Ísfirðingur


Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 7
Í8FIRÐINGUR 7 JON A. JOHANNSSON: Samband alþinnismanna við fólkið Eftir kjördæmabreytinguna 1959 virðist mörgum sem tengsl alþingismanna við um- bjóðendur sína, kjósendurna, hafi ekki verið jafn náin, eða með sama hætti og var fyrir breytinguna. Meðan einmenn- ingskjördæmaskipulagið hélzt, var það mjög tíðkað að þing- menn kjördæmanna héldu leiðarþing á vori hverju, eftir að Alþingi lauk, í öllum eða flestum hreppum kjör- dæmis síns. Gerðu þeir þá í höfuðdráttum grein fyrir af- greiðslu þeirra mála á Al- þingi sem sérstaklega snertu kjördæmið, og einnig gerðu þeir þá jafnan grein fyrir hvern þátt þeir sjálfir hefðu átt í framgangi eða afgreiðslu málsins eða málanna. Þetta jók mjög kynni alþingis- mannsins við íbúa sveitarfé- laganna og hann kynntist nánar en nú er þeim við- horfum sem fólkið hafði sjálft til hvers einstaks máls og þeim úrræðum sem það hafði fram að færa. Einnig kynntist hann því hvað fólk- ið áleit brýnustu nauðsynja- málin, þau sem fyrst bæri að koma í framkvæmd. Þetta töldu ýmsir þingmenn auka þekkingu sína og yfirsýn á málunum. Þessi leiðarþing voru vel séð í sveitarfélög- unum og þau voru áreiðan- lega mjög gagnleg. Auk þessa voru svo árlega, að minnsta kosti í sumum kjördæmanna, haldnir þing- og héraðsmálafundir, þar sem kjörnir fulltrúar hreppanna mættu ásamt alþingismann- inum. Þessir fundir voru að jafnaði haldnir að haustinu, og stóðu oftast í 2—3 daga. Þetta voru mjög merkar sam- komur, þar sem málefni hér- aðsins voru rædd skipulega, við önnur byggðarlög, en ekki verið að skapa hér for- réttindabyggð. E.t.v. mætti segja að með þessu væri ver- ið að gjalda skuld frá löngu liðnum tímum. Við skulum vera minnugir þess Vestfirðingar að við leysum ekki okkar stóru vandamál í dag, nema með félagshyggju og samvinnu. Samkvæmt þeim staðreyndum skulum við vinna að málefn- um okkar. Patreksfirði, 20. maí 1971. Svavar Jóhannsson. Jón Á. Jóhannsson og þá einnig fjallað um þau í nefndum. Á þessum vett- vangi voru oft upp tekin hin merkustu mál og sem höfðu mikla þýðingu fyrir héraðið í heild og eða einstaka hreppa. Þarna voru málin rökrædd og ályktanir og til- lögur gerðar. Á þessum fundum var alþing- ismaður kjördæmisins mjög leiðbeinandi og leiðandi um afgreiðslu mála. Hann vissi betur en aðrir hvaða mál það voru sem líklegt var að fengju jákvæðar undirtektir á Alþingi, og hvaða mál það væru sem heppilegra væri að bera fram síðar. Auðvitað eiga alþingismenn helzt að vera öðrum fremur hugkvæm- ir í sambandi við sem allra flest framfaramál héraðanna og ýta á eftir tillögum og áiyktunum frá heimamönn- um, en ekki bara að bíða eftir að þær berist þeim í hendur. Auðvitað hafa aðstæður breytst á margan máta á síðari árum. T.d. hafa kjör- dæmin stækkað og margir þingmenn eru nú fyrir hvert kjördæmi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að alþingis- menn haldi leiðarþing árlega í hverjum hreppi hinna stóru kjördæma. Samgöngur hafa batnað, — þó mikið sé í