Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 STAKSTEINAHÖFUNDUR Morgunblaðsins leggur í dálki sín- um í fyrradag út af grein sem ég ritaði í blað hans um atvinnumál. Þakka ég honum fyrir að vekja at- hygli á því starfi sem nú á sér stað hjá stjórnvöldum í atvinnumálum. Ekki síst mikilvægi þeirrar ákvörðunar umhverfisráðherra að framkvæmdir við Suðvesturlínu geti farið af stað. Það veit stak- steinahöfundur hvað skiptir öllu máli fyrir orkunýtingu á Suð- urnesjum; byggingu álvers í Helguvík og gagnavers á Ásbrú, svo stór dæmi séu tekin. Meining Mogga er hins vegar sú að önnur ákvörðun sama ráðherra um að staðfesta ekki skipulag Þjórs- árvirkjana geri öll áform í atvinnu- málum að litlu. Mogga til hug- arhægðar er bæði rétt og skylt að leiðrétta þann „misskilning“ Morg- unblaðsins enda fjarri lagi og alls óskyld mál. Úrskurður umhverf- isráðherra vegna Þjórsárvirkjana hefur engin áhrif á áform Lands- virkjunar næstu mánuði, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Enda var búið að taka vænt- anlega orku Þjórs- árvirkjana frá fyrir annað en álver. Hvort tveggja kemur fram í frétt Mogga í fyrra- dag á bls. 2. Þá er rammaáætlun stjórn- valda um orkunýtingu og náttúruvernd væntanleg og mun hún skilgreina hvaða virkjanakosti verður farið í næstu miss- erin. Hins vegar vil ég nota kærkomið tækifæri til þess að draga fram nokkar staðreyndir um stöðu og horfur í atvinnumálum til þess að vinda enn frekar ofan af „misskiln- ingi“ Moggans vegna greinar minnar um atvinnumál og orkunýt- ingu. Í tölum og upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu kemur margt athyglisvert fram um stöðu mála. Atvinnuleysi hefur sem betur fer aukist hægar en spáð var en mik- ilvægt er að undirbúa næstu áfanga í áætlun um aðgerðir í at- vinnumálum. Framgangur áætl- unarinnar um endurreisn efna- hagslífsins, sem skapar svigrúm til hraðari lækkunar vaxta, afnáms gjald- eyrishafta í áföngum og bætt skilyrði til fjárfestinga, er veiga- mesta aðgerð stjórn- valda í atvinnumálum en bráðaaðgerðir hafa einnig unnið gegn at- vinnuleysinu og að mestu skilað tilætl- uðum árangri. Þá eru það vísbendingar um endurnýjunarmátt at- vinnulífsins að störfum fjölgar hjá hátækni- og nýsköpunarfyr- irtækjum. Aðgerðir og orkunýting Jafnframt er það athyglisverð staðreynd að samkvæmt lauslegri könnun meðal nokkurra fyrirtækja auk upplýsinga frá Nýsköp- unarmiðstöð um fjölda starfa í frumkvöðlasetrum hafa yfir 500 ný störf orðið til frá því haustið 2008. Sama vísbending birtist í vinnu- markaðskönnun Hagstofu Íslands en þar fjölgar störfum í sér- fræðilegri, vísindalegri og tækni- legri starfsemi um 14% frá 4. árs- fjórðungi 2008 til 4. ársfjórðungs 2009. Að jafnaði fækkaði störfum um 5% á sama tíma Stærstu verkefnin Í lokin er rétt að varpa ljósi á raunverulega stöðu mála með yf- irliti yfir stöðuna: Gagnaver Verne Holdings á Reykjanesi Alþingi er nú með til umfjöll- unar heimildarlög um gerð fjár- festingarsamnings vegna uppbygg- ingar á gagnaveri á Ásbrú við Reykjanesbæ. Verne Holdings hafa nýlega fengið til liðs við sig fjárfestingarsjóðinn Welcome Trust sem nýjan kjölfestufjárfesti og vonir eru bundnar við að fram- kvæmdir hefjist