Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.07.1962, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 11.07.1962, Blaðsíða 4
SIAÐ TRAMSÓKNAKMANNA / VCSTFJARDAKJÖKDÆMI Frá w Vestur - Isf ir ðinga Dánardægur Bessabe Halldórsdóttir, Kirkju- bóli í Bjarnardal í önundarfirði, andaðist 26. júní s.l. Hún var fædd á Hóli á Hvilftiarströnd 4. desem- ber 1877. Foreldrar hennar voru þau hjónin Halldór Halldórsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir, er þá bjuggu að Hóli. Á fyrsta ald- ursári var Bessabe tekin til fósturs að Þorfinnsstöðum í önundarfirði, en þar bjó Iþá Eiríkur Halldórsson föðurbróðir hennar. Árið 1901 giftist hún Kristjáni Guðmunds- syni frá Kirkjubóli í Bjarnardal, og þar hófu iþau búskap fáum ár- um síðar. Kristján andaðist 31. október 1920, eftir langvarandi veikindi. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið. Þau em: Ólafur Þ. skólastjóri í Hafnarfirði, Guð- mundur Ingi, skáld, Halldór, bóndi og Jóhanna, öll búsett að Kirkju- bóli í Bjarnardal. Þá ól Bessabe upp fjóra fóstur- syni. Jafnan var margt barna um lengri og skemmri tíma á heimili hennar. Bessabe Halldórsdóttir var kona mikillar gerðar, gáfuð og dugmik- il, og heimili hennar jafnan talið til fyrirmyndar að mörgu leyti. Jarðarför hennar var gerð frá Holtskirkju föstudaginn 6. þ.m. að viðstöddu fjölmenni. J.Á.J. Þorbjörn Eggertsson, verzlun- armaður, lézt í Reykjavík í júní, og var jiarðsettur hér á ísafirði 16. sama mán. — Hann var fædd- ur 28. desember 1880, ættaður úr Hrútafirði, en fluttist ásamt föður sínum lí Vatnsfjörð með séra Páli Ólafssyni um aldamótin, og var þar vinnumaður um skeið. Kona Þorbjöms var Rósa Aradóttir frá Uppsölum, dáin 1939. Böm þeirra eru: Guðbjörg leikkona og Eggert verkamaður. Meðal bama Rósu frá fyrra hjónabandi er Þorgerður Bogadóttir, kona Guðmundar Pét- urssonar kaupmanns. — Starfaði Þorbjörn lengstum við verzlun Guðmundar, fyrst hér í bænum og síðan í Reykjavík. — Þorbjörn var prúður maður í framgöngu, vand- aður og vel látinn. K.J. EINS OG frá var sagt í síðasta blaði verður kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Vestfjarðakjör- dæmi haldið að félagsheimilinu Sævangi í Strandasýslu dagana 28. og 29. þ.m., og hefst þingið kl. 3 e.h. laugardaginn 28. þ.m. Rétt til setu á þinginu eiga um 40 fulltrúar úr hreppum kjördæmis- ins og úr Isafjarðarkaupstað, svo og alþingismenn Framsóknar- flokksins lí kjördæminu. 50 ÁRA afmæhs H.V.Í. var minnst 11. júní s.l. með samsæti að Núps- skóla. Voru þar saman komnir 83 gestir sambandsins víðs vegar að. Hófinu stjómaði Sigurður R. Guð- mundsson formaður sambandsins. Ræður fluttu: Sigurður R. Guð- mundsson, um starfsemi sam- bandsins og framtíðaráform, Hall- dór Kristjánsson frá Kirkjubóli flutti minni sambandsins, Tómas Jónsson skólastjóri flutti minni kvenna og Jón F. Hjartar flutti minni Islands. Þá voru kjörnir iheiðursfélagar sambandsins. Þeir voru: Bjöm Guðmundsson fyrrv. skólastjóri og formaður sambandsins í 34 ár, Bjarni ívarsson fyrv. bóndi, Stefán Pálsson bóndi Kirkjubóli, Kristján Davliðsson bóndi Neðri-Hjarðardal, Jóhannes Davíðsson bóndi Neðri- Hjarðardal og ólafur H. Kristjáns- son skólastjóri Reykjaskóla. Þá voru eftirtaldir menn sæmd- ir heiðursskildi sambandsins: Séra Eiríkur J. Eiríksson Þingvöllum, Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld, Halldór Kristjánsson bóndi Kirkjubóli, Helgi Guðmundsson Brekku, Hjörtur Hjálmarsson skólastjóri Flateyri, Jón F. Hjart- ar, Flateyri, Ólafur Þórðarson Akranesi og Viggó Nathanaelsson Reykjavík. Formaður þakkaði hinum ný- JÚNÍMÁNUÐUR viar óvenju stormasamur um Vestfirði. Sjó- ferðirnar því færri en ella og afla- fengurinn í heild rýr víðast hvar. — Dragnótaveiðar voru teknar upp frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og Þingeyri og Isafirði. Patreksfjörður. Sjö þilfarsbátar þaðan, frá 6—24 lesta, tóku upp dragnótaveiðar um miðjan mánuð- inn. Þrír þeirra lögðu afla sinn í hraðfrystihúsið á Tálknafirði. — Bátarnir, sem lönduðu á Patreks- firði, voru: Freyja, er fékk 23 lestir, Skúli Hjartarson með 17 lestir, Steinbjörg með 