Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 GUÐMUNDUR G. Gunnarsson, verk- efnisstjóri og bæj- arfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Álfta- nesi, í prófkjöri flokksins sem fram fer þann 6. febrúar nk. Guðmundur sækist eftir fyrsta sæti KOSIÐ verður til sveitar- stjórna hér á landi í maí næst- komandi. Morgunblaðið mun þangað til reglulega birta frétt- ir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar árið 2010 HILDUR Dungal, lögfræðingur og fyrrum forstjóri Útlendingastofn- unar, hefur ákveð- ið að gefa kost á sér í 2. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi, sem fram fer þann 20. febrúar nk. Hildur Dungal vill 2. sæti í Kópavogi ÖRN Jónasson, viðskiptafræð- ingur, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-4. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Mosfellsbæ, í próf- kjöri flokksins sem fram fer þann 6. febrúar nk. Örn Jónasson sækist eftir 2.-4. sætinu ERLING Ásgeirs- son, framkvæmda- stjóri og formaður bæjarráðs Garða- bæjar, gefur kost á sér í 1. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Garða- bæ sem fram fer þann 6. febrúar næstkomandi. Erling Ásgeirsson stefnir á 1. sæti STURLA Þor- steinsson, kennari og varabæjar- fulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ, sem fram fer þann 6. febrúar nk. Sturla Þorsteinsson stefnir á 4. sæti STUTT FORVAL Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar í vor verður haldið laugardaginn 27. febrúar nk. Eftirtaldir gefa kost á sér: Arn- þór Sigurðsson, kjötiðnaðarmað- ur og nemi í tölvunarfræði, Guð- björg Sveinsdóttir, geðhjúkrunar- fræðingur, Guðný Dóra Gests- dóttir, ferðamálafræðingur, Gunnar Sigurðsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, Hregg- viður Norðdahl, jarðfræðingur, Karólína Einarsdóttir, líffræð- ingur, Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og bæjarfulltrúi og Þórir Steingrímsson, rannsóknarlög- reglumaður. Átta gefa kost á sér Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MAÐUR sem býr í fjölbýlishúsi við Fornhaga í Reykjavík hefur á rúm- lega einu ári höfðað þrjú dómsmál á hendur nágrönnum sínum og hús- félaginu. Í einu málinu er Húseig- endafélaginu og lögfræðingi hjá fé- laginu einnig stefnt. Maðurinn hefur tapað tveimur þessara mála og verið dæmdur til að greiða þeim sem hann stefndi fyrir dóm samtals 820.000 krónur. Maðurinn naut að- stoðar Sigurðar Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns í a.m.k. hluta af málunum. Vildi fá 115.000 krónur en skuldaði 150.000 krónur Fyrsta málið er frá því í janúar 2009 en þá krafðist maðurinn þess að húsfélagið yrði dæmt til að greiða honum um 115.000 krónur fyrir viðhaldsvinnu fyrir húsfélagið. Ef ekki yrði fallist á það krafðist hann að kona sem býr í sama stiga- gangi yrði dæmd til að greiða reikninginn enda hefði hún samið við hann um verkið. Konan sagði á hinn bóginn að hún hefði sagt að hann gæti fengið 15.000 krónur fyr- ir verkið, að því gefnu að aðrir í stigaganginum myndu samþykkja það. Hún benti einnig á að aðrir íbúar í stigaganginum hefðu unnið að viðhaldi án þess að gera hús- félaginu reikning. Fram kom að á þessum tíma skuldaði maðurinn húsfélaginu 150.000 krónur. Hann tapaði málinu og var dæmdur til að greiða konunni og húsfélaginu sam- tals 120.000 krónur í málskostnað. Lögmaður mannsins í þessu máli var Sigurður Gizurarson hrl. „Vegna samskiptaerfiðleika“ Með þessum dómi var deilum mannsins við nágranna sína alls ekki lokið, raunar þvert á móti. Í ágúst 2009 stefndi hann átta ná- grönnum