Morgunblaðið - 04.02.2010, Page 17

Morgunblaðið - 04.02.2010, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 Galvösk Hún Lína litla langsokkur fer létt með að leggja sitt af mörkum í heilsuverndarátakinu Lífshlaupinu, svo orkumikil sem hún er, en hún mætti á opnunarhátíðina í Sjálandsskóla í gær. Árni Sæberg ÉG HEF með vax- andi undrun fylgst með umræðunni um kröfur Bretlands og Hollands á íslenska ríkið. Það liggur í aug- um uppi að þessi lönd skortir lagalegan grundvöll í þeirri EES-tilskipun sem vísað er til. Engu að síður velur ESB greinilega að fylgja kröfunum eftir af fullum þunga. Allt minnir þetta mig á atburð einn fyrir rúmum tíu árum, 1999. Þá var ég þingmaður Evrópu- þingsins og að auki formaður þeirrar þingnefndar sem sá um sambandið við hina aðilana innan EES, þ.e.a.s. löndin Ísland, Noreg og Lichtenstein. Þegar EES-samningurinn var gerður (1994), var ákveðið að greiða „EES-gjald“ í svokallaðan samheldnisjóð ESB. Gjaldið féll niður hjá þeim löndum, sem gengu í ESB 1995, þ.e. Svíþjóð, Austur- ríki og Finnlandi, þar sem þau greiddu venjulega ESB-gjaldið í staðinn. Hins vegar varð EES- gjaldið eftir hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. Við gerð EES-samningsins var gengið þannig frá málum að hér væri um einstakt gjald að ræða, sem greiðast ætti fyrstu fimm ár- in. 1999 krafðist ESB-stjórnin að gjaldið skyldi greitt fimm ár til viðbótar og eftir því sem ég best gat séð voru Spánverjar aðal- hvatamenn að þeirri kröfu. Land- ið, þ.e.a.s. Spánn, var á þeim tíma (sem nú) einn af stærstu þiggj- endum fjármagns frá nefndum sjóði. Sem nefndarformaður rannsak- aði ég málið gaumgæfilega. Ég kannaði öll tilheyrandi gögn, talaði sjálfur persónulega við þá, sem fyrir hönd Svíþjóðar sömdu um EES-samninginn, sem í tilviki Sví- þjóðar var fyrrverandi ráðherra Ulf Dinkelspiel. Niðurstöður rannsókna minna voru fullkomlega ljósar: ESB- stjórnin hafði engan lagalegan grundvöll fyrir kröfum sínum, það sem um var samið var gjald ein- vörðungu fyrstu fimm árin. Allir sem voru nokkurn veginn hlut- lausir aðilar málsins og allir sem tóku þátt í samningagerðinni stað- festu skilgreiningu mína. Þrátt fyrir það hélt ESB áfram að krefj- ast nýs gjalds og þetta endaði allt saman með því að fornu EFTA-löndin gáfu eftir og sam- þykktu að greiða gjaldið einnig fram- vegis. Gjaldið, sem greiða átti í eitt skipti, breyttist í ei- líft gjald. Ég spurði eitt sinn norsku nefnd- araðilana hvers vegna þeir hefðu samþykkt það sem var svo augljóslega rangt. Svar þeirra var að nýtt gjald væri líklega samt sem áður öruggasta leiðin. „Við vitum að þetta er rangt en ef við samþykkjum þetta ekki mun ESB sennilega hrella okkur á annan hátt, til dæmis með því að hindra útflutning á laxi til ESB-landanna.“ Í krafti stærðar þvingaði ESB þannig til sín fjármuni sem það hafði engan rétt til samkvæmt undirrituðum samningum. Það má einnig bæta því við að eftir 1999 hefur gjaldið snarhækkað (þá um 200 milljónir á ári fyrir Noreg). Samkvæmt nýjustu upplýsingum, sem ég hef fengið, skiptir gjald Noregs í dag milljörðum króna. Þetta er þess vegna ekki í fyrsta skiptið sem ESB brýtur gerða samninga til að framfylgja hagsmunum vissra aðildarríkja. Ég get ekki dæmt um hvað best er fyrir Ísland í þessu tilviki, það verða Íslendingar sjálfir að ákveða. En siðferðilega og laga- lega er þetta spurning um hreina valdastefnu, þegar ESB sem stór- veldi þvingar lítið og efnahagslega þjakað ríki til óréttlætanlegra eft- irgjafa. Slíkur verknaður kallast fjárkúgun og er vanvirðing í sam- skiptum lýðræðisríkja. Eftir Sören Wibe » Siðferðilega og laga- lega er þetta spurn- ing um hreina valda- stefnu, þegar ESB sem stórveldi þvingar lítið og efnahagslega þjakað ríki til óréttlætanlegra eftirgjafa. Sören Wibe Höfundur er prófessor í skógrækt- unarhagfræði og fyrrverandi þing- maður Evrópuþingsins. Lærdómssaga NÚ FYRIR skömmu kom Ís- lenska alþjóðabjörg- unarsveitin heim frá Haíti eftir erfiðan og strangan, en vel- heppnaðan björg- unarleiðangur. Leið- angur sem vakið hefur athygli jafnt innanlands sem ut- an. Ferð sveitar- innar og skjót viðbrögð hennar hafa vakið fjölmargar spurningar, sem leitast verður við að svara í þessu greinarkorni. Það var aðdáunarvert að skoða aðdraganda útkallsins til Haíti og framvindu þess. Öll ákvarðanataka og margþjálfuð samvinna allra sem að málinu komu skilaði þeim árangri sem náðist. Áralöng þjálf- un, frábært skipulag og góð sam- vinna björgunarsveitanna og starfsmanna SL skilaði sér m.a. í mjög stuttum útkallstíma. Skjót viðbrögð utanríkisráðuneytisins voru til fyrirmyndar og ekki má heldur gleyma starfsmönnum flug- félaganna sem sýndu verkefninu gríðarlegan