Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 Björn Bjarnason er einn at-hafnasamasti ráðherra síð- ustu áratuga. Og enginn ráðherra annar hefur fremur unnið fyrir opnum tjöldum en hann. Heima- síða hans gefur glögga mynd af störfum hans sem ráðherra og hvernig þessi eljumaður hefur nýtt tíma sinn í opinberum störf- um sem öðrum.     Það eru því aðvonum margir sem meta hann mjög sem stjórnmála- mann. Og and- stæðinga á hann að sama skapi marga. Ekki síst er þá að finna í hópi þeirra sem gengu erinda Baugsmanna, sem töldu það þjóna málstað sínum að gera dóms- málaráðherrann tortryggilegan.     Því hefur verið haldið framvíða, einnig á síðum Morgun- blaðsins, að Björn hafi sem dóms- málaráðherra ætlað sér meðvitað að skipa tvo saksóknara til að hafa yfirumsjón með rannsókn bankahrunsins. Og þessir tveir hafi verið til þess vanhæfir, vegna spurninga sem kunna að tengjast mönnum þeim mjög ná- komnum. Björn hefur marglýst hvaða hlutverki hann ætlaðist til að þessir tveir menn skiluðu. Ekki er nein ástæða né rök til að draga þá lýsingu í efa. Þáttur Björns í að koma á þeirri rann- sóknarskipan vegna bankahruns sem nú er, liggur einnig ótvírætt fyrir.     Vanhæfni vegna ættartengsla ervandmeðfarin, sérstaklega í litlu landi. Það er fyrst og fremst þeirra sem rætt er við um að tak- ast á við tiltekin verkefni að hafa frumkvæði að því að upplýsa um ef hæfnisskilyrði kunna að koma í veg fyrir það. Þetta er ætíð rétt að hafa í huga, þótt það snerti ekki meginefni þess sem hér hef- ur verið nefnt. Björn Bjarnason Björn og bankarannsóknin Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -3 skýjað Lúxemborg 3 þoka Algarve 15 skýjað Bolungarvík -1 léttskýjað Brussel 3 léttskýjað Madríd 13 heiðskírt Akureyri -4 skýjað Dublin 8 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Egilsstaðir -6 alskýjað Glasgow 0 snjóél Mallorca 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -1 léttskýjað London 4 súld Róm 9 súld Nuuk 3 léttskýjað París 10 skýjað Aþena 4 léttskýjað Þórshöfn -2 heiðskírt Amsterdam 3 léttskýjað Winnipeg -13 skafrenningur Ósló -5 snjókoma Hamborg 2 skýjað Montreal -11 skýjað Kaupmannahöfn -1 skýjað Berlín 2 skýjað New York -1 alskýjað Stokkhólmur -1 snjókoma Vín 3 slydda Chicago -4 þoka Helsinki -5 heiðskírt Moskva -3 snjókoma Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 4. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.49 0,4 10.01 3,9 16.13 0,5 22.30 3,6 9:59 17:25 ÍSAFJÖRÐUR 5.57 0,3 11.57 2,2 18.22 0,3 10:19 17:15 SIGLUFJÖRÐUR 2.16 1,2 8.05 0,1 14.32 1,2 20.38 0,2 10:02 16:58 DJÚPIVOGUR 0.59 0,2 7.03 2,0 13.12 0,3 19.25 2,0 9:32 16:51 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Austlæg átt, 8-13 m/s og snjó- koma eða slydda sunnanlands, en annars hægari og úrkomulít- ið. Frostlaust með suðurströnd- inni, en annars vægt frost. Á laugardag Austan og norðaustan, víða 5- 10 m/s. Snjókoma eða slydda NA-til, en stöku slydduél með suðaustur- og norðurströnd- inni. Annars skýjað með köfl- um. Yfirleitt frostlaust með ströndinni en annars 1 til 10 stiga frost. Á sunnudag Áframhaldandi austlæg átt með slyddu eða snjókomu norðaustan- og austantil, eink- um á Austfjörðum, en bjart að mestu SV-lands. Hiti breytist lítið. Á mánudag Austanátt og fremur úrkomu- samt, einkum austantil. Heldur hlýnandi í bili. Á þriðjudag Austlæg átt, él suðaustan- og austanlands, en annars úr- komulítið. Kólnar aftur. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sums staðar snjókoma með köflum við S- og SA-ströndina. Frost 1 til 12 stig, en hiti um eða rétt yfir frostmarki við suður- og suðvesturströndina. árið 2007. Janúarumferðin hefur því ekki dregist saman á liðnum árum fyrr en nú á árinu 2010. Umferðin á Suðurlandi minnkaði á milli jan- úarmánaðanna um 5,6 %. Samdráttur er einnig mikill á höfuðborgarsvæðinu eða 3,6%. Heldur minni samdráttur er á Vesturlandi eða 1,4%. Um- ferðin eykst, aftur á móti, á Norður- og Austur- landi eða um 4,0% og 1,3%. Á sama tíma í fyrra jókst umferð milli ára á Suð- urlandi og höfuðborgarsvæðinu um 11,3% og 1,2 en dróst saman á Austur- og Norðurlandi um 13,2% og 1,8. sisi@mbl.is Dró úr umferð í janúarmánuði  Færðin með eindæmum góð en bensínhækkanir taldar hafa haft áhrif TALSVERT minni umferð var í nýliðnum janúar en á sama mánuði í fyrra. Umferðin á 16 talningar- stöðum á hringveginum var ríflega 3 prósentum minni, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Þetta er athyglisvert þegar haft er í huga að færð var með eindæmum góð í janúar á landinu öllu. Þeir sem til þekkja telja að samdráttinn megi rekja til hækkunar á bensíni og gasolíu. Mest dróst umferðin saman á Suðurlandi en hún jókst hinsvegar á Norður- og Austurlandi. Umferðin í janúar í fyrra var meiri en hún var 2008 sem þá mældist með örlítið meiri umferð en Morgunblaðið/Ómar ÞURRT og kalt veður, eins og verið hefur undanfarið, eru góð skilyrði til svifryksmengunar og því hefur Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar sent frá sér til- kynningu þar sem minnt er á að styrkur svifryks verði líklega yfir heilsuverndarmörkum við miklar bílaumferðargötur í Reykjavík næstu daga. Þeir sem eru með við- kvæm öndunarfæri, astma eða lungnasjúkdóma finna fyrir svif- ryksmengun yfir heilsuverndar- mörkum og ættu því að forðast miklar bílaumferðargötur næstu daga. Til að draga úr svifryksmengun ætti fólk að nota naglalaus vetrar- dekk, aka hægar, nota almennings- samgöngur, hjóla og ganga. Svifryk yfir mörkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.