Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.05.1962, Page 4

Ísfirðingur - 09.05.1962, Page 4
iJblltéfín SiAÐ TRAMSOKNAKMANNA / l/ESTFJAKÐAKJOKDÆM/ Frá knattspyrnuráði Andlát Júlíus (íeirmundsson, Brunngötu 12 ísafirði, andaðist í Fjórðungs- sjúkra-húsinu hér í bænum 6. þ.m. Hann var fæddur að Stakkadal í Sléttuhreppi 26. maí 1884, en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Sigurlína Friðfinnsdóttir og Geirmundur Guðmundsson. Júlíus kvæntist 21 árs gamall Guðrúnu Jónsdóttur, frá Höfn í sama hreppi. Þá keyptu þau hjón- in hálfa Atlastaði lí Fljótavík og bjuggu þar síðan þar til árið 1946 að þau fluttu hingað til bæjarins. Guðrún andaðist á árinu 1951. Þau hjónin eignuðust 12 böm og eru 10 þeirra á lífi. Tveir synir þeirra, þeir Jóhann og Þórður, eru búsettir hér í bænum. Geirmundur er búsettur í Hnífsdal, Guðmunda í Keflavík og Sigurlína á Selfossi. Anna, Ingibjörg, Júthit, Guðmund- ur Snorri og Guðmundur Þórarinn eru búsett lí Reykjavík. Ólafur sonur þeirra drukknaði 1941 og Júlíana dóttir þeirra, sem var gift í Hnífsdal, andaðist 1960. Júlíus Geirmundsson var harð- duglegur og ósérhlífinn. Hann stundaði sjómennsku á róðrarbát- um jafnframt búskapnum á Atla- stöðum. Má nærri geta að Júlíus hafi þurft að vinna „hörðum hönd- um“ með með jafn stórt heimili og hann hafði fyrir að sjá. En þau hjónin voru samhent og samtaka um að bjarga sér og sínum, og því komust þau jafnan vel af. Eftir að Júliíus flutti hingað til bæjarins vann hann oftast nær fullian vinnu- dag þar til hann veiktist viku áður en hann dó. Júlíus var maður skemmtilegur í viðmóti, dagfarsprúður og á all- an hátt hinn mætasti maður. Jarðarför hans fer fram næst- komandi laugardag kl. 2. J.Á.J. Húseign mín Hraunprýði er til sölu strax. GISLI GUÐBRANDSSON Sími 218. Kosning ntan kjorstaða Utankjörstaðakosning vegna bæjar- og sveitar- stjórnakosninga hófst 29, f.m. Stuðningsfólk H-listans í ísafjarðarkaupstað sem ekki verður í bænum á kjör- dag er hvatt til þess að kjósa hjá bæjarfógetanum áður en það fer úr bænum. X H KNATTSPYRNURÁÐI hefur tek- izt að fá hingað þjálfara um 5—6 vikna skeið. Er það hinn kunni skákmaður, og gamli landsliðs- maður í knattspymu, Gunnar Gunnarsson, úr Val, og huga knattspymumenn vel til komu hans. Vill stjórn K.R.Í. þakka Bjarna Guðbjömssyni, fyrir þá að- stoð, sem hann hefur veitt, til að úr þessu gæti orðið, með því að láta Gunnar hafa vinnu í bankan- um á daginn, og þar með létt stór- lega undir með K.R.I., en Gunnar er starfsmaður í Útvegsbankan- um í Reykjavík. Búið er að raða I. deildar leikj- unum ií íslandsmótunum niður í sumar, og fer fyrsti leikurinn fram hér heima laugardaginn 26. þ.m. og leiða þá saman hesta sína l.B.í. og Islandsmeistararnir K.R. Enn- fremur er ákveðið að K.R. leiki aukaleik við I.B.l. sunnudaginn 27. þ.m. Næsti leikur verður hér heima laugardaginn 2. júní og mætir þá í.B.l. Fram, og 11. júní (annar í hvítasunnu), líka hér heima, l.B.I og Akranes. Síðan fara ísfirðing- arnir suður og leika við K.R. á Laugardalsvellinum föstudaginn 22. jún'í, og uppi á Akranesi við Í.A. sunnudaginn 24. júrií. Síðan leikur I.B.Í. hér heima við Val sunnudaginn 15. júlí og við Akur- eyringa sunnudaginn 22. júlí. Leik- ur I.B.I. og I.B.A. á Akureyri er óákveðinn. Leikur I.B.I. og Fram fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 19. ágúst. Ennfremur er ákveðið að hluti íslandsmótsins í III. flokki fari fram hér heima. Hefur Knattspyrnuráð Reykjavík- ur orðið við óskum K.R.Í. í því efni eins og öðru. Skilningur forustumanna knatt- spyrnunnar í Reykjavík og sam- starf við Isfirðinga er með ein- dæmum gott. Þau hörmulegu tíðindi, fyrir knattspyrnumenn og handknatt- leiksstúlkur, hafa gerzt, að raf- veitustjóri hefur neyðst til að loka fyrir rafmagnið í búningsklefun- um, vegna þess að l.B.