Ísfirðingur


Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 5
ÍSFIRÐINGUR 5 TORFI GUÐBRANDSSON: Utangátta verkalýðsforingjar Torfi Guðbrandsson Fátt fundu Sjálfstæðismenn Vinstri stjórninni meira til foráttu en samvinnu hennar við forystu launþegasamtak- anna. Fyrstu ár „Viðreisnar- innar“ reyndu og málgögn Sjálfstæðisflokksins að leiða lesendum sínum fyrir sjónir með margvíslegum rökum, hvílík afglöp Vinstri stjórn- in hefði framið með því að koma til móts við óskir verkalýðsfélaganna, —■ enda fundust ekki svona meinlok- ur í kokkabók „Viðreisnar- innar“. Liðu svo tímar allt fram á mitt ár 1964, en þá steinþögnuðu þessar illvígu raddir skyndilega. Um ástæð- una til þess, efaðist enginn, því að þá var ríkisstjórnin tekin að semja við verka- lýðsforystuna um kaup og kjör launþega í landinu. Og næst, þegar Morgunblaðið lét frá sér heyra um afstöðu stjórnarvalda til launþega- samtakanna, var heldur bet- ur komið annað hljóð í strokkinn. Nú var það ekki lengur ámælisvert, að taka tillit til óska launþega, held- ur þvert á móti lofsvert og sjálfsagt. Og alla tíð síðan hefur hið svonefnda júnísam- komulag verið fegursta rósin í hnappagati „Viðreisnarinn- ar“, djásnið, sem ráðherrarnir voru stoltari af en nokkrum öðrum áfrekum á valdaferli þeirra. En hér var staðið að verki með öðrum hætti en á dögum Vinstri stjórnarinnar, og rás tímans átti eftir að sanna, að það var engin til- viljun. Ár eftir ár hafa þessir sömu aðilar staðið að samn- ingagerð, en ávalt hefur rík- isstjórnin hrósað sigri í þeirri viðureign, en verka- lýðsforystan samið af sér. Þegar ríkisstjórnin hóf að feta sig áfram á þessari braut lét Morgunblaðið ekki dragast úr hömlu að benda mönnum á, að nú væri verð- bólguvandinn leystur og fólki væri því óhætt að koma með sparifé sitt í bankana, án þess að eiga á hættu að verð- gildi þess rýrnaði. Þessi ágæta verðbólgubremsa, sem launþegaforystan hafði hjálp- að ríkisstjórninni að smíða, var sem sé fólgin í því, að vísitölutryggja lán úr vissum sjóði, er veitt skyldu efna- litlum launþegum, er hug flokks borgarar þá er það hættulegur misskilningur. Sá misskilningur hefur því mið- ur verið ríkjandi hjá þeim undanfarin ár. Verði þeim misskilningi viðhaldið, að fólk sem býr við einhver beztu fiskimið í heimi geti ekki og eigi ekki að hafa lífskjör og aðstöðu, svipað og annars staðar gerist í landinu munu þeir ungu menn og konur, sem nú eiga að erfa landið ekki kæra sig um búsetu á þeim stöðum. Til úrbóta verður að koma ■—- ekki sízt með tilliti til þeirra átaka sem framundan eru í landhelgismálinu, þar sem við verðum að geta sýnt fram á og sannað fyrir öðr- um þjóðum að við getum, á skynsamlegan hátt, fullnýtt þau fiskimið er þær sækja nú svo mjög á. Gera þarf raunhæfa áætl- un um uppbyggingu og skipu- lagningu Vestfjarða allra, þá áætlun á ekki að gera að einhverju úuplaggi er birtist og hverfur í óljósri huldu- þoku. Áætlun á að fram- kvæma en ekki lofa. Taka þarf tillit til allra þeirra þátta er þarf til að skapa eðlilegt samfélag í nútíma þjóðfélagi, en ekki sé verið að taka fyrir hina ein- stöku þætti er til þess þurfa, án raunhæfra tengsla hvor við annan, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Þessi mál þarf að leysa með fé- lagshyggju og lýðræði. Framsóknarflokkurinn hef- ur sett fram ákveðnar áætl- anir um byggðarmál og vill og mun beita sér fyrir að þær komist í framkvæmd. Því munu allir, er vilja á- framhaldandi þróun byggðar um landið allt fylgja honum að málum. Tálknafirði, 23. maí 1971. Svavar Júlíusson. hefðu á að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Lánaregl- um hefur verið breytt oftar en einu sinni, en frá árinu 1968 hefur verið svo um hnútana búið, að lánin hækka sjálfkrafa við hverja kaup- hækkun, þannig að fyrir marga lántakendur getur kauphækkun þýtt hreina kjaraskerðingu. Það er þvi ekki að ástæðulausu, að menn hafa kallað júnísamkomulag- ið og síðari afbrigði þess „sjálfvirka kauplækkunar- samninginn“. Sú lánastofnun mun ekki til í þessu landi, sem jafn dýrseld er á lán sín og Byggingasjóður ríkis- ins, en raunvextir á lánum hans frá 1965 munu hafa numið 11,8% að meðaltali árlega. Fáum kemur á óvart, þótt ríkisstjórnin sé stolt af að standa að svona fjárplógs- starfsemi, en hitt svíður mönnum sárar, að forysta verkalýðssamtakanna skuli eiga þátt í að leggja slíkt þrældómsok á herðar þeirra manna, sem hún fer með um- boð fyrir. En hefur þá verka- lýðsforystan enga afsökun sér til málsbóta? Af því, sem nýlega er fram komið er auðséð