Morgunblaðið - 12.01.2010, Side 21

Morgunblaðið - 12.01.2010, Side 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Þorvaldur Stein- grímsson var ekki eingöngu snillingur á sínu sviði í tónlist- inni, hann var sént- ilmaður fram í fing- urgóma. Leiðir okkar lágu saman um átta ára skeið í Öðlingaklúbbi íslenskra hljóðfæraleikara. Frásagnargleði Þorvaldar var falslaus og dró hann oft upp skemmtilegar myndir úr sögu tón- listar á Íslandi og erlendis. Skýr- leiki í framsögn og málnotkun ásamt fínlegu ívafi af húmor gerðu frásagnir hans ávallt athygliverð- ar. Ég tel það forréttindi að hafa átt þess kost að kynnast jafnmiklum Þorvaldur Steingrímsson ✝ Þorvaldur Stein-grímsson fæddist á Akureyri 7.2. 1918 og ólst þar upp. Hann lést 27.12. 2009. Útför Þorvaldar var gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 8. janúar sl. öðlingi og Þorvaldur var, en það nafn bar hann með rentu. Von- andi gefst mér tæki- færi til að gera minn- ingu um þennan mæta mann betri skil, því að sú saga má ekki grafast í gleymskunnar dá. Jóhanna mín, ég sendi þér og fjöl- skyldum ykkar mínar dýpstu samúðar- kveðjur, en ég veit að falleg minning um góðan dreng mun létta sorg ykkar. Gunnar Páll Ingólfsson. Kveðja frá Lúðrasveit Reykjavíkur Það er athyglisverð staðreynd í tónlistarsögunni hve margir okkar bestu strengjaleikara af fyrstu kynslóð atvinnumanna voru einnig góðir blásarar og alhliða músikant- ar. Að nokkru stafar þetta af þörf manna til að hafa næga atvinnu af list sinni, en segir einnig nokkuð um viðhorf þessarra manna til tón- listar. Það er mín sannfæring að þessi staðreynd hafi mjög orðið ís- lensku tónlistarlífi til góðs. Ekki er spurning að á veitinga- og dans- húsum bæjarins var tónlist í hæsta gæðaflokki og ef menn sneru sér að kennslu var það af meiri víðsýni en ella. Lúðrasveit Reykjavíkur naut í áratugi ómældrar atorku þessarra manna og tryggðar. Með þessum kveðju- og þakkarorðum til Þorvaldar Steingrímssonar tel ég við hæfi að nefna einnig nokkra af hans bestu vinum úr fiðludeild- inni en jafnframt góðum félögum í Lúðrasveit Reykjavíkur, þá Jónas Dagbjartsson, Jóhannes Eggerts- son, Svein Ólafsson, Skafta Sig- þórsson og Óskar Cortes. Fyrir unglinga sem voru að feta sín fyrstu spor í tónlist upp úr miðri síðustu öld, við takmarkað framboð af kennslu, var ómetan- legt að kynnast þessum mönnum. Njóta viðhorfs þeirra til listarinn- ar, sem einkenndist af ljúfmennsku og hógværð, en einnig af ríkum metnaði, gæðakröfum og víðsýni. Og eiga þar að auki tækifæri til að leika með þeim. Fyrir það er nú þakkað við fráfall Þorvaldar. Þorvaldur Steingrímsson gekk í Lúðraveit Reykjavíkur vel fyrir miðja síðustu öld, reyndist frábær félagi, vann þar gott starf og tók m.a. þátt í öllum utanlandsferðum hennar. Hann var formaður sveit- arinnar 1976-1978 við nokkuð þröngar aðstæður eftir fjögur við- burðarík og kostnaðarsöm ár, tvennar Vesturheimsferðir og plötuútgáfur. Það lýsti miklum fé- lagsþroska og fórnfýsi af hans hálfu að taka við sveitinni við þær aðstæður, en hann leysti starfið af hendi með miklum sóma. Skuldir voru greiddar og jafnvægis leitað. Þorvaldur og Jóhanna voru góð- ir félagar og vinir, og fyrir góða nærveru þeirra, ótaldar ánægju- stundir, samstarf og samferð þakka þeim nú kærlega félagar í Lúðrasveit Reykjavíkur og eigin- konur þeirra. Jóhönnu og afkom- endum Þorvaldar og öðrum að- standendum vottum við samúð okkar. Sverrir Sveinsson. Kveðja frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Þegar Þorvaldur, tæplega 12 ára gamall á jólunum 1929, opnaði jólagjöfina sína og í ljós kom fiðla, má segja að framtíð hans hafi ver- ið ráðin. Á þessum tíma var enginn tón- listarskóli í landinu og því varð Þorvaldur að sækja tíma í fiðluleik til Þórarins Guðmundssonar á Tryggvagötunni í Reykjavík. Á einum stað segir Þorvaldur svo: „Í fyrstu var ég hálf feiminn að labba með fiðlukassa um göt- urnar, en ég fann fljótt að vegfar- endurnir voru ekkert að glápa sér- staklega á mig, enda utanbæjarmaður, frá Akureyri og fáir þekktu mig. Ég varð því nokk- uð fljótt sáttur við að vera fiðlu- leikari með kassa, þótt ég kynni ekki neitt ennþá.