Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 34
34 | MORGUNBLAÐIÐ
Linsu- og belgbaunir hljóma
kannski ekki sérlega freistandi í
eyrum sumra en þær eru not-
aðar við ýmiss konar matargerð.
Það er til dæmis hægt að búa til
mjög hollar og góðar súpur úr
linsubaunum og einnig er hægt
að hafa þær í salöt. Þegar mat-
reitt er úr linsubaunum eru þó
nokkur atriði sem mikilvægt er
að hafa í huga.
Lagðar í bleyti og hægeldaðar
Það er allur gangur á því hvernig
best er að elda baunir. Linsubaun-
um hentar best að vera eldaðar í ró-
legheitunum því annars verða þær
maukkenndar að innan en harðar
að utan. Kjúklingabaunir segja sér-
hæfðir kokkar hins vegar að eigi að
vera þannig að þær brotni auðveld-
lega í sundur á tungubroddinum og
þær megi því hvorki vera of mjúkar
né harðar. Út í vatnið með linsu-
baununum má bæta við hvítlauks-
geirum, niðurskorinni gulrót eða
lauk til að auka bragðið. Þegar
baunirnar eru fulleldaðar er síðan
að krydda þær eins og enginn sé
morgundagurinn, bæði með fersk-
um og þurrkuðum kryddjurtum.
Baunir hafa það óorð á sér að valda
vindgangi en því meira sem þú
borðar af baunum því betur venst
maginn þeim.
Fljótlegt salat
Hægeldið linsubaunir í um 40
mínútur, þegar þær eru næstum til-
búnar skal steikja papriku á pönnu
þar til svartar rákir hafa myndast á
henni. Einnig skal sneiða nokkrar
sneiðar af geitaosti og setja undir
grillið í ofninum. Látið renna af
baununum og dreifið yfir skvettu af
ólífuolíu og balsamikediki, hrærið
síðan paprikunni og sólþurrkuðum
tómötum saman við og látið loks
geitaostinn efst.
Hollmeti Linsubaunasúpa er holl og yljar manni vel að innan á köldum vetrarkvöldum.
Góðar í máltíðir
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Á
morgunverðarhlaðborðum hótela má sjá gott dæmi
um það úrval rétta sem má nýta sér í samsetningu á
morgunmat. Á veitingastaðnum Vox á Hilton
Reykjavík Nordica getur hver og einn valið sér góða
morgunverðarsamsetningu.
Hollt og óhollt aðskilið
„Við fylgjum ákveðnum stöðlum hér hjá Hilton sem nýtast
þeim sem hollustu leiðina velja einkar vel. Við höfum kosið
hjá okkur að setja ekki saman sérstakt hollustuhorn heldur
frekar að setja saman alla ávexti, mjólkurvörur og þar fram
eftir götunum. Þannig getur fólk valið sjálft hvað það vill. Úr-
valið er mjög fjölbreytt, til dæmis bæði ferskir og niðursoðnir
ávextir, ger-, sykur- og olíulaust brauð svo og íslenskt rúg- og
flatbrauð. Síðan eru í boði bæði blæjuegg, hrærð egg og spæ-
legg. Þá eru ýmsir drykkir á borðum; grænmetis-, epla-, app-
elsínu- og trönuberjasafi, te og kaffi,“ segir Björk Ósk-
arsdóttir, smurbrauðsjómfrú á Vox.
Fær sér hafragraut
Björk segir nokkurn mun vera á milli þjóða þegar kemur
að morgunmatnum, Bandaríkjamennirnir fái sér gjarnan
beikon, pönnukökur og allt því sem fylgir á meðan Skandinav-
arnir velja sér hollara á diskinn og virðast hugsa meira út í
það sem þeir fá sér, hollara brauð og minna af fituríkum
vörum. „Þetta er kjarnmesta máltíð dagsins en sjálf fæ ég
mér alltaf hafragraut sem við erum líka með á borðinu hjá
okkur og hann er mjög vinsæll,“ segir Björk.
