Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Straumur lífsins heldur áfram af sínum jafna þunga. Á nýju ári er rétt að líta fram á veginn með bjartsýni, það er von okkar íbúa uppsveita Árnessýslu að það verði öllum heillaríkt og gjöfult. Hér byggist afkoman að miklu leyti á landbúnaðinum, uppskeru og afurðaverði. Það eiga því margir mikið undir sól og regni, þó auðvitað komi fjölmargt annað til. Mild og góð veðrátta er mikils virði fyrir afkomu bænda og ferðaþjónustunnar. Verðmætasköpun okkar byggðarlags byggist að mestu leyti á þessum atvinnugreinum. Hér í ofanverðri Árnessýslu er mikið og frjósamt land, gott til margskonar ræktunar. Dýrasta gullið er þó heita vatnið sem flestir hafa góðan aðgang að til margskon- ar notkunar. Það er með öllu ómetanlegt.    Það er þó ekki hægt að horfa framhjá því að þungt er fyrir fæti hjá þessum atvinnugreinum sem síst mega við aukinni skattlagningu. At- vinnuleysi hefur aukist og eru nú 52 hér í upp- sveitunum sem þiggja atvinnuleysisbætur, flestir í Bláskógabyggð eða 22. Þá hafa sumir verktakar lítið sem ekkert að gera. Það er ólíkt því þegar þensluæðið var hvað mest. Í Lím- trésverksmiðjunni á Flúðum eru næg verkefn a.m.k. fram í mars svo eitthvað jákvætt sé tínt til. Íbúafjöldi helst nokkuð svipaður, en í Grímsnesi og Gafningshreppi fækkaði íbúum um 6,5 % í fyrra en veruleg fjölgun var þar árið áður. Okkur Árnesingum fækkaði um 236 á síðasta ári. Skýringar á því eru ýmsar, hér get- ur fólk þó börn sem og verið hefur.    Sá hópur bændafóks fer stækkandi sem vinn- ur að meiri verðmætasköpun afurða sinna heima á bæjunum. Selja afurðir sínar undir átakinu Beint frá býli. Hjónin Valdís Magnús- dóttir og Unnsteinn Hermannsson í Lang- holtskoti í Hrunamannahreppi búa með holda- naut af tveimur kynjum. Þau fá um 60 kálfa á ári. Kálfarnir ganga undir kúnum til um 7 mánaða aldurs og eru nautin sérstaklega alin til slátrunar til tveggja ára aldurs. Þeim er slátrað hjá SS á Selfossi en kjötið er unnið í nýrri kjötvinslu sem þau hafa komið sér upp og er vottuð af heilbrigðiseftirliti. Kjötið er unnið í neytendapakkningar. Þarna er um há- gæðavöru að ræða sem unnin er heima á býl- inu. Gott dæmi um aukna verðmætasköpum afurðanna heima á býli. Þau kalla framleiðslu sína Kjöt frá Koti.    Félagslíf er mikið og blómlegt hér í sveitunum sem endranær. Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna hefur fært upp leikrit á hverj- um vetri og svo er einnig nú. Leikritið sem verið er að æfa heitir Undir hamrinum og er gamanleikur eftir Hildi Þórðardóttur. Leik- endur eru 8 og leikstjóri er Gunnar Björn Guð- mundsson, sá hinn sami og leikstýrði áramóta- skaupinu margumtalaða í Ríkissjónvapinu. Margir kórar eru starfandi hér, hópur brids- félaga kemur saman vikulega, félagsstarf eldriborgara er blómlegt, svo að eitthvað sé nefnt. Íþróttastarf er mikið og hestamenn eru að undirbúa sína vetrardagskrá í nýju reiðhöll- inni á Flúðum. Þorrablótin eru á næsta leiti.    