Morgunblaðið - 04.02.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.02.2010, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 4. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 28. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «NÆTURVAKTIN FÉLAGARNIR AFTUR Á BENSÍNSTÖÐINA «VERZLÓSÝNING Jackson kemur til Íslands í Thriller 6 Nokkuð tíðkast að einstaklingar nýti sér tilboð flugfélaga og kaupi sér ódýrt flugfar í þeim tilgangi að eiga rétt á að kaupa sér gjaldeyri fyrir hálfa milljón króna. VIÐSKIPTI Hömstrun á gjaldeyri eykst Vaxtaálag á erlend lán til útflutn- ingsfyrirtækja fer hækkandi og margt bendir til þess að vaxandi fjármögnunarkostnaður hafi víð- tækar afleiðingar. Þrengt að útflutn- ingsfyrirtækjum Jón Ásgeir Jóhannesson vill ekki gefa upp hverjir leggja til aukið hlutafé í 365 miðla, en hlutafé fé- lagsins verður aukið um milljarð króna á næstunni. Ekkert gefið upp um nýja hluthafa Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is TALIÐ er að fundur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í dag og fundir hennar með öðrum lykilmönnum ESB tengist hugmyndum Samfylkingarinnar um að hægt sé að semja um nýja lánsfjár- mögnun vegna Icesave við sjóð á vegum ESB, sem feli í sér miklu hagstæðari lánskjör en samið var um við Breta og Hollendinga. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fer því þó fjarri að samhljómur sé í áherslum stjórnarflokkanna í þessum efnum, því Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur reifað samskonar hugmyndir um nýja lánsfjár- mögnun og mun hagstæðari vexti vegna Ice- save með því að semja um lán frá Norðmönn- um, á fundum sem fulltrúar stjórnarand- stöðunnar hafa ítrekað setið á með forsvars- mönnum ríkisstjórnarinnar, þar sem reynt hefur verið að ná þverpólitískri samstöðu um framhald Icesave-viðræðna. Rætt um vexti á bilinu 2% til 3,7% Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem rætt var við í gær, segjast vera langþreyttir á hringl- andahætti ríkisstjórnarinnar sem í einu orðinu tali um að nauðsyn sé á þverpólitískri samstöðu um næstu skref í Icesave en í hinu vilji hún alls ekki ljá máls á því að samningar við Breta og Hollendinga verði teknir upp og nýjar viðræð- ur við þá hafnar, heldur einungis ræða mögu- leika á því að hægt sé að ná fram samningum um lægri vexti á lánum vegna Icesave. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins munu ráðherrar hafa rætt um að hægt væri að semja um vexti á bilinu 2% til 3,7%. Niðurstaða eigi að liggja fyr- ir innan örfárra daga. Reyna að fá hagstæðari lánskjör í Noregi eða ESB  Samfylkingin lítur til | 6 ÍSLENSKI dansflokkurinn frumflytur í kvöld verkið Endalaus, eftir Norðmanninn Alan Lucien Öyen. Á æfingum mátti sjá tilþrif dansara við að túlka þetta tilfinningaríka verk undir tónlist Ólafs Arnalds. HUGSANABROT TÚLKUÐ Í DANSI Morgunblaðið/Golli STEFÁN Skjaldarson skattrann- sóknastjóri segir ljóst að ýmislegt hafi verið að varðandi hvernig bank- arnir hafi staðið að framkvæmd skattalaga. „Það var ekki staðið að hlutum eins og átti að gera.“ Átta manna hópur á vegum skatt- rannsóknastjóra og ríkisskattstjóra hefur síðustu mánuði rannsakað hvort eitthvað í starfsemi fjár- málastofnana hafi falið í sér brot á skattalögum. Stefán sagði að þessari vinnu hefði miðað vel áfram. Það hefði komið í ljós að full þörf hefði verið á að fara í þessa vinnu. Skúli Eggert Þórðarson rík- isskattstjóri sagði að borið hefði á vissri tregðu hjá fjármálastofnunum að afhenda upplýsingar í tengslum við þessa vinnu. Hann sagði ekki úti- lokað að skattayfirvöld yrðu að leita til dómstóla til að fá umbeðnar upp- lýsingar. Ríkisskattstjóraembættið er núna að efla skatteftirlit. | 6 Bankarnir grunaðir um skattalagabrot Starfshópur skattsins skoðar bankana NORÐMENN ætla að beita sér fyrir því innan Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) að önnur endur- skoðun á efnahags- áætlun fyrir Ísland fari fram þótt Ice- save-deilan við Breta og Hollendinga sé óleyst. Lars Egeland, talsmaður Sósíalíska vinstriflokksins, sagði í samtali við norska fréttavefinn ABC í gærkvöldi að norsk stjórnvöld hefðu breytt um stefnu varðandi lán til Íslands. Sem kunnugt er hafa Norðurlandaþjóðirnar hingað til viljað skil- yrða lán frá þeim, sem tengjast áætlun AGS, við afgreiðslu Icesave-málsins. „Þetta er í samræmi við það sem hefur komið fram í samtölum mínum við norska ráðamenn,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Fagna tíðindunum Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segir stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því mánuðum saman að Norðurlöndin styðji okkur með þessum hætti. „Eftir stendur samt sem áð- ur að þetta er samnorrænt lán og önnur Norð- urlönd hafa ekki stigið þetta skref.“ Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, fagn- ar tíðindunum, líkt og Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.  Norska skrefinu fagnað | 2 Norðmenn breyta um stefnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsætisráðherrar Jóhanna Sigurðardóttir og Jens Stoltenberg í Bláa lóninu í fyrra. Vilja aftengja endur- skoðun AGS Icesave Í HNOTSKURN » Breyting hef-ur orðið á af- stöðu Norðmanna til lána til Íslands. » Þeir ætla aðbeita sér fyrir því að önnur end- urskoðun AGS fari fram þótt Icesave- málið sé óleyst.  MAÐUR sem býr í fjölbýlis- húsi í Vestur- bænum hefur í þrígang á um einu ári stefnt húsfélaginu og nágrönnum sín- um fyrir dóm. Tveimur málum hefur hann tapað og hefur hann verið dæmdur til að greiða samtals 820.000 krónur í málskostnað vegna þeirra. Í tveimur þessara tilvika hefur hann stefnt Húseigendafélaginu en formaður þess segir að málatilbún- aðurinn sé sannkölluð steypa og að menn megi ekki komast upp með að misnota málshöfðunarréttinn til að draga „Pétur og Pál fyrir dóm að ósekju og óþörfu“. »12 Samskiptaerfiðleikar í fjöl- býlishúsi þrisvar fyrir dóm  SAMKVÆMT hafísspá Páls Bergþórssonar veðurfræðings má búast við að hafís liggi hér við land í minna en eina viku á vetrinum. Spá sína byggir Páll á því að hlýtt hefur verið á og við Jan Mayen und- anfarna sex mánuði, en straumar berast gjarnan frá eynni að Íslands- ströndum. Janúar var snjóléttur um allt land en næstu daga má hins vegar búast við frosti víða um landið. »4 Hafís í minna en eina viku hér við land þetta árið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.