Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 frænda míns með gleði og þakklæti fyrir kynni okkar og samveru í æsku og á fullorðinsárum. Við Maggi og börnin okkar sendum Heiðu, Guðnýju, Þórólfi og Þor- steini Jökli, Áslaugu frænku og systkinum Gulla okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau og minningu um góðan dreng, frænda og vin. Elín Jónasdóttir, Magnús M. Norðdahl og börn. Góður maður er fallinn frá. Gunnlaugur var einn af þeim sem aðrir horfðu upp til, ég var einn af þeim. Hann var hæglátur og hóg- vær maður en ávallt reiðubúinn til aðstoðar fyrir þá sem til hans leit- uðu. Arfleifð hans mun lifa áfram í börnum hans, sem hann var afar stoltur af. Hans er sárt saknað, en eftir lifir góð minning um hugljúfan og einstakan mann, sem margir nú syrgja. Vinur, þú sefur einn við opinn glugga, æskunnar brunn í svefnsins gylltu festi sígur þú í og safnar fullum höndum. Hugur man þinn háa pálmaskugga, hafi ég komið líkur þreyttum gesti utan frá lífsins eyðihvítu söndum. (Jóhann Sigurjónsson.) Megi guð geyma þig kæri frændi, og styrkja fjölskyldu þína á þessum erfiðu tímum. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Hjalti Nielsen, Lundi, Svíþjóð. Góður félagi og vinur Gunnlaug- ur Nielsen rafmagnsverkfræðingur er fallinn frá um aldur fram eftir erfið veikindi. Við félagarnir um 20 manns höfum farið til laxveiða síð- astliðna þrjá áratugi og í veiðiferð sumarið 2007 var okkur ljóst að eitthvað alvarlegt var að hjá Gulla því aldrei þessu vant varð hann að fá aðstoð við að klæða sig í og úr hlífðarfötunum. Hann sem hafði ávallt verið manna hraustastur og duglegastur. Mánuði seinna kom dómurinn þungi um að vinur okkar væri kominn með MND þann ill- víga sjúkdóm sem gefur þeim engin grið er hann fá. Kynni okkar Gulla hófust er hann kom til starfa á deild minni hjá RARIK um skeið áður en hann hélt til Danmerkur til þess að ljúka meistaranámi í verkfræði. Að námi loknu hélt hann á vit annara verk- efna og fyrirtækja en við vorum þó ávallt í góðu sambandi. Aðalsmerki Gulla í starfi voru fagmennska og vandvirkni enda kom hann að mörgum af stærri verkum í raf- orkuiðnaðinum sem á dagskrá voru í gegnum tíðina. Félagsmál voru Gulla í blóð borin og tók hann drjúgan þátt m.a. í störfum á veg- um Stjörnunnar í Garðabæ svo og Verkfræðingafélagsins. Við ár og vötn landsins stundaði hann veiði af miklum áhuga og ástríðu. Það feng- um við félagar hans að upplifa hvort sem við vorum við veiðar í Hítará eða annars staðar þá var Gulli yfirleitt aflahæstur enda lagði hann mikið í undirbúning og ástundun. Að leiðarlokum eru Gulla færðar kærar þakkir fyrir ánægjuleg sam- skipti í starfi og leik. Heilindi, drengskapur og kímni voru ein- kenni hans. Það voru forréttindi að hafa kynnst honum og átt hann að vini. Með Gulla er genginn maður sem lagði sitt að mörkum til upp- byggingar í þjóðfélaginu af sam- viskusemi og heiðarleika. Heiðu, Guðnýju, Þórólfi, Þorsteini Jökli og öðrum aðstandendum sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Steinar Friðgeirsson. Gunnlaugur Nielsen mun verða samferðafólki sínu afar minnisstæð- ur. Bæði þeim sem kynntust honum í starfi og ekki síður okkur hinum sem áttum hann sem náinn vin. Þeir sem urðu þeirra forréttinda aðnjótandi að eiga samleið með honum um skeið, sjá á bak góðum hugulsömum félaga sem gerði líf okkar fegurra með nærveru sinni. Í gegnum árin ferðuðumst við töluvert saman innanlands sem utan og oftar en ekki voru konur okkar með í för. Þær stundir sem við þann- ig áttum saman hafa alltaf verið mér og Gerðu konu minni ofarlega í huga sem miklar gleðistundir, en sem ferðafélagar voru Gunnlaugur og Heiða miklir gleðigjafar. Þegar Gunnlaugur greindist með þann sjúkdóm sem um síðir lagði hann að velli þá tók ég eftir því að margir í mínu umhverfi sem þekktu hann vel lögðust í leit að einhverri þeirri lausn sem gæti hjálpað vini okkar. Sumir leituðu á netinu, aðrir höfðu samband við aðila innanlands sem utan í leit að einhverju sem gæti hjálpað. Enginn vildi sætta sig við að vinur okkar myndi bíða lægri hlut í baráttu sinni við þennan vágest. Því miður gátum við ekki hjálpað honum með öðru en samkennd og stuðningi. Sem veiðimaður var hann engum líkur, en í veiðiferðunum kom svo vel fram hvaða mann hann hafði að geyma. Hann las ár og umhverfi sem opna bók, enda veiðimaður af Guðs náð, rétt eins og afkomendur hans. Oft veiddum við saman án þess að ég yrði var, en alltaf sá hann til þess að fisklaus færi ég ekki heim. Sagði að hann vildi ekki að Gerða gerði