Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.05.1962, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 09.05.1962, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR / ' jlMfrrítiiglfir ^MVTKAMSOKNAPHANHA / t/CinjABCAUÖM*m Ctgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördœmi Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaliur: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 - Sími 332 Grundvallar- atriði FLESTIR GERA sér grein fyrir því, að festa og öryggi í allri fjár- málastjórn bæjarfélaganna sé grundvallaratriði, sem enginn bæj- arstjórnarmeirihluti megi frá hvika, ef vel á til að takast. Á traustri fjármálastjórn, og sívak- andi aðgæziu um meðferð fjár- muna, byggjiast og framkvæmdir allar á vegum bæjarfélaganna, og framlög þeirra til hinna ýmsu stofnana sem bæjarfélögin ýmist reka sjálf, eða iþá styrkja með fjárframlögum. Traust fjármála- stjórn leiðir svo aftur af sér aukna tiltrú hjá lánastofnunum, en á vel- vilja þeirra og fyrirgreiðslu þurfa bæjarfélögin jafnan að halda, að meira og minma leyti. Það mun allra sanngjarnra manna mál, að núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta hafi vel tekizt um stjórn fjármála kaupstaðiarins. Bæjarsjóður hefur af eigin fé get- að innt af hendi stærri greiðslur til verklegra framkvæmda á liðnu kjörtímabili en nokkru sinni fyrr. Vanskil á kaupgreiðslum til fastra starfsmanna bæjiarins, og þess verkafólks sem hjá honum hefur unnið, hefur verið óþekkt fyrirbæri á líðandi kjörtímabili. Bæjarsjóður hefur yfirleitt getað staðið við skuldbindingar siínar og nauðsyn- legar greiðslur. Auðvitað hefur bæjarsjóður ísafjarðarkiaupstaðar oft og tíðum þurft á lánsfé að halda, sem og önnur bæjarfélög. En hann nýtur trausts lánastofn- ana, og hefur því ekki undan því að kvarta að eðlileg fyrirgreiðslia sé ekki látin í té. Til traustrar og hyggilegrar fjármálastjórnar verður og að telja það, að starfsemi Byggingarlána- sjóðs ísafjarðiarkaupstaðar hefur stórlega verið efld á liðnu kjör- tímabili fyrir atbeina núverandi bæjarstjórnarmeirihluta. Hafa hin hagstæðu lán úr sjóðnum verið hækkuð úr 15 í 25 þúsund krónur. Hafa margir bæjarbúar, sem að undanföhnu hafa staðið í íbúða- byggingum, þegar notið þessarar hækkunar. Núverandi samstarfs- flokkar hafa fullan hug á þvií að Framhald af 1. síðu. Aflafengur • • • Ríhisstjórnarverfllað 107,3 lestir. — Hugrún fékk 108,3 lestir í 18 sjóferðum, Heiðrún 84 lestir í 16 sjóferðum. Báðir með línu. — Smærri þilfarsbátar öfluðu sem hér segir: Geirúlfur 27 lestir í 9 sjóferðum, Sigurfari 24,6 lestir í 8 sjóferðum, Hrímnir 11 lestir í 5 sjóferðum, Húni 10,1 lest í 5 sjó- ferðum, Sædiís 9,1 lest í 5 sjóferð- um. — Fjórir smávélbátar voru og nokkuð stopult á veiðum og fékk hinn hæsti þeirra, trb. Tími, 9 lest- ir í 7 sjóferðum. Togarinn Guðmundur Péturs fór á netjaveiðar og lagði upp þarna 23,7 lestir úr einni veiðiferð, en mun hafa landað syðra síðar í mánuðinum. Hnífsdalur. Vb. Mímir fékk 29,6 lestir á línu, en tók upp netjaveið- ar um 13. apríl og aflaði í þau 74,9 lestir. Samtals 104,5 lestir. Páll Pálsson fékk 98,1 lest í 7 upp- lögnum, Rán 96,5 lestir í 8 löndun- um. Báðir með net. Vinur var á línuveiðum og fékk alls 99,5 lestir, þar af lagt upp á Isaifirði 7600 kg. — Einar, 18 lesta, aflaði 54,3 lestir ií 8 sjóferðum. Hann er langafla- hæstur af smærri þilfarsbátum hér. ísafjarðarbær. Vb. Guðbjörg var á netjaveiðum, oftast suður á Breiðafirði og fékk oft uppgripa- afla, mánaðarafli bátsins varð 240 lestir og er hann nú metbátur í fjórðungnum. — Gylfi var áður með net, en var ekki að veiðum hér í mánuðinum. — Aðrir Isa- f jiarðarbátar voru á línuveiðum og öfluðu sem hér segir: Guðbjartur Kristján 