Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 www.nyherji.is DAGSKRÁ FUNDARINS: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 4.5. gr. í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild stjórnar til aukningar hlutafjár sbr. 41. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast veita öðrum umboð, verða að gera það skriflega. Ársreikningur og tillögur sem lagðar verða fram á fundinum birtast á vef félagsins, www.nyherji.is, þann 5. febrúar nk. Aðalfundur Nýherja hf. verður haldinn í ráðstefnusal félagsins, Borgartúni 37, föstudaginn 19. febrúar 2010 kl. 16.00. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÓÁNÆGJA ríkir meðal íbúa nokk- urra byggðarlaga á Norðvesturlandi með hugmyndir Vegagerðarinnar um styttingu hringvegarins. Vilja íbúar bæði Húnavatnshrepps og Blönduóss hafna tillögum um nýjar stofnbrautir, líkt og gert var í Skaga- firði. Sú ákvörðun leiddi hins vegar til þess að staðfestingu aðalskipulags sveitarfélagsins var frestað á þeim svæðum sem hringvegurinn á að liggja um. Stefán Erlendsson, forstöðumaður lögfræðideildar Vegagerðarinnar, segir ekki hafa verið tekna afstöðu til þess hvort óskað verði sérstakrar svæðisskipulagsmeðferðar á þessum stöðum líkt og gert var í Skagafirði. En málefni þess sveitarfélags eru nú á borði umhverfisráðherra. „Við ger- um þó ráð fyrir að þau mál verði skoðuð ofan í kjölinn,“ segir hann. Vegalög gera ráð fyrir nánu sam- ráði milli Vegagerðar og sveitarfé- laga og segir Stefán almennt tekið tillit til þess. Skipulagsvaldið sé vissulega hjá sveitarfélögunum, en þeim beri þó að taka tillit til hug- mynda Vegagerðarinnar. „Það kem- ur skýrt fram í lögunum að samráð eigi að vera þarna á milli og að sveit- arfélögin verði að rökstyðja það sér- staklega treysti þau sér ekki til að samþykkja skipulag í samræmi við hugmyndir samgönguyfirvalda og Vegagerðar.“ Vegalögin frá 2007 styrki stöðu Vegagerðarinnar hvað þetta varði og ekki síst með tilkomu ákvæðis er lít- ur að umferðaröryggi. „Lögin kveða á um að óheimilt sé að hverfa frá til- lögu sem felur í sér meira umferðar- öryggi.“ Yfirleitt sé þó reynt að ná nið- urstöðu sem sátt ríki um og vonar hann að svo verði einnig í málefnum Blönduóss og Húnavallahrepps. Hugmyndir Vegagerðarinnar um svonefnda Svínavatnsleið, sem stytt- ir hringveginn um 12,6 km og leiðir umferðina framhjá Blönduósi, mætir takmarkaðri hrifningu hjá bæjar- búum. Líkt og hugmyndir Vega- gerðarinnar um styttingu hringveg- arins um 6,3 km með því að sneiða framhjá Varmahlíð mættu hjá íbúum Skagafjarðar. Eru alfarið á móti „Íbúafundurinn [sem haldinn var á þriðjudagskvöldið] lagðist alfarið gegn þessum hugmyndum,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Ljóst megi telja að færsl- an hafi mikil efnahagsleg áhrif á Blönduós. „Hér hefur þjóðvegurinn legið í gegn í óratíma og verslun og þjónusta m.a. byggst upp með tilliti til hans.“ Fólksfækkun, flótti fyrir- tækja úr byggðarlaginu og aðrar bú- sifjar geri sveitarfélaginu mjög erfitt fyrir að samþykkja hugmyndir Vega- gerðarinnar. „Auðvitað höfum við samúð með þessum sjónarmiðum, en menn verða líka að hafa samúð með okkar sjónarmiðum,“ segir hann. En líkt og Jens P. Jensen, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, setur hann stórt spurningarmerki við að þessar vega- lagningar teljist til brýnustu sam- göngumála á Íslandi í dag. Samningsleiðin yfirleitt reynd í vegamálum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Út úr kortinu? Verði Svínavatnsleið lögð, mun Blönduós ekki lengur vera við hringveginn.  