Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Á jólum fyrir fjöru- tíu árum giftist ég Sibbu, elstu dóttur heiðurs- hjónanna Ingibjargar Kristjáns- dóttur og Guðjóns Ingimundarson- ar á Bárustíg 6. Hún var alltaf kölluð Bogga, hún tengdamamma mín, og oft Bogga Guðjóns, senni- lega til aðgreiningar við vinkonu sína hinum megin við götuna, hana Boggu Munda Valda. Bogga tengdamamma var ein- stök kona og ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég, feim- inn sveitarstrákurinn kom fyrst í heimsókn á Bárustíginn. Þá tók þessi myndarlega, hæverska kona svo hlýlega á móti mér að manni fór strax að líða vel í návist hennar og þannig hefur það verið alla tíð síðan. Á þessum árum var Bogga heimavinnandi húsmóðir sem var ærið verkefni þar sem fjölskyldan taldi níu manns og eiginmaðurinn á kafi í félagsmálum og þar af leið- andi var oft gestkvæmt á heimilinu. Fjölskyldan stækkaði fljótt og barnabörnin fæddust eitt af öðru og svo barnabarnabörnin og fyrstu árin voru flestir búsettir á Krókn- um. Samkomustaður fjölskyldunnar var eldhúsið á Bárustígnum, þar áttu allir athvarf. Barnabörnin komu hlaupandi eftir skóla og börn og tengdabörn litu við eftir vinnu í kaffi og spjall. Æði oft voru pönnu- kökur á boðstólnum hjá Boggu og þá virtist sem pönnukökulyktin bærist með blænum um bæinn og áður en varði, voru flestir í fjöl- skyldunni komnir á Bárustíginn og farnir að gæða sér á dýrindis pönnsum. Þannig var Bogga límið í fjölskyldunni, hún breiddi út sinn verndarvæng og reyndi að passa upp á að öllum liði vel og vegnaði vel í hinu daglega lífi. Hún var allt- af reiðubúin að styðja við bakið á okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur og börnum okkar var hún yndisleg amma og vinur þegar þau urðu eldri. Það hafa verið mér forréttindi að eiga þig fyrir tengdamóður og vin, Bogga mín, og hefur meira en fjörutíu ára samferð okkar í gegn- um lífið verið yndisleg. Nú er kom- ið að kveðjustund og minningarnar streyma fram, minningar um ynd- islega konu sem alltaf var til staðar þegar við þörfnuðumst einhvers, minningar um skemmtilegan ferða- félaga t.d. í Rússlandsferð 1985, en þá vissi ég fyrst hversu auðvelt þér var að yrkja vísur og nú síðast Strandaferð þar sem þið hittust all- ar tengdadæturnar frá Svanshóli í síðasta sinn í kaffi í Odda. Það er ein minning sem ég get aldrei full- þakkað þér, en það er stuðningur þinn við okkur hjónin í veikindum Sigurðar Guðjóns þegar hann var ársgamall. Sá stuðningur var okkur hjónunum ómetanlegur. Ég ætla að kveðja þig og þakka þér fyrir allt og allt Bogga mín, með litlu ljóði sem ég sá í minning- arbók þinni frá Kvennaskólanum á Blönduósi. Ég minnist þín, er sé ég sjóinn glitra við sjávarhvel. Og þegar mánans mildu geislar titra ég man þig vel. Þinn tengdasonur, Jón Sigurðsson. Í dag kveðjum við ömmu Boggu. Amma bjó ein eftir að afi dó árið 2004. Nú eru þau sameinuð aftur Ingibjörg Kristjánsdóttir ✝ Ingibjörg Krist-jánsdóttir hús- móðir, Bárustíg 6, Sauðárkróki, fæddist 11. september 1922. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauð- árkróki 2. janúar síð- astliðinn. Útför Ingibjargar fór fram frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 9. janúar 2010. hjónin Bogga og Guð- jón og þó að það sé gott til þess að hugsa þá er það nú þannig fyrir okkur sem eftir sitjum, alltaf erfitt að kveðja. Amma var ættmóð- ir sem við vorum stolt af. Hún var hæglát og hlý kona sem aldrei kvartaði eða sagði styggðaryrði um nokkurn mann. Hún var án allra fordóma og gaf leiðbeiningar sem einkenndust af hógværð og réttsýni. Amma átti ríkan þátt í uppeldi okkar