Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 Ljósmynd/Dan Johnson Stolt David Square, sem skrifaði bók um Fálkana, og Greg Selinger, for- sætisráherra Manitoba, minna á hverjir ruddu brautina, þegar hlaupið var með ólympíukyndilinn um Winnipeg á dögunum. FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is AÐSTANDENDUR Fálkanna frá Winnipeg í Kanada, fyrstu heims- og ólympíumeistara sögunnar í íshok- kíi, hafa brugðist harkalega við rangfærslum blaðsins Vancouver Sun þess efnis að Fálkarnir hafi ekki verið fyrstu ólympíumeistararnir. Þeir hafa meðal annars hafið fjár- söfnun vegna fyrirhugaðra auglýs- inga um hið gagnstæða í öðrum fjöl- miðlum í Vancouver í tengslum við Vetrarólympíuleikana, sem verða þar síðar í mánuðinum. Allir leikmenn Fálkanna að einum undanskyldum áttu rætur að rekja til Íslands. Íshokkí var í fyrsta sinn keppnisgrein á Ólympíuleikum, þeg- ar þeir voru haldnir í Antwerpen í Belgíu 1920. Fálkarnir kepptu fyrir hönd Kanada og urðu ólympíu- meistarar. Toronto Granites endur- tók leikinn fyrir hönd Kanada í Frakklandi fjórum árum síðar. Opinber staðfesting Lengi héldu ýmsir í Toronto og nágrenni því fram að leikmenn To- ronto Granites hefðu verið fyrstu ól- ympíumeistararnir, því vetrarleikar hefðu ekki byrjað fyrr en 1924. Þeg- ar íshokkíyfirvöld í Kanada tóku undir þetta í aðdraganda vetraról- ympíuleikanna í Salt Lake City 2002 brugðust aðstandendur Fálkanna við með þeim árangri að það var op- inberlega viðurkennt að Fálkarnir hefðu verið fyrstu meistararnir og rutt brautina. Þessu til staðfestingar lék kanadíska landsliðið í eftirlík- ingu af treyjum Fálkanna í fyrsta leik keppninnar það árið. Síðan 2002 hefur Fálkanna verið minnst með margvíslegum hætti og þess gjarnan getið að þar hafi farið fyrstu ólympíumeistarar sögunnar í íshokkíi. Hins vegar brá svo við fyrir skömmu að Vancouver Sun sagði að gull Fálkanna væri ekki hluti af op- inberu gullsafni Kanada á Ólympíu- leikum vegna þess að það hafi unnist á sumarleikum en ekki vetrar- leikum. Brian Johannesson og kona hans Carole voru fulltrúar Fálkanna í hófi kanadísku ólympíunefndarinnar þegar Fálkarnir voru teknir inn í frægðarsetrið sumarið 2008, en einn helsti leikmaður Fálkanna, Konnie Johannesson (Konráð Jóhannesson), var faðir Brians. Hann hefur hrund- ið af söfnun til að auglýsa Fálkanna á Vetrarólympíuleikunum í Vancou- ver og reyna þannig að stöðva rang- færslurnar í eitt skipti fyrir öll. Aðstandendur Fálkanna í sókn Enn vegið að gullverðlaunahöfunum í íshokkíi á Ólympíuleikunum í Antwerpen í Belgíu 1920 Hafa hrundið af stað söfnun til að auglýsa staðreyndirnar um árangur liðsins í eitt skipti fyrir öll Fálkarnir frá Winnipeg í Kanada eru einu íþróttamennirnir af ís- lenskum uppruna sem hafa unnið til æðstu verðlauna á Ólympíu- leikum og enn er verið að reyna að hafa það af þeim. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NÝLIÐINN janúar var sá kaldasti í Danmörku í 23 ár og spáir danska veðurstofan að kuldakastið haldi áfram í febrúar og mars vegna kalds lofts frá Rússlandi og Síberíu. Meðalhitinn í Danmörku í janúar var -3,5 gráð- ur á Celsíus og gerir veðurstofan ráð fyrir svipuðu frosti að meðaltali í þessum mánuði en ætlar að frostið verði um tveimur gráðum minna að meðal- tali í mars. Um 300 strandaglópar En það er ekki aðeins kuldinn, sem hefur gert fólki í Danmörku lífið leitt að undanförnu. Í fyrri- nótt voru um 300 strandaglópar