6 lestir. Margt smábáta með tveimur mönnum og einum stunduðu færa- veiðar og línuveiðar á víxl. Voru það 10—11 bátar, sem veiðarnar kjömu heiðursfélögum og skjald- arhöfum fórnfúsa og örugga for- ustu í þágu sambandsins og voru þeir hylltir með húrrahrópum. Að loknu matarhléi var orðið gefið frjálst, og margar ræður fluttar ýmist í bundnu eða ó- bundnu máli. Þeir sem tóku til máls voru: Bergur Torfiason, Bjarni ívars- son, Gísli Vagnsson, Guðjón Davíðsson, Guðmundur Ingi Krist- jánsson, Gunnlaugur Finnsson, Guðný Gilsdóttir, Halldór Krist- jánsson, Kristján Davíðsson. Sið- astur gesta talaði Björn Guð- mundsson. Lagði hann út af orð- unum „Orkunýting er menning". Þá ræddi hann um fósturjörðina, og þann yl, sem hver einstaklingur væri skyldur til að gefa með ialúð, einlægni og fórnarlund í starfi fyr- ir hana. í lok ræðu sinnar flutti hann bænina: Faðir vor. Að lokum sleit formaður, Sig- urður R. Guðmundsson, samsætinu með stuttri ræðu. Þakkaði hann árnaðaróskir og hlýhug til sam- bandsins. Þá þakkaði hann mönn- um komuna um leið og hann hvatti menn til aukinna átaka og sam- heldni í félagsstarfinu. Mikill og hressilegur söngur var á milli ræðuhalda og var hófið hið ánægjulegasta. stunduðu að staðaldri, en auk þeirra margt báta í ígripum. Afli sæmilegur, en langsótt. Aflahæstu bátarnir, Sverrir og Hringur, fengu 11 lestir hvor. Tálknafjörður. Þrír dragnóta- bátanna frá Patreksfirði, Hersir, Mummi og Vestfirðingur, lögðu afla sinn í hraðfrystihúsið þarna og ennfremur einn, heimabátur, Höfrungur frá Suðureyri. Afli þeirra sæmilegur og góður með köflum. Mummi fékk mest, um 14 lestir i rúma viku. Þrír smábátar úr Firðinum voru á færaveiðum. Afli þeirra rýr. Bíldudalur. Fjórir bátar þaðan, Dröfn, Frigg, Freyja, Jörundur, voru á dragnótaveiðum. Afli þeirra rýr, en Ókunnugt um aflamagnið flngfélao Islands 25 ára FL.UGFÉLAG ISLANDS h.f. átti nýlega aldarfjórðungsafmæli, en það var stofnað á Akureyri 3. júní 1937. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Agnar Kofoed-Han- sen, núverandi flugmálastjóri. Vil- hjálmur Þór, núverandi banka- stjóri, átti og mjög veigamikinn þátt í stofnun félagsins. Starfsemi félagsins hefur vaxið jafnt og þétt, og er saga þess hin merkastia. Um 78000 farþegar ferð- uðust á s.l. ári með flugvélum fé- lagsins, og fluttar voru um 1100 smáL af vörum á sama tíma. Brúttótekjur félagsins námu á s.l. ári um 113 milljónum króna. GJafir til slysavarna NÝLEGA var karladeild Slysa- vamafélagsins á Isafirði fært 30 þús. kr. sem minningargjöf um hjónin Guðrúnu Jónsdóttur og Júl- íus Geirmundsson frá Atlastöðum í Fljótavík. Gefendur eru börn þeirra hjóna og aðrir nánir vanda- menn. Gjöfinni skal varið til þess að fullgera skipbrotsmannaskýlið í Fljótavík, er reist var fyrir nokkr- um árum, klæða það innan og gera það eins vistlegt og hægt er. Guðrún og Júlíus bjuggu á Atla- stöðum um langt árabil og fluttust til ísafjarðar árið 1946. Þeim varð 12 bama auðið og em 10 þeirra á lífi. Gefendum eru hér með færðar hjartans þakkir fyrir að hafa á jaín myndarlegan hátt lagt sinn skerf til málefna Slysavamafélags- ins og jafnframt stuðlað að því að vistlegt húsnæði verði ávallt til reiðu á æskustöðvum þeirra í Fljótavík, þeim til handa er á þurfa að halda hverju sinni. Þá hafa Björgunarsjóði Vest- fjarða borizt eftirtaldar gjafir: Frá Hrönn h.f. ísafirði f jögur þús. kr. og frá ónefndum gefanda 150 krónur. Beztu þakkir. Guðjón Jóhannesson gjaldkeri. að þessu sinni. Einn fimm lesta bátur var á færaveiðum, og annar 8 lesta bátur nýkeyptur til staðar- ins, byrjaði þar á færum fyrir mánaðarlokin. Aflinn jafnan treg- ur. Þingeyri. Tveir smáir þilfars- bátar, með þriggja manna áhöfn hver, hófu dragnótaveiðar um miðjan mánuðinn og fengu dágóð- an afla með köflum. — Fjórir trillubátar með þremur mönnum stunduðu línuveiðar og færi á víxl og fengu jafnan reitingsafla, er gæftir leyfðu. Flateyri. Vb. Einar Þveræingur var á færaveiðum og aflaði um 50 lestir í mánuðinum með 6 manna Framhald á 2. síðu. Aflabroyð í Vestfirðinyafjórðungi í júní 1962

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.