grín að veiðileysi mínu. Minnist ég þess er við vorum sex saman í veiði og þó svo að allir legðu sig fram í veiðinni þá var hann einn að fá‘ann. Ekki hætti hann veiði fyrr en allir höfðu fengið sinn lax. Sem félagi var hann glaðlyndur og gjafmildur einstak- lingur sem kunni að meta allt það góða sem lífið hefur upp á að bjóða og gaf svo ríkulega af sér sjálfur. Hvað hef ég gert til að verðskulda jafn yndislega konu og hana Heiðu, sagði hann stundum er við sátum saman og teyguðum gott vín. Ekki hafði hann svar á reiðum höndum, en það vita allir sem þekkja þau hjón að Heiða er ein þeirra einstaklinga sem gera heiminn betri með nær- veru sinni og þá sem umgangast hana. Gunnlaugur Nielsen hefur því þannig notið meiri blessunar en flestir. Hann var einnig afar stoltur af börnunum sínum og talaði oft um þau sem föðurbetrunga. Þeir sem þau þekkja vita að þarna komst hann vel að orði. Aðdáunarverð er umhyggja og samstaða fjölskyldunnar fyrir Gunn- laugi í veikindum hans. Sorgin hefur heimsótt Heiðu, Þór- ólf, Guðnýju og Jökul sem sjá nú á bak eiginmanni og föður eftir bar- áttu hans við sjúkdóm sem kom eins og hendi væri veifað, öllum að óvör- um. Við Gerða færum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Gunnlaugur Nielsen, við söknum þín. Þórður og Gerða.  Fleiri minningargreinar um Gunn- laug Nielsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ GUÐBERGSSON, Kirkjusandi 5, Reykjavík, andaðist föstudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Þórunn Herborg Hermannsdóttir, Svanhildur Davíðsdóttir, Karl Eysteinn Rafnsson, Guðbergur Davíð Davíðsson, Halldóra Káradóttir, Baldur Þór Davíðsson, Kolbrún Gísladóttir, Esther Björk Davíðsdóttir, Birkir Þór Elmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞORKELL JÓNSSON vélfræðingur, Lynghaga 9, Reykjavík, lést mánudaginn 25. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim er önnuðust hann í veikindum hans. Anna Margrét Ólafsdóttir, Ólafur K. Ólafsson, Lára Gunnarsdóttir, Kristjana Þ. Ólafsdóttir, Stefán Örn Stefánsson, Anna V. Ólafsdóttir, Óskar Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Yndislegur sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, BIRGIR ELÍS BIRGISSON, Logafold 117, Reykjavík, lést föstudaginn 29. janúar. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 5. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Birgir Guðmundsson, Guðrún Elísdóttir, Andri Steinn Birgisson, Birna Kolbrún Birgisdóttir, Guðmundur Óskarsson, Sjöfn Kjartansdóttir, Birna Júlíusdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR AMLIN KRISTJÁNSSON, Silfurgötu 23, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi föstudaginn 29. janúar. Útför hans fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 5. febrúar og hefst athöfnin kl. 14.00. Guðrún Alma Sigurðardóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Garðar Hjartarson, Selma Rós Amlin, Svanur Jóhannsson, Guðmundur Jón Amlin, Lea Rakel Amlin, Sigmar Tryggvason og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HAUKUR EIRÍKSSON, Víðimel 60, lést mánudaginn 1. febrúar. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 11. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein. Auður Ingvarsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Hermann Þórisson, Freyr Hermannsson, Helga Rún Runólfsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Hlynur Freysson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGÞRÚÐUR INGÓLFSDÓTTIR, Dúa, hjúkrunarfræðingur, Krummahólum 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 2. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Helga Kr. Olsen, Ingvar Valgeirsson, Ingólfur M. Olsen, Tinna Sigurðardóttir, Eydís E. Olsen, Sean Maverich og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og mágur, BJÖRN JÓNSSON fv. skólastjóri Hagaskóla, lést á líknardeild Landspítala Landakoti miðvikudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Heiður Agnes Björnsdóttir, Hákon Óskarsson, Magnús Jón Björnsson, Ragna Árnadóttir, Kjartan Hákonarson, Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir, Brynhildur Magnúsdóttir, Agnes Guðrún Magnúsdóttir, Helgi Magnússon, Björg Baldvinsdóttir. ✝ Móðir okkar og amma, INGIBJÖRG INGIMARSDÓTTIR, áður til heimilis á Sléttuvegi 7, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, sunnudaginn 31. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 8. febrúar kl. 11.00. Haraldur Brynjólfsson, Ingimar Brynjólfsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.