Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.05.1962, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 09.05.1962, Blaðsíða 1
BMÐ TRAMSÓKNAKMANNA / l/ESTFJARÐAKJÖRDÆMI 12. árgangur. ísafjörður, 9. maí 1962. 9. tölublað. Reikningsdæmi fyrir rikisstjórn EITT AF ÞVÍ, sem oft er nefnt til dæmis um það hvort vel eða illa sé stjórnað málefnum þjóðarinnar, er sparifjármyndun í landinu. 1 því sambandi eru nefndar ýmsar tölur, svo sem vænta má. Þróun sparif jár ií landinu verður auðvitað að meta í sambandi við önnur atriði peningamálanna. Og það er ástæða til að hugleiða vissa þætti þessara mála einmitt í sam- bandi við stefnu núverandi ríkis- stjórnar. Hvað veldur vaxtahækkun nú- verandi stjórnar ein og út af fyrir sig mikilli sparifjáraukningu ár- lega? Hvað þarf þjóðin miklu meira sparifé 1962 heldur en 1958 til að fullnægja lánsfjárþörf til sömu byggingarframkvæmda og sömu kaupa á framleiðslutækjum? Hvað þarf einstaklingur eða öldruð hjón að eiga mikið sparifé til þess að vaxtahækkun núverandi stjórnar geri meira hjá þeim en að mæta þeirri hækkun framfærslu- kostnaðarins, sem beinlínis og ein- göngu stafar af þeirri sömu vaxta- hækkun ? Ríkisstjórnin ætti að láta hag- fræðinga sína reiknia þessi dæmi og birta svörin í einhverjum fjár- málatiíðindum eða hagtíðindum sínum. Það er ofur einfalt mál, að ekki verður sigrast á lánsfjárkreppu með því að auka spariféð um 100 milljónir ef þær sömu aðgerðir auka lánsfjárþörfina um 200 mill- jónir miðað við sömu framkvæmd- ir. Hinsvegar kann að vera hægt að fela lánsfjárþörfina í bili með því að búa svo að mönnum að þeir slái framkvæmdum og uppbygg- ingu á frest. Það er líka augljóst mál að gömlu hjónin, sem eiga 100 þúsund krónur á vöxtum, græða ekki á vaxtahækkun þó að hún kunni að auka tekjur þeirra um 2—4 þúsund krónur árlega, ef sú sama vaxta- hækkun eykur framfærslukostnað þeirra um 5 þúsund krónur á ári hverju. Hér er verkefni fyrir hagfræð- inga ríkisstjórnarinnar. Það getur áreiðanlega verið almenningi til glöggvunar að vita rétt svör við þessum reikningsdæmum. Og eigi menn að vita sannleikann inn þá hluti, sem snerta daglegt líf þeirra og daglega afkomu, þá liggur margt fjær en að reikna þetta. SAMVINNUSKÓLANUM var slit- ið 1. þ.m. í skólanum voru í vetur 74 nemendur, 39 í fyrsta bekk og 35 í öðrum bekk. Hæstu einkunn á burtfararprófi hlaut Sigríður J. Ámadóttir, frá Keflavík, 9,29, og var það jafn- framt hæsta einkunn yfir skólann. Fyrir námsafrek sitt hlaut hún Orðabók Sigfúsar Blöndals að verðlaunum. Að þessu sinni hlaut Bragi Halldórsson bókfærslubikar- inn fyrir ágæta bókhaldskunnáttu. Nemendur sem útskrifuðust fyr- ir 25 árum voru margir viðstaddir. Hafði Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdarstj., orð fyrir þeim, flutti skólanum árnaðaróskir og afhenti bókagjöf. Fyrir hönd nemenda sem útskrifuðust fyrir 5 árum tal- aði Sigfús Gunnarsson og afhenti skólanum ljósmyndatæki að gjöf. Við þessi skólaslit voru og við- staddir 12 nemendur frá sænska samvinnuskólanum Vár Gárd, en þeir höfðu verið á ferðalagi hér- lendis. Þeir fluttu kveðjur og færðu Samvinnuskólanum að gjöf fagran vasa. Skólastjórinn, Guðm. Sveinsson, flutti