Ísfirðingur


Ísfirðingur - 04.12.1964, Qupperneq 1

Ísfirðingur - 04.12.1964, Qupperneq 1
 BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA / l/ESTFJARÐAKJOPDÆM/ 14. árgangur. ísafjörður, 4. desember 1964. 15. tölublað. Vestfirðir og Alþingi BéraJsskéli að Reykhólum Unadanfarin ár hafa öðru- hvoru farið fram á Alþingi umræður um það að hefta bæri fólksflótta frá Vestfjörð- um. Sú saga verður ekki rakin hér, en það vita menn síðast um framkvæmd þeirra mála að Benjamín Eiríksson banka- stjóri mun hafa skotizt hingað vestur á firði á síðasta hausti í fylgd með norskum fræði- mönnum í þessum greinum. Segir væntanlega síðar af á- vöxtum þeirrar ferðar. Hins vegar ber lítið á því, að Alþingi hafi mikinn hug á því að hressa upp á vestfirzkar byggðir. Það ætti iað vera öll- um Vestfirðingum kunnugt og minnisstætt, að síðasta þing rýrði hlut Vestfjarða í fjár- framlögum ríkissjóðs til vega- gerðar um einn fjórða hluta. 1 rökréttu framhaldi af því varð þingið því að hafna ýms- um tillögum um aðkallandi vegabætur í kjördæminu. Hið sama þing hafnaði svo tillögum um það, að undirbúin væri stofnun menntaskóla á Isafirði og að sjúkrahúsið á ísafirði yrði ásamt nokkrum öðrum sjúkrahúsum í öðrum landsfjórðungum deild úr iandsspítalanum. Virðist þó öllum sem þessi mál ræða koma saman um að ráðið til að efla byggð á Vestfjörðum sé að að efla þéttbýliskjama, eins og það er orðað nú á dög- um, en þar skuli rísa menn- ingarmiðstöðvar og heilbrigð- ismiðstöðvar, eins og það er orðað. Svo er auðvitað efst á blaði ásamt þessu að bæta samgöngurnar. Það verður því ekki annað séð, en síðasta Alþingi hafi vitandi vits og af ráðnum huga lagzt á móti þeim úr- ræðum, sem tillögur hafa ver- ið gerðar um í þá átt að efla vestfirzka byggð. Þykir mörg- um að sá hinn sami þingmeiri- hluti ætti að spara sér þá hræsni að samþykkja um leið ályktanir um að gera það, sem hann sjáifur stendur gegn í verki. Aftur er nú Alþingi sezt á rökstóla og er ekki að efa að hin sömu mál ber þar á góma. Vestfirðingar munu fylgjast vel með því hvernig á þeim verður tekið, því að hér eru alvörumál á ferð. Þó er e.t.v. meira vert um annað, en það er fjárdráttur sá, sem stöðugt sogar fjár- magn úr héraðinu til Reykja- víkur og sú óstjórn, sem lætur hundruð milljóna króna hrúg- ast í ný verzlunarstórhýsi í Reykjavík meðan ekki þykir fært að sinna nauðsynjum framleiðslumálannia hér vestra, og fátækt borið við. Vonlaust er það, að ríkisvald- ið setji sig yfir verzlunarauð- vald Reykjavúkur meðan þessi stjórn situr, en ástæðulaust er samt, að Vestfirðingar leggi blessun sína yfir ósómann. Hins er fremur von, að takast megi að sveigja stjórnarflokk- ana til að láta eitthvað af því fé, sem heimt er inn af al- menningi í ríkissjóðinn, renna Bókaútgáfan Leiftur er mik- ilvirkur útgefandi. Mest er þó vert um það, að útgáfan virð- ist gera sér sérstakt far um að vanda val og frágang út- gáfubóka sinna, hvort sem um er að ræða bækur fyrir eldri eða yngri lesendur. Á öðrum stað hér í blaðinu auglýsir Leiftur 25 bækur sem nýlega eru komnar út á vegum for- Iagsins. Er þar um að ræða ali fjölskrúðugt bókaval og við flestra hæfi. Hér verður með aðeins ör- fáum orðum getið tveggja hinna nýju bóka Leifturs. Hvikul er konuást, eftir Guðrúnu frá Lundi, er bók sem vafalaust verður mik- ið keypt og lesin. Þessi saga gerist á fyrri liluta þessarar aklar og segir frá hinum miklu til framkvæmda vestra á einn eða annan hátt, ef þeim sýnd- ist fylgi sitt þar í hættu. Hér er um að ræða mál, sem illa þola bið, og er það því mikil nauðsyn að almenningur á Vestfjörðum sé vel vakandi, fylgist með, og láti það sjást, að tekið er eftir því hvað ger- ist. Svíki Vestfirðingar sjálfir með tómlæti og sinnuleysi um hagsmunamál sín er einskis að bíða nema eymdar og dauða. Aðrir koma þar ekki til hjálpar. En sé almenningur á Vest- fjörðum vel á verði um mál- efni héraðsins er ekki að efa, að hægt er að knýja tómláta menn til gagnlegra hluta. Þá mun það ekki endurtakast á mörgum þingum að ekkert sé gert fyrir vestfirzkar