Morgunblaðið - 04.02.2010, Side 22

Morgunblaðið - 04.02.2010, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 ✝ Gylfi Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 3. apríl 1936. Hann lést 22. janúar 2010. Gylfi var sonur hjónanna Sesselju Einarsdóttur, f. 26.11. 1904, d. 31.5. 2000, og Guðmundar Ólafssonar, f. 26.12. 1893, d. 5.12. 1989. Systkini Gylfa eru: Ólafur, f. 30.12. 1928, búsettur í Hafn- arfirði. Ramón, f. 6.10. 1934, d. 20.5. 1935. Einar Örn, f. 31.5. 1938, d. 17.1. 1943. Hrafnhildur, f. 9.7. 1943, búsett í Þorlákshöfn. Klara Kolbrún, f. 13.1. 1947, búsett á Kjalarnesi. Hálfbróðir Gylfa samfeðra er Er- lingur, f. 8.11. 1924, búsettur í Danmörku. Fv. sambýliskona Gylfa er Signý Sigurlaug Tryggvadóttir, f. 8.10. 1936, og eignuðust þau þrjár dæt- ur. 1) Stefanía Huld, f. 12.3. 1958, fv. maki Smári Kárason, f. 30.9. 1951, börn þeirra: Friðþór, f. 30.9. 1982, Sveinbjörg, f. 13.12. 1985, Sóley, f. 12.11. 1988, Andri, f. 21.10. 1989, Valur, f. 16.11. 1991. 2) Olga Rán, f. 23.2. 1960, fv. maki Steingrímur G. Thor- arensen, f. 10.8. 1960, börn þeirra: Bjarki Hrafn, f. 15.9. 1981, Klara Dögg, f. 21.9. 1982, Aníta Rós, f. 6.6. 1986, d. 26.7. 1986, Aron Trausti, f. 19.7. 1987, Sylvía Harpa, f. 8.8. 1988, Sindri Marel, f. 7.12. 1994, Mónika Rós, f. 7.8. 1996. 3) Dagbjört Ýr, f. 17.7. 1961, maki Kristján Þór Karlsson, f. 29.4. 1957, börn þeirra: Karl Vilhjálmur, f. 6.10. 1981, Stefanía Sigurbjörg, f. 19.4. 1987. Sambýliskona Gylfa er Helga Guðborg Sigurbjörnsdóttir, f. 19.6. 1934, dóttir þeirra er Halldóra Jónína, f. 3.5. 1970. Sambýlismaður Sindri Björnsson, f. 22.12. 1967. Fv. sambýlismaður Jóhann Ingvi Axelsson Víkingur, f. 16.1. 1972, synir þeirra: Sigurbjörn Eggert, f. 31.10. 1991, Sólon Helgi, f. 25.1. 1994. Langafabörnin eru fjögur. Gylfi bjó lengst af í Reykjavík og sinnti þar ýmsum störfum. Einnig starfaði hann um árabil í Frakk- landi og Svíþjóð. Útför Gylfa fór fram í kyrrþey. Mig dreymdi það blóm, sem auga mitt aldrei gat fundið, sem óræð fjarlægðin geymdi svo dul- ræn og myrk. Og þrá mín var heit – líkt og ástin í óspilltu hjarta – Að eignast slíkt blóm, sem gaf lífinu fegurð og styrk. Hvar vex þetta blóm, er spurning í óð minnar æsku, sem enginn fékk svarað – var hún blekking og hjóm? Ég leitaði án hvíldar um fjöll og frjó- samar lendur, en fann ekki reitinn, sem geymdi mitt hamingjublóm. Nú skil ég það fyrst, sem langt út í heim hafði langað í leit að því blómi, sem finnst ekki á jörðu meir, að frá mínu landi liggja vegirnir þangað, sem lífsblóm hjartans í ófrjóum jarð- vegi deyr. (Vilhjálmur frá Skáholti) Helga. Gylfi var þriðja barn foreldra sinna. Annað barnið, Ramon, misstu þau sjö mánaða, vegna veikinda. Í skugga þess missis var, að í janúar, þegar Gylfi var á áttunda ári varð hann fyrir þeirri sorglegu lífs- reynslu, að Einar Örn bróðir hans, fjögurra ára, varð fyrir bifreið hers- ins á Keflavíkurflugvelli, þegar þeir voru að leik við veginn í Silfurtúninu, þar sem fjölskyldan bjó. Hann lézt sama dag. Hvorki Gylfi né foreldrar hans urðu söm eftir. Hvort hann kenndi sér um var aldrei rætt. Í þá daga átti fólk að gleyma sorgum gærdagsins og helzt aldrei að tala um þær. Sumarið eftir var hann sendur í sveit að Gemlufalli í Dýra- firði. Þar bjó föðurbróðir hans, Jón, og Ágústa kona hans. Það sumar fæddist undirrituð og Kolbrún þremur árum síðar. Eftir unglingapróf í Gagnfræða- skóla Austurbæjar fór Gylfi aftur vestur og þá í Héraðsskólann að Núpi, einn vetur. Gylfi æfði sund hjá Sunddeild ÍR. Hann var svo tæknilega vel syndur og vel á sig kominn að hann þurfti ekki að leggja sig fram við æfing- arnar til að hafa vel við þeim beztu. Hann lét það duga. ÍR átti líka sundknattleikslið sem hann lék með. Eftir að skólagöngu lauk var