af fullum krafti. Samkvæmt mati KPMG er áætlað að um 270 störf verði til tengd uppbyggingunni og um 250 störf tengd rekstri gagnaversins. Búðarhálsvirkjun og Straumsvík Landsvirkjun undirbýr byggingu Búðarhálsvirkjunar. Fyrstu und- irbúningsframkvæmdir hefjast á næstu vikum en byggingartími virkjunarinnar er áætlaður þrjú ár. Bygging hennar skapar um 800 ársverk. Gert er ráð fyrir að orkan fari til stækkunar álversins í Straumsvík. Um er að ræða end- urnýjun framleiðslubúnaðar í nú- verandi skálum sem eykur fram- leiðslugetuna um 40 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að verkið í heild taki tvö og hálft ár og skapi um 600 ársverk. Endurbygging Suðvesturlínu Landsnet undirbýr endurnýjun raforkukerfisins á Reykjanesi með uppbyggingu Suðvesturlínu. Takist að bjóða verkið út þannig að fram- kvæmdir geti hafist í sumar skap- ast strax um 45 ársverk en alls verða ársverkin um 255 á þriggja ára framkvæmdatíma. Álver Norðuráls í Helguvík Áfram um atvinnumál Eftir Björgvin G. Sigurðsson » Vil ég nota kær- komið tækifæri til þess að draga fram nokkar staðreyndir um stöðu og horfur í atvinnumálum Björgvin G. Sigurðsson Handritshöfundur, handritaráðgjafi, fram- leiðandi, framleiðslu- stjóri, leikstjóri, fyrsti, annar og þriðji aðstoð- arleikstjóri, tökumaður, aðstoðartökumaður, tökustaðastjóri, hleðslumaður, skrifta, gripill, ljósameistari, rafvirki, leikmynda- hönnuður, leik- munameistari, klæðir, málari, smið- ur, búningameistari, saumakona, búningaaðstoð, förðunarmeistari, hármeistari, brellumeistari, sendlar, bílstjórar o.fl, o.fl. Þessi stöðugildi auk fjölda annarra eru talin nauðsynleg við gerð einnar kvikmyndar sem tekur yfirleitt nokk- ur ár að skrifa og þróa. Tökur geta síðan tekið allt frá 3-9 mánuði, eft- irvinnsla og dreifing um eitt til tvö ár. Hér á Íslandi hefur okkur tekist þrátt fyrir smæð okkar og þröng skil- yrði að mennta og þjálfa dágóðan hóp fólks sem bæði kann og getur gert kvikmyndir og sjónvarpsefni, kvik- myndir sem margar hverjar hafa náð langt á alþjóðavettvangi og borið hróður okkar víða. Ekki er óalgengt að hitta fólk sem þekkir landið og þjóðina af kvik- myndum einum saman. Kvikmynd eða sjónvarpsefni getur virkað eins og olía eða smurning fyrir samskipti þjóða á milli, hvort sem er í við- skiptum, stjórnmálum eða menningu. Oft á tíðum hefur verið talað fjálg- lega um ásókn erlendra aðila til að framleiða hér stórmyndir og auglýs- ingar, og eftir að hafa starfað í tvo áratugi við greinina hef ég orðið vitni að stórum hlutum verða til að miklu leyti fyrir atbeina þess hóps sem hef- ur borið gæfu til að starfa stöðugt við kvikmyndagerð á Íslandi. Kvikmyndagerð er stór virðisauk- andi atvinnugrein eins og margoft hefur komið fram og áhrifin koma víða fram í þjónustu og atvinnulífi. Það hefur verið sorglegt að upplifa skilningsleysi og eyðileggingu stjórn- málamanna á þessari framsæknu grein á tímum yfirlýsinga um sprota- fyrirtæki, þekkingariðnað og fram- sækna grasrót í atvinnulífi. Ef svo verður sem stefnir, sýnist mér að íslensk kvikmyndagerð geti lagst af og ásókn erlendra aðila hér geti stórminnkað. Einnig að sá grunnur sem byggður hefur verið í mannauði muni hverfa að