SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 21
23. maí 2010 21 Útigangsmaður Þónokkuð er um betlara í París. Þessi valdi sér gjarnan brýrnar í nágrenni Notre Dame og hafði tvo hvolpa til að hjúfra sig upp að. Þ að er til ógrynni af ljóðum og lögum sem fjalla um vorið og allt sem það hefur í för með sér fyrir menn, dýr og gróður. Annað eins magn af óðum hefur verið samið um París, þá iðandi stórborg rómantíkur og lista. Þegar þetta tvennt leggst á eitt, vor og París, verður út- koman ljóðræn fegurð sem ekki er hægt að gera sér í hugarlund án þess að hafa upplifað hana í per- sónu. „Fólkið er léttklæddara og það flykkist í laut- arferðir í almenningsgarðana sem byrja að fyllast á þessum tíma árs,“ segir Gunnar Theodór Eggerts- son, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Ís- lands sem býr í 20. hverfi Parísar, um breytingarnar sem vorkoman hefur á borgarbúa. „Svo flæðir fólk niður að kanalnum og auðvitað bökkum Signu. Þar má sjá raðir af ungu fólki með rauðvín og bagettur. Þetta er engin klisja með það enda eru klisjur klisj- ur af góðri ástæðu.“ Gunnar flutti til borgarinnar í haust og er því að upplifa sitt fyrsta vor í París. „Það er svolítið fyndið í þessu vorveðri að koma frá Íslandi þar sem 20 stiga hiti er bara sumar og blíða. Svo heyrir maður Parísarbúa kvarta yfir kulda og tala um hvað þá langi til Suður-Frakklands því það sé svo kalt í Par- ís.“ Aðalbreytingin á götulífinu við vorkomuna seg- ir Gunnar vera ferðamennina. „Núna byrja að sjást raðir út úr Notre Dame. Ég finn mikinn mun að fara niður í miðbæ.“ Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér er vorið sannarlega búið að taka völdin í París þar sem kaffihúsin eru full af fólki sem drekkur í sig stemmingu og götulistamenn skemmta gestum og gangandi á götuhornum og torgum. Vor í París Gluggagægir Þessi vaxmynd gægist út um glugga búðar við Passage Jouffroy sem er ein þeirra gatna í Óperuhverfinu sem voru yfirbyggðar og upphitaðar á seinni hluta 19.aldar. Í þessum þröngu verslunargötum má finna allt frá gömlum myndavélum til teiknimyndasögubóka. Almenningsgarðar og árbakkar fyllast af ungu fólki í lautarferð. Ferðamenn fylla miðbæinn, kaffihús og söfn. Vorið er sannarlega komið í París. Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Texti: Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ofgnótt osta Talið er að yfir þúsund mismunandi tegundir osta séu framleiddir í Frakklandi. Hér er viðskiptavinur í ostabúð við Rue Saint Louis en I’lle að dást að úrvalinu enda úr mörgu að velja. Listir og viðskipti La Defense er háhýsabyggð viðskiptanna í vest- urhluta borgarinnar sem hóf að rísa á sjöunda áratugnum til þess að hýsa frönsk og alþjóðleg stórfyrirtæki. Síðan hefur mörgum torgunum verið breytt í nokkurs konar listasöfn undir beru lofti. Þessi stytta af hálfu mannshöfði er eitt fjölmargra listaverka sem berja má augum í La Defense.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.