Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Nú er Nonni frændi minn fallinn frá. Ég kveð hann með söknuði enda var hann alltaf einstak- lega góður við okkur systkinabörn- in. Þó að kveðjustundin sé erfið má þó ekki gleyma að þakka fyrir allar þær góðu samverustundir sem ég átti með Nonna. Að heimsækja Nonna í Borgarnes var alltaf mikið tilhlökkunarefni. Nonni var sannur gestgjafi, hann tók ekki á móti gestum sínum með lúðraþyt og lát- um heldur bauð hann öllum gestum að gera heimili sitt að þeirra eigin. Þar var alls konar skrýtið dót sem fikta mátti í og aldrei hafði Nonni áhyggjur af því að það færi illa í höndunum á okkur óvitunum. Örlæti Nonna kom svo enn betur í ljós þegar við systkinin urðum eldri þá fannst Nonna ekkert sjálf- sagðara en að skilja fína jeppann sinn eftir í vist hjá okkur ef hann var á leið í frí. Ég minnist sérstaklega þegar ég varð þeirrar lukku aðnjótandi að fá að fara í vist til Nonna á sumrin. Sú vist sló öllum sumarbúðum við og þar fékk ég að gera ýmislegt sem ekki var í boði annars staðar. Til dæmis að horfa á bannaðar bíó- myndir, nota alls kyns verkfæri sem börn fengu vanalega ekki að vinna með og síðast en ekki síst þá fórum við á lundaveiðar. Lunda- veiði með Nonna var einstök upp- lifun enda var Nonni þar í sínu rétta umhverfi. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir allar minningarnar og þær munu lifa með mér um ókomna tíð. Ásgeir Aðalsteinsson. Kveðja frá Bridsfélagi Borgarness Jón Ágúst Guðmundsson, ágætur félagi okkar, er fallinn frá langt um aldur fram. Með fráfalli hans hefur bridsíþróttin í Borgarnesi misst einn sinn sterkasta hlekk. Jón Ágúst lét ekki mikið yfir sér, ávallt hæglátur, rökfastur og sann- gjarn og spilaði bæði spil sín og líf- ið sjálft á þeim nótum. Honum þótti betra að sigra en tapa en var var- færinn og hélt vel utan um sitt og reiknaði hlutina til enda. Sama var uppi á teningnum á verkfræðistofunni, til hans var leit- að af kollegum ef við erfið mál var að glíma og alltaf fann Jón Ágúst lausnir. Hann vann verk sín vel og er sárt saknað af samstarfsfólki. Undirritaður átti því láni að fagna að vera makker hans síðasta áratuginn eða svo og kynntist Jóni Ágústi vel. Hann var dulur, en hafði ákveðnar skoðanir. Jafnframt var hann viðkvæm sál sem öllum vildi gott gera en var auðsærður og bar þá harm sinn í hljóði. Hann var mjög hreinskiptinn og maður vissi alltaf hvar maður hafði hann. Hann átti sterkar rætur suður með sjó og flest Flugleiðamótin voru þannig skipulögð að Jón Ágúst spilaði ekki síðasta leik á föstudegi eða laugardegi, þá fór hann í mat til móður sinnar í Kefla- vík, það var toppurinn sagði hann. Þeir eru margir sigrarnir sem þeir Jón Ágúst, Jón Þ. Björnsson heitinn og Guðjón Yngvi unnu á síð- ustu áratugum. Oft var glatt á hjalla og Jón Þ. Björnsson gerði óteljandi vísur um þá félaga sem margar eru fleygar í bridshópnum. Jón Ágúst var mikill áhugamaður um gæsaveiði og hlakkaði ávallt Jón Ágúst Guðmundsson ✝ Jón Ágúst Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1950. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 26. des- ember 2009. Útför Jóns Ágústs fór fram frá Keflavík- urkirkju 8. janúar sl. mikið til að fá bræður sína í heimsókn í þeim erindagjörðum, einnig fór hann til rjúpna og eftirminni- legar ferðir með Rúnari, Guðjóni Karls og Unnsteini í lunda. Þá var eins gott fyrir lundann að vera ekki mikið í lágflugi! Hann hafði líka gaman af að renna fyrir fisk og við fórum síðustu tvö ár brids- hópurinn í Flókadalsá í Fljótum í Skagafirði í ógleymanlegar ferðir. Í haust sá nokkuð á Jóni heilsufars- lega og hann talaði um að hann þyrfti að gera eitthvað í sínum mál- um. Ekki grunaði okkur þó að stutt væri í að kallið kæmi, en 4. des. átti ég samtal við hann og þá sagði hann mér að hann væri búinn að teikna stækkun á íbúðarhúsið og ætlaði að stækka það á næsta ári. Ég spurði hann til hvers og hann sagði: „Bara til að leika mér og hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni.“ Jafnframt sagðist hann myndu vilja fara að spila meira. Því miður kemur ekki að því að sinni. Jón Ágúst lést á jóladag. Með Jóni Ágústi er farinn góður vinur og drengur góður. Ég veit að fráfall föður hans á sínum tíma var honum og allri fjölskyldunni hans mikið áfall. Ég veit að hann kveið ekki dauð- anum og er nú kominn á góðan stað til föður síns. Kannski er Jón Þ. Björnsson bú- inn að gera um hann góða vísu eins og honum einum var lagið. Fyrir hönd Bridsfélags Borgar- ness þakka ég samfylgdina og per- sónulega þakka ég djúpa, hægláta vináttu sem aldrei bar skugga á. Far þú í friði, kæri vinur. Kristján Björn Snorrason. Kveðja frá Rótarýklúbbi Borgarness Það kom mjög á óvart nú á milli jóla og nýjárs þegar fregnaðist um andlát félaga okkar Jóns Ágústs Guðmundssonar. Um miðjan des- ember hafði hann gert tímabundið hlé á störfum á sínum vinnustað til að gangast undir skurðaðgerð á sjúkrahúsi. En hér skipaðist veður fljótt í lofti, svo sannarlega. Jón Ágúst gekk til liðs við Rótarýklúbb Borgarness árið 1977, þá ungur byggingaverkfræðingur, fyrir nokkru fluttur í Borgarnes og far- inn að starfa á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen h.f. Margt ungt fólk gekk til liðs við klúbbinn á þessum árum og tók þátt í öflugu starfi hans. Jón var þar á meðal og tók þá virkan þátt í félagsstarfinu og leysti vel af hendi þau störf sem honum voru falin af klúbbnum. Við Rótarýfélagar minnumst hans hvorttveggja sem góðs félaga og einnig samborgara sem í áratugi þjónaði samfélaginu hér í gegnum sitt ævistarf af stakri trúmennsku. Jón var að eðlisfari nokkuð hlé- drægur maður, en afar traustur, og honum var gott að kynnast. Það var gott að leita til hans með hin ýmsu úrlausnarefni og hann hafði lag á að finna einfaldar og góðar lausnir. Vinnudagur var oft langur og sum- arfríin ekki alltaf tekin fyrr en tími vannst til. Það má því segja að ein- kunnarorð okkar hreyfingar „þjón- usta ofar eigin hag“ eigi við nú þeg- ar við kveðjum góðan vin og félaga. Aldraðri móður og systkinum Jóns Ágústs sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Rótarýklúbbs Borgarness, Guðmundur Þ. Brynjúlfsson, forseti. Jón Ágúst Guðmundsson eða Nonni eins og við kölluðum hann, var bekkjarfélagi minn og fastur bridsmakker í tvö ár í Menntaskól- anum á Laugarvatni (og vorum við að sjálfsögðu í hópi bestu para). Þetta var á árunum um og fyrir 1970. Síðan spiluðum við einnig saman hjá Bridsfélagi Reykjavíkur í nokkur ár eftir stúdentinn og af og til eftir það. Jón var frábær bridsspilari, mikill reikningshaus og sigursæll eftir því. Hann var einnig mikill sjentilmaður við græna borðið. Nonni átti síðar langan og góðan bridsferil í Borg- arnesi og spilaði tíðum í úrslita- keppnum Íslandsmóta. Tengsl skapast mikil á heimavist. Fólk umgengst hvað annað meira og