Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Leikstjórinn góði, Ang Lee,fer sem fyrr óhefð-bundnar leiðir í verkefna-vali. Eftir marga, frækna sigra og súpu af verðlaunum fyrir verk á borð við Brokeback Mountain og Crouching Tiger…, heldur þessu síferski, hálf-sextugi tævanski snill- ingur á harla óvæntar slóðir Wood- stock-tónlistarhátíðarinnar frægu. Taking Woodstock fjallar þó ekki um hljómleikana sjálfa eða lista- mennina sem gerðu garðinn frægan, heldur hvernig hugmyndin um hljómleikana þróaðist úr lítilli bólu yfir í einn frægasta viðburð popps- ins. Elliot (Martin), aðalpersóna myndarinnar, er því ekki umboðs- maður eða músíkant heldur hönnuð- ur í New York, ættaður úr héraðinu, sem var frægast fyrir mjólkurafurð- ir áður en en tónlistin kom þorpin á landakortið. Hann er einnig viðloð- andi brösuglega ferðamannaþjón- ustu foreldra sinna, El Monaco í Woodstock. Sumarið ’69, verður El- liot að vinna við fjölskyldurekstur- inn til að forða honum frá yfirvof- andi gjaldþroti. Eitt leiðir af öðru, Elliot sér sókn- arfærið og kemur hátíðinni á lagg- irnar og bjargar gjaldþrotinu og vel það. Fjarri því að vera ein af bestu myndum Lees, er Taking Wood- stock engu að síður frumleg, fyndin söguskoðun, sem virðist byggð á staðreyndum að talsverðu leiti. Per- sónurnar eru margar hverjar litrík- ar og ósviknar, túlkaðar af öflugum en engum stórfrægum leikurum. Staunton er óborganleg sem saman- saumuð gyðingakona og móðir El- liots. Hún er ekki búin að gleyma því þegar hún barðist fótgangandi frá Síberíu til fyrirheitna landsins, með fátt annað til átu annað en kaldar kartöflur. Levy er loks í bærilegu hlutverki Max Yasgur, eiganda svæðisins og Liev Schreiber dúkkar upp í ólíklegu hlutverki transgend- ersins Wilmu, og sinnir því mun trú- verðugar en heimilisföðurnum í Omen (’06-árgerðarinni.) Myndina kryddar Lee með fjölskrúðugu sam- ansafni hippa, gráðugra gyðinga, tvístígandi kúabænda og andi ný- fengins frelsis kynhneigða, frjálsra ásta, eiturlyfjaneyslu og sýrumeng- aðrar tónlistar svífur yfir forinni í Woodstock, sem breyttist úr venju- legri útihátíð í hálfrar milljón manna heimsviðburð sem er einstæður í sögunni. „Þrír dagar ástar og frið- ar“, koma sjálfsagt aldrei aftur en myndin er mannleg og fyndin, bæði fyrir þá sem muna atburðina og fín sögukennsla fyrir þá yngri. Vindblær frá Woodstock Smárabíó, Regnboginn Taking Woodstock bbbnn Leikstjóri: Ang Lee. Aðalleikarar: Dem- etri Martin, Dan Fogler, Henry Good- man, Eugene Levy, Imelda Staunton, Emile Hirsch, Liev Schreiber. 115 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Taking Woodstock Mannleg og fyndin, bæði fyrir þá sem muna atburðina og fín sögukennsla fyrir þá yngri. Næsta mynd á dagskrás hins fjöl- hæfa Lees er engin önnur en kvik- myndagerð metsölubókarinnar Life of Pi, en hún hefur flakkað á milli topp-leikstjóra í nokkur ár. Byggð á metsölubók Yanns Martel, sem er töfrum þrungið ævintýri um Pi, sem er sonur dýragarðseig- anda á Indlandi. Feðgarnir ákveða að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en flutningaskipið sem þeir fara með, ferst í hafi. Pi bjargast á 8 metra löngum björgunarbáti, ásamt hýenu, zebradýri og Bengal- tígri, sem öll reyna að skrimta af. Ekki einfaldasta mynd til að gera og fáum betur treystandi til þess en einmitt Lee. Ang Lee leikstýrir Life of Pi Reuters Ang Lee Á hátíð í Tælandi. Life Of Pi Kápa enskrar útgáfu bókarinnar eftir Yann Martel. NÝ stafræn breiðskífa Ghostigital og Finnboga Péturs- sonar, A Quiet Afternoon, kom út á gamlársdag en á henni má finna upptökur af tónleikum þríeykisins fram á Iceland Airwaves í fyrra. Tónleikarnir voru haldnir að Klapparstíg 33. A Quiet Afternoon er „eitt heilsteypt hljóðverk sem skapað var í reykmettuðu umhverfi síðdegis í