SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 52
52 16. maí 2010 F átt þykir rithöfundum betra en að sem flestir lesi bækur þeirra enda þurfa menn að geta lifað til þess að geta skrifað og því eftir- sóknarvert að selja sem flestar bækur. Sé málum aftur á móti svo háttað að við- komandi skrifi slíkar bækur að hlutfalls- lega lítill hluti lesenda kunni að meta þær má stækka heildarkökuna. Sagan hefur sýnt okkur að besta leiðin til þess er að fjölga lesendum, fá fleiri til að lesa, meðal annars með því að auka að- gengi að bókum, umtal um þær og um- fjöllun. Liður í því hafa verið breytingar á bókamarkaði þar sem hann hefur verið nútímavæddur, ef svo má segja, færður úr fjölda lítilla bókabúða inn í stórar búðir og stórmarkaði. Margir sjá eftir bókabúðunum gömlu, ég þar á meðal, en það þýðir ekki að ég vilji sá þær aftur, öðru nær. Að mínu viti eru þær breyt- ingar sem orðið hafa á bóka- markaði hér á landi bráðnauð- synlegar og löngu tímabærar. Það er ef menn vilja á annað borð að fólk haldi áfram að lesa bækur. Í þessu ljósi fannst mér merkilegt viðtal við nýjan formann Rit- höfundasambandsins, Kristínu Steins- dóttur, þar sem hún taldi meðal helstu baráttumála sinna að bannað verði að gefa afslátt af bókum; „að til verði fastgengi á bókum“. Ekki er þessi hugmynd rökstudd frekar í viðtalinu, og varla nema von, þetta var nú einu sinni viðtal en ekki ít- arleg stefnuyfirlýsing, en aðdragandinn að orðunum um „fastgengi á bókum“ var þessi: „Svo er það rússíbanareiðin með verðlag á íslenskum bókum. Hún er veru- lega sorgleg. Nýju bækurnar koma út á haustin og nokkrum dögum seinna eru þær seldar með gríðarlegum afslætti. Þetta er engan veginn gott.“ Eins og ég get um í upphafi þá hafa þær breytingar sem orðið hafa á markaðs- setningu og sölu bóka orðið til góðs að mínu viti og gert sitt til að tryggja að bók- lestur leggist ekki af að mestu. Orð Krist- ínar má skilja sem svo að hún vilji snúa hjóli tímans afturábak, láta eins og það sé árið 1980 en ekki 2010. Hugsanlega áttar hún sig ekki á því að til er mun einfaldari lausn á þessum „vanda“ en að koma á „fastgengi“ á bókum. Bókaútgefendur ættu einfaldlega að hætta að gefa út leið- beinandi útsöluverð. Ég veit ekkert um innkaupsverð á Frónkexi þegar ég fer í Bónus, enda skiptir það mig ekki máli – það sem skiptir máli er hvað Bónus vill að ég borgi fyrir pakkann. Af hverju á það ekki við um bækur? Fast- gengi bóka Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Besta leiðin til að fjölga lesendum er að auka að- gengi að bók- um, umtal og umfjöllun H in vinsæla Twilight-sería var skrifuð af bandaríska rithöf- undinum Stephenie Meyer og kom út á árunum 2005-2008; Twilight (2005), New Moon (2006), Eclipse (2007) og Breaking Dawn (2008). Bækurnar slógu strax í gegn og hafa verið seldar í yfir 100 milljón eintökum á heimsvísu en þær hafa einnig verið þýddar á íslensku. Vin- sældir Meyer hafa síður en svo dalað því bóka hennar er alltaf beðið með eftirvænt- ingu en segja má að einhverskonar vamp- íruæði virðist hafa gripið umheiminn í kjöl- far þessarar seríu. Fyrir stuttu kom svo út einskonar aukabók í seríunni, The Short Second Life of Bree Tanner, örstutt, sem selst hefur metsölu um allan heim og ljóst að vinsældirnar fara síst dvínandi. Hvers vegna eru þær svo vinsælar? Svo virðist sem fólki finnist eitthvað spenn- andi við þá tilhugsun að vampírur gætu verið til og búið meðal okkar. Þjóðsagnir um vampírur hafa lifað manna í millum svo öldum skiptir og í bókum Meyer er ýjað að því að vampírur hafi alltaf verið til en ekki fyrr en á miðöldum hafi þær haft einhver náin afskipti af mannkyninu. Með þessu vísar Meyer auðvitað í fyrirmynd allra vampírusagna, Dracula eftir Bram Stoker. Hann byggði sína sögu á greifanum Vlad Tepes frá Transylvaníu í Rúmeníu, sem var þekktur fyrir óvenjulegar aftökur sínar. Stoker gerði Dracula að goðsögn þó að síðar hafi komið í ljós að Stoker vissi lítið um Vlad Tepes og slóvenskar þjóðsagnir um vamp- írur, hann notfærði sér aðeins nafnið. Dra- cula átti að hafa verið óhugnanlega blóð- þyrstur og oftast gæddi hann sér á ungum stúlkum. Hann átti að geta breytt sér í leð- urblöku og hafa yfirnáttúrlega krafta. Hann þoldi ekki sólarljós og eina leiðin til þess að drepa hann var að reka stiku í hjartastað. Goðsagnir