Í hefur ekki séð sér fært að greiða rafmagn í eitt eða tvö ár, og hefur ekki gert neitt í að reyna að semja um greiðslur, og skuldin orðin mjög há. Nú standa knattspymumenn ráðþrota. íslandsmótið í I. deild fyrir stafni, fyrir utan öll önnur mót. — I búningsklefunum fara í bað og hafa fataskipti á annað hundrað íþróttamenn í viku hverri yfir sumarið. Nú sjá knattspymu- menn sér ekki aðra-leið út úr þess- um ógöngum, en treysta á velvild rafveitustjóra, að hann láti opna fyrir rafmagnið, með því að knatt- spyrnumenn gangi sjálfir í ábyrgð fyrir greiðslu rafmagns í sumar. Annars gengur það furðu næst, iað Isfirðingar, sem eiga um 60 ára sögu í knattspyrnu, og eitt af sex sterkustu liðum landsins í dag, skuli búa við lélegustu vallarskil- yrði landsins. Og að íþróttafólk skuli ávallt þurfa að fara í eigin vasa, til að greiða fyrir aðgang að íþróttamannvirkjum til æfinga, fyrir utan það, sem þetta fólk legg- ur á sig við æfingar. -— Og hefur orðið til iþess að okkar litli bær, er viðurkenndur um land lallt, fyr- ir hve góðu íþróttafólki hann hefur ávallt átt á að skipa. — Á sama tíma sem íþróttabandalag Kefla- víkur fær kr. 50.000,00 í styrk frá bænum á ári, kr. 35.000,00 í pen- ingum, og fríjan aðgang að öllum íþróttamannvirkjum, og auk þess greidda eina ferð í viku til Reykja- víkur ,til keppni. — Hiafnarfjörður og Akranes svipað, fyrir utan það að Akranesbær lagði fram á einu ári kr. 900.000,00 til að klára gras- völlinn. Þótt ekki sé talað um Ak- ureyri, sem á eitt fullkomnasta vallarstæði landsins. Á ssma tíma getur ísfirzkt í- þróttafólk ekki fengið bað. F.Bj. —□ — Sýslufundur Noröur-ísa- fjaröarsýslu Sýslufundur Norður-Isafjarðar- sýslu var haldinn á Ísafirði dagana 25.—29. f.m. Þar voru að venju rædd og afgreidd hin ýmsu málefni er snerta héraðið. Á fundinum var samþykkt að kaupa ný hlutabréf í Djúpbátnum h.f. fyrir kr. tvö hundruð þúsund, til kaupa á nýju skipi. þá var og samþykkt að afhenda riíkissjóði Reykjanesskólann til eignar og umráða, — sbr. nýlega sett lög varðandi héraðsskólana. Samþykkt var að skora á vegamálastjóra að láta nú þegar ryðja snjó af fjall- vegum á Vestfjörðum. Skorað var á vega- og vitamálastjóra að láta stækka bryggjurnar í Ögri og á Melgraseyri. Heildartekjur á fjárhagsáætlun sýslusjóðs eru kr. 178.000,00 og Fokifl í flest skjót TRÚLEGT ER, að margir sjálf- stæðismenn hafi ekki einasta bros- að, heldur beinlínis skellt upp úr, þegar þeir lásu það í Vesturlandi nýlega, að allt sem gert hefði verið á síðasta kjörtímabili, t.d. mal- bikun gatna, nýja vatnsveitan o.fl. hefði ekki verið gert ef sjálfstæð- ismenn hefðu ekki „knúið“ þetta fram. Og það er ósköp eðlilegt þó ýmsir sjálfstæðismenn hefðu hleg- ið að Vesturlandi. Sennilegt er að þeim hafi dottið í hug hið algjöra áhuga- og rænuleysi fyrir fram- fara- og umbótamálum bæjarfé- lagsins þau ár sem Sjálfstæðis- flokkurinn fór með stjórn bæjar- málanna, — og svo hafa þeir bara hlegið að því hvað Sjálfstæðis- flokkurinn væri máttugur og á- hugasamur þegar hann væri í minnihlutaaðstöðu, en úrræðalaus og ónýtur þegar hann hefði valda- aðstöðu. Segja má, að nú sé fokið í flest skjól, hjá Sjálfstæðisflokknum, þegar Vesturlandið er farið að hæða flokkinn sinn svona duglega. Það er vissulega ekki ein báran stök í sambandi við það basl og hrellingar sem hrjáð hefur Vestur- land að undanförnu. — □— Afrekasagan HVAR ER íþróttavöllurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn byggði þeg- ar hann fór með stjórn bæjarmála hér í bænum? Og hvar eru öll önnur íþróttamannvirki sem Sjálf- stæðisflokkurinn kom á fót á þeim árum? Þannig spyrja bæjarbúar nú, þegar þeir lesa í Vesturlandi um þann brennandi áhuga fyrir í- þróttum sem allt í einu hefur gosið upp meðal ráðamanna Sjálfstæðis- flokksins á ísafirði. En það er eins og þar stendur: „Kirkja fyrir- finnst engin“. Það fyrirfinnast engin íþróttamannvirki frá tíð í- haldsins hér í bænum. Og það er heldur ekki von, því Sjálfstæðis- flokkurinn hafði engan áhuga fyrir íþiióttamálum, og gerði bókstaf- lega ekki nokkurn skapaðan hlut í þeim efnum. Hér með er afrekasaga þeirra fyrir íþróttamálin á ísafirði full- sögð. heildartekjur á fjárhagsáætlun sýsluvegasjóðs kr. 140.000,00, Heildarkostnaður við útrýmingu refa í héraðinu á árinu 1961 var kr. 137.900,00. —□— Logasíur leiftra á ný ljósi um ský og gjögur. Eldi vígir árdagsský eygló hlý og fögur. S. Fr. J

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.