Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is MIKIL fylgni hefur verið á milli ávöxtunarkröfu bandarískra og þýskra ríkisskuldabréfa allt frá því að óróleika tók að gæta á fjár- málamörkuðum sumarið 2007. Fylgnin rofnaði við lok síðasta árs, meðal annars vegna ólíkra hagvaxt- arhorfa og þeirra leiða sem Evr- ópski seðlabankinn og sá banda- ríski hafa fetað að undanförnu. Samkvæmt Bloomberg-fréttaveit- unni hefur ávöxtunarkrafa á banda- rísk ríkisskuldabréf til tíu ára hækkað tvöfalt meira en sambæri- leg þýsk bréf frá því í desember. Krafan á bandarísk og þýsk rík- isskuldabréf hefur sveiflast í takt undanfarin ár meðal annars vegna áhættufælni fjárfesta í leit að öruggri höfn í fjármálakreppunni. En eins og fram kemur í umfjöllun Bloomberg hafa ólíkar hagvaxt- arhorfur beggja vegna Atlantsála að undanförnu leitt til þess að fjár- festar hafa fært sig úr bandarísk- um skuldabréfum og á sama tíma hefur eftirspurn eftir þýskum ríkisskuldabréfum vaxið. Neikvæð tengsl eru á milli ávöxtunarkröfu skuldabréfa og verðlagningar þeirra. Samkvæmt meðaltalsspá sérfræðinga sem Bloomberg leitaði til mun hagvöxtur í Bandaríkjunum nema 2,6% á árinu en verða 1,9% í Þýskalandi. Fleira kemur til. Verðbólguvænt- ingar eru minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að evrópski seðlabank- inn hefur ekki gengið jafnlangt í að minnka aðhald í peningamálastefn- unni og sá bandaríski. Á sama tíma er útlit fyrir mikinn halla á rekstri hins opinbera í Bandaríkjunum á næstu árum en hinsvegar hafa fjár- festar meiri trú á því að komið verði böndum á ríkisfjármálin í Þýskalandi á næstu árum. Skil á skulda- bréfamarkaði Reuters Ráðherra Tim Geithner mun gefa út mörg skuldabréf á næstunni. ● FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur veitt Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka fyrir hönd þrotabús Kaupþings banka. Er um að ræða sams konar fyrirkomulag og vegna meðferðar á eignarhlut Glitnis í Íslandsbanka. Kaupskil er dótturfélag Kaupþings, sem ekki var talið geta farið sjálft með eignarhlutinn, þar sem það er í slitameðferð. Fjárhagslegur styrkur Kaupskila skal tryggður með aðgangi að ákveðinni lág- marksupphæð lausafjár sem myndar stofn sem nýta má til að auka hlutafé Arion til að bregðast við því ef bankinn mætir verulegu andstreymi í rekstri. Kaupskil lúta stjórn sem er að meiri- hluta skipuð stjórnarmönnum óháðum Kaupþingi, stórum kröfuhöfum og Ar- ion sjálfum. Er skilanefnd Kaupþings gefinn kostur á að tilnefna einn fulltrúa sinn í þriggja manna stjórn Kaupskila, en hinir tveir, þar með talinn stjórnar- formaður, skulu vera óháðir. Útnefning allra stjórnarmanna eignarhaldsfélags- ins er háð samþykki Fjármálaeftirlits- ins. Stjórn Kaupskila fer með atkvæðis- rétt þann sem Kaupþing öðlast í Arion og útnefnir stjórnarmenn bankans. Stefnumiðum eigenda eru settar skorður með því að áskilja tilteknar kvaðir á viðskipti við tengda aðila, arð- greiðslur út úr Arion og sölu hluta í Ar- ion næstu þrjú ár. bjarni@mbl.is Fer með eign í Arion ÞETTA HELST ... ● VÍSITALA skuldabréfa hjá GAMMA, GAMMA: GBI, lækkaði um 0,31% í gær. Verðtryggða vísitalan lækkaði um 0,51% og óverðtryggða hækkaði um 0,24%. Heildarvelta skuldabréfa í gær nam 9,61 milljarði króna, þar af með verðtryggð 5,9 milljörðum og óverð- tryggð 3,7 milljörðum. ivarpall@mbl.is Skuldabréf lítt breytt ● STJÓRN banda- ríska bílaframleið- andans General Motors segir, að ekkert liggi annað fyrir en að loka sænsku bílaverk- smiðjunum Saab. Hefur Reuters- fréttastofan eftir Edward Whitacre, stjórnarformanni GM að ekkert þeirra tilboða, sem borist hafi í félagið sé nægilega gott. Þá segir varaformaður stjórnarinnar að hagstæðara sé að leggja Saab niður en taka einhverju tilboðanna. Hann úti- lokar hins vegar ekki, að farið verði yfir málið berist hærra boð. Sænsk yfirvöld hafa neitað að koma þarlendum bíla- framleiðendum til aðstoðar. GM telur best að loka verksmiðjum Saab Saab GM telur rétt að hætta með Saab. ● MIKILL áhugi er fyrir skattadegi Deloitte, sem haldinn er í dag, og sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er orðið uppselt á fundinn, sem hefst klukkan 8:15 á Grand Hótel í dag. Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, setur fundinn, en alls verða haldin fjögur erindi á fundinum. Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins flytur erindið „Skattar eða skatttekjur“, Gunnar Eg- ill Egilsson, lögfræðingur hjá Deloitte, ræðir um nýjar frádráttarreglur fyr- irtækja, Ragnar Árnason prófessor flyt- ur erindi um efnahagskreppu og skatt- heimtu og þá fjallar Vala Valtýsdóttir, forstöðumaður skatta- og lög- fræðisviðs Deloitte, um skattalega mis- munun eftir rekstrarformum fyrirtækja. Uppselt á skattadag Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SAMANLAGT virði Iceland Ex- press og Ferðaskrifstofu Íslands (FÍ) var 800 milljónir króna í september síðastliðnum sam- kvæmt mati fjárfestingabankans Saga Capital. Þrátt fyrir það ákváðu kröfuhafar Fons, sem áður var stærsti eigandi Iceland Ex- press, ekki að reyna að rifta kaup- um Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, á hlut Fons í Iceland Express í nóvember 2008. Þau kaup fóru fram með þeim hætti að hlutafé flugfélagsins var aukið um 300 milljónir króna og eignarhlutur Fengs í félaginu hækkaði í 92,1%. Meirihluti kröfu- hafa Fons tók þá ákvörðun að freista þess ekki að fá þeim kaup- um rift að fengnu verðmati frá Saga Capital. Lífsnauðsynlegt rekstrarfé Í verðmatinu kemur fram að rekstur Iceland Express hefði stöðvast ef ekki hefði komið til hlutafjáraukningar. Aðeins þrem- ur vikum áður en Fengur lagði Iceland Express til rekstrarfé, þann 30. október 2008, sagði Matt- hías Imsland, framkvæmdastjóri flugfélagsins, að fyrirtækið væri „skuldlaust og með sterka eig- infjárstöðu“. Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, segir að skuldastaða félagsins hafi vissulega verið góð á þessum tímapunkti. Í kjölfar hrunsins hafi hins vegar birgjar flugfélagsins krafist staðgreiðslu í viðskiptum, til að mynda fyrir eldsneyti. Nýtt rekstrarfé hafi því verið nauðsyn- legt til að halda rekstrinum áfram. Fáum vikum eftir að Iceland Ex- press lenti í þessum vandræðum, eða 8. janúar 2009, tók félagið yfir rekstur FÍ, sem að sögn Pálma Haraldssonar var þá nokkrum klukkutímum frá því að lenda í þroti. Skuldir FÍ í árslok 2008 námu tæplega tveimur milljörðum króna. Félagið hafði verið í mikl- um vandræðum frá því snemma í september 2008, og fram að ára- mótum hafði það fengið samtals 450 milljóna króna lán frá Lands- bankanum sem var síðan breytt í hlutafé. Pálmi segir ákveðin sam- legðartækifæri hafa verið fyrir hendi með yfirtöku Iceland Ex- press á FÍ. „Landsbankinn hefði þurft að taka á sig högg upp á 1,5 milljarða ef ekki hefði verið geng- ið til samninga við Feng. Að vísu þurfti bankinn að sætta sig við að breyta einhverju af skuldum fé- lagsins í hlutafé,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Segist leggja inn verulegt fé Pálmi vill ekki gefa upp hversu mikið fé hann kemur með inn í FÍ vegna endurskipulagningar fyr- irtækisins, en tekur fram að um verulegar fjárhæðir sé að ræða. Inntur eftir því hvaðan hann hafi fjármagn til að styrkja rekstur FÍ svarar Pálmi því að hann njóti trausts og sé þar af leiðandi fær um slíkt. Pálmi með nýtt fé  Iceland Express á barmi greiðsluþrots í nóvember 2008  Tók yfir milljarðaskuldir FÍ aðeins fáum vikum síðar Flugrekstur Í kjölfar bankahrunsins lenti Iceland Express í vandræðum og rekstur hefði stöðvast ef ekki hefði verið fyrir hlutafjáraukningu. Í HNOTSKURN »Samanlagt virði IcelandExpress og Ferðaskrif- stofu Íslands var metið 800 milljónir króna í september. »Pálmi Haraldsson segistmunu leggja verulegt fé inn í Ferðaskrifstofu Íslands vegna endurskipulagningar. Föstudaginn 15. janúar næstkomandi verður tekið fyrir mál þrotabús Ís- lenskrar af- þreyingar hf. gegn Rauðsól ehf. Skiptastjóri Ís- lenskrar afþreyingar, Friðjón Örn Friðjónsson, segir í samtali við Morgunblaðið að þrotabúið krefji Rauðsól um 160 milljónir króna vegna kaupanna á 365 miðlum í nóvember 2008. Þá var samið um að Rauðsól myndi greiða 1,5 millj- arða króna fyrir fjölmiðlahluta 365 auk yfirtöku á 4,4 milljarða rekstr- arskuld. Friðjón segir í samtali við Morgunblaðið að 25. maí 2009 hafi Íslensk afþreying og Rauðsól gert með sér samning um að síð- arnefnda félagið fengi 160 milljóna króna afslátt af kaupverðinu, og greiddi þar með aðeins 1.340 millj- ónir króna fyrir fjölmiðlahluta 365. Skiptastjóri krefst þess nú að þeim samningi verði rift og að Rauðsól greiði þar með 160 milljónir inn í þrotabú Íslenskrar afþreyingar, auk vaxta. Óvíst um riftun á sölu Bent hefur verið á að þrotabú Ís- lenskrar afþreyingar, áður 365 hf., kunni að krefjast riftunar á sölunni á fjölmiðlahluta 365 í heild sinni. Friðjón segir ekki tímabært að ræða um hvort af því verði. „Um mánaðamótin verður haldinn skiptafundur í þrotabúinu og þá mun ég gera kröfuhöfum grein fyr- ir þeim ráðstöfunum sem ég hef gripið til og leggja til frekari ráð- stafanir sem möguleiki er að grípa til. Ég tel ekki tímabært að ræða það að svo stöddu á opinberum vettvangi,“ segir hann. thg@mbl.is Enginn afsláttur af 365

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.