sínum, húsfélaginu og Húseigendafélaginu fyrir dóm. Stefnan er mikil að vöxtum eða alls 37 blaðsíður og því lengri en ákær- an í Baugsmálinu, svo dæmi sé tek- ið. Að þessu sinni flutti maðurinn málið sjálfur en hann er ekki lög- lærður. Þessu máli var vísað frá dómi. Í niðurstöðum Sigrúnar Guðmunds- dóttur héraðsdómara segir m.a. að mál þetta „sé tilkomið vegna erfið- leika í samskiptum hans og annarra íbúa“. Í málinu sé ekki gerð krafa um peningagreiðslur né um viður- kenningu á tiltekinni kröfu heldur sé gerð krafa um að „atferli“ þeirra sem er stefnt sé ólögmætt. Með þessu sé verið að krefja dóminn um álit á ýmsum lögfræðilegu efnum en slíkt standist ekki lög um einka- mál. Þar að auki sé lýsing málssá- stæðna ekki gagnorð og skýr, sam- hengið óljóst sem og sakarefnið og ekki sé heldur gerð grein fyrir því hvaða kröfur eru gerðar á hendur hverjum og einum. Maðurinn var dæmdur til að greiða þeim sem hann stefndi 50.000 krónur í máls- kostnað, samtals 500.000 krónur. Þessa frávísun kærði maðurinn til Hæstaréttar Eins og fyrr segir flutti mað- urinn þetta mál sjálfur í héraði og það gerði hann einnig í Hæstarétti. Í greinargerðum lögmanna ná- granna hans og Húseigendafélags- ins til Hæstaréttar kemur reyndar fram að undir rekstri málsins í hér- aðsdómi hafi maðurinn sagt að Sig- urður Gizurarson hafi útbúið stefn- una fyrir sig. Bar sakir á dómarann Í kærunni til Hæstaréttar segir að réttur hafi verið illilega brotinn á honum og að íslensk réttarþróun færi mikils á mis ef málið fengi ekki efnisdóm. Þá sakar hann hér- aðsdómarann um að hafa virt að vettugi þá skyldu sína að leiðbeina ólöglærðum manni sem flytur mál sitt fyrir dómi. Dómarinn hafi reyndar tvívegis „vísvitandi“ látið bóka að hún hefði gætt leiðbeining- arskyldu. „Kærandi lítur svo á, að dómarinn hafi með röngum yfirlýs- ingum sínum og bókunum vísvit- andi falsað gögn héraðsdómsmáls- ins,“ segir í kærunni. Atferli dómarans varði við almenn hegn- ingarlög og við þeim liggi 2-3 ára fangelsi. Þá hefði athugsemd dóm- arans um að kæra til Hæstaréttar kynni að kosta mikil fjárútlát verið til þess fallin að hræða manninn frá því að leita réttar síns. Kæran varð til lítils því Hæsti- réttur staðfesti frávísun málsins frá héraðsdómi sl. mánudag, í mjög stuttorðum dómi. Maðurinn var um leið dæmdur til að greiða þeim sem hann stefndi 200.000 krónur í máls- kostnað Meiðyrðamál í pípunum Í nóvember sl. höfðaði maðurinn þriðja málið, að þessu sinni gegn þremur nágrönnum sínum sem mynda stjórn húsfélagsins, gegn lögfræðingi hjá Húseigendafélag- inu og gegn Húseigendafélaginu. Að þessu sinni krafðist maðurinn þess að hinir stefndu greiddu hon- um eina milljón króna vegna „ólög- legrar aðfarar og meiðyrða gagn- vart sér“. Hann sakar stjórn húsfélagsins m.a. um að hafa aldrei boðað sig á stjórnarfundi, þó að hann sé í stjórn og um að hafa meinað hon- um að sjá bókhaldsgögn. Þá sakar hann lögfræðing Húseigendafélags- ins um að taka þátt í aðför gegn sér með tveimur bréfum sem bera fyrirsögnina „Áskorun um betri samskiptahætti“. Bæði bréfin séu full af ósannindum, níði og rang- færslum. Málið verður tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur 9. febrúar næstkomandi. Hefur þrisvar stefnt nágrönnum fyrir dóm Formaður Húseigendafélagsins segir að kröfur mannsins séu „sannkölluð steypa“ Morgunblaðið/Heiddi Fornhagi Þrjú dómsmál á hendur nágrönnum á rúmu ári. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigenda- félagsins og hæstaréttarlögmaður, hefur varið Húseigendafélagið í þeim málum sem maðurinn hefur höfðað gegn því. Einnig var hann til varna fyrir átta nágranna mannsins í því máli sem Hæstiréttur vísaði frá dómi sl. mánudag. Í greinargerð Sigurðar, sem ítarlega er vísað til í héraðsdómnum, segir að málatilbúnaður mannsins sé „allur með endemum og ólíkindum og fari ber- lega í bága við réttarfarslög í flestum atriðum. Hann er sannkölluð steypa eins og stundum er sagt. Á það við um aðildina, kröfugerðina, reifun málavaxta og málsástæðna og lagalegan rökstuðning, sem byggist að mestu á ranghugmyndum, rangtúlkunum og lagalegum misskiln- ingi. Kröfugerðin er út og suður, óljós og ruglingsleg.“ Þá sé sakar- efnið óljóst og kirfilega falið í málalengingum og vaðli. Máltilbún- aðurinn sé skólabókardæmi um „forkastanlegan málatilbúnað og lagalegt og réttarfarslegt gönuhlaup.“ Dómur sem myndi fallast á kröfurnar gæti aldrei orðið annað en „réttarfarslegt stórslys“. Veldur ama, leiðindum, fyrirhöfn og kostnaði Sigurður bendir á að það sé ekkert gamanmál að þurfa að verja hendur sínar í dómsal. Vitaskuld sé rétturinn til að leita til dómstóla heilagur en þeim rétti fylgi ábyrgð. „Menn eiga ekki að komast upp með að misnota málshöfðunarréttinn og draga Pétur og Pál fyrir dóm að ósekju og óþörfu. Menn eiga ekki að komast upp með að stefna saklausu fólki til hægri og vinstri og valda því ama, leið- indum, fyrirhöfn og kostnaði sem fylgir því að taka til varna í dóms- máli.“ Þessu hafnaði maðurinn og sagði kröfugerð sína skýra og glögga. Skólabókardæmi um réttarfarslegt gönuhlaup Sigurður Helgi Guðjónsson Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐHERRA var heitt í hamsi á Alþingi í gær þar sem m.a. var rætt um hvort heppilegt hefði verið að fá vanan samningamann til að leiða viðræður um Icesave í stað Svavars Gestssonar. „Það er mál að þessu linni!“ hrópaði Steingrímur J. Sigfússon í ræðupúlti. „Það skal verða öllum til skammar, sem reyna að vera á ómerkilegum mannaveið- um í þessu máli, til að komast burtu frá eigin ábyrgð.“ Steingrímur benti á að fyrri ríkis- stjórn hefði ekki kallað til erlendan sérfræðing til að leiða samninga- nefnd sem hún skipaði, heldur Bald- ur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra. Ekki væri þó rétt að sakast við Baldur eða aðra sem að beiðni stjórnvalda tóku að sér að reyna að leysa þetta ömurlega Ice- save-mál, heldur frekar þá sem leyfðu vandanum að verða til. Einnig voru gerð að umtalsefni ummæli Steingríms frá í fyrradag þar sem hann sagðist telja að brátt kæmu fram upplýsingar sem ekki hefði verið hægt að nota í opinberri umræðu en myndu skýra hversu erf- ið staða stjórnvalda væri. Benti Illugi Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, á að ríkis- stjórnin hefði ítrekað haldið því fram að öll gögn í málinu lægju fyrir sem bersýnilega stangaðist á við áð- urnefnd ummæli Steingríms. Ráðherrann svaraði því þannig til að vegna umfjöllunar í hollenska þinginu hefðu nýjar upplýsingar komið fram á síðustu dögum. Þá benti hann á að í möppum þing- manna lægju trúnaðargögn sem hefði ekki mátt nota í opinberri um- ræðu. Loks sagði hann ástæðu til að ætla að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis myndu birtast upplýsingar sem aðrir innan stjórnsýslunnar hefðu ekki haft aðgang að. Gagnrýndi mannaveiðar á Alþingi  Hart tekist á í umræðum á Alþingi í gær  Fjármálaráðherra sagði mál að ómerkilegum mannaveiðum linnti  Rætt um meint leyniskjöl í Icesave-málinu Morgunblaðið/Ómar Reiður Ráðherra sagði mál að ómerkilegum mannaveiðum linnti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.