miklu leyti. Miklu skiptir að þekk- ingin sé til staðar og gæði þjónustu mikil. Eins og við höfum oft upplifað við stærri verkefni hér á landi krefjast þau ekki að- eins tilfallandi lands- lags heldur líka þekk- ingar íslenskra kvikmyndagerð- armanna á landinu og tækninni. Nú þegar hafa hæfir íslenskir kvikmyndagerðarmenn og fyrirtæki hafið starfsemi annars staðar í heim- inum „flúið land“ eftir að áform stjórnvalda komu til kastanna. Senni- lega mun fjármagnið sem fylgir er- lendum verkefnum og hefur orðið eftir í landinu, snarminnka þegar ekki verður hægt að ráða innlent hæft starfsfólk og nota þau tæki og tól sem því fylgja. Mér kemur í hug sagan sem Jodie sagði í kvikmyndinni „The crying game“ leikinni af Íslandsvininum Forrest Whittaker og segir af sporð- dreka sem er staddur við árbakka og kemst ekki leiðar sinnar. Skyndilega sér hann frosk svamla við bakkann og biður hann um að synda með sig yfir ána. Froskurinn bregst tregur við en tekur síðan loforð af drekanum að stinga ekki á sundinu yfir, auk þess sem ljóst var að það yrðu enda- lok þeirra beggja. Á miðri leið finnur froskurinn nístandi sársauka þegar sporðdrekinn rekur baneitraðan hal- ann í bak hans. Drukknandi hrópar froskurinn, Af hverju í ósköpunum gastu ekki setið á þér? Sporðdrekinn svarar: Ég get ekki að því gert, það er í eðlinu. Síðan drukknuðu báðir. Er það í eðli íslenska stjórnvalds- ins að hegða sér eins og sporðdrekinn sem banar björginni? Íslensk kvikmyndagerð Eftir Eggert Ketilsson » Það hefur verið sorg- legt að upplifa skiln- ingsleysi og eyðilegg- ingu stjórnmálamanna á þessari framsæknu grein á tímum yfirlýs- inga um sprotafyrir- tæki, þekkingariðnað og framsækna grasrót í atvinnulífi. Eggert Ketilsson Höfundur er leikmyndahönnuður og brellumeistari. ÞAÐ er almennt viðurkennt að Vega- gerðin okkar er merkilegt fyrirtæki sem hefur unnið margt stórvirkið í tímans rás í okkar strjálbýla og fjöllótta landi. Margir frábær- ir vegagerðarmenn hafa komið þar við sögu, ekki síst hér fyrir vestan og enn eru þar að störfum menn sem skilja að Vegagerðin er þjónustu- fyrirtæki almennings. Hinn sami almenningur á samt oft bágt með að skilja að það eru fjárveitingar löggjafarvaldsins sem setja mönn- um stólinn fyrir dyrnar á þeim bæ sem annars staðar. En það er ekki alltaf svo að fjárveitingar segi stopp. Stundum er nefnilega stað- ið þannig að málum að almenn skynsemi virðist úti í hafsauga og skal nú nefnt einfalt dæmi um það. Hinn 2. janúar síð- astliðinn fór mokst- urstæki á vegum Vegagerðarinnar upp á Hrafnseyrarheiði til að liðka til fyrir snjó- bíl Ísafjarðarbæjar, svo hann gæti ekið eftir veginum ef á þyrfti að halda, en snjór hefur verið svo lítill hér í vetur að snjóbíll hefur ekki getað athafnað sig. Ótrúlegt en satt! Í ljós kom að snjór var sáralítill á veginum og kom almenningi ekki á óvart. En það skipti ekki máli. Ekki mátti moka nema tann- arbreidd, rétt fyrir snjóbílinn, því vegurinn á að vera lokaður sam- kvæmt almanakinu. Með því að skilja eftir snjó á helmingi veg- arins, uppi í vatnsrásinni, hefur klaki sem var á honum ekki bráðnað þrátt fyrir eindæma tíð. Klukkutíma vinna í viðbót hefði gert það að verkum að vegurinn væri