Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.05.1964, Qupperneq 4

Ísfirðingur - 13.05.1964, Qupperneq 4
Aðalfundur K.í. Aðalfundur Kaupfélags Is- firðinga var haldinn í sam- komusalnum í húsi félagsins 3. maí sl. Rétt til setu á fundinum höfðu 49 fulltrúar frá öllum deildum félagsins. Fundarstjórar voru kjörnir þeir Björgvin Sighvatsson og Haliði Ólafsson, og ritarar þeir Konráð Jakobsson og Karvel Pálmason. Formaður félagsstjómar, Marías Þ. Guðmundsson, setti fundinn, kynnti dagskrá og flutti stutta ræðu. Þá flutti kaupfélagsstjórinn, mjög greinargóða skýrslu um rekstur og afkomu féagsins. Taldi hann m.a. að hinar miklu kauphækkanir sem urðu á síðasta ári svo og óbreytt verðlagsákvæði hefði hvorttveggja skapað mun lak- ari afkomu fyrir verzlunar- reksturinn. Að öðru leyti var mjólkur- stöðvarmálið aðalumræðu- efni fundarins, en það mál er ennþá á athugunarstigi. Úr stjórninni áttu að ganga Birgir Finnsson og Marías Þ. Guðmundsson, en þeir voru báðir endurkjörnir. Einnig gekk Páll Sólmundar- son úr stjórninni og var Jens Hjörleifsson kjörinn í hans stað. Aðalendurskoðandi var kjörinn Sverrir Guðmunds- son. Alþýðusamband Vestfjarða Fulltrúafundur Alþýðusam- bands Vestfjarða var haldinn á Isafirði 10. þ.m. Á fundin- um voru mættir 20 fulltrúar, auk stjórnar A.S.V. Til fundarins var fyrst og fremst boðað til að ræða um kaupgjalds- og kjaramálin, og um afstöðu og aðgerðir vestfirzku verkalýðsfélaganna í þeim málum, en stéttarfé- lögin á Vestfjörðum hafa um langt árabil gengið sameigin- lega til samninga, og hefur því heildarsamningur milli A.S.V. og atvinnurekenda á Vestfjörðum gilt fyrir allt sambandssvæðið. Forseti A.S.V., Björgvin Sighvatsson, hafði framsögu á fundinum um kaupgjalds- málin. Hann gerði grein fyrir þróun þeirra mála seinni árin og þeim viðhorfum, sem nú hafa skapazt í þeim efnum. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar samhljóða: I. „Fulltrúafundur ASV hald- inn á Isafirði 10 maí 1964 fagnar þeim viðræðum, sem nú eiga sér stað á milli full- trúa verkalýðssamtakanna, atvinnurekanda og ríkis- stjórnarinnar um kaupgjalds- og kjaramálin. Fundurinn væntir þess, að þessar viðræður leiði til frið- samlegrar lausnar á því margþætta vandamáli, sem hér er við að stríða, og tryggi verkalýðnum aukið efnahags- legt öryggi, aukna vinnu- vernd og batnandi lífskjör." n. „Fulltrúafundur ASV beinir þeim tilmælum til sambands- félaganna, að þau segi upp samningum sínum við at- vinnurekendur um kaup og kjör landverkafólks, sam- kvæmt uppsagnarákvæðum þeirra, það er fyrir 21. þ.m..“ III. „Fulltrúafundur ASV hald- inn á Isafirði 10. maí 1964 samþykkir, að ef sambands- félögin hafa ekki gerzt ineð- limir í Verkamannasamband- inu áður en viðræður hefjast við atvinnurekendur um kaup og kjör, að nauðsynlegt sé að félögin og ASV hafi sem nánast samstarf við Verka- mannasambandið varðandi undirbúning samninga, svo og samstöðu í samningsviðræð- um við atvinnurekendur, og þá á þeim grundvelli, að um landssamning verði að ræða varðandi öll helztu kaup- gjalds- og kjaraákvæði. Fundurinn samþykkti því ennfremur að beina þeim til- mælum til félaganna, að þau hagi aðgerðum sínum í mál- inu samkvæmt því, að um umrætt samstarf verði að ræða.“ IV. „Fulltrúafundur ASV hald- inn á Isafirði 10. maí 1964 vill vekja athygli sambands- félaganna á nauðsyn þess að fjárhagur verkalýðsfélaganna verði efldur sem mest, og skorar því á félögin innan ASV að hækka ársgjöld með- lima sinna verulega frá því, sem nú er, að minnsta kosti upp í 500,00 krónur.“ V. „Fulltrúafundur ASV skor- ar á sambandsfélögin að greiða þátttökugjald minnst Aflabrogð i Vestfirðingafjórðnngi í aprilmánuði 1964 Gæftir voru einmuna góðar allan aprílmánuð og góður afli. Barst nú nálega helmingi meiri afli á land á Vestfjörð- um, en á sama tíma í fyrra, enda hamlaði tíðarfarið þá mjög sjósókn. Línubátamir fengu nú dágóðan steinbíts- afla fram eftir mánuðinum, og eru aflahæstu línubátamir nú með yfir 200 lestir i mán- uðinum, en í fyrra náðu að- eins 8 línubátar 100 lesta afla í aprílmánuði. Netabátamir sóttu sinn afla að mestu leyti suður i Breiðafjörð og þeir bátar, sem áttu net sín hér í Djúp- inu, drógu upp fyrir mánaða- mótin og héldu suður eftir. 