Morgunblaðið - 04.02.2010, Side 2

Morgunblaðið - 04.02.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 NI © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is NULÚT ÖS LÝKUR SUNNUDAGINN 7. FEBRÚAR YFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Norska skrefinu fagnað  Formaður fjárlaganefndar segir stefnubreytingu norsku stjórnarinnar ekki breyta eðli Icesave-málsins  Sigmundur Davíð segir Finna standa með Íslandi Eftir Hlyn Orra Stefánsson og Baldur Arnarson „VIÐ [í stjórnarflokkunum] höfum alltaf talið að sú aðstoð sem við fáum hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum eigi að vera óháð Icesave-málinu,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og formaður fjárlaganefndar, um þá stefnubreyt- ingu Norðmanna í Icesave-málinu að lán Norður- landanna skuli óháð afgreiðslu þess, líkt og endur- skoðun annarrar áætlunar AGS fyrir Ísland. Guðbjartur segir afstöðu Norðmanna þó eina og sér ekki breyta eðli málsins. Um erfiða milliríkja- deilu sé að ræða sem brýnt sé að ljúka sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir tíðindin ekki koma á óvart, þau séu í samræmi við það sem framsókn- armenn fengu að heyra í tíðræddri Noregsferð. Hann hafi átt símafund með Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, fyrir skömmu, þar sem fram hafi komið greinilegur stuðningur við málstað Íslands. Öðru máli gegni um Dani. Vandamálið í Danmörku og Svíþjóð „Þeir segja okkur að Finnar séu okkur velvilj- aðir en að vandamálið sé hins vegar í Svíþjóð og Danmörku, og ekki síður meðal embættismanna í þeim löndum heldur en stjórnmálamanna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, kveðst hafa fundið í samskiptum við starfsbræður sína á Norðurlöndunum að þörf væri á betri útskýringum á málinu. Starfsbræðurnir hafi hins vegar séð, þegar málið hafi verið útskýrt fyrir þeim, að rétt og sanngjarnt sé að tengja end- urskoðun hjá AGS ekki við afgreiðslu Icesave. „Ég hef aldrei viljað trúa því fyrr en í fulla hnefana að Norðurlöndin myndu ekki standa með okkur.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, segir tíð- indin bæði gleðileg og mikilvæg. „Þetta er það sem ég alltaf þóttist vita að þegar umræðan er opnuð til almennings erlendis og hættir að vera fárra manna tal í leynd þá breytist allt.“ BJARNI Bene- diktsson, formað- ur Sjálfstæðis- flokksins, segir sér ekki hafa ver- ið kunnugt um að meðal þess sem eignarhaldsfélag- ið Vafningur lagði fram sem trygg- ingar vegna láns frá Glitni, voru eignir keyptar með fé úr bótasjóði Sjóvár og seldar Vafningi. DV hefur undanfarna daga og vik- ur sagt fréttir af meintum tengslum Bjarna við viðskipti Vafnings sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Í Kastljósviðtali í gær- kvöldi voru þessi viðskipti til um- ræðu og var Bjarni spurður út í tengsl hans við þau. „Mín aðkoma er nákvæmlega þessi: að fara niður í Glitni með um- boð frá hluthöfum í þessu félagi, og veita Glitni tryggingar fyrir láni sem Glitnir var að veita Vafningi,“ sagði Bjarni. „Aðra aðkomu hafði ég ekki að málinu, tók ekki þátt í samningum við Glitni um lánveitinguna og hafði ekki á þessum tíma fulla yfirsýn yfir það hvaða eignir voru í Vafningi.“ Hann hafi því ekki tekið ákvörðun um að byggingar í Makaó og breskar verslanir, sem keyptar voru fyrir fé úr bótasjóði Sjóvár, yrðu lagðar fram sem hluti tryggingar. Þá benti hann á að félög eða gern- ingar sem hann hafði aðkomu að væru ekki til rannsóknar, heldur meðferð bótasjóðs Sjóvár og kaup tryggingafélagsins á áðurnefndum eignum. „Ég hafði ekkert með þau kaup að gera og var ekki í stjórn Sjó- vár og ætla ekki að taka á mig ábyrgð fyrir það sem gerðist þar.