ekk- ert val með vinnu. Það þurfti að taka það sem bauðst. Eins öfugsnúið og það var, fór hann að vinna í eldhús- inu hjá hernum á Vellinum. Þar var hann í tvö ár. Það var oft mikið um að vera heima hjá okkur þegar fé- lagarnir, ofan af Velli, komu til að skipta um föt, til að fara borgaralega klæddir á dansleikina í bænum. Þá fékk ég oft rakkústinn með sápu á nefið. Næst fór hann að vinna í gler- verksmiðju. Þar sprakk glerrúða sem skar hann í kviðinn inn að líf- himnu. Mamma bað hann að finna sér annað starf. Þá skipti hann yfir og fór á sjóinn. Ég man að togarinn sigldi oft með aflann til Cuxhaven og fleiri hafna. Þá voru Íslendingar vel kynntir þar ytra, vegna þess hve út- gerðirnar voru örlátar á mat til þeirra sem unnu við uppskipanir á afla. Hann naut góðs af. Gylfi stofnaði fjölskyldu og fór að búa á loftinu hjá foreldrum sínum. Silla og Gylfi eignuðust þrjár dætur. Þegar fór að þrengja að var tekin sú ákvörðun að flytja austur á Nes- kaupstað. Þar bjuggu þau í nokkur ár. Þá flutti Gylfi aftur til Reykjavík- ur en fjölskyldan varð eftir fyrir austan. Lagning Búrfellslínu var þá í und- irbúningi og fékk hann vinnu við byggingu mastranna. Hann var al- veg laus við lofthræðslu og vann hann hjá þeim þar til verki var lokið. Eftir það var honum boðið að vinna áfram við sams konar verk og hann flutti til Frakklands með flokknum og starfaði þar í nokkur ár. Alls bjó hann erlendis í 12 ár. Honum fæddist fjórða dóttirin eft- ir að hann flutti út. Þegar hann kom heim aftur, hófu þau Helga, barns- móðir hans, búskap saman. Hann vann hjá Pósti og Síma í nokkur ár en endaði sinn starfsferil sem vaktmaður á Borgarspítalanum. Gylfi átti viðburðaríka ævi. At- burðarásin var ekki alltaf eins og hann vildi, en hann kvartaði aldrei. Ég bið Guð að blessa hann og gefa honum góð heimkomu. Hrafnhildur systir. Gylfi, föðurbróðir minn, er allur. Baráttan við sjúkdóminn illvíga var ströng en veikindunum tók hann samt af miklu æðruleysi. Aðspurður svaraði Gylfi því ávallt til að hann hefði það fínt, ekkert amaði að sér. Önnur var sannarlega raunin en áhyggjurnar beindust samt allar að erfiðum veikindum dóttursonar. Hjá honum var hugur Gylfa til kveðju- stundar. Ungur varð Gylfi fyrir þungum áföllum sem mótuðu líf hans til fram- búðar. Sjö ára gamall horfði hann á eftir tveim árum yngri bróður sem lenti í bílslysi og varð Gylfi vitni að atburðinum. Ökumaðurinn, amerísk- ur hermaður, hvarf af vettvangi og yfirvöld sáu ekki ástæðu til að fylgja málinu eftir enda herinn hér staddur til að vernda okkur fyrir „óvinum.“ Herinn mátti ekki styggja. Þessi at- burður og ótrúleg vanræksla yfir- valda særði fjölskylduna svöðusári sem aldrei gréri um heilt. Gylfi þótti bráðmyndarlegur ung- ur maður og mikið efni í afreksmann í íþróttum. Eins og systkinin stund- aði hann sund sem keppnisíþrótt á unglingsárum og var einn sá efnileg- asti í þeirri grein. Hann hefði getað náð afburða árangri í sundinu og flestum öðrum greinum íþrótta en hann skorti aga og einbeitingu til að grípa tækifærin. Bílslysið átti þar ef- laust þátt að máli. Gylfi fetaði ekki hefðbundna stigu á lífsbrautinni og kom víða við. Hann festi ekki auðveldlega rætur í hefð- bundnu amstri hversdagsins. Hann var áræðinn maður og óttalaus. Á unglingsaldri fékk ég einstakt tæki- færi til að kynnast þeirri hlið á Gylfa. Hann hafði ráðið sig til vinnu hjá frönskum verktökum sem önnuðust uppsetningu á fyrstu háspennulín- unni sem lögð var frá Búrfellsvirkj- un til álversins í Straumsvík. Gylfi sá til þess að ég fékk þar vinnu um nokkurt skeið sem handlangari á jörðu niðri. Sjálfur var hann hins vegar efsti maður í möstrunum. Ég sá hann klífa möstrin á ógnarhraða og horfði á hann þeytast um efst í þeim, lipur sem apaköttur, við að skrúfa