nú marauður öllum til ánægju nema Vegagerðinni sem segir að menn aki á eigin ábyrgð á vegum sem eigi að vera lokaðir! En menn hafa svo sem verið að fara þetta þrátt fyrir að Vega- gerðin hafi auglýst veginn ýmist lokaðan eða flughálan. En það má ekki með nokkru móti láta laga svona smáagnúa vegna þess að almanakið blívur. Vikum, jafnvel mánuðum saman, með örfáum undantekningum, hef- ur staðið loft og sjór hér fyrir vestan eins og sagt er. Vegagerðin okkar lætur samt nokkra smá- snjóskafla fara í taugarnar á sér eins og fyrri daginn. Lok lok og læs og allt í stáli, sagði Ómar Vegurinn á að vera lokaður samkvæmt almanakinu Eftir Hallgrím Sveinsson »Má ekki blessað fólk- ið njóta þess þegar vel viðrar? Er þetta hægt, Matthías? Hallgrímur Sveinsson LÍTIÐ sveitarfélag á höfuðborgarsvæð- inu hefur und- anfarnar vikur verið á milli tannanna á fólki og í fjölmiðlum og setið undir stór- yrðum og sleggju- dómum. Umræðan hefur einkennst af þekkingarskorti og klisjum. Kannski má á vissan hátt segja að það sé ekki skrýtið, því að það sem einu sinni fer af stað er erfitt að stoppa. Eins og flest önnur sveitarfélög í landinu vorum við með hluta af lánasafni okkar í erlendri mynt, – enda voru það þær ráðleggingar sem sveitarfélög, líkt og ein- staklingar og fyrirtæki, fengu hjá lánastofnunum. Á sama hátt og efnahagshrunið skall af fullum þunga yfir heimili og fyrirtæki í landinu skall það einnig af fullum þunga yfir sveitarfélögin í landinu. Þau, eins og heimilin og fyrirtækin voru vissulega misjafnlega vel í stakk búin til að taka við slíku áfalli. Ungu barnmörgu sveitarfélagi, sem er án atvinnulífs og hefur því ekki aðra tekju- stofna en skatttekjur af íbúum sínum, má á vissan hátt líkja við unga barnmarga fjöl- skyldu sem ekki hefur annað en dag- vinnulaun á milli handanna. Slík fjölskylda má ekki við miklum fjárhagslegum áföllum. Í efnahagshruninu tapaði sveit- arfélagið Álftanes um 1.000 millj- ónum króna, sem er nánast sama upphæð og árlegar tekjur þess. Það þarf ekki að hugsa sig lengi um til að svara því hvernig fer fyrir fjölskyldu, sem af ein- hverjum ástæðum tapar því sem nemur árlegum tekjum hennar! Hátt hefur verið talað um hina glæsilegu sundlaug á Álftanesi og hún sögð hafa „sett sveitarfélagið Eftir Kristínu Fjólu Bergþórsdóttur Kristín Fjóla Bergþórsdóttir » Í efnahagshruninu tapaði sveitarfélagið Álftanes um 1.000 millj- ónum króna, sem er nánast sama upphæð og árlegar tekjur þess. á hausinn“ , en bygging hennar var samþykkt samhljóða í bæj- arstjórn í desember 2006. Það sem fyrst og fremst gerir sundlaugina á Álftanesi frábrugðna öðrum sundlaugum, og um leið eftirsókn- arverðari, er hæðin á rennibraut- inni og öldulaugin, en hún er sú eina sinnar tegundar á landinu. Margir kunna eflaust að halda að það sé einmitt þessi „lúxus“ sem orsakað hafi vandann á Álftanesi, og því er rétt að upplýsa það hér að kostnaður við tæknibúnað öldu- laugarinnar og hækkun á renni- brautarturni úr 7 metrum í 10 var u.þ.b. 15-20 milljónir króna. Að- dráttaraflið er hins vegar óumdeilt og gestir sundlaugarinnar í lok síðasta sumars, eftir að sundlaug- Stóryrði og sleggjudómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.