SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 54
54 16. maí 2010 E inn fremsti píanóleikari samtímans kom fram á tónleikum í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Þetta var hinn norski Leif Ove Andsnes. Ein- hverjir heyrðust kveina yfir því að hann væri ekki með einleikstónleika, heldur spilaði með tveimur öðrum hljóðfæraleikurum, byði ekki upp á sólóflug- eldasýningu heldur kammermúsík. Kannski er það ástæðan fyrir því að það var ekki húsfyllir á tónleik- unum. Ég gat ekki betur séð en að efstu bekkir Há- skólabíós væru tómir. Hljóðfæraleikararnir sem „spilltu fjörinu“ voru systk- inin Christian og Tanja Tetzlaff, fiðlu- og sellóleikari. Efnisskráin var í innhverfari kantinum, og einhverjum hefur kannski fundist hún leiðinleg. Þriðja tríóið eftir Schumann fyrir fiðlu, selló og píanó er ekki með því að- gengilegasta eftir tónskáldið. Það er miklu „leiðinlegra“ en t.d. Kreisleriana fyrir einleikspíanó. Ó, að Leif Ove hefði nú spilað það! Engu að síður voru þetta frábærir tónleikar. Á dag- skránni voru verk fyrir fiðlu, selló og píanó eins og fyrr- nefnt tríó eftir Schumann og líka Fantasiestücke eftir sama tónskáld. Einnig fyrir selló og píanó (Ævin- týramyndir eftir Janacek) og fiðlu og píanó (sónatína op. 100 eftir Dvorák). Hvert sem viðfangsefnið var þá leystu hljóðfæraleikararnir það fullkomlega af hendi. Andsnes hefur einstaklega fallegan tón og spilar á pí- anóið eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Systkinin spiluðu líka afar fallega; mýkt fiðlunnar – sem er nýtt hljóðfæri, ekki gamall Stradivarius – var ótrúlega safarík og sónatínan eftir Dvorák var svo áhrifamikil að maður gleymdi stund og stað. Ævintýramyndirnar eftir Jana- cek voru sömuleiðis heillandi, sellóið skemmtilega róm- antískt og píanóleikurinn fullur af merkingarþrungnum hendingum og hljómasamsetningum. Og tónsmíðarnar eftir Schumann voru ástríðuþrungnar og spennandi, maður dáðist sérstaklega að stígandinni í Fantasie- stücke, sem var óvanalega markviss. Svona á kammermúsík að vera. Þremenningarnir spiluðu eins og einn maður, en samt voru raddir þeirra sjálfstæðar þegar við átti, samhentur hópur þriggja vina sem voru að ræða saman í mesta bróðerni. Maður gekk glaður út af þessum tónleikum. Ævintýra- myndir í Háskólabíói TÓNLIST Kammertónleikar bbbbb Háskólabíó Leif Ove Andsnes, Christian og Tanja Tetzlaff fluttu verk eftir Schu- mann, Janacek og Dvorák. Fimmtudagur 13. maí. Jónas Sen Christian Tetzlaff, Tanja Tetzlaff og Leif Ove Andsnes syntu í Bláa lóninu og léku á tónleikum í Haskólabíói. Hvert sem við- fangsefnið var þá leystu hljóðfæraleikararnir það fullkomlega af hendi. Ljósmynd/Per Roald Landrö Helgin verður þétt eins og vænta má á þessum árstíma og byrjar á opnun myndlistarsýningar Sigurðar Guð- mundssonar í i8 á föstudegi. Ég var að gefa út dæmalaust skemmtilega – og óvenjulega – skáldsögu eftir Sigurð, Dýrin í Saigon, og hlakka til að sjá sýninguna sem teng- ist held ég efni bókarinnar að einhverju leyti. Á föstu- dagskvöldið ætla ég að fara á lithásku sýninguna á Róm- eó og Júlíu og bíð í ofvæni eftir þeirri veislu. Á laugardaginn kl. 14 verða tónleikar á Austurvelli til stuðnings nímenningunum sem gerðu það sem við vild- um öll gera en eru ofsóttir af hinu opinbera fyrir vikið, auk þess sem einar fjórar myndlistarsýningar verða opnaðar. Ég mun gera mitt besta til að sjá og heyra sem mest. Um kvöldið ætla ég svo að sjá Gerplu í Þjóðleikhúsinu. Ég er búin að sjá hana einu sinni en get ekki stillt mig um að fara aftur, sú sýning var einstök perla. Á sunnudaginn verður rölt milli myndlistarsýn- inganna sem ekki gafst tími til að skoða á laugardegi, og um kvöldið verður borðað í góðra vina hópi og rætt í þaula um viðburði helg- arinnar. Ég sé á þessari upp- talningu að ég á alveg rosalega gott! Helgin mín Silja Aðalsteinsdóttir útgáfustjóri Sannkölluð listahátíðarhelgi Undanfarna mánuði hefur Amazon glímt við bókaút- gefendur vegna verðlagningar á bókum sem gefnar eru út á rafrænu sniði þar sem fyrirtækið hefur viljað halda verðinu niðri, en útgefendur uppi. Eftir stífar samningaumleitanir hefur Amazon náð samningum við alla risana í útgáfubransanum nema einn - Penguin. Penguin og Amazon hafa ekki náð saman og svo fór að Penguin hætti að skaffa Amazon rafrænar út- gáfur á bókum sínum, en þær er enn hægt að fá í rafbókabúðum Apple og Barnes & Noble. Nýjasta út- spil Amazon í deilunni hefur svo enn aukið gremju Penguin-manna því nú er hægt að fá allar nýjar bækur frá Penguin á níu dali og níutíu og níu sent, eða á um 1.300 kr., í netverslun Amazon. Sem dæmi um afsláttinn má nefna að listaverð á nýrri bók met- söluhöfundarins Stuarts Woods, Lucid Intervals, sem kom út í lok apríl, er um 3.400 kr., en semsé hægt að kaupa hana á 1.300 kr., með 62% afslætti, hjá Amazon. Í iBooks-sjoppu Apple kostar sama bók um 2.300 kr. í rafrænni útgáfu og um 1.700 í rafbókabúð Barnes & Noble. Amazon og Penguin glíma Lesbók Kanadíska námafyrirtækið Barrick Gold er umdeilt og skemmst að minnast þess að norski olíusjóðurinn setti fyrirtækið á bannlista þar sem starfsemi fyrirtækisins stangast á við strangar siðareglur í fjárfestingastefnu sjóðsins. Nú fyrir stuttu fékk bókaútgefandi í Kanada að kenna á Barrick Gold, því fyrirtækið sigaði her lögfræð- inga á útgefandann, Talonbooks, sem hugðist gefa út bók sem fjallar um námavinnslu kanadískra fyrirtækja í Afríku. Talsmaður útgefandans segir að Barrick Gold beiti lögfræðingum fyrir sig í trausti þess að smáfyrirtæki hafi ekki fjárhagslega burði til að svara fyrir sig, enda myndi lögfræðikostnaður hlaupa á hundruðum milljóna þó svo að stefna Barrick Gold næði ekki fram að ganga. Ta- lonbooks hætti og við útgáfuna um tíma, en nú hafa kanadísk mannréttindasamtök boðist til að taka að sér málsvörnina án endurgjalds. Peningana eða prenthelsi Frá námu Barrick Gold í Palabora í Suður-Afríku. Google
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.