Alþýðublaðið - 03.11.1919, Page 1

Alþýðublaðið - 03.11.1919, Page 1
Alþýðublciöiö Gefið lit af Alþýðuílokknum. 1919 Mánudaginn 3. nóvenaber 5. tölubl. Yerkalýðshreyfingin á Akureyri. --- (Nl.). Yerkamannafjelag Akureyrar hef- ir komið inn í lög sín ýmsum á- kvæðum, til þess að sem flestir verkfærir menn, sem daglauna- vinnu stunda, gangi í félagið. Meðal annars má enginn félags- maður hýsa til lengri tíma mann, jafnvel þó náið skyldmenni sé, sem ætlar að stunda atvinnu í bænum, nema hann gangi í fé- lagið. Sá fólagsmaður, sem hefir yfir vinnu að ráða, er skyldur að Mta félagsmenn sitja fyrir henni, og félagsinönnum er heimilt að ganga úr vinnu, þar sem utan- félagsmenn vinna, ef svo ber undir. Öllum þessum ákvæðum er yfirleitt fyigt rækilega, og hefir það haft þær heppilegu afleiðingar i för með sér, að því nær allir verkamenn i bænum eru í félag- inu. Allmikil áhrif hefir það og haft, að félagið á allsterkan sjúkra- sjóð, þrátt fyrir að sá herfilegi misskilningur heflr drotnað í verka- mannafélagi Akureyrar, eins og ævo mörgum þess háttar félögum, að iðgjöldin eru alt of lág, ekki sízt nú, þegar peningar eru í jafn- lágu verði. En nú mun vera í ráði að hækka tillög til fólagsins að mun, og væri þá vel farið. Bæði það félag og önnur vantar svo tilfinnanlega fé, ekki sízt til þess að koma á bókasöfnum innan iélags, þar sem alþýða ætti kost ,á að kynnast beztu bókum, sem kostur er á og væru við hennar ,hæfi. Rómanaruslið útlenda, þýtt og óþýtt, sem nú mun aðal „vizku- hrunnurinn", sem alþýða í kaup- .stöðunum bergir á, ætti þá með tímanum að hverfa að nokkru úr sögunni. Það er engu iíkara en bækurnar, sem fólk upphaflega .byrjar að lesa, skapi lestrarþörfina. Væru engar bækur til, nema góð- ar bækur, myndi allur þorri manna jafnsólginn í að lesa þær, eins og hann nú er sólginn í að lesa „eld- húsreifara". Þá má ekki gleyma því, að ágætt dæmi um áhuga verka- manna á Akureyri og einlægni þeirra í félagsmálum er það fyrst og fremst, að þegar „Dagsbrún" hóf göngu sína, studdu þeir hana hlutfallslega langbezt allra verka- manna í landinu, bæði með fjár- framlögum og ekki sízt með því, að kaupa hana. Og síðastliðið ár byrjuðu nokkrir áhugasamir menn að gefa út „Verkamanninn", sem hlotið hefir miklar vinsældir norð- anlands, þótt ekki hafi verkamenn hér brugðist drengilega við með kaupum á blaðinu, því hér munu vart keypt fleiri eintök en 25. Til samanburðar má geta þess, að á Akureyri voru um eitt skeið á 3. hundrað kaupendur að „Dagsbrún“. Vonandi lagast þetta mjög fljót- lega, þegar menn átta sig á því, hver nauðsyn málefninu er að eiga sem víðast ítök í hugum manna, eg þau ítök eignast stefn- an óefað bezt með því, að hver einasti verkamaður iesi gaumgæfi- lega alt það, sem um hana er ritað. — Það væri ekki til mikils mælst, þó tveir eða fleiri verka- menn keyptu í fólagi 1 eintak af „Verkamanninum", því það er ekki vansalaust fyrir stéttina, hve lítið hann er keyptur hér. Loks skal þess getið, að fyrir nokkrum árum var stofnað félag verkakvenna og nefnt „Eining". Það hefir ekki síður átt erfitt upp- dráttar en verkamannafélagið, en samt sem áður hefir það bætt stórkostlega kjör verkakvenna á Akureyri, því það er ætíð svo, að þar sem slík félög starfa, eru fleiri og færri, sem vinna í skjóli fó- lagsins, þannig að þeir vinna ekki fyrir lægra kaup en félagar, en slíkt ófélagslyndi er skaðlegt og stendur jafnan alþýðuhreyfingunni fyrir þrifum. Þess vegna er það, að ekki ein- ungis verkalýðsfélögin á Akureyri, heldur öll verkalýðsfélög á land- inu, eiga af fremsta megni að starfa að þvi, að hver einasti verkamaður og kona gangi í verka- lýðsfélög, því „sameinuð stöndum við, en sundruð föllum við". /. Siðnstu þing. (Frh.). Þessara ráða hefir þá þingið beitt, til þess að ná í tekjurnar. En nú er eftir að athuga hva heppilega hefir tekist frá sjónar- miði vor Reykvíkinga og fleiri þeirra, sem við sjávarsíðuna byggja. Tolla af aðfluttum vörum og vörutoll greiða þeir, sem vöruna kaupa og nota hana. Nú kaupa þeir sem búa í bæjum og sjávar- þorpum, tiltölulega miklu meira af aðfluttum vörum en sveita- menn, sem hafa miklu meira af heimaafurðum að nota. Bæjarbúar verða aftur á móti að kaupa alt sem þeir þurfa, að, því að þeir framleiða svo sem ekkert sjálfir af nauðsynjum sínum. Mikið af nauðsynjununum eru aðfluttar vör- ur. Bæjabúar verða því að greiða tiltölulega langmest aí þessum gjöldum. Yitagjöld og skipagjöld gera eðlilega flutninga með skipum dýrari. Pað kemur niður á vörun- um, sem fluttar eru, og gildir sama um það og hið næsta á undan. Útflutningsgjaldið sjá menn ekki eins greinilega, hvernig kemur niður. Þeir, sem flytja vöruna út, greiða það auðvitað fyrst. En ætli þeir greiði það úr sínum vasa? Ætli fiskkaupmaðurinn greiði út- flutningsgjaldið af fiskinum, sem hann verzlar með, af þeim gróða, er hann hefir af verzluuinni? Nei, áreiðanlega ekki, svo sem ekki er heldur von. Fiskkaupmaðurinn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.