um hið yfirnáttúrlega hafa löngum lifað með manninum því einhverra hluta vegna viljum við trúa því að það sé eitthvað annað og meira til í þessum heimi en það sem við sjáum, skynjum og skiljum. Meyer breytir ekki út af hefðinni í sögu sinni heldur endurnýtir hana sér til fram- dráttar. Hún býr til heim sem lesandanum þykir spennandi, heim sem við þegar þekkjum úr öðrum goðsögnum. Hún dreg- ur upp persónulegri og innilegri mynd af samskiptum vampíra við menn. Við fáum að kynnast báðum hliðum betur en ella enda hefur Meyer sjálf sagt að það séu tvær hliðar á öllum sögum. Þess má til gamans geta að hún hefur einnig skrifað styttri sög- ur um minni persónur sem koma fram í Twilight-seríunni, til dæmis fjallar nýja bók hennar, The Short Second life of Bree Tan- ner, um nýskapaða vampíru sem bregður fyrir í bókinni Eclipse en er einnig tortímt í sömu bók. Meyer reynir í bókum sínum að gera sumar vampíurnar mannlegri með því að láta þær neita sér um mannablóð, þær ganga í skóla og vinna ýmis störf, en einn- ig koma fyrir illgjarnar og blóðþyrstar vampírur. Það sem Meyer gerir hins vegar þrátt fyrir allar nýjungarnar er að hún gengst enn við hefðinni um ungu stúlkuna sem fórnarlambið. Ungmeyjablæti og heimilisofbeldi Dracula er síður en svo eina vampíran með ungmeyjablæti, í flestöllum vamp- írusögum er fórnarlambið ung varnarlaus stúlka sem dregst að yfirnáttúrlegu að- dráttarafli vampírunnar og gefur sig henni á vald þó oftast með smá mótþróa. Meyer bregður ekki út af hefðinni því aðal- söguhetja Twilight-seríunnar er hin unga og fagra Bella sem kynnist draumaprinsi sínum, Edward. Edward er auðvitað alls ekki allur þar sem hann er séður, hann er vampíra og yfir hundrað ára gamall þó hann líti ekki út fyrir að vera deginum eldri en 17 ára. Hann tekur sér sem sagt barnunga stúlku. Hann elskar hana og vill alls ekki særa hana en hættan vofir alltaf yfir. Hann gæti misst stjórn á sér og drepið hana á einu augabragði. Bella er hins vegar í afneitun, hún trúir því ekki að Edward muni meiða hana en þegar slys gerist er hún nauðbeygð til þess að horfast í augu við staðreyndirnar. Því má segja að hluti sögunnar sé einskonar dæmisaga um heimiliofbeldi, kærastinn óttast að missa stjórn á sér ef hún gerir eitthvað rangt, ögrar honum um of og þá er voðinn vís. Bella sér hins vegar ekki alveg hættuna sem þetta skapar því hún er svo óskaplega ástfangin og háð Edward að þegar Edward yfirgefur hana, missir hún allan lífsvilja. Svo mánuðum skiptir er hún sem skugg- inn af sjálfri sér, því henni finnst hún að- eins vera lifandi með Edward. Bella er ein af þessum stúlkum sem verða óskaplega háðar öðrum, svo háðar að þær kunna ekki að skilgreina sjálfar sig nema út frá öðrum. Bella er kona sem myndi ekki yf- irgefa manninn sinn þó hann berði hana, því er Bella ekki mjög sterkur karakter, hún er vonlaus rómantíker og gerir allt fyrir ástina, þar á meðal að fórna sjálfri sér. Karakter Bellu fær hins vegar smá uppreisn æru þegar henni tekst að bjarga Edward en það dugar ekki til því við vit- um alltaf hvert stefnir. Það er ekki hægt að bjarga manneskjunni Bellu því hún hefur gefið sig vampírunni á vald líkt og hefðin segir til um fórnarlömb vampíra. Gengið á hefðir í óvæntum endalokum Ýmsir óvæntir atburðir verða að lokum til þess að bjarga lífi Bellu og breyta henni í vampíru þrátt fyrir að það setji allt á ann- an endann og út brjótist stríð milli vamp- íra. Bella er hins vegar hæstánægð því hún þráði alltaf að vera síung eins og hennar heittelskaði Edward. Hún þarf ekki lengur að búa í ótta við Edward og aðrar vamp- írur, hún getur loks varið sig sjálf ef hún þarf. Edward fær að hafa Bellu sína síunga og þarf ekki að óttast að meiða hana fram- ar. Því má segja að jafnvel þó að Meyer haldi í margar hefðir þá brjóti hún sumar þeirra einnig, því unga fórnarlambið deyr nánast alltaf en það gerir Bella hins vegar ekki, því má segja að Meyer brjóti upp hefðina um fórnarlambið á sama tíma og hún gengst við klisjunni um hamingjusöm endalok. Vampírusería Stephenie Meyer nýtur slíkra vinsælda að varla eru dæmi um annað eins. Ungmeyjablæti og heimilisofbeldi Vinsældir Twilight- seríu Stephenie Meyer fara síst minnkandi eins og sannast á met- sölu nýrrar bókar hennar í röðinni. Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.