Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010  Og enn af Söngvakeppni Sjón- varpsins. Evróvisjón-aðdáendur eru iðnir við kolann og farnir að skrá athugasemdir sínar við fyrstu fimm lögin, á Evróvisjónsíðunni esctoday. Serkan Boga frá Tyrk- landi segir: „love you Iceland!! love you Íris!! (:“ og Laila frá Noregi ját- ar Ingó úr Veðurguðunum ást sína, segir í lauslegri þýðingu: „Ef Ingó væri nú bara í íslensku forkeppn- inni í ár með lagið frá því í fyrra. Það var svoooo miklu betra en Jó- hanna OG sungið á íslensku ... Ingó, minn Ingó“ og svo bætt við hjarta- merki. Michael Norway, einnig frá Noregi, vill þó fá Jóhönnu Guðrúnu aftur og segir flest lögin bera þess merki að reynt sé að herma eftir Jóhönnu Guðrúnu. Eitthvað er það nú skrítið mat. Öll kynning á Söngvakeppninni er til fyrirmyndar hjá Sjónvarpinu og hreint ágætan undirvef að finna á vefsíðu RÚV, ruv.is/songva- keppni. Má þar m.a. finna viðtöl við keppendur með enskum texta og myndir og myndbönd af stemning- unni bak við tjöldin. Áfram Ísland! Evróvisjón-aðdáendur fylgjast vel með Fólk  Sjónvarpskonan og fegurðar- drottningin Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og unnusti hennar Haukur Ingi Guðnason, knatt- spyrnumaður í liði Keflavíkur og kennari í sálfræði við Háskóla Ís- lands, eiga von á sínu fyrsta barni. Ragnhildur er komin fjóra mánuði á leið. Ragnhildur stýrir Söngva- keppni Sjónvarpsins með Evu Mar- íu Jónsdóttur og fór fyrsta kvöld undankeppninnar fram laugardag- inn síðastliðinn. Og ekki er nóg með það heldur á Eva María einnig von á barni með unnusta sínum Sigurði Páli Scheving hjartalækni. Og þær eru settar með 15 daga millibili. Ragnhildur er sett í júní en Eva María í júlí. Til hamingju öll! Ragnhildur Steinunn og Eva María óléttar Eftir Hólmfríði Gísladóttur holmfridur@mbl.is BIRGIR Ármannsson þingmaður tók tvisvar þátt í Gettu betur á fyrstu árum keppninar með liði Menntaskólans í Reykjavík. „Ég var fyrst með 1986 og þá var eiginlega um að ræða frumkeyrslu á keppninni. Við komumst í undan- úrslitin en vorum slegnir út af liði FB. Svo tók ég mér hlé einn vetur en keppti aftur 1988,“ segir Birgir sem fór ásamt félögum sínum með sigur af hólmi í annarri tilraun. Liðsfélagar Birgis voru Björn Frið- geir Björnsson hagfræðingur og Þorsteinn Davíðsson héraðsdómari en undirbúningur strákanna var talsvert ólíkur því sem nú tíðkast. „Við myndum nú sennilega teljast frekar kærulausir ef horft er til þess hvernig undirbúningnum er háttað í dag. Við eyddum ekki mikl- um tíma í æfingar, við tókum smá- rennsli á hraðaspurningum til að ná upp meiri hraða og til að stilla liðið betur saman. Miklar æfingar lið- anna í dag held ég að skili sér kannski einmitt mest í mun meiri hraða. Við vorum ábyggilega ekki eins snöggir og þeir sem best gera í dag.“ Þrátt fyrir að hafa ekki lagt ofur- kapp á æfingar og undirbúning var keppnin engu að síður tekin alvar- lega. „Okkur fannst heiður skólans í húfi og vorum auðvitað mjög upp- teknir af þessu þann tíma sem þetta stóð yfir en hins vegar hafði ekki skapast nein hefð í kringum þetta eða í kringum undirbúninginn. Við vorum allir uppteknir af öðrum hlutum á sama tíma þannig að við vorum ekkert helteknir af þessu. Hins vegar var keppnin sjálf stór í okkar huga og mikið á sig leggj- andi. Ég játa það alveg að það að vera sleginn úr keppni var mikið áfall en að sama skapi var auðvitað mikil gleði í því að vinna.“ Það er fleira en undirbúning- urinn sem hefur breyst frá því Birg- ir tók þátt í keppninni en áhugi manna á henni hefur vaxið ár frá ári. „Ég held að enginn hafi séð fyr- ir þá hvernig þetta myndi þróast. Þetta var til dæmis þannig að jafn- vel úrslitakeppnin var haldin í mjög þröngu rými í gamla útvarpshúsinu við Laugaveg og áhorfendafjöldinn var mjög takmarkaður, það var ekki sama stemningin í skólunum og seinna, þegar hægt var að fylla heilar íþróttahallir. Það voru und- ankeppnir í skólunum þar sem verið var að velja í liðin og mikil þátttaka í þeim, en ekki svona rífandi stemn- ing eins og maður hefur séð í seinni tíð, þar sem mörg hundruð manna stuðningsmannasveitir mæta með skipulagðan ærslagang.