skilning. Það var eitthvað sérstakt og séríslenskt sem einkenndi aðgerð- ina frá upphafi til enda og skilaði okkur svo góðum árangri. Við Ís- lendingar vitum að þegar við þurf- um að vera fljótir til ákvarðana- töku og til viðbragðs, þá gerist eitthvað í þjóðarsálinni sem erfitt er að útskýra, nema á þann ein- falda hátt að segja að þetta sé ís- lenska aðferðin. Í íslensku alþjóðasveitinni starfa saman sjálfboðaliðar frá björgunarsveitum, bráðatæknar og eiturefnasérfræðingar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og læknar frá Landspítala Há- skólasjúkrahúsi. Samvinna þess- ara aðila er eftirtektarverð og skemmst er að minnast þess þeg- ar sveitin gekkst undir úttekt á vegum Sameinuðu þjóðanna s.l. haust, en þar fékk sveitin frábæra dóma fyrir frammistöðu sína. En hvað býr að baki svo fum- lausum og öruggum viðbrögðum sjálfboðaliðanna? Til þess að svara þessari spurningu, verða menn að gera sér grein fyrir nokkrum þátt- um. Allir íslenskir björg- unarmenn hafa farið í gegnum ákveðna grunnþjálfun auk fjöl- margra framhalds- námskeiða. Þessi menntun og þjálfun sjálfboðaliðans er ómetanleg. Annar þáttur sem skiptir liðs- menn alþjóðasveit- arinnar miklu máli, er það bakland sem þeir hafa í fjölskyldum sínu, vinum og vinnu- veitendum. Án skilnings og hvatn- ingar þessara aðila væri framlag björgunarsveitarmannsins ekki nema svipur hjá sjón. Gleymum því ekki að íslenskt samfélag á í björgunarsveitunum sterkan liðsafla sem er reiðubúinn til mannúðar- og björgunarstarfa jafnt innan lands sem utan hve- nær sem er. Náttúruhamfarir á Íslandi gera vart við sig með reglulegu millibili. Suðurlands- skjálftar hafa dunið yfir á síðasta áratug og á þessu ári eru liðin 15 ár frá snjóflóðunum mannskæðu á Vestfjörðum. Í þeim tilvikum voru það liðsmenn björgunarsveitanna sem komu án tafar til starfa við hlið annarra viðbragðsaðila. Mikilvægt er fyrir okkur sem í björgunarsveitunum störfum að finna að skilningur þjóðarinnar á störfum okkar er til staðar, en það gerum við svo sannarlega og erum þakklát fyrir. Þetta sést m.a. þegar þjóðin sameinast um að kaupa flugelda og Neyðarkall. Slysavarnafélagið Landsbjörg setur sér háleit markmið. Allir björgunarsveitarmenn skulu hafa ákveðna lágmarksþekkingu og reynslu. Almenningur verður að geta treyst því að þeir aðilar sem starfa undir merkjum íslenskra björgunarsveita hafi þekkingu og reynslu í málaflokknum. Þess ber að geta að þegar góður árangur næst í starfi björgunarsveitanna, þá er það m.a. að þakka þeim frá- bæru eiginleikum sem einkenna þá einstaklinga sem í björgunar- sveitunum starfa og því frábæra baklandi sem björgunarsveitar- menn hafa í fjölskyldum sínum og vinnuveitendum. Einkennisorð Slysavarnafélags- ins Landsbjargar eru: Forysta – Fagmennska – Fórnfýsi. Forysta: Félagar í einingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru í forystu hvað varðar málefni slysavarna, leitar og björgunar. Þeir eru meðal þeirra fremstu í að sækja sér þekkingu og reynslu allsstaðar að úr heiminum. Ís- lenskir björgunarmenn eru ekki einungis í forystu hér á heima- velli, heldur standa þeir meðal fremstu björgunarmanna í heim- inum. Fagmennska: Innan íslenskra björgunarsveita er krafan um þekkingu og fagmennsku gríðar- lega mikil, hvort sem verið er að tala um þekkingu, menntun og þjálfun einstaklinganna eða með- ferð þess tæknibúnaðar sem unn- ið er með og þróun hans. Gríðar- leg áhersla er lögð á fagmennsku í skipulagningu og stjórnun að- gerða og á samvinnu þeirra við- bragðsaðila sem að koma. Fórnfýsi: Björgunarsveitar- menn sýna mikla fórnfýsi með störfum sínum borgurum þessa lands til heilla. Þeir eyða nánast öllum frítíma sínum í þjálfun og æfingar til þess að þeir verði hæf- ari til þess að mæta þeim verk- efnum sem upp kunna að koma. Það er fórnfýsi þegar menn kasta frá sér viðfangsefni dagsins og fara frá fjölskyldum sínum um hánótt til þess að fara í útkall án þess að þiggja fyrir það laun. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur á að skipa öflugum ein- ingum út um allt land, sem eru skipaðar frábærum einstaklingum sem standa fullkomlega undir ein- kunnarorðum félagsins. Þeir sýna forystu með störfum sínu, þeir vinna af fagmennsku og þeir sýna mikla fórnfýsi þegar þeir koma almenningi til hjálpar þegar neyð steðjar að, hvort sem um er að ræða á Íslandi eða á Haíti. Eftir Sigurgeir Guðmundsson » Það var eitthvað sér- stakt og séríslenskt sem einkenndi aðgerð- ina frá upphafi til enda og skilaði okkur svo góðum árangri. Sigurgeir Guðmundsson Höfundur er formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Forysta – Fagmennska – Fórnfýsi –

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.