Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 ÍSLANDI ber að standa við allar alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Í því felst hins vegar ekki að falla frá rétti til að hafa skoðun á því hverjar skuldbindingar Íslands eru, berjast fyrir þeim og að fá ágreining leyst- an fyrir úrskurðaraðilum ef því er að skipta. Lög nr. 1/2010 um ríkis- ábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (breyting á lögum nr. 96/09) veita heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgj- ast lán Tryggingarsjóðs innstæðu- eigenda o.fl. Þeir samningar við Breta og Hollendinga sem þeim tengjast bera þess tæpast merki að lögfræðileg sjónarmið hafi verið lögð til grundvallar með fullnægj- andi hætti. Sé sú afstaða tekin að ís- lenska ríkið skuli veita ábyrgð fyrir kröfum Breta og Hollendinga án lagaskyldu verður allt að einu að stilla þeirri ábyrgð í hóf þannig að ekki sé hætta á því að ábyrgðin geti valdið óeðlilegu tjóni eða jafnvel greiðsluþroti íslenska ríkisins. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fara yfir hin lögfræðilegu rök í máli þessu. Alþjóðlegar skuldbindingar taka eingöngu mið af þeim og engu öðru. Séu þau rök ekki fyrir hendi eða séu þau umdeilanleg telst ekki forsvaranlegt undir neinum kring- umstæðum að íslenska ríkið setji ábyrgð fyrir umræddum kröfum sem valdi óeðlilegum búsifjum eða setji fullveldi þess í hættu. Í þessari grein og í greinum næstu þrjá daga verður í saman- teknu máli gerð grein fyrir helstu lögfræðilegu röksemdum okkar í Icesave-deilunni sem við höfum áð- ur sett fram og birt í Morg- unblaðinu á undanförnum mánuðum í samtals níu greinum. Verður fyrst vikið að því álitaefni (kafli II) hvort íslenska ríkið beri ábyrgð á inn- stæðum í útibúum íslenskra banka erlendis við gjaldþrot íslensku bankanna á grundvelli ákvæði til- skipunar 94/19 um innlánatrygg- ingakerfi. Í kafla III verður vikið að því hvort íslensk stjórnvöld hafi beitt ólögmætri mismunun gagn- vart eigendum innstæðna í útibúum íslensku bankanna erlendis og orðið bótaábyrgt og greiðsluskylt á þeim grundvelli. Í kafla IV verður vikið að hugsanlegri bótaábyrgð Evrópu- sambandsins vegna innleiðingar til- skipunar um innlánatryggingakerfi og í kafla V verður loks vikið að því hvort samningar á borð við þá sem nú liggja fyrir í tengslum við fyrr- greind lög geti hugsanlega falið í sér stjórnarskrárbrot á íslensku stjórnarskránni. Ritsmíð um síðast- greint atriði var gerð af okkur og Sigurði Líndal, fyrrverandi prófess- or. Tekið skal fram að síðan grein- arnar voru ritaðar hefur Lissabon- sáttmálinn öðlast gildi og haft í för með sér breytingar á nokkrum greinum samningsins um Evrópu- bandalagið sem vitnað er til. Ekki þykir þó ástæða til að uppfæra greinarnar að þessu leyti. II Um ábyrgð íslenska ríkisins vegna tilskipunar 94/19 um innlánatryggingakerfi Niðurstaða okkar var sú að ís- lenska ríkið bæri ekki ábyrgð á inn- stæðum í útibúum íslenskra banka erlendis við hugsanlegt gjaldþrot ís- lensku bankanna heldur aðeins við- komandi tryggingarkerfi sem hér á landi er Tryggingasjóður innstæðu- eigenda og fjárfesta. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun lögum sam- kvæmt. Jafnframt bentum við á að umrætt tryggingakerfi væri í fullu samræmi við ákvæði tilskipunar 94/ 19/EB um innlánatryggingakerfi. Þessar niðurstöður voru einkum byggðar á eftirfarandi: 1. Hlutverk tryggingakerfanna samkvæmt tilskipuninni væri ekki að takast á við allsherjar bankahrun eins og gerst hefði hér á landi. Ef svo hefði verið hefði þurft að greiða gífurlegar fjárhæðir inn í Trygg- ingasjóðinn, t.d. á árinu 2008, sem næmi mörgum tugum prósenta af heildarinnlánum það ár. Fyrrgreind niðurstaða var talin styðjast við lokamálslið 24. málsgreinar aðfara- orða tilskipunarinnar (en máls- greinin fjallar um fjármögnun inn- lánatryggingakerfa) þar sem gert er ráð fyrir að fjármögnunin megi ekki stefna stöðugleika viðkomandi bankakerfis í hættu. Stöðugleiki viðkomandi bankakerfis hefði ein- mitt verið í hættu við þær að- stæður. Fjármögnunin hefði orðið að vera úr öllu hófi. Því hafi orðið að gera ráð fyrir að tilskipunin tæki einungis á meðaláföllum þannig að greiðslur í tryggingasjóði stefndu ekki stöðugleika viðkomandi banka- kerfis í hættu. Nánar verður fjallað um þýðingu bankahruns fyrir inn- lánatryggingarkerfin síðar í þessari grein. 