að hún hefur eina afsökun, sem sé þá, að vera utangátta. Það sanna við- brögð þeirra Hannibals, Björns og Eðvarðs við erindi því, er Þórir Bergsson trygg- ingastærðfræðingur sendi al- þingismönnum skömmu fyrir þinglok um hina fáránlegu löggjöf um Byggingasjóð ríkisins. Þá fyrst er eins og verka- lýðsforingjarnir vakni upp við vondan draum og verði ljóst í einu vetfangi, hvilíkt óhappaverk þeir hafi unnið. Brugðu þeir hart við og lýstu yfir, að samningur sá, sem þeir sjálfir stóðu að varðandi lán Húsnæðismálastjórnar ríkisins hafi „leitt til óþol- andi misréttis og ranglætis“ og báru síðan fram yfirbóta- tillögu um að lántakendum verði endurgreidd sú upphæð, er þeir hafa greitt umfram 9,5% ársvexti frá 22. nóv. 1964. Og þar með var þeim Pílatusarþvotti lokið. En þessir atburðir minna lands- menn á, að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem verkalýðs- forystunni verður á í mess- unni. Meira hafði hún brotið af sér þegar hún brást Vinstri stjórninni á örlaga- stundu, þeirri ríkisstjórn, sem tók meira tillit til óska launþega en nokkur önnur íslenzk stjórnarvöld fyrr og síðar. SVAYAR JÖ Þankar um byggðamál á Vestfirðir hafa löngum verið einangraðir frá öðrum byggðum á landinu og tor- sóttir yfirferðar. Kjálkinn er tengdur við meginlandið með mjóum fjallshrygg milli Gilsfjarðar og Bitru. — Sam- göngur við fjórðunginn og innan hans voru aðallega á sjó þar til einangrunin var að fullu rofin, í lok síðustu heimsstyrjaldar, þegar sam- göngur í lofti efldust og stór- framkvæmdir í vegamálum gérðu samgöngur á landi greiðar, með aukinni tækni og vélvæðingu. Lífsbarátta Vestfirðinga hefir verið hörð í gegn um aldirnar. Landbúnaður og sjávarútvegur var stundaður jöfnum höndum, fram á fyrri hluta þessarar aldar, þegar stærri útgerð tók að þróast á þilskipum, vélbátum og jafnvel togurum. Við þessar breyttu aðstæður jókst byggð í þorpum og kauptúnum. Kjarngott, þróttmikið og frjótt mannlíf þróaðist á Vestfjörðum við frumstæð skilyrði. Mörg skáld, þjóð- skörungar og þróttmiklir at- hafnamenn eru runnir upp úr vestfirzkum jarðvegi og er óþarft að nefna þar nein nöfn, svo alkunna sem þetta er. Vestfirðingar hafa jafnan verið veitendur til þjóðar- heildarinnar og má segja að þeir hafi verið bjargvættir á mestu þrengingar- og hörm- ungartímum hennar. Þeir búa við fengsæl fiski- mið og hafa ætíð stundað sjó- inn með hörku og harðfylgi. Fugla- og eggjataka í björg- um var löngum drjúg búbót, ásamt selveiðum og dúntekju, einkanlega á Breiðafirði. ■— Feng úr þessum nægtabrunn- um deildu þeir svo til annara landshluta. Þjóðin hefir því gamla skuld að gjalda Vestfirðing- um, sem vonandi verður greidd á næstu árum. Þó fiskur sé nú að mestu horfinn af grunnmiðum, vegna ofveiði og ágangs er- lendra veiðiskipa, um ára- tugi, og hlunnindi í björgum Það er óverjandi að styðja slíka óhappamenn til valda á nokkrum vettvangi. Finnbogastöðum, 11. maí ’71. Torfi Guðbrandsson. atvinnu- og Vestfjörðum Svavar Jóhannsson og skerjum lítið nýtt lengur, er hlutur Vestfirðinga enn í þjóðarframleiðslunni, mjög mikil, miðað við fólksfjölda. Á síðustu áratugum hefir fækkað mjög í vestfirzkum byggðum. Fólkið hefir flutt brott til þéttbýliskjarnanna á Suðurlandi. Nú er svo komið, að jafnvel kauptúnin og þorp- in við sjávarsíðuna eiga í vök að verjast. Hinar hröðu framfarir og stórkostlegu breytingar, sem orðið hafa á síðustu áratug- um, hafa valdið gjörbyltingu á tilveru þjóðarinnar á svo stuttum tíma, að hún hefir jafnvel ekki enn samræmt lífsviðhorf sín þessum miklu breytingum. Þjóðin er því enn að leita jafnvægis. Fólk- ið hefir flutt úr sveitum og strjálbýli útí á landi Sífellt er að myndast meira þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu og öðrum þéttbýliskjörnum á Suðurlandi, þar sem afkoman hefir verið betri. Einkanlega þó lífsþægindi og skilyrði til mennta meiri. — Ekkert lát hefir verið á þessari þróun, nú síðari árin, og lítið hefir verið gert til þess að stöðva hana. Frekar má segja að á- standið hafi versnað. Aðstöðu munur til mennta er mikill, eftir búsetu manna í landinu. Læknaþjónusta er stopul og víða engin, á stórum svæðum í dreifbýlinu, og verri á Vest- fjörðum en víðast annars staðar á landinu. Allar stjórnunarstofnanir þjóðarinnar eru staðsettar í Reykjavík, svo og flestar aðrar þær stofnanir, sem orka mest á menningarlegt og efnahagslegt líf þjóðarinnar. Meðan svo er, er vart að vænta þess, að þjóðlífið og byggðin á landinu nái því

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.