systkinanna og var ein sú besta fyrirmynd sem börn og fullorðnir gátu hugsað sér. Það er okkur alveg ómetanleg lífs- reynsla að hafa fengið að vera miklum samvistum við ömmu. Á Bárustíginn fórum við eftir skóla og lékum okkur og alltaf var eitthvað gott á borðum hjá henni. Eitt af því besta sem hún bauð upp á voru pönnukökur með sykri og eftir að við fluttum frá Króknum þá var það nú bara þannig að þegar við vorum að koma norður þá var hringt í gömlu konuna og hún beð- in um að baka svona eins og einn stafla og alltaf bakaði hún fyrir okkur. Eldhúsið hjá ömmu var einn helsti samkomustaður fjölskyldunn- ar og þar höfum við setið yfir kaffi- bolla og rætt öll heimsins mál. Það verður skrýtið að koma á Krókinn og fá ekki tækifæri til þess að spjalla við þig eða sitja og prjóna með þér. Þú varst yndisleg amma og langamma og erum við þér óend- anlega þakklát fyrir það innleg sem þú gafst okkur í þetta líf. Við mun- um koma því til skila til barnanna okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku amma, við kveðjum þig í dag en minning þín lifir í hjörtum okkar. Hjördís, Brynja og Sigurður Guðjón. Fallin er frá kæra amma mín, Ingibjörg Kristjánsdóttir eða Bogga eins og hún var alltaf kölluð. Amma var glaðlynd og skemmtileg kona. Þegar ég var yngri fór ég oft í hádegismat til ömmu og afa. Þar var alltaf eitthvað gott að borða og við spjölluðum um daginn og veg- inn. Við amma gripum oft í spil áð- ur en ég fór í skólann aftur. Þetta var skemmtilegur tími. Bárustígur 6 alltaf fullur af fólki, vinum og ættingjum. Við barna- börnin eyddum miklum tíma í þessu yndislega húsi. Þar var nóg að gera. Við fórum í leiki og ærslu- ðumst í garðinum. Amma kallaði svo í okkur og gaf okkur pönnukök- ur með sykri, kleinur og allskyns góðgæti. Barnabörnin voru mörg og amma fylgdist vel með okkur, hvort sem við fórum frá Króknum eða vorum þar áfram. Hún var áhuga- söm og studdi okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það er erfitt að kveðja ömmu sína en ég veit að hún er á góðum stað. Ég mun geyma stundir okkar saman í hjarta mínu með miklu þakklæti. Gestur Sigurjónsson. Elsku amma. Ég er mjög sorgmædd af því að þú ert dáin. Alltaf þegar ég hitti þig þá leið mér svo vel í hjartanu mínu. Ég vona að þér líði vel uppi á himnum. Þá hittir þú Guðjón afa aftur og þá getið þið dansað saman. Ég mun alltaf hugsa um góðu tím- ana okkar, elsku amma mín. Þín Hallgerður Erla. Elsku amma Bogga. Þú hefur alltaf verið okkur svo góð og traust. Okkur þykir sárt að kveðja þig en öll búum við yfir ynd- islegum minningum með þér. Báru- stígurinn hefur alltaf verið okkur bæði ævintýraheimur og griðastað- ur. Þú áttir stærstan þátt í að gera þetta heimili að því sem það var í okkar augum. Fyrstu minningarnar sem koma upp í huga okkar, þegar við lítum til baka, eru af þér að steikja fjall af pönnukökum. Oftast sátum við öll eins og hrægammar við borðið og biðum eftir kræsingunum. Syk- urkarið snerti varla borðið fyrr en pönnukökurnar voru búnar. Þó voru alltaf nokkrar fylltar með rjóma og bláberjasultu að hætti ömmu Boggu. Einnig var alltaf hægt að treysta á að ís væri til í frystinum, svalar í ísskápnum og tyggjó í kápuvasanum þínum. Á jól- unum var alltaf borinn á borð hinn heimsfrægi ömmu-ís. Þú varst alltaf svo virðuleg og vel tilhöfð. Fataskápurinn þinn var fullur af fínum fötum og skart- gripaskrínið þitt var algjör draum- ur fyrir litlar stúlkur að róta í. Oft- ar en ekki var smellt á sig eyrnalokkum og hálsfestar mátaðar þegar enginn sá til. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt með okkur, hvort sem það var að spila á spil, kenna okkur að leggja kapal, ná í rabarbara út í garð eða hjálpa okkur með föndur. Þú varst svo dugleg að vinna í höndunum, hvort sem var að hekla, prjóna eða sauma út. Flest öll barnabörnin hafa átt vettlinga, ullarsokka eða peysur frá þér og á mörgum heim- ilum má finna hekluðu ullarteppin þín, sem við köllum alltaf ömmu- teppi. Elsku amma okkar. Þú varst allt- af til staðar og okkur góð fyr- irmynd. Þú varst róleg, yfirveguð og alltaf vinnusöm. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa átt þessi síð- ustu jól með þér, þegar fjölskyldan kom saman á Bárustígnum á jóla- dag. Þú sagðir lítið en brostir allan tímann. Það er minning sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkar. Við söknum þín og elskum þig, elsku amma okkar, takk fyrir allt. Lilja, Sunna, Arna, Guðjón og Agnar Ingi. Mig langar að þakka ömmu fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman. Það var alltaf svo gott að koma á Bárustíginn, þar sem við töluðum saman, spiluðum og ég taldi og rað- aði „dúllunum“ sem amma var búin að hekla og átti eftir að búa til teppi úr. Það voru miklir gleðitímar þegar hringt var og sagt að amma væri að steikja kleinur eða pönnukökur sem voru svo rosalega góðar. Það hefði verið svo gott að njóta þess að hafa ömmu lengur hér hjá okkur, en ég veit að núna eru amma Bogga og afi Guðjón búin að hittast aftur og það hjálpar mér í sorginni. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ég mun geyma allar góðu stund- irnar, sem við amma áttum saman, í hjarta mínu. Harpa. Þá er komið að því að kveðja ömmu. Amma var ein yndislegasta kona sem við höfum kynnst. Hún var þessi dæmigerða amma, alltaf voðalega hlý, fín og hugsaði vel um alla. Við fórum reglulega í pössun hjá ömmu og afa á Bárustígnum. Okkur fannst það alltaf jafn skemmtilegt því í litlu kompunni undir stiganum var nóg af dóti og púsluspilum sem gaman var að leika sér af. Að ógleymdum gömlu spólunum með Emil í Kattholti og Tomma og Jenna. Þegar við urðum eldri fórum við oft í heimsókn á Bárustíginn og alltaf bauð amma uppá þvílíkar kræsingar eins og pönnukökur, muffins og ís. Hún átti alltaf til ís sem lagðist vel í okkur sælkerana úr Ártúninu. Það var venja þegar amma eða afi áttu afmæli að öllum í fjölskyldunni var boðið á Bárustíginn í pönnsur og kaffi. Var það ávallt jafn notalegt. Þegar við hugsum um hana ömmu sjáum við hana fyrir okkur standa við gamla pottofninn í eldhúsinu á Bárustígnum, þar sem hún bankaði með hringunum sínum í hann. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu svona vel, hún var algjör kjarnakona sem núna er komin aftur til afa. Sigurður Arnar, Þorgerður Eva og Aron Már. Á Bárustígum hjá ömmu og afa var þægilegt andrúmsloft og gott að vera. Amma og afi höfðu alltaf áhuga á því sem við vorum að fást við og voru ávallt tilbúin að hlusta. Oft var Bárustígurinn eins og okk- ar annað heimili og fastur punktur í tilverunni á uppeldisárunum. All- ar þær góðu minningar sem við eigum þaðan eru okkur mikils virði. Ótal hlýjar minningar um ömmu hafa skotið upp kollinum síðustu daga. Amma að prjóna í rólegheit- um í stólnum sínum í stofunni; Amma að vaska upp úr sjóðheitu vatni við eldhúsgluggann; Amma að greiða hárið sitt við spegilinn í hol- inu; Amma að hella upp á kaffi, bakandi á tveimur pönnukökupönn- um, allt gert í rólegheitum og án alls asa. Eitt af því sem stendur upp úr þegar við hugsum um ömmu Boggu er hlátur hennar. Í þau skipti sem amma Bogga skellihló var ekki annað hægt en að hlæja með henni því hlátur hennar var svo smitandi. Þolinmæðin við spilamennsku var einstök þrátt