2. Bent var á að ákveðnar reglur væru um inngreiðslur í sjóðinn sam- kvæmt lögum nr. 98/1999 um inn- stæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Heildareign inn- stæðudeildar sjóðsins skyldi nema að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskipta- bönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. Engin ákvæði væru um það í viðkomandi tilskipunum hvernig fjármagna ætti sjóðinn nema það að fjármálafyrirtækin sjálf eiga að sjá um fjármögnunina. Ganga yrði út frá því að þessar reglur ís- lenskra laga hafi verið tilkynntar Eftirlits- stofnun EFTA í sam- ræmi við fyrrgreinda tilskipun og væri ekki kunnugt um að neinar athugasemdir hafi komið fram. Því mætti leggja til grundvallar að innleiðingin hafi verið rétt að þessu leyti. Þá hafi komið fram þessu til staðfestingar að fjár- mögnun tryggingarkerfanna er með ýmsum hætti innan EES og verður síðar að því vikið. 3. Þá var bent á að væru reglur tilskipunarinnar túlkaðar með þeim hætti að greiða ætti fram- angreindar fjárhæðir að fullu til innstæðueigenda hvernig sem á stæði gæti það bakað smáum ríkj- um gífurlegar fjárhagslegar skuld- bindingar sem settu fullveldisrétt þeirra í hættu. Smáríki væru mun útsettari fyrir þessari hættu en stærri ríkin því að bankastofnanir þeirra ættu í útrás mun auðveldara með að ná óhóflegu hlutfalli af tekjum viðkomandi þjóðarbús held- ur en í stærri ríkum. Slíkur mis- munur milli minni og stærri ríkja varðandi áhættu í útrás gæti hvorki verið tilgangur tilskipunarinnar né leitt af henni. 4. Loks þótti athyglisvert að hvergi væri í tilskipuninni kveðið á um sérstaka ábyrgð aðildarríkjanna á skuldbindingum Tryggingarsjóðs- ins, t.d. í tengslum við þær 20.000 ECU sem þar eru nefndar í 7. gr. hennar. Reyndar væri þvert á móti sagt í aðfaraorðum tilskipunarinnar að aðildarríki beri ekki ábyrgð gagnvart innstæðueigendum ef það hefur komið á fót innlánatrygg- ingarkerfi í samræmi við tilskip- unina. Þessar röksemdir leiða samanlagt til þess að íslenska ríkið beri enga ábyrgð á innstæðum útibúa inn- lendra banka við gjaldþrot þeirra. Ábyrgð ríkissjóðs verður því ekki á því byggð að ákvæði umræddrar til- skipunar hafi verið brotin. Ábyrgð ríkisins í tengslum við fyrrgreinda tilskipun felst einungis í því að inn- leiða reglur um hana og að sjá að öðru leyti um að staðið sé við skuld- bindingar samkvæmt tilskipuninni. Hafi vanhöld orðið á því getur ríkið orðið skaðabótaskylt ef reglunum um bótaábyrgð er að öðru leyti full- nægt. Ábyrgð ríkisins nær hins veg- ar ekki lengra en þetta. Í þessu samhengi er rétt að nefna að nokkur umræða hefur verið um þýðingu dóms (forúrskurðar) dóm- stóls ESB í máli C-220/02 en gerð er grein fyrir þessu máli í álitsgerð frá bresku lögmannastofunni Misc- hon de Reya. Þetta mál fjallar ekki beint um það viðfangsefni sem hér er til skoðunar. Hins vegar víkur dómurinn að skyldu aðildarríkja til að setja á stofn tryggingarsjóð og segir í því sambandi að skylda þeirra nái eingöngu „… to the intro- duction and proper functioning of the deposit guarantee scheme …“ Enga leiðbeiningu er hins vegar að finna í dóminum um það hvað teljist vera „proper functioning“. Því er það okkar álit að þessi dómur hafi takmarkaða þýðingu við að skil- greina hvaða kröfur eru gerðar til aðildarríkjanna þegar til innláns- tryggingasjóða er stofnað. Hins vegar virðist ljóst af honum að hafi rétt verið staðið að stofnun innlána- tryggingarsjóðsins þá ber aðild- arríkið ekki ábyrgð á innstæðum. Er það í samræmi við orðalag til- skipunarinnar eins og rakið hefur verið. Rétt er að minna á í þessu sambandi það sem fram kemur í lið 2 hér að framan að íslenska innleið- ingin var kynnt í samræmi við regl- ur tilskipunarinnar án þess að nokkrar athugasemdir hafi verið gerðar. Til frekari rökstuðnings þeirri skoðun að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á innstæðum útibúa inn- lendra banka við gjaldþrot þeirra skal nefnt að Bankanefnd Frakk- lands samdi heildarskýrslu fyrir seðlabanka Frakklands árið 2000. Jean Claude Trichet var þá formað- ur bankanefndarinnar en hann er nú bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Skýrslan lýsir franskri löggjöf frá 1999 um breytingu á frönsku bankalögunum frá 1994 þar sem til- skipun 94/19/EB um innlánatrygg- ingakerfi var innleidd. Í skýrslu þessari segir svo á bls. 187 í enskri þýðingu: „Although the goal of enhancing the stability of the banking system was clearly stated, the system int- roduced in France, as in most co- untries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crisis, for which other measures are needed.