Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.11.1971, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 06.11.1971, Blaðsíða 4
Hlj ómleikar BLAÐ TRAMSOKNATWANNA / l/ESTFJARÐA/'JOPDÆM/ Samvinnntryoaingar 25 ára Það er orðið fátítt hin síð- ari ár að tónlistarmenn heim- sæki ísafjörð til að syngja eða leika á hljóðfæri fyrir al- menning. Það eru því góð tíð- indi að hingað koma bráðum þeir Kristinn Hallsson, söngv- ari, og Rögnvaldur Sigurjóns- son, píanóleikari. Hefur Tón- listarfélag ísafjarðar fengið þá til að halda sameigin- lega hljómleika í Alþýðuhús- inu föstudaginn 19. nóvember n.k.' Mun Rögnvaldur leika einleik á píanó og leika auk þess með söng Kristins. Efn- isskráin verður bráðlega birt Á fundi bæjarstjórnar ísa- fjarðar 21. október voru eft- irtaldir bæjarfulltrúar kosnir í bæjarráð kaupstaðarins: Högni Þórðarson, Kristján J. Jónsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Varamenn: Guðmundur Ingólfsson, Garð- Menntaskólinn á ísafirði var settur 2. október s.l. af Jóni Baldvin Hannibalssyni skólameistara, sem við það tækifæri flutti ræðu og skýrði frá starfsemi skólans og framtíðarverkefnum. í skólanum eru nú 75 nem- endur, þar af 40 í 1. bekk og 35 í 2. bekk. Frá ísafirði eru nú í skólanum 33 nem- endur og af Vestf jörðum utan Isafjarðar 27 nemendur. Ann- arsstaðar frá eru 15 nemend- ur. Fastráðnir kennarar við skólann eru nú tveir auk Barnaskólinn í Hnífsdal var settur 5. október s.l. af skólastjóranum Bernharði Guðmundssyni, sem við það tækifæri flutti ræðu og skýrði frá starfsemi skólans. Fjöl- menni var við skólasetning- una. í vetur stunda 58 nem- endur nám í skólanum. Nú er aðeins um að ræða barnakennslu í skólanum, því 1. og 2. bekkur unglinga- deilda sækja nú skóla á ísa- firði eftir sameiningu sveit- arfélaganna. almenningi og verður hún fjölbreytt Vonast er eftir mikilli aðsókn og eru öll sæti í húsinu tölusett. Tónlistarfélagið á kost á að fá hingað ágætt söngfólk, píanó-, fiðlu- og cellóleikara, og jafnvel flokk strengjaleik- ara og söngfólks. En til þess að það sé mögulegt verður al- menningur að sýna áhuga sinn og fylla húsið þegar um slíkar skemmtanir er að ræða. Þá væri með réttu hægt að kalla ísafjörð menningar- og tónlistarbæ. ar Einarsson og Sverrir Hestnes. Forseti bæjarstjórnar ísa- fjarðar var kjörinn Högni Þórðarson, fyrri varaforseti Kristján J. Jónsson og annar varaforseti Garðar Einarsson. —★— skólameistara, þeir Finnur Torfi Hjörleifsson og Axel Carlquist, en hann var ráðinn að skólanum í haust. Auk þeirra starfa 7 stundakenn- arar við skólann í bóklegum greinum. Ólafía Sveinsdóttir og Hans Haraldsson sem kenndu við skólann s.l. vetur hættu kennslu í haust. Eins og áður er Mennta- skólinn til húsa í gamla barnaskólahúsinu á Isafirði, en auk þess þurfti skólinn nú að fá kennslustofu annars- staðar. Sú breyting hefur orðið á kennaraliði að Pétur Garð- arsson lét nú af kennslu, en við tók Valgerður Eiríksdótt- ir, sem nýlega hefur lokið kennaraprófi. Rannveig Páls- dóttir kennir leikfimi við skólann og frú Guðrún Jóns- dóttir kennir handavinnu, eins og áður. Fyrrverandi skólastjóri Kristján Jónsson kennir söng við skólann. Þess má geta að þetta er 53. starfsár hans við skólann í Hnífsdal. Skömmu eftir að Vilhjálm- ur Þór tók við forstjórastarfi Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga árið 1946, var hugmyndin um stofnun sam- vinnutryggingafélags á ís- landi fyrst rædd alvarlega, en hann hafði þegar árið 1936 vakið máls á þessu í stjórn SÍS. Síðar á árinu 1946 var svo undirbúningur haf- inn. Félagið hlaut nafnið Sam- vinnutryggingar og var fyrsta stjórn þess kosin á stjórnar- fundi SÍS 24. ágúst 1946 og skipuðu hana þessir menn: Vilhjálmur Þór, formaður, Jakob Frímannsson, ísleifur Högnason, Kjartan Ólafsson frá Hafnarfirði og Karvel Ögmundsson. Stjórnin kom saman á sinn fyrsta fund 27. Barnaskólinn á Isafirði var settur 6. september s.l. og hófst þá kennsla í 1., 2. og 3. bekk skólans, en kennsla eldri barna byrjaði 13. sept- ember. Alls eru í skólanum í vetur 426 nemendur. Kennsla í forskóladeild, þ. e. fyrir 6 ára börn, hófst fyrstu daga í október, en í forskóladeildinni eru 55 börn. Hér er ekki um