“ Vissi ekki hvað var til tryggingar Bjarni ræðir um aðkomu að Vafningi Bjarni Benediktsson „ÉG myndi svo sannarlega lýsa þessu sem óvenju- legu tilviki. Þeir sem sniðganga slíka fundi á ferð sinni um Brussel eru jafnan einræðisherrar frá Mið-Asíu. Því myndi ég án efa halda að evr- ópskur þjóðhöfðingi eða forsæt- isherra myndi alla jafna mæta á fundi með blaðamönnum eftir fundi með Barroso,“ segir Toby Vogel, blaða- maður hjá European Voice, systurriti Economist. Vogel lét aðspurður þessi orð falla eftir að ljóst varð að Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra myndi ekki gefa kost á viðtali að loknum fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í dag. En Georgi Gotev, ritstjóri ESB-vefjarins Eur- Activ, staðfesti að einn blaðamanna sinna hefði fengið þau boð að ekki yrði af slíkum fundi. Jóhanna sagði við Morgunblaðið í fyrradag að ekki væri um leynifund að ræða og hún myndi gera grein fyr- ir fundinum að honum loknum. Undir einstökum ríkjum komið Inntur eftir því hvort Icesave-málið kunni að hafa sett strik í aðildarferlið segir Vogel ljóst að framkvæmda- stjórnin muni ekki gefa það uppi opin- berlega. „Málið er að eftir að form- legu mati framkvæmdastjórnarinnar lýkur er það undir einstökum aðildar- ríkjum komið að ákveða hvenær aðildarviðræður hefjast. Það er ef til vill áhugavert í þessu samhengi að rifja upp að Makedónía hefur verið formlegt umsóknarríki í hátt í fimm ár en samt ekki tekist að hefja aðildarferlið vegna andstöðu eins aðildarríkis, Grikklands. Þannig að ef Bretar og Hollendingar kjósa að leggja stein í götu umsóknarinnar geta þeir vissulega stöðvað aðild- arferlið […] Embættismenn hafa tjáð mér að Icesave-málið sé alvarlegt mál sem þurfi að leysa áður en Ísland get- ur færst nær aðild. Vonir stóðu til að málið yrði leyst áður en formlegu mati framkvæmdastjórnarinnar lýk- ur. Ég ætla að málið geti vafist fyrir.“ Óvenju- legt tilvik Jóhanna Sigurðardóttir Fréttamenn í Brussel undrandi á að fá ekki fund með Jóhönnu UNGLINGAR fylgjast spenntir með hljómsveit- inni Agent Fresco á árlegu hátíðinni Kærleikar í Laugardal. Hátíðin er samstarfsverkefni þriggja skóla, Langholtsskóla, Vogaskóla og Laugalækj- arskóla, og þriggja félagsmiðstöðva, Þrótt- heima, Buskans og Laugó. Eru það unglingarnir sjálfir sem skipuleggja hátíðina og sjá um alla umgjörð. Þá hefur lag verið samið og barm- merki hönnuð í tengslum við hátíðina. Unglingar í Laugardal skipuleggja tónleika og ball á hverju ári Kærleiksríkir unglingar í Laugardal Morgunblaðið/Gollif SKRIÐUR er kominn á kjara- viðræður vegna starfsmanna hjá álveri Norðuráls á Grundartanga skv. upplýs- ingum Verka- lýðsfélags Akra- ness. 8 fundir um nýjan kjara- samning hafa verið haldnir hjá ríkissáttasemjara. Í umfjöllun á heimasíðu verkalýðs- félagsins segir að lítið sé byrjað að ræða launaliðina. Formaður verka- lýðsfélagsins kynnti fyrir samn- inganefnd Norðuráls launasam- anburð á launum Norðuráls, Elkem Ísland og Alcan. „Formaður hefur tjáð forsvarsmönnum Norðuráls að Verkalýðsfélag Akraness muni ekki skrifa undir nýjan kjarasamning fyrr en leiðrétting hefur farið fram á launakjörum starfsmanna Norð- uráls til samræmis við launakjör áð- urnefndra verksmiðja. Frá þessari kröfu mun félagið ekki hvika.“ Ætla ekki að hvika frá kröfu um leiðréttingu launa Kjaradeilan er óleyst á Grundar- tanga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.