Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.03.1973, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 17.03.1973, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR c---~— -------—■—~— --------------------------------- .^^fíráittpttr SIAD fRAMSÖKNA&MANNA / t'fSrrjARMKSÓROiM/ Vtgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritsljórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiSslumaSur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. ■-----------—---------------------------------------i Síðustu hækkanir Um síðustu mánaðamót urðu almennar kauphækkanir og jafnframt almenn verðhækkun á landbúnaðarvörum. Kaup- hækkanirnar voru samkvæmt kjarasamningunum frá 1971 og hækkun afurðaverðsins í rökréttu sambandi við þær. Margir telja, að þessar hækkanir allar séu lítt tímabærar eins og á stendur, og þær muni ekki verða almennt til blessunar; Það er líka vitað mál, að ríkisstjórnin hafði undirbúið löggjöf um það að þær tækju ekki gildi. Tillaga ríkisstjórnarinnar var sú, að kauphækkunin yrði að sinni tekjustofn fyrir Viðlagasjóð Vestmannaeyja, og Iandbún- aðarafurðir hækkuðu ekki í verði. Stjórnarandstaðan var ekki til viðræðu um slíkt. Því eru nú þessar hækkanir allar komnar á, og Viðlagasjóði aflað fjár með aukaútsvari á tekjur manna og hækkuðum söluskatti. Það er satt, að ríkisstjórnin hefur ekki borið gæfu til að halda verðlagi í skefjum, svo sem æskilegt hefði verið. Hún benti samt á úrræði í þá átt, svo að alla vega er hlutur hennar í þessum efnum miklu betri en stjórnarand- stöðunnar. Hins er heldur ekki að dyljast, að nokkuð kann að bresta á fulla samstöðu innan stjórnarliðsins sjálfs, svo að full tök væru höfð á þróun efnahagsmálanna. Vissir menn, sem eru eða telja sig sérstaka trúnaðarmenn launastéttanna, telja sig svo bundna af kjarasamningunum, að ekkert megi gera, sem ekki sé í fullu samræmi við þá. Er þar gleggsta dæmið, að vilji ríkið leggja skatt á brennivínskaup, er þess krafizt, að sú tekjuöflun leiði til kauphækkunar, svo að launamenn geti keypt jafn mikið brennivín og áður. Sízt er því að neita, að allt slíkt, sem snertir kaupgjalds- vísitölu og kjarasamninga er viðkvæmt mál, og sitthvað úr fortíðinni veldur því, að ekki er óeðlilegt þó að ábyrgir menn séu varfærnir í þeim efnum. Flestum út í frá mun þó finnast að slík hollusta við bókstafinn gangi heldur langt, þegar hún hindrar menn frá því að afstýra vand- ræðum, svo sem flestir munu telja síðustu verðhækkanir vera. Kemur hér eflaust til að auki, að menn eru misjafn- lega kjarkmiklir að gera það, sem þeir telja farsælast og réttast, ef þeir óttast að það yrði gert að ádeiluefni til að rýja af þeim metorð og trúnað. Þess mun nú skammt að bíða, að vinna hefjist til undir- búnings nýjum kjarasamningum. Þá mun verða úr því skorið hvort launþegasamtökin í landinu vilja að hér sé varanlegt verðbólguþjóðfélag eða ekki. Vilji þau sporna við því, munu verða gerðir samningar, sem að einhverju leyti slíta hinn sjálfvirka snúning verðbólguskrúfunnar, sem í dag er ýmsum trúnaðarmönnum launþega heilög kýr vegna gildandi samninga. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að slík breyting verði. Sé til dæmis ekki hægt að skatt- leggja vissa eyðslu án þess að skattinum sé skilað aftur í hækkuðum launum, eru hendur stjórnvalda bundnar svo, að skattheimta getur lítt orðið hagstjórnartæki, sem allir munu þó viðurkenna að sé æskilegt. Framhald af 4. síðu útkjálkahéraði, sem vera skal, þ.e.a.s. sjúkraflutninga í skammdeginu. Þrátt fyrir háþróaða tækni í gerð sam- göngutækja verður ekki á- fram komizt nema með sam- þykki veðurguðanna. Oft hafa sjúklingar héðan þurft á skjótri læknishjálp að halda, síðustu áratugina en aldrei hefur dregizt jafn legni og í umrætt skipti, að unnt væri að veita hana. Vonandi er að sjúklingurinn þurfi ekki að gjalda þess, og þetta fyrsta þyrluflug eftir sjúkl- ingi norður í Árneshrepp hafi, þrátt fyrir hina löngu ■■■ töf, komið til hjálpar í tæka tíð. SJÓNVARPSSENDIR 1 VETUR var sjónvarpssend- ir settur upp á Krossnesi. Náðust fyrstu sjónvarpsmynd irnar hér í Víkinni þann 12. desember. Það var allmikill viðburður í fábreyttu lífi út- skagabúans. Þurfti þess þó ekki með til að hafa af okkur leiðindi, þvi að þau voru eng- in fyrir. En vel valið fræðslu- og skemmtiefni er alltaf vel þegið. Barnaskólanum, Finnboga- stöðum 4. marz 1973. Torfi Guðbrandsson. um verðhækkunarstuðul fyrir í'yrningu eigna í atvinnurekstri. Skv. ákvæðum 4. tl. 7. gr. laga nr. 7/1972 um breytingu á lögum nr.68 15.6. 1971 um tekju- og eignarskatt, hefur fjármálaráðuneytið, í samráði við Hagstofu íslands ákveðið, að verðhækkunar- stuðlar vegna verðbreytinga árið 1972, skuli verða sem hér segir: 1. Verðhækkunarstuðull eigna — annarra en bif- reiða, — sem tilgreindir eru í 1. tl. A-liðs 15. gr. laga nr. 68/1971, verði 15% 2. Verðhækkunarstuðull bifreiða, sbr. 1. tl. A-liðs 15. gr. laga nr. 68/1971, verði 25%. 3. Verðhækkunarstuðull eigna, sem tilgreindar eru í 2. tl. A-liðs 15. gr. laga nr. 68/1971 verði 26%. Fjármálaráðuneytið, 27. febrúar 1973. Spjaldapappír, 15 krónur örkin Bókbandspappi, 1,5 mm, 2 mm, 2,5 mm Rexín, svart, blátt, rautt Saurblaðapappír, gulur og hvítur Grisja og kjölkragi. Iijl Bókaverzlun Jónasar Tómassonar Sími 3123 — ísafirði Flestir munu fallast á, að auðveldari væri nú eftirleik- urinn, ef Alþingi hefði sameinast um tillögu ríkisstjórnar- innar, að gera kauphækkanirnar 1. marz að tekjustofni fyrir Viðlagasjóð Vestmannaeyja og jafnframt haldið óbreyttu verði landbúnaðarafurða. Þá væri eftirleikurinn auðveldari, ef menn óska eftir því, að einhver hemill verði hafður á verðbólgu. En hvernig sem menn líta á þessi mál er skylt að vita hvers vegna er komið þar, sem komið er. Ábyrgð þessara síðustu hækkana hvílir fyrst og fremst á stjórnar- andstöðunni. Hún hafnaði því, að hjá þeim yrði komizt. H. Kr. Frá Hjólinu Isafirði - Sími 3667. Alltaf eitthvað nýtt! NÚ! Fermingarföt á drengi. Stakir jakkar og buxur. Skyrtur, bindi, slaufur, belti. Væntanlegt fyrir stúlk- ur: Vmis konar ferm- ingarklæðnaður. Alltaf nýjar hljómplöt- ur. í Hjólinu Fiskikörfur og plasthringir fást hjá Netagerð Vestfjarða hf. Til sölu er Opel Rekord fólks- bifreið, árg. 1970. Upplýsingar í síma 7221 Bolungarvík. Fjölskylda frá Vestmanna- ejíjum AÐ MINNSTA kosti ein fjöl- skylda frá Vestmannaeyjum hefur þegar flutt hingað til bæjarins. Er það fjölskylda Jóns R. Sigurðssonar, vél- smiðs, sem er 8 manna fjöl- skylda. Jón vinnur hjá Skipa- smíðastöð M. Bernharðssonar hf.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.