68 bátar stunduðu róðra frá Vestfjörðum í mánuðin- um. Voru 32 með net, 25 með línu, og 9 með færi og 2 með nót við suðurland. Fer færabátunum nú ört fjölg- andi, ef tíð verður sæmileg. Heildarafli vestfirzku bát- anna í apríl varð 9.770 lestir, en var á sama tíma í fyrra 5.155 lestir. Er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 28.562 lestir, en var á sama tima í fyrra 25.376 lestir. Langsamlega aflahæstu bát- arnir í fjórðungnum í apríl voru Dofri frá Patreksfirði með 493 lestir og Framnes frá Þingeyri með 475 lestir, en mestan afla frá áramótum hefur Loftur Baldvinsson 1406 lestir. Mestan afla í apríl- mánuði í fyrra hafði Helgi Helgason, 333 lestir. Hann hafði einnig mestan heildar- afla frá áramótum, 1241 lest. Aflinn i einstökum ver- stöðvum: PATREKSF J ÖRÐUR: lest. róðr. Dofri n. 493 17 Loftur Baldvinsson n. 388 Sæborg n. 311 14 Tálknfirðingur 1. 221 26 Valur 1. 98 19 tveggja félagsmanna hvers félags á væntanlegt fræðslu- og kynningarnámskeið, sem ASV efnir til dagana 23. og 24. þ.m. í skíaðskálanum Skíðheimar á Seljalandsdal." TÁLKN AF J ÖRÐUR: lest. róðr. Sæúlfur n. 229 14 Guðm. á Sveinseyri n. 183 13 Sæfari n. 171 14 BÍLDUDALUR: lest. róðr. Andri n. 246 13 Pétur Thorsteinss. 163 12 ÞINGEYRI: lest. róðr. Framnes n. 475 13 Þorgrímur n. 231 13 Fjölnir n. 206 13 FLATEYRI: lest. róðr. Hinrik Guðmunds n. 224 11 Sæfell n. 212 12 Bragi 1. 135 20 Einar Þveræingur 1. 109 20 Mummi 1. 101 16 SUÐUREYRI: lest. róðr. Freyja 1. 209 21 Ásgeir Torfason 1. 168 19 Hávarður 1. 165 20 Friðbert Guðmunds. n. 159 9 Draupnir 1. 123 20 Stefnir 1. 108 19 Gyllir 1. 51 16 BOLUNGARVIK: lest. róðr. Einar Hálfdáns n. 222 22 Guðm. Péturs n. 216 12 Heiðrún 1. 206 22 Hafrún n. 186 2 Þorlákur Ingim.s. n. 156 13 Sólrún n. 122 2 Guðrún n. 115 22 Húni 1. 82 20 Hrímnir n. 70 21 Freyja 1. 58 14 Haflína f. 19 14 Þorvaldur f. 14 14 Guðjón f. 14 11 Sædís f. 11 7 HNIFSDALUR: lest. róðr. Páll Pálsson n. 226 12 Rán n. , 210 13 Mímir n. 208 11 Einar 1. 88 20 ISAFJÖRÐUR: lest. róðr. Guðbjörg n. 298 13 Guðbj. Kristján n. 229 13 Víkingur II. n. 221 13 Hrönn 1. 188 20 Gunnhildur n. 179 11 Guðný 1. 176 19 Guðrún Jónsdóttir n. 173 11 Straumnes 1. 135 19 Gunnvör 1. 134 20 Gylfi n. 116 17 Sæbjörn 1. 62 12 Framhald á 3. síðu Sumaráætlun Flugfélagsins Sumaráætlun innanlands- flugs Flugfélags íslands gekk í gildi 1. maí. Alls verða. flognar 48 ferðir á viku frá Reykjavík til annara stað á landinu. Til Isafjarðar verða ferðir aila daga vikunnar. Sérstök athygli skal vakin á hringferðum kringum land, sem Flugfélagið byrjaði á í fyrrasumar og urðu strax mjög vinsælar. Þessir staðir eru í hingferðinni: Reykja- vík, Isafjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Höfn í Homa- firði og Fagurhólsmýri í Ör- æfum. Þessar ferðir hefjast 1. júní. Hægt er að hefja hring- ferðina á hverjum framan- greinds staðar og stanza á hverjum viðkomustað, en ferðinni verður að ljúka inn- an mánaðar frá því lagt er iaf stað. Flugfélag Islands hefir nú, til viðbótar litprentaðri á- ætlun á ensku, gefið út lit- prentaða sumaráætlun á ís- lenzku. Til innanlandsflugs í sumar hefir Flugfélag Islands þrjár flugvélar af gerðinni DC-3 og ennfremur Skymaster-flugvél, sem tekin var á leigu í Bret- landi. Þessi flugvél, sem hefir sæti fyrir 64 farþega, mun fljúga á leiðunum Reykjavík, Akureyri, Egilsstaðir. Hún hóf flug á innanlandsflug- leiðum 4. maí Þess skal hér getið að Flugfélag Islands hefur nú nýlega stofnað nokkur ný söluumboð, þar á meðal í Bolungarvík og annast Elías H. Guðmundsson, stöðvar- stjóri, söluumboðið þar.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.