þeim efnum óunnið í Vest- fjarðakjördæmi, — og því miklu auðveldara fyrir fólk að koma saman eða efna til funda af stærri svæðum en áður. En ég held að ekki væri úr vegi að þeir alþingismenn sem nú verða kosnir hug- leiddu hvort ekki væri æski- legt fyrir héraðsmenn og þá sjálfa að þeir efndu til eins leiðarþings árlega í hverri sýslu í kjördæminu, t.d. í júní eða júlí. Áreiðanlega yrði það til fróðleiks og upp- örfunar fyrir fólkið og sjálf- sagt mjög gagnlegt fyrir al- þingismennina. Segja má að þing Fjórð- ungssambands Vestfjarða gegni í þessu kjördæmi sama eða svipuðu hlutverki og þing- og héraðsmálafundirnir gerðu áður. Á þessi þing Fjórðungssambandsins hefur alþingismönnunum jafnan verið boðið, og þeir yfirleitt mætt vel á fundina, og tekið góðan þátt í afgreiðslu mál- efna. Verða þessi þing í íramtíðinni vafalaust merkur þáttur í samstarfi héraðsbúa og alþingismanna um alhliða og trausta uppbyggingu í Vestfjarðakjördæmi. Ég talaði hér að ofan um „alþingismenn sem nú verða kosnir“. Jú, alþingiskosning- ar fara fram 13. júní. Þriðja sætið, baráttusætið, á lista Framsóknarflokksins í Vest- fjarðakjördæmi skipar Hall- dór Kristjánsson, sem öllum Vestfirðingum er kunnur fyr- ir áhuga sinn á framfaramál- um þessa héraðs. Hann er félagshyggjumaður og mála- fylgjumaður mikill hvort heldur er í ræðu eða riti. Verði hann kosinn alþingis- maður mun hann áreiðanlega gera sér far um að hafa sem bezt samstarf við fólkið í byggðum héraðsins. Vestfirzkir kjósendur, ung- ir sem eldri, ættu sem allra flestir að stuðla að kosningu Halldórs Kristjánssonar, en hann hefur óbilandi trú á framtíð vestfirzkra byggða og mun af heilum hug vinna að framfaramálum héraðsins. Jón Á. Jóhannsson. Vorhljómleikar Tónlistarskólans Vorhljómleikar Tónlistar- skóla ísafjarðar fóru fram í Alþýðuhúsinu 25. og 26. þ.m. Nemendur skólans léku að venju einleik á hljóðfæri og Lúðrasveit skólanna lék, en stjórnandi hennar er Ólafur Kristjánsson. Skólastjóri Tónlistarskólans er Ragnar H. Ragnar. Skólaslit Tónlistarskólans fara fram í dag kl. 5,30. Framboðsfundirnir Framboðsfundirnir í kjör- dæminu hófust, eins og aug- lýst var, með fundum á Pat- reksfirði og Tálknafirði mánudaginn 24. þ.m. Á Þing- eyri og Bíldudal voru fund- irnir 27. þ.m. og á Flateyri og Suðureyri í gærkveldi. Á öllum fundunum var gerð ur mjög góður rómur að ræðumönnum Framsóknar- flokksins, og fundirnir hafa verið þeim mjög hagstæðir. Fundirnir hafa verið vel sótt- ir. í dag verða framboðs- íundir í Bolungarvík og Súða vík og hefjast þeir kl. 2 eh. AEfi ÞVOTTAVÉLAR MARGAR GERÐIR G Ó Ð I R greiðsluskilmálar Verzl. KJARTAN R. GUÐMUNDSSON SÍMI 3507 — ÍSAFIRÐI Okkar hjartanlegustu þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður MATTHÍASAR SVEINSSONAR. Bergþóra Árnadótiir Guórí'öur Matthíasdóttir Jóhann Guömundsson AEfi “ í : ÆF Wf'þ'Z? ’■ |g|||S'-,_'j ' Sa L> GRILLOFNAR GOTT VERÐ G 0 Ð I R greiðsluskilmálar Verzl. KJARTAN R. GUÐMUNDSSON SÍMI 3507 — ÍSAFIRÐI

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.