fyrir mörg kröfuhörð barnabörn sem fannst sjálfsagt að amma spilaði við þau þegar þeim datt í hug. Amma gerði aldrei mannamun og með því kenndi hún okkur að allir ættu jafnan rétt og að fólk ætti að fá að vera það sjálft. Við gátum alltaf treyst á og treyst henni. Við fundum fyrir mikilli væntumþykju ömmu gagnvart okkur öllum og þeirri ró sem umlukti hana. Hvort tveggja hefur fylgt okkur í gegnum lífið. Í heimsóknum okkar á spít- alann síðasta árið fundum við sterkt þessa ró og þægilegu nær- veru sem fylgdi henni alla tíð. Mik- ilvægi þess að hafa slíkt fólk í kringum sig skynjar maður betur því eldri sem maður verður. Mikið erum við glöð að einmitt þú varst amma okkar. Bryndís Eva, Hákon Örn og Dagmar Ingibjörg. Elsku besta langamma. Okkur langar að kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum með þér, þar sem þú umvafðir okkur hlýju og kærleika. Við viljum kveðja þig með ljóði eftir Davíð Stefánsson. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. Andrea, Gísli Þráinn, Snæ- dís Ósk, Jón Logi, Haraldur Jón og Björg Eva. Í dag kveðjum við Boggu, eins og hún var alltaf kölluð, í hinsta sinn. Síðustu samverustundir okkar með henni voru um miðjan júlí. Hún hafði þá fyrir nokkru yfirgefið hús- ið sitt að Bárustíg 6 þar sem hún hafði búið í áratugi og dvaldi í góðu yfirlæti á Heilbrigðisstofnun Sauð- árkróks. Að vanda var þessi ljúfa kona hress og glöð en kvartaði yfir því að hún væri orðin gleymin. Boggu höfum við þekkt í áratugi. Fyrstu kynni mín af henni voru þegar þau hjón, hún og Guðjón frændi, komu í heimsókn vestur á Strandir með barnahópinn sinn. Heimsókn þeirra fylgdi ætíð til- hlökkun og glaðværð. Þegar ég fluttist í Skagafjörðinn 1966 varð heimili Boggu og Guð- jóns mitt annað heimili. Þar dvaldi ég oft og þar leið mér vel. Bogga, þessi rólega og hógværa kona, hafði nóg að gera við uppeldið á börnunum sínum sjö og seinna að fá barnabörnin í heimsókn. Aldrei sá ég hana skipta skapi eða verða reiða. Hún hafði sitt lag á að stjórna án stóryrða. Hún studdi Guðjón heilshugar í félagsmála- starfi hans en trúlega hefur hún stundum verið þreytt á fjarveru hans. Eftir að ég stofnaði heimili mynduðust sterk tengsl og vinátta milli þeirra hjóna og fjölskyldu minnar. Fengum við mörg góð ráð á fyrstu búskaparárum okkar og oft var Bogga beðin að passa lítinn snáða eða litla hnátu. Það var oft komið við á Báru- stígnum og stundum var þar margt um manninn. Fjölskyldan var sam- heldin og ekki leið sá dagur að ein- hver afkomandi liti þar við. Ragga minnist þess að hafa komið þar nær daglega á ákveðnu tímabili. Stundum var „Bogga á móti“ þar einnig í heimsókn og ýmislegt spjallað við eldhúsborðið og fjör í umræðunum. Eftir að við fluttum úr Skaga- firðinum höfðum við reglulega sam- band við þau hjón. Í heimsóknum okkar norður gistum við oftast á Bárustígnum. Þaðan eigum við margar góðar minningar. Við þökkum Boggu fyrir ómet- anleg kynni og vináttu og biðjum góðan Guð að styrkja afkomendur hennar og vini í sorg þeirra. Ingimundur Ingimundarson og fjölskylda, Borgarnesi. Minningar á mbl.is Birgir G. Albertsson Höfundar: Edda Sonja Guð- mundsdóttir. Borghildur. Steinunn Eik, Kristín Edda, Dagný Björk, Ingileif, Aldís Helga og Ægir Sölvi Egils- börn. Hrafnkell Kristjánsson Höfundur: Árni S. Pétursson Anna Sigurlásdóttir Höfundur: Sigrún Eggerts- dóttir María Ólína Kristinsdóttir Höfundar: Eva Björk, Heiða María, Lilja Hrönn Anna Marta Guðmundsdóttir Höfundur: Sigfús Vilhjálmsson Brekku í Mjóafirði Sigríður Kristín Árnadóttir Höfundur: Guðmundur Vignir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.