Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.03.1973, Síða 4

Ísfirðingur - 17.03.1973, Síða 4
Urslit í firmakeppni Skíðaráðs ísafjarðar 11. marz 1973 1. Dynjandi ÍS-59, sek. keppandi Valdimar Birgisson .................. 35,99 2. Gunnvör hf., keppandi Guðmundur Jóhannson ................. 40,18 3. Ágúst Guðmundsson, trésmiðaverkstæði keppandi Guðmundur Gunnlaugsson............... 41,46 4. Brunaibótafélag íslands, ísafirði, keppandi Agnar Sigurðsson .................... 41,48 5. Torfnes hf., keppandi Sveinn Guðjónsson .................. 41,85 6. Sjómannafélag ísfirðinga, keppandi Guðmundur Gunnlaugsson............... 42,05 7. Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal, keppandi Hreiðar Sigtryggson ................. 42,06 8. Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga hf., keppandi Ólöf Kristjánsdóttir ................ 42,12 9. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar, 'keppandi Ólöf Kristjánsdóttir ............... 42,20 10. Oddur Friðriksson hf., keppandi Axel Gunnlaugsson ................... 42,26 11. Djúpbáturinn hf., keppandi Hreiðar Sigtryggsson ............... 42,38 12. Skóverzlun Leós, keppandi Dagný Annasdóttir ................... 42,48 13. Almennar tryggingar hf., ísafirði, keppandi Agnar Sigurðsson .................... 42,75 14. Mjölvinnslan hf., Hnífsdal, keppandi Einar Valur Kristjánsson ............ 42,95 15. Húsgagnaverzlun ísafjarðar, keppandi Pálmi Jónsson ....................... 43,20 Alls tóku 98 fyrirtæki þátt í keppninni. Skíðaráð ísafjarðar færir þátttakendum í firmakeppnninni beztu þakkir fyrir veittan stuðning við starfsemi ráðsins. I næsta blaði verða birt nöfn allra þeirra, sem þátt tóku í firmakeppninni. Skákmót ísafjarðar og simskák við Siglufjörð BMÐ TRAMSOKNAVMANNA / l/TSTFJARÐAKJOPMM/ Torfi Guðbrandsson: Fréttabréf úr Araeshreppi NÚ ER að mestu lokið und- anúrslitum í Skákmóti ísa- fjarðar sem nú stendur yfir, og eru þrír menn, þeir Jó- hannes Ragnarsson, Jón Kr. Jónsson og Matthías Krist- insson, þegar búnir að tryggja sér sæti í aðalúrslit- um mótsins. Þátttaka í mótinu er frem- ur dræm, ef miðað er við hinn mikla skákáhuga sem ríkt hefur, eða alls 23 kepp- endur. í unglingaflokki er ísa- fjaðarmótinu þegar lokið með sigri Sigurðar Gunnarssonar, en þátttakendur í því voru 32 að tölu. Eftirfarandi skákstaða kom upp í unglingaflokki: Hvítt: Khl, He2. Svart: Kf4 Dg3. Hvítur lék Hf2 og hélt jöfnu með því að skáka eftir ann- ari línunni. Menntaskólinn á ísafirði hefur heldur ekki látið skák- gyðjuna fara varhluta af sér, enda ýmsis snjallir skákmenn í þeim skóla. Að þessu sinni eru þeir að Ijúka við 19 manna skákmót með fjög- urra manna úrslitum, en eins og sakir standa er eigi unnt að gefa upp neina ákveðna mynd af mótinu. Aðfaranótt laugardagsins 3. þ.m. háði Taflfélag Isafjarðar skákkeppni við Siglufjörð í gegnum skna. Teflt var á 10 borðum og sigruðu ísfirðingar með 6V2 vinning gegn 3y2- Mega skákmenn okkar vel við una, en Siglfirðingar sárt við sitja, þar eð einn vinn- ingur Siglfirðinganna kom í hlut brottflutts Isfirðings, Bjarna Árnasonar, sem einn- ig átti frumkvæðið að þess- ari keppni. M.K. Úrsmíði-Verzlun Axel Eiríksson, úrsmiður, hefur keypt úrsmíðavinnu- stofu og verzlun Arne sál. Sörensens hér í bænum. Fyrst um sinn mun verzl- unin verða opin klukkan 13—18 mánudaga til föstu- daga og klukkan 9—12 á laugardögum. Verzlunin hef- ur á boðstólum úr, klukkur og gjafavörur. TIÐARFARIÐ Framan af vetri hefur veð- urfar verið áþekkt og í fyrra, óstillt tíð, fannkoma og stór- viðri til hátíða, þá skyndileg hækkun á hitastigi upp í allt að 8 gráður, með rokglöðum suðvestan vindum, þannig að snjór hvarf af láglendi á fá- um dögum og túnblettir stóöu hvanngrænir seinni hluta jan- úarmánaðar. En lengra náði líkingin með þessum tveim vetrum því miður ekki. I byrj un febrúar náði ,,Þorri“ kall- inn sér á strik, eftir þetta blíða ástarævintýri með vor- gyðjunni, jós yfir okkur ó- mældum snjó, sleit símalín- ur, kaffærði vegi og vann önnur nauðsynleg afrek til að færa okkur heim sanninn um