Skálholtsstaður á mikinn sess í huga og hjarta íbúa uppsveita Árnessýslu. Mikil og fjölbreytt menningarstarfsemi fer fram í Skálholti sem kunnugt er. Nú stendur yfir fróðleg og yfir- gripsmikil sýning um endurreisn Skálholts- staðar á tuttugustu öld. Uppsetning sýningar- innar er lokaverkefni Skúla Sæland sagnfræð- ings við Háskóla Íslands. Vegna hinnar miklu starfsemi sem fram fer í skólanum er heppi- legast að skoða sýninguna eftir hádegi á sunnudögum. Er þá ekki upplagt að fá sér kaffisopa í hinnum vistlega veitingasal skól- ans? Sýningin stendur til aprílloka. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Beint frá býli Valdís og Unnsteinn með sýnishorn af framleiðslu sinni. UPPSVEITIR ÁRNESSÝSLU Sigurður Sigmundsson NÚ hafa verið gerðar breytingar á lögum um matvæli, fóður, dýra- sjúkdóma, dýralækna og öðrum lög- um um öryggi matvæla. Meg- inmarkmið með nýrri lagasetningu er að stuðla að neytendavernd með því að tryggja matvælaöryggi og réttar upplýsingar um eðli og sam- setningu matvæla. Auknar skyldur eru lagðar á matvælafyrirtækin, sem eru ábyrg fyrir öryggi matvæla, auk þess sem opinbert eftirlit tekur breytingum sem einnig varða starf- semi matvælafyrirtækja: 1. Breyting á lögum um matvæli, fóður og sjávarafurðir tekur gildi 1. mars n.k. Þá mun Mat- vælastofnun (MAST) taka yfir eft- irlit með eggjavinnslum, mjólk- urstöðvum og kjötvinnslum, nema í smásölu (s.s. kjötvinnsla í stór- mörkuðum), en þar fer heilbrigð- iseftirlit sveitarfélaga eftir sem áður með eftirlit. 2. Eftirlitssamningar skoðunarstofa við vinnslu- og starfsleyfishafa í sjávarútvegi falla úr gildi 1. mars 2011. Frá þeim tíma tekur MAST yfir þessi verkefni eða gerir samn- ing við faggiltar skoðunarstofur um að þær annist eftirlit með vinnslu sjávarafurða í umboði stofnunarinnar. 3. Löggjöf um búfjárafurðir (mjólk, kjöt og egg) tekur breytingum 1. nóvember 2011 og frá sama tíma verður umdæmisskrifstofum MAST fækkað úr 14 í 6. Í hverju umdæmi munu starfa héraðs- dýralæknir og eftirlitsdýralækn- ar, auk annarra eftirlitsmanna, en héraðsdýralæknir mun eingöngu sinna opinberu eftirliti. Með nýrri löggjöf verður áfram óheimilt að flytja til landsins hrá egg og hrátt kjöt nema ráðherra veiti til þess leyfi að fengnum meðmælum MAST, en stofnunin mun jafnframt sjá um eftirlit með inn- og útflutn- ingi og reka landamærastöðvar til eftirlits með innflutningi dýraafurða frá ríkjum utan EES. Áður en langt um líður verða gefnar út nýjar reglugerðir sem fylgja í kjölfar gildistöku nýrra laga. Þessar umfangsmiklu breytingar hafa áhrif á eftirlitsaðila, framleið- endur og innflytjendur og þar með einnig hagsmuni neytenda. Fræðslustarf á árinu mun taka mið af þessu og beinast að hags- munaaðilum ekki síður en eftirlits- aðilum og að upplýsingagjöf til neyt- enda. Örugg matvæli – allra hagur Úr verslun Meginmarkmið með nýrri lagasetningu er að stuðla að neyt- endavernd með því að tryggja matvælaöryggi og réttar upplýsingar. Ný matvælalöggjöf og neytendavernd Jón Gíslason, forstjóri MAST H versu lengi má geyma vín í opnum flöskum? Að þessu er spurt á vefinum vinbudin.is, vef ÁTVR, er þar er mikinn fróðleik að finna um margt sem viðkemur vínum og meðhöndlun þeirra. Þar má einnig skoða eintök af Vín- blaðinu, sem ÁTVR