“ Morgunblaðið/Ómar Birgir á Alþingi Man vel eftir upphafsárum spurningakeppninnar. Meiri undirbúningur og fleiri stuðningsmenn Keppnin tekin öllu alvarlegar nú en fyrir 24 árum Eftir Hólmfríði Gísladóttur holmfridur@mbl.is ÖRN starfar sem textasmiður hjá auglýsingastofunni Fíton en hefur lengi verið mikill áhugamaður um spurningakeppnir. – Hvernig kom það til að þú varst beðinn um að vera dómari? „Mér er sagt að Þórhallur Gunn- arsson hafi talað við einhverja af fyrrverandi dómurum og að þeir hafi bent honum á einhver nöfn og að mitt hafi verið eitt af þeim. Ég hef tekið þátt í spurningakeppninni á Grand Rokk, bæði sem þátttakandi og sem spurningahöfundur og ætli það hafi ekki haft einhver áhrif.“ – Er þetta ekki mikið verk? „Frá því í haust hef ég verið að punkta hjá mér og skrifa niður hug- myndir að spurningum. Þetta er ansi mikil vinna, þetta eru 15 þættir í fyrstu umferð, í annarri umferð 8 þættir og svo 7 í sjónvarpinu, þannig að þetta eru 30 þættir í allt. Í ár er metþátttaka, 31 skóli sem er skráður til leiks, en einn skólinn situr hjá í fyrstu umferð. Þetta eru í kringum 1.500 spurningar sem þarf að semja og svo hættir maður alltaf við ein- hverjar og þannig eru þetta í raun mun fleiri spurningar en það.“ – Og þú þarft að passa þig á að vera mjög nákvæmur? „Já, menn taka þetta mjög alvar- lega og þeir alhörðustu lifa og deyja fyrir Gettu betur. Maður vill því alls ekki gera nein mistök, en það er náttúrulega aldrei hægt að vera 100%. Ég er búinn að reyna að und- irbúa mig vel og vanda til verka. Svo er það náttúrulega þannig að dóm- arinn ræður að lokum og hefur vald- ið til að skilja á milli lífs og dauða. Þetta er auðvitað allt í beinni út- sendingu og það er næstum því óhjá- kvæmilegt að það verði einhver mis- tök gerð, hvort sem það er hjá mér eða einhverjum öðrum.“ – Hefurðu fylgst með Gettu betur í gegnum tíðina? „Já, ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á svona spurningaleikjum og keppnum. Ég horfi nú eiginlega bara á allar þær spurningakeppnir sem ég kemst í og hef alltaf fylgst með Gettu betur. Ég dáist að þess- um krökkum, hvað þau eru miklir fróðleiksbrunnar og líka hvað þau geta svarað hratt, í hraðaspurning- unum þá stendur úr þeim bunan af fróðleik um allt og ekkert og þetta er mjög skemmtilegt. Svo þegar maður er að semja spurningarnar þá hefur maður það náttúrulega líka á bak við eyrað að þetta er skemmtiþáttur og reynir kannski aðeins að hafa þetta þannig að fólkið heima í stofu ráði við eitthvað af þeim. Og það er nátt- úrulega klassískt að það er auðveld- ara að vita hlutina heima í stofu. Þá heyrist oft „ja, þetta er nú auðvelt“ eða „þetta ættu allir að vita.““ – (blaðamaður spyr nokkurra sak- lausra spurninga um spurningarnar en Örn víkur sér fimlega undan því að svara) Þú gefur ekkert upp? „Þeir alhörðustu reyna eflaust að kortleggja spurningahöfundinn þannig að maður reynir að passa sig.“ Morgunblaðið/RAX Örn Úlfar „Þeir alhörðustu reyna eflaust að kortleggja spurningahöfundinn þannig að maður reynir að passa sig.“ 1.500 spurningar  Fyrsta umferð Gettu betur hófst á Rás 2 í gærkvöldi  Örn Úlfar Sævarsson er nýr spurningahöfundur og dómari og tekur starfið mjög alvarlega Spurningakeppni framhaldsskól- anna var fyrst haldin árið 1986. Fjöldi þeira skóla sem taka þátt hefur aukist jafnt og þétt en nú er 31 skóli skráður til leiks og er það metþátttaka. Lið Menntaskólans í Reykjavík er það lið sem hefur oftast hamp- að titlinum eða 15 sinnum. Sigur- ganga þeirra var óslitin frá 1993 til 2004 þegar Verzlunarskólinn hafði af þeim hljóðnemann. Aðeins einn annar skóli hefur unnið oftar en einu sinni en það er Menntaskól- inn á Akureyri. Fyrstu og annarri umferð er út- varpað á Rás 2 en 8 liða úrslit eru sýnd í sjónvarpinu og hafa Gettu betur þættirnir jafnan fengið mjög mikið áhorf. Fyrsti þátturinn er á dagskrá 13. febrúar næstkomandi. Aldrei fleiri lið skráð til þáttöku á 24 árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.