Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 MARGIR eiga góðar minningar frá göngutúrum við Reykjavíkurtjörn og þar rifjast gjarnan upp skemmtileg atvik frá liðnum tíma. Hver göngutúr er líka sérstakur og göngustígarnir í Hljómskálagarðinum gera sitt gagn. Morgunblaðið/Kristinn VIÐ REYKJAVÍKURTJÖRN ALLS voru 207 fasteignir og 441 bíll seld nauðungarsölu hjá sýslu- manninum í Reykjavík á síðasta ári. Á árinu 2008 var 161 fasteign seld á nauðungaruppboðum og 491 bíll. Alls voru skráðar nauðungar- sölubeiðnir vegna fasteigna 2.504 á síðasta ári og 1.068 nauðungar- sölubeiðnir vegna bíla, skv. upp- lýsingum á heimasíðu embættisins. Árið 2009 voru 18.211 fjárnáms- beiðnir skráðar hjá embættinu, en 18.541 árið á undan. 207 fasteignir í nauðungarsölu Eftir Ómar Friðriksson og Hlyn Orra Stefánsson BRESKA almannatengslafyr- irtækið Financial Dynamics (FD) og Andrew Walton starfsmaður þess, sem vinna að samskiptum við erlenda fjölmiðla og fjárfesta fyrir íslensk stjórnvöld, unnu á sínum tíma fyrir Landsbankann við kynn- ingu á stofnun Icesave-reikning- anna í Hollandi og Bretlandi. „Fjármálaráðuneytið fékk okkur væntanlega til starfsins vegna reynslu okkar af þeim fyrirtækjum sem málið varða, og það gerði okk- ur kleift að hella okkur strax út í verkefnin,“ segir Andrew Walton í samtali við Morgunblaðið. Fyr- irtækið hefði verið fengið til að kynna erlendum fjárfestum end- urreisn íslensku bankanna og það hefði tekist vel. Sjálfur segist Walton ekki hafa unnið að því fyrir Landsbankann að kynna Icesave, heldur hafi hann eingöngu verið í tengslum við fjár- festa. Undir tilkynningum frá Landsbankanum, þar sem Icesave- reikningarnir eru kynntir til sög- unnar, má hins vegar sjá nafn Wal- tons og símanúmer fyrir þá sem vilja kynna sér reikningana frekar. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins vegna málsins segir að FD hafi komið til starfa fyrir ráðuneytið á grundvelli góðra meðmæla Hawkpoint, ráð- gjafarfyrirtækis sem aðstoðaði ís- lensk stjórnvöld í samninga- viðræðum við skilanefndir föllnu bankanna þriggja. Kynning FD á endurreisn hinna föllnu banka hafi tekist vel – m.a. verið á forsíðu Financial Times – og því hafi verið ákveðið að nýta þjónustu fyrirtæk- isins áfram í því endurreisnarstarfi sem eftir er. „Þegar fjármálaráðuneytið fékk FD í sína þjónustu var því ekki kunnugt um fyrri verkefni FD. Þeg- ar ráðuneytinu var bent á að fyr- irtækið hefði áður unnið fyrir Landsbanka Íslands var það rætt við fulltrúa þess og varð nið- urstaðan sú að fyrri störf þeirra fyrir Landsbankann hefðu ekki áhrif á trúverðugleika vinnu þeirra fyrir stjórnvöld. Aldrei hefur komið til þess að þeir fjölmiðlar eða aðrir sem stjórnvöld hafa átt í sam- skiptum við hafi gert athugasemd við að FD starfaði fyrir íslensk stjórnvöld. Þegar möguleiki opnaðist á að forseti Íslands synjaði Icesave- lögunum samþykkis lá beinast við að leita til FD með aðstoð við þá vinnu sem fyrirsjáanleg var ef af því yrði, enda þekkti fyrirtækið vel til mála hér á landi,“ segir í svari ráðuneytisins. Kynnir ríkið nú en Icesave áður  Fyrri störf Andrews Waltons fyrir Landsbankann vegna Icesave voru ekki talin hafa áhrif á trúverð- ugleika kynningarvinnu fyrir stjórnvöld  Vissu upphaflega ekki um fyrri störf fyrirtækis hans Morgunblaðið/Golli Í HNOTSKURN » Þeim sem vildu kynna sérbetur Icesave-reikningana var bent á að hringja í Andrew Walton. » Í dag vinnur Walton aðsamskiptum við erlenda fjölmiðla og fjárfesta fyrir ís- lensk stjórnvöld SAMFYLKINGIN á Seltjarnar- nesi gagnrýnir harkalega vinnu- brögð við hækkun gjaldskrár bæj- arfélagsins. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, for- manns Samfylkingarinnar á Sel- tjarnarnesi, hefur hækkunin í mörgum tilfellum leitt til 40-50% hækkunar gjalda vegna dagvist- unar barna á Seltjarnarnesi og eru leikskólagjöld nú allt að 266% hærri en í Reykjavík. „Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti gjaldskrárhækkunina á fundi sínum rétt fyrir jól en hækkunin tók gildi 1. janúar sl.,“ segir Jón og bendir á að þar sem mánaðaruppsagnarfrestur sé á breytingum á vistunartíma hafi foreldrum verið gert ómögulegt að breyta strax vistunartíma barna sinna til að draga úr áhrifum hækkunarinnar. Segir hann einnig gagnrýnivert að enginn fagaðili hafi fengið tækifæri til þess að gera athugasemd við hækkunina. Jón gagnrýnir það að bæjar- stjórn Seltjarnarness skuli ætla að leggja langþyngstar byrðar á ung- ar fjölskyldur í stað þess að allir bæjarbúar leggi sitt af mörkum eftir tekjum og fjárhag, t.d. í formi hækkaðs útsvars. „Ég óttast að ákvörðun bæjarstjórnarinnar verði til þess að hrekja ungar barnafjölskyldur úr bænum.“ Gagnrýnir hækkun gjaldskrár Leikskólagjöld á Sel- tjarnarnesi langtum hærri en í Reykjavík ICELANDAIR flutti 1,3 milljónir farþega á nýliðnu ári og er það 9% samdráttur frá árinu á undan. Einnig var dregið úr sætaframboði þannig að nýting var svipuð. Mjög dró úr utanferðum Íslendinga, en 9% fjölgun varð á ferðum erlendra ferðamanna til landsins. Sætanýting Icelandair í reglulegu áætlunarflugi var 75% á síðasta ári, sem er sama sætanýting og 2008 og svipuð og fjögur undanfarin ár. Fé- lagið dró hins vegar úr flugframboði sínu um 9% frá árinu á undan og far- þegum fækkaði því einnig um 9%, að því er segir í fréttatilkynningu. Erlendum farþegum til Íslands fjölgaði um 9%, þeir fóru úr 40% í 49% allra farþega félagins. Þetta hlutfall erlendra ferðamanna meðal farþega Icelandair hefur aldrei ver- ið svo hátt áður. Íslendingar á leið til útlanda voru hins vegar um 22% far- þega Icelandair eftir að hafa verið 31% árið á undan, og fækkaði um þriðjung milli ára. Farþegar á leið um Keflavíkur- flugvöll milli heimsálfanna voru 29% af heildinni, líkt og 2008. Farþegum fækkaði um 9% í fyrra ORKUBÚ Vestfjarða mun end- urnýja vél Mjólkárvirkjunar og byggja þriðju virkjunina, á svæði fyrir ofan Borgarhvilftarvatn, án þess að taka langtímalán til fram- kvæmdanna. Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir að nýja virkj- unin borgi sig niður á um það bil 25 árum en reiknað er með að vélarnar verði gangsettar í ár. Jafnframt hefur verið ákveðið að endurnýja vélar Mjólkárvirkjunar með nýrri og mun öflugri 7MW vél sem reiknað er með að komist í gagnið haustið 2011. „Það er komið að endurnýjun Mjólkárvirkjunar og við teljum of áhættusamt að draga það,“ segir Kristján. Ætlum að eiga fyrir þessu Áætlað er að nýja virkjunin kosti um 350 milljónir og heildarfram- kvæmdir við Mjólkárvirkjun næstu tvö ár munu kosta um milljarð. „Við ætlum að eiga fyrir þessu. Hugsunin er að fara ekki út í langtímalántökur heldur grípa til aðgerða í rekstri. Dregið verður úr rekstri og öðrum framkvæmdum en við virkjunina. Þetta er gert til þess að við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir,“ segir Kristján. „Forsendan fyrir því að við getum farið út í þessar framkvæmdir nú er að við höfum verið með þetta gam- aldags rekstrarfyrirkomulag, að safna ekki skuldum og eiga fyrir því sem við gerum. Peningarnir fara þá ekki í það að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum,“ segir Kristján. Þá sé gert ráð fyrir að gjaldskrá fylgi almennu verðlagi. Framkvæmdirnar munu auka af- hendingaröryggi raforku á Vest- fjörðum þó áfram muni skorta á ör- yggið að sögn Kristjáns. Byggja virkjun án lántöku Framkvæmd sem borgar sig á 25 árum Morgunblaðið/RAX Friðaður Fjallfoss í Dynjanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.