hefur gefið út í nokkur ár. Sérrí geymist mjög vel eftir að flaska hefur verið opnuð. Undan- tekning eru fino sérrí sem á að drekka fersk og innan fárra daga. Flest önnur sérrí, t.d. Cream, má segja að þoli að standa árum sam- an í opinni flösku. Portvín geymast nokkuð vel, mis- jafnlega þó. Tunnuþroskuð portvín (tawny) hafa legið árum saman í tunnum í snertingu við súrefni, og geta staðið á flösku afar lengi. Rauð portvín, t.d. árgangsportvín (vintage) hafa þroskast í flösku í súrefnissnauðu umhverfi. Þess vegna eru þau upp á sitt besta til- tölulega fljótt eftir opnun (þau geta þurft að anda í nokkra klukkutíma). En svona vín eru massíf og harðger og þó þau missi eitthvað af sínum gæðum, þá eiga þau samt svo mikið inni að þau eru engan vegin ónýt og smakkast oft vel dögum og vikum eftir að flaska hefur verið opnuð. Berjalíkjörar eru ferskastir og bestir þegar flaska er nýopnuð. Oftast eru þeir þá dökkbláir en þeir geta orðið brúnleitir með aldri og snertingu við súrefni. Rjómalíkjörar geta bæði súrnað og kekkjast. Forðast ber að geyma þá í hita. Mælt er með að þeir séu drukknir innan þriggja mánaða frá opnun flösku. Ekki er æskilegt að geyma freyðivín í opnum flöskum Um freyðivín gilda í megin- atriðum sömu reglur og um önnur léttvín, þ.e.a.s. að ekki er mælt með að geyma vín í opnum flösk- um. Með fyrirvara um að vínin ox- ast aðeins og missa nokkuð af ferskleika sínum fljótt, þá þola freyðivín geymslu í opinni flösku tiltölulega vel vegna mikils sýru- innihalds og stundum sætleika sem hvort tveggja hjálpar til að halda vínunum ferskum og lifandi. Þau eru oft ágæt nokkurra daga gömul. Almennt er betra að geyma opn- ar flöskur í kæli, en flest sérrí og tunnuþroskuð portvín, þurfa ekki á kælingu að halda. Um besta neyslutíma léttra vína er ekki auðvelt að gefa beinar reglur þar sem smekkur ræður miklu hvort menn vilja rauðvínin ávaxtarík, tannísk eða gömul og þroskuð. Í vöruskrá og á vef eru notaðar merkingar sem eru vís- bending um heppilegan neyslutíma og geymsluhæfi vína. Almennt má segja að flest léttvín eru miðuð við að vera góð ung (nánast um leið og þau koma á markað) og þola yfir- leitt vandræðalaust 1-3 ár. Nánar á www.vinbudin.is Vín geymist misvel í opnum flöskum Morgunblaðið/Kristinn Ráðgjafar Fjöldi vínráðgjafa starfar í Vínbúðunum. Hér er Páll Sigurðsson vínráðgjafi að veita viðskiptavini í Kinglunni góð ráð um kaup á léttvínum. FLEST rauðvín batna við að anda í hálfa til eina klukkustund. Til að vín andi þarf að umhella því í kar- öflu. Einnig má hella víni í könnu og svo aftur í flöskuna. Í þroskuðum rauðvínum getur myndast botnfall. Það er leiðinlegt að fá gruggugt vín og því borgar sig að umhella eldri vínum ef líkur eru á að grugg sé byrjað að mynd- ast í þeim. Fyrst þarf að láta flöskuna standa kyrra meðan gruggið fellur til botns. Síðan er flaskan opnuð og víninu umhellt varlega svo gruggið þyrlist ekki upp aftur. Gott er að láta ljós skína upp í gegnum flöskuna. Þá sést hvenær gruggið byrjar að renna fram og hægt er að stoppa í tæka tíð. Hvernig á að umhella víni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.