“ Árið 1934 rættist langþráður draumur hjá Þorvaldi þegar hann hóf nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík enda fyrir löngu ákveð- inn í að verða fiðluleikari. Óhætt er að fullyrða að Þorvald- ur er einn af brautryðjendum í ís- lensku tónlistarlífi m.a. með leik sínum í Sinfóníuhljómsveit Íslands til margra ára. Það var árið 1980 að Þorvaldur var ráðinn skólastjóri Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og var ákaf- lega farsæll í sínu starfi, enda minnast kennarar skólans hans með miklum hlýhug. Þorvaldur hafði einstakt lag á að skapa já- kvæðan starfsanda í skólanum. Þegar kennarar voru eitthvað að kvarta undan aðstöðu í skólanum hafði Þorvaldur oft á orði: „Er það ekki alveg stórkostlegt að nem- endum skuli gefast kostur á að læra á hljóðfæri.“ Þorvaldur lét af störfum sem skólastjóri 1988. Hann sýndi það þó með fjölmörg- um heimsóknum í skólann hversu hlýjan hug hann bar til starfsins í skólanum. Samúð okkar kennara í Tónlist- arskólanum er hjá Jóhönnu og fjöl- skyldunni allri. Gunnar Gunnarsson. Emmy var einstök kona. Hún hefur allt- af verið meira en bara konan hans Guðjóns frænda, ég hef alltaf talað um „frænku mína og frænda“ þegar talað er um Emmy og Guðjón. Á yngri árum fór ég oft í pössun til Emmyjar og Guðjóns og má eig- inlega segja að þau hafi verið þriðju „amma og afi“. Það voru yndislegar stundir sem ég átti í Neðstaleitinu. Ósjaldan sat Emmy með spilastokk í höndunum og lagði kapal sem hún svo kenndi mér og hef ég síðan eingöngu tengt hann við hana. En það besta var hins vegar að hún nennti alltaf að „gilla“ á manni bakið þegar legið var fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Emmy var mjög skemmtileg og það var alltaf hægt að grínast í henni. Þegar ég byrjaði í Versló fékk ég lykil í Neðstaleiti til að kíkja yf- ir í hádegishléum. Ég slysaðist þó til að týna lyklinum og tók það mig nokkur ár að viðurkenna að ég hefði týnt lyklunum. Emmy þótti ekki leiðinlegt að stríða mér aðeins á því og sagði lyklasöguna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Yf- irleitt þegar maður kom í heim- sókn og hún svaraði í dyrasímann, var það venjan að bjóða uppá kló- settpappír, servíettur eða harðfisk til styrktar einhverjum, bara til að stríða henni örlítið. Það hefur ávallt verið mikill húmor í kringum þær stundir sem hef ég átt í Neðstaleitinu og eru það yndisleg- ar minningar sem ég mun varð- veita um þessa einstöku vinkonu mína. Elsku Emmy, guð geymi þig. Sigmundur. Elsku Emmy mín, nú er þinni baráttu lokið. Það verður erfitt fyr- ir mig að hugsa til þess að geta ekki hringt eða heyrt röddina þína Emmy Margit Þórarinsdóttir ✝ Emmy MargitÞórarinsdóttir fæddist á Akureyri 28. desember 1941. Hún lést á Líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 22. desem- ber síðastliðinn. Emmy Margit var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 8. janúar sl. í símanum því við töl- uðum saman nær daglega. Við kynntumst þegar við bjuggum í sömu blokk í Breið- holtinu og áttum mjög góðan tíma þar, fórum t.d. í nám og lukum verslunar- og skrifstofunámi og fengum síðan báðar störf í Verzlunar- bankanum, síðar Ís- landsbanka, og þar vannst þú þar til þú hættir árið 2007. Minningarnar eru svo ótalmarg- ar eins og góðu göngutúrarnir okk- ar, þá var margt rætt. Eins mat- arboðin hjá ykkur Guðjóni og skötuboðin hjá mér og Írisi. Við vorum líka svo duglegar að hittast fjórar saman þegar Þórunn þín kom í heimsókn frá Ameríku. Við áttum svo góðar stundir, elsku Emmy mín, vorum duglegar að hittast og ekki mun ég gleyma öllum hughreystingunum sem þú gafst mér þegar Nonni minn dó fyrir ári síðan. Mér er svo ljúft að hafa fengið að sitja hjá þér stund og stund áð- ur en þú fórst og þá hvíslaði ég oft í eyra þitt og þú brostir, elsku vin- kona, mikið á ég eftir að sakna þín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Guðjón, Þórunn, Hallur, Guðbjörg og Margrét, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Þín