kveðjuorð til hinna braut- skráðu nemenda. Skólaslitin fóm mjög hátíðlega fram. Iþróttasvæðið ÞAÐ ERU núverandi samstarfs- flokkar hér í bænum alveg sam- mála um, að hraða sem allra mest byggingu hins mikla aþróttasvæðis innan við Torfnesið. Um það atriði segir svo í málefnasamningi þeim fyrir næsta kjörtímabil sem sam- starfsflokkarnir hafa gert með sér: „Hraðað verði framkvæmdum á íþróttasvæðinu á Torfnesi og stefnt að því að taka megi þar í notkun knattspyrnuvöll á næsta ári.“ Fjárveitingar bæjarsjóðs til í- þróttasvæðisins eru til þessa ein milljón og tvö hundruð þúsund krónur. Síðian lí vor hefur verið unnið að áframhaldandi hleðslu varnargarðsins og hefur því verki miðað alveg prýðilega áfram. Meirihluti bæjarstjómar hefur að undanförnu unnið að því að fá leigðan stórvirkan krana frá vita- málastjórninni til þess að fylla upp íþróttasvæðið. Nú er þessi krani kominn hingað til bæjarins, og mun þá ekki líða á löngu þar til hafizt verður handa um það að fylla svæðið upp. Aflafengur i Vestfirðingafjórðungi í aprílmánnði 1962. AFLINN í aprílmánuði, má yfir- leitt, með nokkrum góðum undan- tekningum teljast mjög rýr, hér í fjórðungnum. — Einkum var afl- inn ákaflega lélegur um og fyrir miðjan mánuðinn. Komu þá nokkr- ir bátar að landi með fáein hundr- uð kg. suma dagana, en megin- hlutinn steinbítur. Netjabátamir hafa oftast verið við veiðar suður á Breiðafirði. —1 Tveir þeirra, Guðbjörg frá Isafirði og Dofri frá Patreksfirði, fengu ágætan afla. Patreksfjörður. Fjórir bátanna þaðan vom nú á netjaveiðum. Vb. Dofri fékk 220 lestir, Sigurfari 165 lestir, Helgi Helgason 137 lestir, Sæborg 127 lestir. Þeir lönduðu 13 sinnum hver. — Á línuveiðum vom: Jónas Jónasson, er fékk 87 lestir í 17 sjóferðum, Freyja (áður Jón Ben G.K.) með 59 lestir í 12 sjóferðum og Orri er fékk 25 lest- ir. Hann tafðist frá veiðum vegna vélarbilunar. Tálknafjörður. Vb. Tálknfirðingur fékk 160,3 lestir í 18 sjóferðum, Guðmundur á Sveinseyri 126,5 lestir í 18 sjóferðum, Sæfari 91 lest í 11 sjóferðum. Bíldudalur. Togbáturinn Pétur Thorsteinsson fékk 116,2 lestir í 20 sjóferðum, vb. Andri fékk 112 lestir í 19 sjóferðum. Báðir voru þeir með línu. Þingeyri. Á netjaveiðum voru: Hrafnkell (leigubátur frystihúss- ins), er fékk 160,6 lestir, Fjölnir 111,7 lestir (tók upp netin 7. apríl) Þorgnimur 63,7 lestir. — Þorbjörn var einn á línuveiðum, fékk aðeins 49 lestir í 16 sjóferðum. Flateyri. Vb. Hinrik Guðmundsson var einn með net og fékk 89 lestir í 11 upplögnum. Á línuveiðum voru: Hjálmar með 85 lestir í 16 sjóferðum, Ásgeir Torfason 83 lestir í 15 sjóferðum, Einar Þver- æingur 78,4 lestir í 16 sjóferðum, Víkingur (leigubátur) 58,5 lestir ií 16 sjóferðum. Suðureyri. Vb. Hávarður fékk 89 lestir í 17 sjóferðum, Friðbert Guð- mundsson 85 lestir í 15 sjóferðum, Júlíus Björnsson (leigubátur) 85,5 lestir í 15 sjóferðum, Draupnir 78 lestir í 16 sjóferðum, Freyja 74 lestir í 16 sjóferðum, Gyllir 34,4 lestir í 8 sjóferðum — hann er 27 rúmlestir með 8 menn alls. Bolungarvík. Vb. Einar Hálf- dáns var á netjaveiðum, fékk 184,7 lestir, Þorlákur tók líka upp net um miðjan mánuðinn og fékk alls Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.