byggðir annað en tillaga Þorvaldar Garðars um að athuga mögu- leika á lántöku úr flótta- mannasjóði Evrópu vegna fólksflótta af Vestfjörðum. og átakanlegu fólksflutningum héðan af landi til Ameriku. Að yfirgefa ættland sitt, vini og frændur, var ekki sársauka- Iaust, hvorki fyrir þá sem fóru eða hina sem eftir urðu. Oft fluttu úr landi heilar fjöl- skyldur og stundum margar úr sumum sveitum. Guðrún frá Lundi gerir þessu söguefni sínu ágæt skil, og oft eru lýsingar hennar hinar prýðilegustu. Heillar mig Spánn. Þessi bók eftir Fredrik Wislöff mun verða mörgum til ánægju og fróðleiks. í bókinni kynnumst við hinni spænsku þjóð, sögu hennar, list hennar, lífi og starfi. Lýsingar þær á landi og þjóð sem fram koma í bókinni munu verða mörgum næsta ógleymanlegar. Alþingismennirnir Sigurvin Einarsson og Hannibal Valdi- marsson hafa flutt tillögu til þingsályktunar um héraðs- skóla að Reykhólum í Barða- strandarsýslu. 1 greinargerð sem fylgir tillögunni segir: „Tillaga samhljóða þessari var frumflutt á seinasta þingi og fylgdi henni þá svohljóð- andi greinargerð: Allir héraðsskólar eru nú yfirfullir, og verða ungmenni oft að bíða eitt til tvö ár eftir því að geta fengið námsvist í héraðsskóla. Þetta er afleiðing þess, að enginn nýr héraðs- skóli hefur verið byggður s.l. 15 ár. Skógaskóli mun vera sá yngsti þeirra, en hann tók til starfa árið 1949. Hér stappar nærri, að í óefni sé komið, því vissulega verður það að 'eljast meðal dýrmætustu mannréttinda æskufólks að geta aflað sér nauðsynlegrar almennrar menntunar. Og tvímælalaust er það ekki rétt stefna að láta löng- um og löngum undir höfuð leggjast að byggja skóla til almennrar fræðslu, en þurfa síð:an að rjúka í að byggja marga samtímis. í þessu efni sem öðru er affarasælast að svara kröfum eðlilegrar þróun- ar með jöfnum skrið. Sem stendur munu vera starfandi 7 héraðsskólar á öllu landinu, og getur hver þeirra aðeins tekið á móti 35—40 nýjum nem. á ári. Það eru því í mesta lagi 250—300 nem- endur, sem nám geta hafið ár- lega í öllum héraðsskólunum. Þetta er sorglega lág tala og ber áhuga og skilningi stjóm- arvalda um almenna alþýðu- menntun ekki allt of fagurt vitni. Það getur þannig ekki orðið ágreiningsefni, að þess er full þörf, að nýr héraðsskóli — eða jafnvel fleiri en einn — verði reistur hið fyrsta. Flutningsmenn þessarar til- lögu telja eðlilegt iað Reykhól- ar í Austur-Barðastrandar- sýslu verði fyrir valinu sem skólasetur. Þar hefur verið haldið uppi unglingaskóla nokkur undanfarin ár af mikl- um áhuga og fórnfýsi heima- manna, en sú kennsla hefur nú fallið niður vegna erfiðrar að- stöðu og brottflutnings for- göngumannsins, Sigurðar Elí- assonar, tilraunastjóra. Nokkur byggð er þegar komin á Reykhólum, og bend- ir allt til þess, að þar rísi á næstu árum kauptún, er byggi á landbúnaði og iðnaði. Það var á sínum tíma vel ráðið, að héraðsskólunum var yfirleitt valinn staður, þar sem gnægð var jarðhita, og hann nýttur fyrir þessar stofnanir, bæði til upphitunar húsakosts, til sundlauga og á ýmsan ann- an hátt. Hefur þetta þegar sparað þjóðfélaginu ógrynni fjár. Með tilliti til þessara náttúruauðæfa var héraðs- skólunum að Laugarvatni, Laugum, Reykholti, Reykja- nesi og Reykjum í Hrútafirði valinn staður. Svo sem kunnugt er, búa Reykhólar yfir miklum auð- æfum jarðhita, sem hingað til hafa ekki verið hagnýtt sem skyldi. Meðal annars með til- liti til þessa eru Reykhólar valinn skólastaður. Þá mundi skóli vera þama vel settur. Enginn héraðsskóli er á öllu Vesturlandi allt frá Reykholti í Borgarfirði. Þá mundi skóli á Reykhólum vera merkur liður í uppbyggingu staðarins, en ýmis fyrirheit hafa að undanförnu verið gefin :af op- inberri hálfu um eflingu byggðar á Reykhólum, hinu foma og landkostaríka stór- býli og höfðingssetri. Margt fleira, sem óþarft er hér að telja, mælir með því, að almennur æskulýðsskóli verði reistur á Reykhólum, og er það von flutningsmanna að málinu verði svo vel tekið á Framhald á 2. síðu. Bókaval

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.