vinkona, Pálína. Elsku Emmy. Það eru margar minningarnar sem koma í hugann þegar ég hugsa um þær góðu stundir sem ég hef átt með Emmy og fjölskyldu henn- ar. Þegar ég hugsa um hvaða sess Emmy hafði í lífi mínu má líkja henni við ömmu. Já, Emmy var eins og þriðja amman, amman sem bjó í Reykjavík. Allt frá því ég var barn og fram á unglingsárin var einn staður sem ég vildi alltaf fara á þegar foreldrar mínir þurftu á pössun að halda og það var til Emmyar og Guðjóns. Þar var alltaf tekið á móti mér með ást, um- hyggju og hlýju. Það er með miklum söknuði í hjarta sem ég kveð þig, elsku Emmy. Ég sendi Guðjóni, Halli, Þórunni, Guðbjörgu og Margréti mínar innilegustu samúðarkveður og megi guð styrkja ykkur. Einar Ómarsson. Í næturhúmi er daginn byrjaði að lengja, við undirleik vindsins góða, yfirgaf kær vinkona þennan heim. Emmy Margit var konan hans Guðjóns frænda og hefur líf þeirra hjóna og barna, Halls og Þórunnar, verið samofið lífi okkar systra nær alla tíð, okkur til mik- illar blessunar. Fyrstu minningarnar um Emmy eru þegar hún kom til Siglufjarðar sem kærastan hans Guðjóns og átti að kynna hana fyrir fjölskyldunni. Hún var glæsileg ung kona, með þykkt fallegt hár og ómótstæðileg augu. Hún leit út eins og kvik- myndastjarna og ein systirin minn- ist þess hversu montin hún var að fá að leiða Emmy um bæinn, með stjörnur í augunum. Emmy var að sama skapi falleg hið innra. Hún var kærleiksrík og umhyggjusöm, lét okkur líða vel, mikill gleðigjafi, kát og einlæg með hlýtt hjarta og alltaf gaman að vera í nálægð hennar. Hún naut þess að hlusta á góðar sögur og eru þær ófáar stundirnar sem við höfum velst um af hlátri með henni. Emmy var líka með ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni, hún sýndi umhverfi sínu mikinn áhuga og var hreinskiptin í samskiptum. Emmy bjó yfir hóg- værð og var ekki alltaf að flíka sínu en þó leyndi sér ekki ástúðin og stoltið yfir fjölskyldunni hennar og sérstaklega Margréti Petrínu ömmustelpu. Heimili Emmyjar og Guðjóns var okkur systrum alltaf opið og áttum við allar athvarf hjá þeim á mismunandi tímabili í lífi okkar. Þar fengum við að vera áhyggju- lausar, umvafðar góðmennsku þeirra og hlýju. Síðar fengu börnin okkar að njóta þess sama en Emmy hafði einstakt lag á börn- unum okkar, enda á hún sérstakan stað í hjarta þeirra allra. Emmy elskaði lífið og með út- geislun sinni laðaði hún fram það besta í öllum sem kynntust henni. Hún var sólarmegin í lífinu og mun verða það áfram í faðmi Guðs. Við þökkum fyrir þessa yndislegu konu og grátum af gleði yfir því að hafa notið hennar, en grátum líka því við munum sakna hennar. Guðný Sigríður, Guðrún Herdís og Guðbjörg Jóna. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GRÍMS BJARNA BJARNASONAR fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hornbrekku, Ólafsfirði fyrir hlýhug og frábæra umönnun. Með nýárskveðjum, Guð blessi ykkur öll. Hrafnhildur J. Grímsdóttir, Grímur Grímsson, Valgerður S. Ebenesersdóttir, Sigurpáll Grímsson, Ingibjörg K. Geirmundsdóttir, Bjarni Kr. Grímsson, Brynja V. Eggertsdóttir, Sigurður Egill Grímsson, Katrín B. Bergmundsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra KRISTMUNDAR HARÐARSONAR rafvirkjameistara, Hrannarstíg 14, Grundarfirði, sem lést laugardaginn 12. desember. Guð blessi ykkur öll. Kolbrún Haraldsdóttir, Berglind Ósk Kristmundsdóttir, Birna Kristmundsdóttir, Rúnar Sveinsson, Brynjar Kristmundsson, Hörður Pálsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, systkini og frændsystkini. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGFÚS BJÖRNSSON, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. janúar kl. 10.30. Ingibjörg Ragnheiður Vigfúsdóttir, Sófus Guðjónsson, Björn Vigfússon, Guðrún María Kristinsdóttir, Guðríður Elísa Vigfúsdóttir, Jón Þór Sverrisson, Hrafnhildur Vigfúsdóttir, Daníel Þorsteinsson, Arna Emilía Vigfúsdóttir, Kristján Árnason, Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir, Guðmundur Sigþórsson, María Björg Vigfúsdóttir, Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.