saman málmbita og tengja rafmagnslínur. Verkstjórinn hafði svo mikið dálæti á Gylfa að hann tók hann með sér til nýrra verkefna er- lendis er lagningu Búrfellslínu lauk. Í kjölfarið dvaldi hann í áraraðir við ýmis störf í útlandinu áður en hann skilaði sér aftur heim. Gylfi var afar sérstakur maður. Hann var alltaf sami strákurinn og prakkarinn þó árin færðust yfir eitt af öðru. Hann breyttist aldrei. Það var ávallt grunnt á góðlátlegri stríðninni sem gerði hann svo skemmtilegan í mínum huga. Ég leit upp til prakkarans og ekki síst fyrir það að hann var alla tíð svo góður í sér. Frændi lenti oft í ógöngum en samt var sjaldan ástæða til að hafa af honum áhyggjur. Hann bjargaði sér alltaf, lenti á fótunum á endanum og gerði grín að öllu saman. Hann skil- ur eftir minningu sem verður varð- veitt hjá fleirum en mér og mun sannarlega kalla fram brosin í fram- tíðinni. Dætrunum fjórum og fjöl- skyldum þeirra votta ég samúð mína, einnig systkinum og sambýlis- konunni Helgu, til margra ára, sem sýndi frænda ómælda umhyggju og þolinmæði sem oft þurfti á að halda. Erling. Meistarinn er blíður og kærleiksríkur; hann þekkir þarfir þínar, hann skilur erf- iðleika þína og vonbrigði og segir: „Komdu bróðir, komdu út úr þokunni, komdu til mín og ég mun gefa þér hinn innri frið sem þú leitar að“. (White Eagle.) Björk. Gylfi Guðmundsson  Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, RÓSA EIRÍKSDÓTTIR frá Dagsbrún, andaðist á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað þriðjudaginn 26. janúar. Jarðsungið verður frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elísabet Kristinsdóttir, Þórdís Kristinsdóttir, Kristinn Pétursson. ✝ Ástkær bróðir okkar, vinur og frændi, FINNBOGI GUNNARSSON, Suðurvíkurvegi 8, Vík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. janúar, verður jarðsunginn frá Reyniskirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Magnea, Símon og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDUR EINARSSON húsgagna- og innanhússarkitekt, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Einar Berg Gunnarsson, Svandís Bára Karlsdóttir, Þórey Björg Gunnarsdóttir, Guðbjartur I. Torfason, Hafdís Lilja Gunnarsdóttir, Karl Hákon Karlsson, barnabörn og langafabarn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR KR. MAGNÚSSON fyrrv. skólastjóri, Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Björg Jóhannsdóttir, Jóhann Ólafsson, Jeanne Miller, Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Bergþórsson, afabörn og langafabörn. ✝ Eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, SONJA S. WÜUM, Mýrarbraut 4, lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi sunnu- daginn 31. janúar. Hún verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugar- daginn 6. febrúar kl. 14.00. Hannes Pétursson, Sonja G. Wüum, Einar Guðmundsson, Sigurður Ingi Guðmundsson, Birgitta H. Halldórsdóttir, Óskar Leifur Guðmundsson, Fanney Magnúsdóttir, Daníel Smári Guðmundsson, Halldóra Bergmann, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Okkar kæra HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. febrúar kl. 11.00. Jarðsett verður í Stóradalskirkjugarði kl. 15.30 sama dag. Hanna Kristín Brynjólfsdóttir, Úlfar Brynjólfsson, Rósa Aðalsteinsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Geir Þórólfsson, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Jón Þorkell Rögnvaldsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, GUÐFINNA MAGNÚSDÓTTIR, Árdal, Strandasýslu, er andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Hólmavík föstudaginn 29. janúar, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður í Óspakseyrarkirkjugarði. Indriði Sigmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.