skólaskyldu að ræða, heldur hafa foreldr- ar frjálst val um hvort börn þeirra sækja þessa kennslu eða ekki. Þessum hópi er tví- skipt og tveir kennarar vinna samtímis með hvora bekkj- ardeild. Forskólinn er til húsa í einni kennslustofu á efri hæð gamla barnaskóla- Sextugur Gústaf Lárusson, fyrrver- andi skólastjóri Gagnfræða- skólans á ísafirði, varð sex- tugur 17. október s.l. Fimmtugur Hafsteinn 0. Hannesson, bankaútibússtjóri á ísafirði, átti fimmtugsafmæli 31. okt. síðastliðinn. ágúst, og var þar ákveðið, að starfsemin hæfist 1. sept- ember og Erlendur Einarsson ráðinn framkvæmdastjóri fé- lagsins, en hann hafði kynnt sér vátryggingastarísemi í Bretlandi. í árslok 1964 flutti félagið alla starfsemi sína í eigið húsnæði í Ármúla 3, og var þá um leið gerð all víðtæk skipulagsbreyting á rekstrin- um, sem fyrst og fremst var fólgin í því, að deildarskipt- ing eftir tryggingagreinum var lögð niður, en fyrirtækið skipulagt eftir starfsþáttum. Samvinnutryggingar hafa frá upphafi beitt sér fyrir ýmsum nýjungum í trygg- ingastarfsemi til hagsbóta fyrir tryggingatakana, og fé- lagið hefur tvímælalaust gegnt mikilvægu forustu- hússins, sem sérstaklega var innréttuð og útbúin til þess- arar kennslu. Deildin er mjög vel búin kennslutækjum. Einn af kennurum skólans, Mar- grét Óskarsdóttir, var á hálfs mánaðar námskeiði í kennslu 6 ára barna, sem haldið var í haust á vegum Reykjavík- urborgar. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans. Marinó Þ. Guðmundsson, yf- irkennari, lét af störfum, og er í ársorlofi án launa. Þessir kennarar létu einnig af störf- um: Bergþóra Bergmunds- dóttir, Helga Magnúsdóttir og Kristín Oddsdóttir. Nýir kenn- arar eru: Björn Karlsson, Guðlaug Jónsdóttir, Gústaf Óskarsson, Hrefna Tuliníus og Ólöf Sigurðardóttir. Tveir stundakennarar starfa við skólann í vetur: Guðrún Eyþórsdóttir, sem kennir söng, og Hildur Eiríksdóttir, sem kennir 7 ára bekk. Leikvöllur skólans hefur verið malbikaður og afmark- aður. Verið er að múrhúða samkomusal skólans að innan, og er að því stefnt að hann verði fullfrágenginn að vori. Skólastjóri Barnaskóla ísa- fjarðar er Björgvin Sighvats- son. hlutverki í alhliða trygginga- starfsemi í landinu. Það hefur alltaf gert sér far um að veita sem bezta þjónustu um allt land, enda hefur félagið átt miklum og vaxandi vinsæld- um að fagna. Samvinnutryggingar hafa ötullega unnið að fræðslu um tryggingamál og haldið uppi öflugri tjónavarnastarfsemi, m.a. með útgáfu ritsins Sam- vinnu-Trygging og með stofn- un klúbbanna „Öruggur Akst- ur“, en þessir klúbbar hafa unnið mikið starf að umferð- arslysavörnum. Félagið hefur lengi veitt viðurkenningu fyr- ir tjónalausan akstur. Samvinnutryggingar eru gagnkvæmt tryggingafélag og sem slíkt tók það upp þá ný- breytni í íslenzku trygginga- starfi árið 1949 að endur- greiða tryggingatökunum tekjuafgang af viðskiptum sínum við félagið eftir því, hvernig hver tryggingagrein kom út. Slíkur tekjuafgangur hefur verið endurgreiddur ár- lega síðan og nema endur- greiðslurnar alls 80,2 millj. króna. Erlendur Einarsson lét af störfum sem framkvæmda- stjóri félagsins, er hann var ráðinn forstjóri SÍS í árs- byrjun 1955 og tók þá við formennsku stjórnar félags- ins af Vilhjálmi Þór. Jón Ólafsson hrl. tók þá við starfi framkvæmdastjóra. Síðsum- ars 1958 lét Jón af störfum vegna heilsubrests og var þá núverandi framkvæmdastjóri Ásgeir Magnússon, lögfræð- ingur, ráðinn í starfið. í stjórn Samvinnutrygginga eru nú: Erlendur Einarssón, forstjóri, formaður, Ingólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, Jakob Frímannsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, Karvel Ög- mundsson, útgerðarmaður og Ragnar Guðleifsson, kennari. Á ísafirði reka Samvinnu- tryggingar umboðsskrifstofu að Silfurtorgi 1, og veitir Þorgeir Hjörleifsson skrif- stofunni forstöðu. Á Patreks- firði annast Samvinnubank- inn umboðsstörfin. Á öðrum stöðum á Vestfjörðum eru það kaupfélögin sem umboðs- störfin annast, nema í Bol- ungarvík, þar er Elías H. Guðmundsson umboðsmaður. Bæjarráð ísafjarðar Henntaskólinn Barnaskólinn í Hnífsdal Barnasknlinn á Ísaíirði

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.