minna allar vökustundir. Þetta á ekki síst við um bridsspilara. Oft á tíðum var spilað á hverjum degi, hverju kvöldi, langt frameftir og oft um helgar. Menn urðu því nánir vinir og félagar á miklu mótunar- skeiði. Nonni var umgengnisgóður, ljúf- ur drengur, man varla eftir að hann skipti skapi, en kíminn allajafna. Mann einna helst eftir honum með bros á vör og með pípu. Hann var glöggur námsmaður. Í stærðfræði og þess konar fögum stóðu honum fáir á sporði enda varð hann verk- fræðingur. Ég þakka það hér að hann bjargaði stúdentsprófinu mínu í stærðfræði með því að út- skýra fyrir mér, umbeðinn, milli samanbitinna varanna í reykpásu, við þóttumst vera að horfa á mál- verk, hvernig ætti að reikna dæmið sem kom mér upp. Þetta atvik lýsir Nonna vel. Hann lagði sig í hættu fyrir vin sinn. Hjálpsamur fram í fingurgóma. Hann hafði það orð á sér í starfi sínu í Borgarnesi að vera alltaf tilbúinn að greiða götu manna. Góður félagi er kvaddur. Góður drengur er genginn. Nonni var virkilega góð manneskja og góður vinur. Ég minnist hans með mikilli hlýju. Ég sendi móður hans og systk- inum og öðrum sem hann var kær samúðarkveðjur. Baldur Kristjánsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁGÚST HILMAR ÞORBJÖRNSSON fyrrv. útgerðarmaður og skipstjóri, Hrísbraut 13, Höfn, Hornafirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnardeildirnar á Höfn, Björgunarfélag Hornafjarðar, kt. 640485-0439, reikn. 1147-26-56 eða minningarsjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur. Halldóra B. Jónsdóttir, Jón Þorbjörn Ágústsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Gísli Karl Ágústsson, Þóra Björg Gísladóttir, Ólafur Pétur Ágústsson, Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir, Halldór Halldórsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KORNELÍUS JÓNSSON úrsmíðameistari, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 6. janúar. Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Sigríður Pétursdóttir, Haraldur Kornelíusson, Íris Ægisdóttir, Kornelía Kornelíusdóttir, Gísli Árni Atlason, Pétur Kornelíusson, Gunnhildur Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn og afi, BOLLI SIGURHANSSON rafvirkjameistari, andaðist sunnudaginn 3. janúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. janúar kl. 15.30. Sigurhans Bollason, Hrafntinna Nótt Sigurhansdóttir, Ragnheiður Björk Sigurhansdóttir, Björk Önnudóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA RAFN JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 11.00. Margrét Theodórsdóttir, Halldór Jón Theodórsson, Sigrún Edda Theodórsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR ARTHÚRSSON málarameistari, Sóleyjarima 1, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 10. janúar. Arthúr K. Eyjólfsson, Anna Eyjólfsdóttir, Felix Eyjólfsson, Ingimundur Eyjólfsson, Guðrún Gerður Guðrúnardóttir, Ásta St. Eyjólfsdóttir, Óskar Eyjólfsson, Unnur Úlfarsdóttir, Þorsteinn Úlfarsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, HALLDÓR BJARNASON sagnfræðingur, Fannafold 189, varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 9. janúar. Útför verður auglýst síðar. Elín Hannesdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Hannes Halldórsson, Bjarni Halldórsson, Kristjana Halldórsdóttir, Hildur A. Bjarnadóttir, Kristjana Pálsdóttir, Hannes Flosason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.