“ Samkvæmt þessu leit seðlabanki Frakklands svo á að frönsku lögin um innlánatryggingarkerfi tækju ekki á aðstæðum eins og banka- hruni heldur yrði að beita öðrum aðferðum til að ná til þess. Af þess- um ummælum má einnig álykta að Frakkar hafi talið sig innleiða fyrr- greinda franska löggjöf að öllu leyti í samræmi við tilskipun 94/19 þar eð ella hefðu þeir ekki lögtekið hana með þessum hætti. Einnig má hér nefna frétta- tilkynningu framkvæmdastjórn- arinnar frá því á haustdögum 2008.1) Þar kemur m.a. fram að innláns- tryggingakerfi aðildarríkjanna sé mismunandi og að aðildarríkjunum sé frjálst að velja það kerfi sem best henti bankakerfi þeirra. Í sumum kerfanna sé greitt samtímis af inn- lánum en í öðrum sé greitt eftir á. Einnig kemur fram að prófun hafi verið gerð á innlánstryggingakerf- unum sem hafi tekið mið af bæði meiri og minni háttar áföllum í bankakerfinu. Í ljós hafi komið að flest (auðkennt hér) kerfin hafi ver- ið í stakk búin til að mæta meðal- áföllum (auðkennt hér). Loks kem- ur fram að framkvæmdastjórnin vinni nú að ákveðnum breytingum, einkum á hækkun lágmarks- ábyrgðar. Þá er einnig rétt að rifja upp að haustið 2008 ákváðu Írar að bæta á næstu tveimur árum ríkisábyrgð við þá ábyrgð sem Tryggingarsjóður innlána, sambærilegur þeim sem við höfum hér á landi, veitti innlána- eigendum. Þessi ákvörðun náði þó einungis til sex tilgreindra írskra banka. Við þessar fréttir kom fram sú afstaða Breta og fleiri aðildar- ríkja ESB að Írum væri þetta óheimilt þar sem þetta fæli í sér ríkisaðstoð sem skekkti samkeppnisstöðu banka á Evrópu- sambandssvæðinu. Ætti þetta bæði við almennt um samkeppnisstöðu banka í Evrópu en einnig alveg sér- staklega á Írlandi þar sem ekki fengu allir bankar þessa rík- isábyrgð. Er þetta mál nú til skoð- unar hjá ESB. Reyndar hafa ríki sem harðlega gagnrýndu þessa ákvörðun Íra síðan tekið upp rík- isábyrgð að hluta eða öllu leyti á innlánum í tengslum við hrunið. Má um þetta m.a. vísa til Bloomberg- fréttaveitunnar sem flutti af þessu fréttir t.d. hinn 1. október 2008 og Independent-fréttaveitunnar sem fjallaði um þetta degi seinna og Gu- ardian hinn 5. október 2008. Sýnir þetta að afstaða stærstu aðildarríkj- anna í ESB virðist í lok september 2008 hafa verið sú að ekki væri heimilt að tryggja innlán með rík- isábyrgð þar sem það hefði áhrif á samkeppnisstöðu á fjármálamark- aði. Niðurstaðan er því sú að seðla- banki Frakklands og framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hafa bæði gefið sterklega í skyn að til- skipunin sé ekki til þess fallin að mæta stóráföllum eins og banka- hruni. Sum aðildarríkin hafa auk þess gert fyrirvara varðandi lög- mæti þess að veita ríkisábyrgð til viðbótar þeirri tryggingu sem inn- lánstryggingakerfin veita. 1) Sjá: http://ec.europa.eu/internal_market/ bank/guarantee/index_en.htm. Sótt 15. desember 2008. Eftir Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson Fyrsta grein af fjórum »Niðurstaða okkar var sú að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á innstæðum í útibúum ís- lenskra banka erlendis við hugsanlegt gjaldþrot íslensku bankanna held- ur aðeins viðkomandi tryggingarkerfi sem hér á landi er Trygginga- sjóður innstæðueigenda og fjárfesta. Stefán Már Stefánsson Lárus L. Blöndal er hæstaréttar- lögmaður. Stefán Már Stefánsson er prófessor. Lagarök um Icesave Lárus L. Blöndal Mótmæli Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan Bessastaði þegar síðasta ríkisráðsfundur ársins 2009 var haldinn, til að sýna andstöðu sína við Icesave. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.