaverk frá áttunda áratugnum. Sýning á ljósmyndaverkum eftir Sigurð Guðmundsson frá áttunda áratugnum, Situations og önnur ljósmyndaverk 1970-1982, opnaði í i8 galleríi við Tryggvagötu á föstudag. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Á henni er úrval rómaðra ljósmyndaverka Sigurðar frá þessum tíma, en þrátt fyrir að hann einbeitti sér þá að ljós- myndamiðlinum sækja verkin í skúlptúr og ljóðlist, auk per- formanslistar. Þessi verk voru unnin undir áhrifum frá Flúxus og konseptlist. Þau sýna gjarnan aðstæður þar sem lista- maðurinn er einskonar staðgengill fólks í ólíkum uppá- komum. Sagt hefur verið um þessi verk, sem eru mörg hver afar vel kunn og má finna í söfnum víða í Evrópu, að í þeim sameinist lýrík, húmor og þunglyndi. Verkin koma flest úr fórum listamannsins. Í sumum til- vikum er um að ræða „artist-proof“ en önnur eru tilbrigði við kunnari verk eða skissur. „Þetta er ákveðin kæfa, allt af sama meiði,“ segir Sig- urður við blaðmann. „Hér eru árásargirnd og uppgjöf, póesía og tíminn, meira að segja rómantík.“ Úrval ljósmyndaverka frá sjöunda áratugnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.