á Kastrup- flugvelli vegna mikillar snjókomu á þriðjudag. Á tímabili var aðeins ein flugbraut í notkun og varð að vísa mörgum flugvélum til Sturup-flugvallarins við Malmö í Svíþjóð. SAS varð að aflýsa um 50 flugferðum. Reynt var að gera vel við farþegana, sem komust hvorki lönd né strönd, og þeim útveguð teppi til að breiða yfir sig um nóttina og gefið vatn að drekka. Søren Hedegaard, upplýsingafulltrúi Kastrup-flug- vallar, sagði við fréttavef Jyllands-Posten að ferðalangarnir hefðu sýnt ástandinu á flugvell- inum mikinn skilning, en ástandið hefði smátt og smátt færst í eðlilegt horf í gær, þrátt fyrir seink- anir. Skafrenningur í gær olli víða ófærð. Miklar seinkanir urðu á lestarferðum til Kaupmanna- hafnar og almenn umferð gekk ekki sem skyldi. Sums staðar, eins og til dæmis í Salling, Mors og Thy, var íbúum ráðlagt að vera heima í gær og í Skive, Thisded og Morsø var fólk varað við því að aka um á bílum nema nauðsyn bæri til. Margir bílar voru fastir í sköflum og margir vegir, eink- um á fámennari stöðum, lokuðust. Reynt var að halda aðalbrautum opnum en umferðin var víða hæg. Hálka gerði líka ökumönnum lífið leitt í gær. Víða var varað við við hálkublettum, „svörtum ís“, einkum í vesturhluta landsins, og kennsla í skól- um var víða lögð niður. Áfram kuldakast í Danmörku  Umferð bíla og lesta víða á hraða snigilsins vegna snjókomu og skafrennings  Flugumferð beint til Svíþjóðar og fjölmargir strandaglópar á Kastrup-flugvelli Morgunblaðið/Kristinn Björn Vetur Það er kuldalegt í Nýhöfninni. TALSMENN Hvíta hússins hvika í engu frá ákvörðun Bar- acks Obama Bandaríkja- forseta um að eiga fund með Dalai Lama, andlegum leið- toga Tíbeta, og hafna þannig þrýstingi kínverskra stjórnvalda um að sniðganga leiðtogann. Kínversk stjórnvöld gagnrýndu í gær þá ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að ætla að ræða við Dalai Lama. Talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að Kínverjar væru algerlega andvígir hvers kon- ar viðræðum milli Bandaríkja- forseta og Dalai Lama. Áður hafði kínverska stjórnin gagnrýnt harð- lega þá ákvörðun stjórnar Baracks Obama að selja Taívan vopn að and- virði 6,4 milljarða dollara, rúma 800 milljarða króna. Til stendur að Dalai Lama fari í 10 daga ferð til Bandaríkjanna og verði í Washington 17.-19. febrúar en fari síðan til Kaliforníu og Flór- ída til þess að halda fyrirlestra. Obama vill hitta Dalai Lama Forseti Barack Obama tilbúinn. Kuldakastið í Danmörku hefur haldið mörg- um innandyra sem lengst en Jyllands-Posten huggar sig við að það er víða miklu kaldara en í Kaupmannahöfn og birtir kuldann í 10 köld- ustu höfuðborgunum. Astana, Kasakstan -52º C Ulaanbaatar, Mongólíu -49º C Minsk, Hvíta Rússlandi -40º C Ottawa, Kanada -37º C Helsinki, Finnlandi -33º C Búkarest, Rúmeníu -32º C Vilnius, Litháen -30º C Tallinn, Eistlandi -30º C Nuuk, Grænlandi -29,5º C Varsjá, Póllandi -29º C Víða töluvert mikið frost í veröldinni VA LHÖL L BÁSAR Mjúk kláðafrí ullarnærföt úr 100% Merino ull. 100% Merino ull sem heldur vel hita á líkamanum og dregur raka frá húðinni. fyrir börn fyrir fullorðna Verð bolur: 5.900 kr. Verð buxur: 4.700 kr. Verð bolur: 10.800 kr. Verð buxur: 9.500 kr. Kláð afrí ull Kláð afrí ull SPÓI Góð 100% Merino ullarnærföt sem halda barninu þurru og hlýju. fyrir ungbörn Verð bolur: 3.300 kr. Verð buxur: 2.900 kr. Kláð afrí ull

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.