SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 53
16. maí 2010 53 25. maí til 9. maí 1. Rannsókn- arskýrsla Alþingis - Rannsókn- arnefnd Alþingis / Alþingi 2. Fyrirsætu- morðin - James Patterson / JPV útgáfa 3. Góða nótt, yndið mitt - Dorothy Koomson / JPV út- gáfa 4. Matur og drykkur - Helga Sig- urðardóttir / Opna 5. Hafmeyjan - Camilla Läckberg / Undirheimar 6. Nemesis - Jo Nesbø / Uppheimar 7. Hvorki meira né minna - Fann- ey Rut Elínardóttir / N-29 8. Missir - Guðbergur Bergsson / Forlagið 9. Sítrónur og saffran - Kajsa In- gemarsson / Mál og menning 10. Póstkortamorðin - Liza Mark- lund/James Patterson / JPV útgáfa Frá áramótum 1. Rannsókn- arskýrsla Alþingis - Rannsókn- arnefnd Alþingis / Alþingi 2. Póst- kortamorð- in - Liza Marklund/James Patterson / JPV útgáfa 3. Loftkastalinn sem hrundi - Stieg Larsson / Bjartur 4. Hafmeyjan - Camilla Läckberg / Undirheimar 5. Stúlkan sem lék sér að eld- inum - Stieg Larsson / Bjartur 6. Svörtuloft - Arnaldur Indr- iðason / Vaka-Helgafell 7. Góða nótt, yndið mitt - Dorothy Koomson / JPV út- gáfa 8. Nemesis - Jo Nesbø / Uppheimar 9. Þegar kóngur kom - Helgi Ing- ólfsson / Ormstunga 10. Horfðu á mig - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum – Eymunds- son og Samkaupum. Rannsóknarsetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulisti Félags bókaútgefenda B andaríski rithöfundurinn Christina Sunley er ættuð frá Íslandi, afi hennar fluttist með foreldrum sínum til Winnipeg í Kanada í kjölfar Kötlugossins vorið 1875. Hún hefur lýst því að kveikjan að þessari bók hafi verið það er hún sá fyrir sér lít- inn dreng vakna að morgni við svo mikið öskufall að hann sér ekki handa sinna skil. Sú bók sem hér er gerð að umtalsefni er þó ekki saga af landflutningum til Vest- urheims, þótt þeir landflutningar komi við sögu og eins eldfjallið sem hrakti fólkið úr landi, því leikurinn berst frá Gimli við Winnipeg-vatn til Öskju, enda má segja að þar hafi allt hafist. Í sem skemmstu máli segir sagan frá stúlkunni Freyju sem elst upp hjá ein- stæðri móður sinni í dæmigerðu amer- ísku úthverfi í Connecticut. Móðir henn- ar er af íslensku bergi brotin og ólst upp í Gimli. Það verður vendipunktur í lífi Freyju þegar hún fer með móður sinni til Gimli að hitta ættingja sína, móðurfor- eldra og móðursystur, Ingibjörgu sem köluð er Birdie. Birdie, sem haldin er geðhvarfasýki og bitnar eðlilega nokkuð á sambandi hennar við fjölskyldu sína, tekur ástfóstri við Freyju sem á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Freyjuginning hefur fengið fína dóma erlendis og ef maður setur sig í spor út- lendra lesenda sem vita hvorki haus né sporð á Íslandi og íslenskri menningu er það skiljanlegt; hún er mátulega fram- andi þroskasaga ungrar konu sem kemst að því að ekki er allt með felldu í fjöl- skyldu hennar. Framandleikinn kemur meðal annars af íslenskunni, enda má ráða af textanum að Sunley skýtur víða íslenskum orðum inn sem kryddi. Eins koma íslenskar goðsagnir við sögu og talsvert sagt frá íslensku samfélagi, ljóð- elsku Íslendinga og þeim fjölskyldu- böndum sem hnýta þá saman, jafnvel þvert á vilja þeirra. Öll þessi íslensku fræði gera aftur á móti lítið fyrir íslenska lesendur auk þess sem sumt í samskiptum Íslendinganna er skrifað frá sjónarhóli þess sem sér menn- ingararfinn í hillingum. Við erum ekki svo upptekin af tungumálinu og ljóð- unum og sagnaarfinum sem við viljum vera láta þegar við montum okkur við útlendinga. Að því sögðu þá er bókin lipurlega skrifuð og þótt tilfinningarnar beri hana ofurliði á köflum, geri framvinduna ósannfærandi, þá gengur fléttan upp. Kannski ekki svo ýkja frumleg, en það kemur ekki svo að sök. Framandlega íslenskt Bókmenntir bbbnn Freyjuginning Eftir Christinu Sunley. Bókafélagið Ugla gefur út. 378 bls. innb. Þórdís Bachmann þýddi. Árni Matthíasson Vildi að ég gæti sagt að ég hafi verið að innbyrða háleit og stórmerkileg rit sem breytt hafa eða breyta munu verald- arsögunni en því er ekki að heilsa. Það eru helst íslenskar glæpasögur sem verið hafa á leslistanum mínum undanfarið. Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfsson vakti hvað mest athygli mína. Þar er glæpur til rannsóknar en margt fleira hangir á spýtunni. Sögulegir at- burðir eru færðir í bún- ing skáldsögunnar og tekst vel til að mínu mati. Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur kom líka að mörgu leyti á óvart. Glæpasagnafarald- urinn hefur svo haldið áfram að glepja og við bættust bækur höfunda frá Svíþjóð og Noregi, Hvarfið eftir Johan Tho- rim og Nemesis eftir Jon Nesbø. Báðar ágætar, sér- staklega sú síðarnefnda sem er skemmtilega snú- in. Af erlendum höfundum sem rita sögur af sama meiði hef ég verið að lesa Peter Temple sem er ástralskur höfundur, býsna snjall. Akk- úrat núna er það þó Bandaríkjamaður að nafni Linwood Barclay. Bókin nefnist Fear The Worst og er alveg þokkaleg. Í fyrra las ég Too Close to Home eftir hann og var hún nokkuð góð. Það má kannski kalla báðar úthverfakrimma. Þær fjalla um venjulegar fjölskyldur sem flækjast í glæpsamleg mál. Fjölskyldufeðurnir í aðal- hlutverkum eru ekki neinar ofurhetjur og því síður vanir að fást við illþýði og gengur þetta allt saman upp og ofan hjá þeim. Ameríkaninn Harlan Coben hefur undanfarið skrifað bækur af sama toga og má mæla með báðum þessum höf- undum. Svo hef ég dottið inn í heim Þórbergs Þórð- arsonar. Les af og til í bókinni hans Péturs Gunnarssonar um ÞÞ í forheimskunarlandinu. Á þessum síðustu og verstu tímum kinka margir kolli er þeir sjá þennan titil. Einn höfundur er mér alltaf kær. Það er Kurt Vonnegut. Hef alltaf gaman af því að glugga í bækur hans og einnig lesa það sem skrifað hefur verið um hann og hans höfundarferil. Í mestu uppáhaldi eru Slaughterhouse 5 og Breakfast of Champions en margar aðrar eru líka fínar. Húmorinn dásamlegur. Honum datt í hug að lögsækja tóbaksframleiðendur fyrir að lofa því að sígarettur væru bráðdrepandi en standa ekki við það. Hann væri áttræður og við ágæta heilsu eftir stórreykingar alla ævi. En að lokum varð hann burt kvaddur eins og gengur þótt ekki gerðist það af völdum reykinga. Lesarinn Ingvi Þór Kormáksson bókavörður og hljómlistarmaður Kurt Vonnegut er mér alltaf kær Bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut er í uppáhaldi fyrir dásamlegan húmor. Morgunblaðið/KGA Ein helstu spennubókaverðlaun heims eru svonefnd Edgar- verðlaun vestan hafs en þau hafa nafn sitt frá bandaríska skáld- inu og rithöfundinum Edgar Allan Poe. Fyrir stuttu var tilkynnt um verðlaunabækur ársins 2010 og besta bókin valin The Last Child eftir John Hart. Þetta er í annað sinn sem John Hart fær verðlaunin; bók hans Down River var valin besta bókin árið 2008. Besta fyrsta bók höfundar var valin In the Shadow of Gotham eftir Stefanie Pintoff. Meðal bóka á þeim stuttlista var Black Water Rising eftir Attica Locke, en sú er einnig er á stuttlista Orange-kvennabókaverðlaunanna bresku. Besta kilja var valin Body Blows eftir Marc Strange. John Hart bestur Verðlaunin fyrir bestu spennubókina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.