Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.05.1962, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 09.05.1962, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Aðalskoðun BIFREIÐA á ísafirði árið 1962 fer fram dagana 7. maí til 21. mai n.k., kl. 9—12 og kl. 13—18 og ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðar sínar til eftirlitsins að Aðalstræti 15 svo sem hér segir: Mánudaginn, 7. maí í- 1— 50 Þriðjudaginn, 8. — í- 51—100 Miðvikudaginn, 9. — 1-101—150 Fimmtudaginn, 10. — 1-151—200 Föstudaginn, 11. — 1-201—250 Laugardaginn, 12. — 1-251—300 Mánudaginn, 14. — 1-301—350 Þriðjudaginn, 15. — 1-351—400 Miðvikudaginn, 16. — 1-401-450 Fimmtudaginn, 17. — 1-451—500 Föstudaginn, 18. — 1-501—550 Laugardaginn, 19. — 1-551—600 Mánudaginn, 21. — 1-601— og þar yfir Reiðhjól með hjálparvél verða skoðuð mánudaginn 21. maá. Við skoðun skulu menn leggja fram fullgild skírteini. Sýna ber og skilríki fyrir því að bifreiðaskattur og vátryggingarið- gjöld ökumanna fyrir árið 1961 séu greidd og lögboðin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé í gildi. Ennfremur ber að sýna kvittun fyrir iþví að afnotagjald af útvarpi sé greitt. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki fram- kvæmd og bifreiðin tekin úr umferð þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi án þess að hafa áður tilkynnt skoðunarmönnum lögmæt forföll með hæfilegum fyrirvara verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðalögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta er hér með tilkynnt öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á Isafirði, S. mal 1962. ★ SUMARÁÆTLUN FLUGFÉLAGSINS VIÐ ÍSAFJÖRÐ: KOMUTIMI ALLA VIBKA DAGA KL. 10:30. Frá og með 1. júní verður einnig flogið á sunnudögum, komutími kl. 15:30. Tilkynning Nr. 3/1962. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauð- um í smásölu með söluskatti: Franskbrauð, 500 gr............. Kr. 5,40 Heilhveitibrauð, 500 gr........... — 5,40 Vínarbrauð, pr. stk............... — 1,45 Kringlur, pr. kg.................. — 16,00 Tvíbökur, pr. kg.................. — 24,00 Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr...... — 8,30 Normalbrauð, 1250 gr.............. — 8,30 Séu nefnd brauð sundurskorin eða bökuð með annari þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalll við ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2,75, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum sem brauðgerðir eru ekki starfandi má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verð á rúgbnauðum og normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Reykjavík, 2. maí 1962. VERÐLAGSSTJÓRINN. HÚS til sölu Húseignin Tangagata 26 með eignarlóð er til sölu. Tilboð ósk- ast í eignina fyrir 31. þ.m. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem ejr eða hafna öllum. Til mála gæti komið skipti á lítilli íbúð. ísafirði, 5. maí 1962. ÓLAFUR ÁSGEIRSSON. Laus staða Vélstjórastaða hjá Rafveitu Isafjarðar er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní. Umsóknarfrestur er til 25. maí. Umsókn sendist Rafveitu Ísafjarðar. Henni fylgi upplýsingar um menntun, fyrri störf og meðmæli ef til eru. Upplýsingar um launakjör fást hjá naíveitustjóra. Hús til sðln Tilboða er óskað fyrir 31. þ.m. í húsið Engjavegur 28 Isafirði ásamt bílskúr. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Skipti á húsi eða rúmgóðri íbúð niðri í bæ koma til greina. Isafirði, 8. maí 1962 SIGURLEIFUR JÓHANNSSON. Prentstofan Isrún h.f.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.