Reykja- vík á meðan Iceland Airwaves stóð yfir í október síðast- liðnum“, eins og segir í tilkynningu. Þar segir að tón- leikarnir séu síður en svo hefðbundnir og hafi ekki minnt síður á vettfang stórbruna þó ekkert slökkvilið hafi verið sjáanlegt. „Tónlistin er surgandi og ómstríður hljóðveggur kallast á við innilokunarkennd tónlistarmanna á borð við Brian Eno & Cluster, Chris & Cosey, Faust og áfergju hinna taktföstu Kongóbúa í Konono No. 1 sem heimsóttu landann fyrir örfáum árum,“ segir þar enn- fremur. Ghostigital skipa Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen. Finnbogi Pétursson er þekktur af hljóð- verkum sínum þar sem hann vinnur með hljóðbylgjur sem áhrif hafa á líkamann. Hann hefur starfað við myndlist hátt í þrjá áratugi. „Surgandi og ómstríður hljóðveggur“ Morgunblaðið/G.Rúnar Rólegt síðdegi Einar, Finnbogi, Curver og mávur. ÍSLENSKIR tónlistarmenn eru orðnir fastagestir á tónlist- arhátíðinni Eurosonic í Grön- ingen í Hollandi og í ár eru það sveitirnar Agent Fresco, Seabear og FM Belfast. Hátíðin hefst 14. janúar n.k. og stendur í tvo daga. Á vefsíðu hátíðarinnar segir að allar hafi sveitirnar gefið frá sér framúrskarandi breið- skífur á seinustu tveimur ár- um og ný plata væntanleg frá Seabear í febrúar, We Built A Fire. Íslenskt í Gröningen Sindri í Seabear Sveitin leikur í Gröningen. Morgunblaðið/Valdís Thor 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Faust (Stóra svið) Fim 14/1 kl. 20:00 fors. Lau 23/1 kl. 20:00 aukas Mið 10/2 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 frums Fim 28/1 kl. 20:00 4.K Fim 11/2 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 20:00 2.K Fös 29/1 kl. 20:00 5.K Fös 12/2 kl. 20:00 8.K Mið 20/1 kl. 20:00 aukas Sun 31/1 kl. 21:00 6.K Fös 19/2 kl. 20:00 9.K Fös 22/1 kl. 20:00 3.K Fös 5/2 kl. 20:00 7.K Lau 20/2 kl. 20:00 10.K í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Sun 17/1 kl. 19:00 Mið 27/1 kl. 19:00 aukas Lau 13/2 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Fim 18/2 kl. 19:00 aukas Sun 24/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sun 17/1 kl. 14:00 Lau 30/1 kl. 14:00 aukas Sun 24/1 kl. 14:00 Sun 31/1 kl. 14:00 Lokasýn Vinsælasti söngleikur ársins - sýningum lýkur í janúar Djúpið (Nýja svið) Sun 24/1 kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar. Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 22:00 Lau 16/1 kl. 22:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Fös 12/2 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 22:00 Lau 13/2 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Fös 5/2 kl. 19:00 Endurómun (None) Mið 13/1 kl. 20:00 Fim 14/1 kl. 20:00 Flogaveikum er ekki ráðlagt að sjá sýninguna vegna blikkljósa Bláa gullið (Litla svið) Sun 17/1 kl. 14:00 aukas Sun 24/1 kl. 14:00 aukas Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Endurómun – Spennandi leikhús Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Fös 12/2 kl. 19:00 Ný sýn Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k. Lau 13/2 kl. 19:00 Ný sýn Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Fös 29/1 kl. 19:00 Fös 19/2 kl. 19:00 Ný sýn Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Lau 30/1 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00 Ný sýn Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas Fös 26/2 kl. 19:00 Ný sýn Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Fös 5/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Ný sýn Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Lau 6/2 kl. 19:00 Ósóttar pantanir seldar daglega Upplýsingar um sýningar og miðasala 551 1200 / www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Mbl., GB „Besta leiksýning ársins“VARGARNIR Mbl., IÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.