Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Sími 460 4700 *Árleg meðalávöxtun frá 15.01.2001 til 31.12.2009. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. 9,9% 100% RÍKISTRYGGING 100% AFSLÁTTUR af viðskiptaþóknun til 31.01.2010 ENGIN BINDINGMEÐALÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 RVK www.iv.is I iv@iv.is Við vökum yfir fjármunum þínum Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Framkvæmdum frestað Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að skólabyggingin yrði 37.000 fermetrar. Hins vegar hefur bygg- ingu tveggja smærri álma verið frestað um óákveðinn tíma vegna efnahagsástandsins. Einnig var möguleiki á að byggja stúdentagarða með íbúðum fyrir 200-300 nemendur nyrst á há- skólasvæðinu, nálægt Hótel Loft- leiðum. Þeim framkvæmdum hefur einnig verið slegið á frest vegna ástandsins. STÚDENTAR, kennarar og annað starfsfólk við Háskólann í Reykja- vík virtust í hátíðarskapi í gær- morgun þegar þau gengu fylktu liði frá aðalbyggingu HR við Of- anleiti. Fjölmenn kyndilganga Um 1.000 manns tóku þátt í göngunni við taktfastan trommu- leik og báru bæði kyndla og fána. Ferðinni var heitið að nýju húsnæði HR í Nauthólsvík við Öskjuhlíð. Þegar þangað var komið beið göngumanna heitt kakó og kleinur. Svava Grönfeldt, fráfarandi rektor, tók á móti nemendum sem hún kvaddi síðan í ávarpi. Um leið af- henti hún Ara Kristni Jónssyni, sem síðar í mánuðinum tekur við rektorsstöðunni af henni, verkfær- ið sem notað var við fyrstu skóflu- stungu nýja skólans. Einnig fluttu Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarstjóri og Sunna Magnúsdóttir, formaður stúdenta- félags HR, stutt ávörp. Hagræðing að flutningum Í gær sameinuðust þrjár deildir HR af fimm; tækni- og verk- fræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild, undir nýju þaki þegar 23.000 fermetrar voru teknir í notkun. Skólabyggingin verður 30.000 fermetrar þegar byggingu hennar lýkur síðar á árinu en þá bætast við lagadeild og kennslu- og lýðheilsudeild. Af þeim 3.000 nem- endum sem skráðir eru í nám við HR fluttu um 2.300 þeirra þeirra í Nauthólsvíkina í gær, ásamt 200 kennurum. Starfsemi HR verður þá öll undir einu þaki en hún hefur til þessa verið á fjórum stöðum í Reykjavík; í Ofanleiti 2, í Kringl- unni 1 (gamla Morgunblaðshúsinu), í Kringlunni 7 (Húsi verslunar- innar) og Höfðabakka 9. Háskólinn í Reykjavík flytur Gleði Söngur og gleði réðu ríkjum þegar komið var í nýtt húsnæði HR. Áfangi Kyndilberarnir voru margir og lögðu frá sér kyndlana er á áfangastað var komið. Bros Gleðin lýsti af andlitum göngumanna sem báru kyndla á göngu sinni frá Ofanleiti að Nauthólsvík. Taktur Fulltrúar erlendra þjóða innan HR báru fána landa sinna og kyndla á taktfastri göngu sinni við dynjandi trommuundirleik í morgunskímunni. Morgunblaðið/Heiddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.