128 lesir í 18 sjóferðum, Hrönn 94,7 lestir í 19 sjóferðum, Gunnvör 91,3 lestir í 17 sjóferðum, Víkingur 91 lest í 18 sjóferðum, Straumnes 77,8 lestir í 18 sjóferð- um,Guðný 77 lestir í 18 sjóferðum, Gunnhildur 71,4 lestir í 18 sjó- ferðum, Ásúlfur 71 lest í 16 sjó- ferðum. — Smærri þilfarsbátarnir öfluðu þetta: Ásdís 36 lestir í 8 sjóferðum, Pólstjarnan 33 lestir, Mummi með aðeins tveimur mönn- um á sjó, 17,5 lestir, Örninn 18 lestir. — Rækjuveiðar stunduðu 7 bátar, stopult, og við rýran afla, oftast. -— Súðavík. Vb. Svanur fékk 78,3 lestir í 15 sjóferðum, Sæfari 50,7 lestir , 17 sjóferðum, Trausti 44,3 lestir á 15 sjóferðum. — Aðeins einn bátur var nokkurnveginn að staðaldri á rækjuveiðum, við rýr- an afla. Steingrímsfjörður. Fimm bátar frá Hólmavík, með 5 og 7 manna áhöfn voru á veiðum og allir með þorskanet. Lögðu þeir oft net sín í Steingrímsfjörðinn og þá ör- skammt frá landi. Aflinn var sæmilegur með köflum, frá 1500 til 2000 kg. á smærri báta og allt að 5000 kg. í sjóferð. BLÖÐ ríkisstjómarflokkanna em sífellt að stagast á blessun „við- reisnarinnar“. Þessi ríkisstjórnar- blessun er m.a. á þann veg, að nú fær verkamaður jafnmikið fyrir 17 klukkustimda vinnu og hann fékk fyrir 10 klukkustunda vinnu árið 1958. Til dæmis hefur hafra- mjöl hækkað um 100%, hveiti um 97,4%, rúgmjöl um 81% og rís- grjón, sagógrjón og kartöflumjöl heíur hækkað um 60—80%. Verkamenn og aðrir geta svo borið saman hvort vinnulaunin hafi á sama tíma hækkað tilsvar- andi við þessar nauðsynjavörar. En þessar hækkanir nauðsynj- anna heita víst á máli ríkisstjórn- arinnar að bæta lífskjörin. LAUS STAÐA. Stöðvarstjórastaðan við Vöru- bílastöðina, Isafirði, er laus til umsóknar. Umsóknum skal skil- að fyrir 20. maí til Jens Stein- dórssonar, bifreiðastjóra, sem gefur allar upplýsingar. STJÓRNIN. Til sölu er FIAT 1100 árg 1954. Bíllinn er í fyrsta flokks standi. Upplýsingar gefur MARGEER GUÐMUNDSSON, Grandargötu 6, ísafirði. efla ennþá starfsemi byggingar- lánasjósins. Til heilbrigðrar og hyggilegrar fjármálastjórnar hlýtur það og að teljast, að útsvör í ísafjarðarkaup- stað hiafa ekki hækkað nærri eins mikið hlutfallslega á liðnu kjör- tímabili og í mörgum öðrum bæj- um. í upphafi þessa máls var á það bent, að festa og öryggi í fjármál- um væri grundvallaratriði um stjórn bæjarmála. Á kjördegi er eðlilegt að bæjarbúar hugleiði ekki hvað sízt þessa hlið málanna, — því það er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál hvers einstaks bæj- arbúa að hyggilega sé að fjármál- unum unnið. Bæjarbúar munu þá meta og velja á milli fjármála- stjórnar núverandi samstiarfs- flokka og fjármálastjórnar Sjálf- stæðisflokksins þegar hann fór með völdin hér í bænum; en í leið- ara síðasta blaðs var nokkuð sagt frá ástandinu þá. Með þann samianburð í huga ótt- ast núverandi samstarfsflokkar ekki úrskurð ísfirzkra kjósenda við kjörborðin 27. þ.m. X H Hárgreiðslustofan Túngötu 21: Permanent, skol, litanir, lagn- ingar, klippingar, hárþvottur o.fl. — Pantið tíma í síma 4 1 6 Grenjavinnsla Bjarni Kr. Pétursson Grænagarði ísafirði hefur verið ráðinn til þess að annast grenjavinnslu í Sléttuhreppi 1962. Er öllum öðrum bannað að stunda grenjavinnslu í hreppnum. Sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslu 8. maí 1962. Reiðhjólaverkstæðið Isafirði. Geri við og lakka reiðhjól. Teina allar stærðir af gjörðum. Varahlutir ávallt fyrirliggjandi. Fljót og góð afgreiðsla. JÓHANNES BJÖRNSSON Sími 429 Miðvikudag og fimmtudag kl. 9 KYNLÍFSLÆKNIRINN Þýzk kvikmynd um sjúkt og heilbrigt kynlíf, og um króka- vegi kynlífsins og hættur. Aðalhlutverk: ALBRECT SCHÖNGALS EDIT PRAGER Bönnuð börnum

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.