Vegalög styrkja stöðu Vegagerðar gegn sveitarfélögunum Breytt lega hringvegarins í Skagafirði Varmahlíð Núverandi lega hringvegarins Ný veglína H ei m ild og m yn d: Ve ga ge rð in Til B lönd uós ar Til Akureyrar Í 28. Grein vegalaga nr. 80 frá 2007 er kveðið svo á að Vega- gerðinni sé heimilt að krefja sveitarfélög um greiðslu fyrir þann viðbótarkostnað sem af því hlýst að velja aðra leið en hugmyndir Vegagerðarinnar gera ráð fyrir. „Þetta ákvæði var líka í eldri lögunum, en hefur aldrei verið nýtt,“ segir Stefán Erlendsson, forstöðumaður lögfræðideildar Vegagerðarinnar. „Sveitar- félögum hefur stundum verið bent á þessa reglu, en hingað til hefur ekki reynt á beitingu hennar.“ Sveitarfélög þurfi hins vegar að taka tillit til kostnaðar við vegagerð líkt og lög kveði á um. Hann segir ekki hafa verið rætt um að virkja þetta ákvæði nú frekar en áður. „Ég á ekki von á að tekið verði öðru vísi á málum en hingað til,“ segir hann en útilokar það þó ekki ef ástæða reynist til. Heimilt að rukka sveitarfélögin HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann á áttræðisaldri í 2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa tælt unga stúlku með gjöfum, m.a. peningum, skart- gripum og fatnaði og með öðrum hætti til að hafa við sig nánast dag- lega samræði og önnur kynferð- ismök í 4 ár frá byrjun árs 2002 þeg- ar stúlkan var 14 ára. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlk- unni 1,2 milljónir í miskabætur. Stúlkan kvaðst hafa séð manninn fyrst árið 2000 þegar hún var 13 ára og að vinna í verslun. Fljótlega hefði maðurinn farið að bjóða henni heim til sín. Eftir nokkur skipti hefði mað- urinn beðið hana um að afklæðast og tekið af henni vídeómyndir og síðan farið að hafa við hana samfarir. Mað- urinn viðurkenndi að hafa átt kyn- ferðislegt samneyti við stúlkuna en sagði það hafa hafist nokkrum árum eftir að þau kynntust. Dómurinn taldi hins vegar framburð stúlk- unnar og vitna stöðugan og trúverð- ugan og segir í niðurstöðu sinni að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að manninum hafi frá upphafi verið kunnugt um réttan aldur stúlkunnar og ljóst að maðurinn nýtti sér yfir- burði sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar. Dæmdur í tveggja ára fang- elsi fyrir kynferðisbrot VINNUMÁLASTOFNUN bárust fjórar hópuppsagnir í janúarmánuði þar sem sagt var upp 60 manns. Um er að ræða fyrirtæki í mann- virkjagerð og upplýsinga- og útgáfu- starfsemi. Ástæður uppsagnanna eru verk- efnaskortur, endurskipulagning og rekstrarerfiðleikar. Þessar hóp- uppsagnir koma til framkvæmda á tímabilinu febrúar til júlí 2010, flestar í apríl. Flestar uppsagnanna eru á höfuðborgarsvæðinu. Alls bárust Vinnumálastofnun til- kynningar um uppsagnir 1.789 manns á árinu 2009 í hópuppsögnum. Langstærstur var fjöldinn í mann- virkjagerð (42%) og svo fjármála- starfsemi (18%), en einnig í iðnaði (12%) og flutningastarfsemi (9%). Vinnumálastofnun greiddi um mánaðamótin um 1.988 milljónir í at- vinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. desember til 19. janúar. Greitt var til tæplega 15.700 einstaklinga. egol@mbl.is 60 manns sagt upp í hópuppsögnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.