það, hver það væri, sem húsbóndavaldið hefði þennan árstíma. Þessi veðrahamur hefur gengið látlaust í heil- an mánuð enda er fannfergi nú orðið með því mesta, sem gerist hér um slóðir. En bændur eru vel heyjaðir og kvíða engu. HAUSTSLÁTRUN I HAUST var slátrað 2225 dilkum á Norðurfirði. Meðal- fallþungi þeirra varð 17.38 kg. (án nýrnamörs). Var það 0,38 kg. meira en í fyrra, og ef til vill hefur það verið hæsti meðalþungi á landinu. Kristján Albertsson á Melum átti þyngsta dilkinn, sem vó 28 kg. SNJÓFLÓÐ Snjóflóð féll á Munaðamesi 12. febrúar. Miðað við hve það var lítið um sig, gerði það ótrúlegan skaða, þar sem það lenti nákvæmlega á miðri vélageymslu og braut hlið hennar inn, skall á snjósleða, dráttarvél og jeppabifreið sem færðust úr stað og brutu hina hlið geymslunnar, svo að eftir stóðu aðeins gaflamir. En þá var orka snjóflóðsins líka þrotin. Snjódyngjan lá öll inni í geymslunni eins og hún lagði sig hnoðuð utan um farartækjakost bæjarins, svo að rétt aðeins sást í þakið á jeppaninn. Ekki var hægt að kanna skemmdirnar til hlítar fyrr en mörgum dögum seinna sökum veðurofsans. Kom þá í Ijós, að öll tækin höfðu dældast meira og minna og hafa Munaðarnes- bændur því orðið fyrir miklu tjóni, þar sem umræddir hlut ir vorur ekki vátryggðir. FÉLAGSLÍF Að sjálfsögðu notuðum við veðurblíðuna og ökufærið Torfi Guðbrandsson meðan það gafst til aðdrátta fyrir hátíðarnar og uppbygg- ingar í félagslífinu. Haldnar voru á skömmum tíma þrjár samkomur í félagsheimilinu að Árnesi, ein á vegum barna skólans, önnur á vegum slysa varnadeildarinnar og hin þriðja var j ólatrésskemmtun. Allar voru þessar Scunkomur vel sóttar, þótt eingöngu væri um innansveitarfólk að ræða. HEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN Læknislaust hefur verið í Strandasýslu um alllangt skeið. Landlæknir sendi til okkar Sighvat Snæbjörnsson lækni frá Hvammstanga til að annast skólaskoðun. Kom hann 18. des. með varðskipi yfir flóann, skoðaði 20 skóla- börn og tók á móti tugum manna, er áttu erindi við hamn. Er sízt að undra, að fólk notaði sér nærveru lækn- isins því að þetta er eina lækniheimsóknin, sem við höf um fengið í vetur. Sighvatur hvarf heim aftur samdægurs. Nokkru eftir áramótin frétt- ist, að Guðmundur Steinsson læknir væri kominn til Hólma víkur og hefði tekið við hér- aðslæknisstörfum á ný. Fögn- uðum við þeirri frétt. Fáum dögum síðar veikt- ist Guðmundur Valgeirsson bóndi í Bæ hastarlega og þurfti að komast undir lækn- ishendur, þar sem hann hafði fengið slæmt nýrnakast og háan hita. Um þær mundir var veðurofsinn hvað mestur og síminn bilaður. Kom tal- stöðin á Finnbogastöðum þá í góðar þarfir og sagði lækn- irinn fyrir um lyfjagjafir og meðferð sjúklingsins, meðan beðið var færis að koma hon um suður, og fylgdist stöð- ugt með líðan hans. En það varð bið á að sjúkraflugið heppnaðist, því að annað hvort var bráðófært veður hér eða syðra. Eitt sinn, er von var á flugvél, var brotizt út á flugvöll, 10 km leið með sjúklinginn á vagni, sem jarð- ýta dró, þar sem ófært var fyrir önnur farartæki. Þar var beðið unz séð varð, að flugvélin hafði orðið frá að hverfa. Þá var snúið aftur með sjúklinginn sömu leið til baka. Þannig leið hver dag- urinn af öðrum. Hólmavíkur- læknir hafði stöðugt samband við sjúkraflugþjónustuna syðra og sá um að spítala- pláss væri til taks, þegar á þyrfti að halda. En hálfur mánuður leið áður en þyrlu frá Landhelgisgæzlunni heppn aðist loks 24. febrúar að fljúga hingað norður og sækja sjúklinginn. Lenti hún milli élja í nístingsköldum norðanstormi á snævi þökt- um leikvelli skólabarnanna hér á Finnbogastöðum, um 5 mín. gang frá Bæ. Flug- maðurinn stöðvaði ekki hreyfl ana enda var biðin stutt. Ferðin suður gekk að óskum. Líðan sjúklingsins var góð eftir atvikum, og má vafa- laust þakka það nauðsynleg- um lyfjum er hér voru til staðar og umsagnir Hólma- víkurlæknis um notkun þeirra. Sjúklingurinn er nú í rannsókn á Borgarspítalan- um. Hér hefur verið fjölyrt nokkuð um vanda sem að höndum getur borið í hvaða Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.