Girnilegt í morgunmat
Hér koma tvær góðar uppskriftir af morgunverðarhlað-
borði Vox. Önnur er frískandi og holl en hin kannski til að
hafa dálítið spari um helgar eftir líkamsrækt og hollustu vik-
unnar.
Blæjuegg
1 l vatn
½ dl edik
Aðferð: Vatnið er soðið og edikið sett út í, vatninu er haldið
rétt undir suðupunkti. Betra er að brjóta eggið í glas og setja
varlega út í edikvatnið.
Eggjahvítan látin hlaupa en rauðunni haldið fljótandi. Soðið
í þrjár til fjórar mínútur.
Hollandaisesósa
300 g smjör
3 stk. eggjarauður
1 stk. sítróna, safinn
salt
pipar
Aðferð: Bræðið smjörið í potti. Stífþeytið eggjarauður yfir
vatnsbaði og blandið bræddu smjörinu varlega saman við.
Smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar. Eggið er borið
fram á ristuðu brauði með steiktri skinku og hollandaisesósu.
Bláberjahristingur
1 dós bláberjaskyr
¾ dl mjólk
nokkrir dropar af hlynsírópi eða agave
handfylli frosin bláber
fersk bláber
Aðferð: Skyr, mjólk, síróp og frosin bláber sett í blandara.
Sett í fallegt glas og fersku bláberin út í.
Morgunblaðið/Heiddi
Hollur Morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins. Girnilegt Blæjuegg á ristuðu brauði með Hollandaise sósu.Berjabland Hristingur úr ávöxtum er hollur og góður kostur.
Staðgóður morgunverður
Morgunverðurinn er ein mikilvægasta
máltíð dagsins og slæmt að fara út í dag-
inn án þess að vera saddur og sæll. Það
er um að gera að hafa morgunverðinn fjöl-
breyttan og fá sér ekki alltaf það sama.
Sandra Kaffo
er leiðbeinandi í hráfæði frá
London sem hefur einstaka
ástríðu fyrir næringaríku og
hollu mataræði. Sandra
hefur mikla þekkingu á að
rækta eigin fæðu. Hún
hefur stundað nám í College of Natural Nutrition in London
and the Tree of Life Living Food centre in Arizona. Hennar
megin áhugasvið er tengingin á milli mataræðis og heilsu til
að efla daglega orku og vellíðan.
“The concept of living foods is that of living in harmony with
nature and making conscious eating a way of life. Living
foods provides super-fuel to the body because it is pure and
natural, energy & nutrient rich; and also water and oxygen
rich”.
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR KL. 18-20
fyrirlestur (enska)
Ný sjónarhorn á fæðu og heilsu. Hvað er hráfæði og hvaða
fæðutegundir eru það? Hráfæði – aðferðarfræði og tækni.
Fyrirlesturinn gefur okkur aukinn skilning á því hvers vegna er
mikilvægt að tileinka okkur heilsusamlegt mataræði til lengri
tíma til að fjárfesta í góðri heilsu.
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR KL. 10-15
Námskeið og sýnikennsla (enska)
Námskeiðið leggur áherslu á undirstöðu í praktískum
aðferðum og hvernig eigi velja ýmsar fæðutegundir sem
tengjast hráfæði og hvernig við búum til einfalda, fljótlega og
nærandi rétti.
Verð: Fyrirlestur 3.000 kr.
Námskeið og fyrirlestur 9.900 kr.
Skráning: svalarun@msn.com
eða í síma: 863 7001 (Svala Rún)
Sjá nánari uppl. www.madurlifandi.is
HRÁFÆÐI
FYRIRLESTUR OG NÁMSKEIÐ
22. og 23. JANÚAR 2010
Staðsetning: Maður lifandi, Borgartúni 24
• Vorönn hefst miðvikudaginn 6. janúar
• Morguntímar og síðdegistímar
• Jóga fyrir börn með AD/HD
Skráning og nánari upplýsingar:
www.kristinsjofn.is og GSM 899-7809.
Jóga með Kristínu Sjöfn
í Rósinni