Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 Heimskan ríður ekki við einteyming HEIMSKAN ríður ekki við einteyming er skemmtilegt orða- tiltæki. Það á svo sann- arlega við okkur Ís- lendinga núna. Einmitt þegar Ríkisútvarpið ætti að hlúa að ís- lenskri kvikmynda- gerð, styðja hana og styrkja, skal stefna í þveröfuga átt. Sjón- varpið á að halda áfram að byggja upp innviði íslenks þjóð- félags með lágkúrunni úr draumaverksmiðjum Hollywood. Íslenskar kvikmyndir eru auðvitað misjafnar að gæðum, en upp með of- beldið, svo börnin geti fengið sinn skammt og út með íslenska frum- kvöðla í kvikmyndagerð. Í nýjustu fréttum segir að Obama forseti ætli nú að leggja áherslu á að styðja og styrkja bandarísk smáfyr- irtæki. Hann veit að þau eru undir- staðan þegar allt kemur til alls. Í ís- lenskri kvikmyndagerð eru mörg smáfyrirtæki sem lepja dauðann úr skel. Innan þeirra starfar margt fólk sem er á heimsmælikvarða, en vantar ekkert nema nokkrar krónur til að blómstra. Þess er að minnast, að Óskar Gíslason, ljósmyndari og kvik- myndagerðarmaður, var mörgum áratugum á undan sinni samtíð. Hann kvikmyndaði og framleiddi meðal ann- ars einhverja mögn- uðustu heimildarmynd sem gerð hefur verið, Björgunarafrekið við Látrabjarg, með lítið annað en einbeittan vilja í farteskinu og Þórð á Látrum sér við hlið og allt það ótrú- lega fólk í Rauða- sandshreppi. En þá voru aðrir tímar og slík ævintýri gerast varla aftur að óbreyttu. Sýnt hefur verið fram á með full- um rökum að fátt skilar meira fé til baka í ríkissjóð en stuðningur við innlenda kvikmyndagerð. Sú aðstoð er einfaldlega gróðavegur fyrir okk- ar sameiginlega sjóð hvernig sem á er litið. Svo einfalt er það. En ruslið skal að sjálfsögðu ganga fyrir að vanda. Ef þetta er ekki eitthvað sem er beinlínis heimskulegt, er maður alveg hættur að skilja hlutina. Höfum við Íslendingar ekkert lært? Hvað er að þessari þjóð? Hallgrímur Sveinsson Ást er… … að vera tilbúin að efla sjálfstraust hans þegar á þarf að halda. Velvakandi Árskógar 4 | Handavinna, smíði og út- skurður kl. 9, boccia 9.30, leikfimi kl. 11, helgistund kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband. handavinna. Blöðin liggja frammi. Há- degismat þarf að panta fyrir kl. 9.30 samdægurs í síma 535-2760. Dalbraut 18-20 | Bókabíllinn kemur kl.11.15, vídeó kl.13.30. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, upplestur kl. 14, listamaður mánaðarins. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids klukkan 13. Félagsheimilið Gjábakki | Þorrablót kórs Söngvina í Gjábakka laugard. 6. febrúar kl. 18.30. Aðgöngumiðar verða seldir í dag. kl. 15-16. Allir fyrrverandi og núverandi kórfélagar velkomnir. Félagsheimilið Goðaland | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, málm og silfursmíði kl.9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30, myndlistarhópur kl. 16.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opnar vinnustofur í Jónshúsi, málun kl. 9, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12, karlaleikfimi og handavinnuhorn kl. 13, botsía kl. 14, opið til kl. 16. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30, umsj. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Vinnustofur opnar frá hád., m.a. perlu/bútasaumur, myndlist fellur niður. Á morgun kl. 10.30 stafganga. Hraunsel | Morgunrabb og samvera kl. 9, QI-Gong kl.10, leikfimi kl. 11.20, fé- lagsvist kl. 13.30, vatnsleikfimi kl.14.10, sjá www.febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Boccia kl. 10, hann- yrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30, böðun fyrir hádegi, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Þorrablót er á morgun. Húsið opnar kl. 17. Greiða þarf miðana í dag. Tónalistarkvöld Trausta Ólafssonar byrja miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20, Dieter Fischer- Dieskau kynntur til leiks. Allir velkomnir! S. 411-2790. Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðja, gler og tréskurður, er opin á Korpúlfsstöðum kl. 13-16. Sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug á morgun kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og léttar æfingar kl. 10, handverks- og bókastofa kl. 13, boccia kl. 13.30, Á léttum nótum – þjóðlaga- stund kl.15. Laugarneskirkja | Samvera kl. 14, dr. Ásgeir B. Ellertsson f.v. yfirlæknir á Grensásdeildinni fjallar um heilann og taugakerfið. Umsjón hefur Sigurbjörn Þorkelsson en þjónustuhópur sér um veitingar og velgjörðir ásamt kirkjuverði. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 | Handavinna kl. 9, boccia kl. 10, leirlistarnámskeið kl. 9 og 13. smíðastofa opin, útskurður, s. 411-2760. Vesturgata 7 | Föstudaginn 5. feb. verð- ur félagsmiðstöðinni lokað kl. 13 vegna undirbúnings þorrablóts sem hefst kl. 17 sama dag. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður (Tiffanýs) kl. 9.15, ganga kl 11 30, kerta- skreytingar kl 13, kóræfing kl 13, leikfimi kl 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band. postulín, morgunstund, boccia, upplestur framhaldssaga kl. 12.30, brids - frjálst, stóladans kl. 13.15. Það þarf ekki að koma neinum áóvart að Esjan er yrkisefni margra hagyrðinga, einkum á höf- uðborgarsvæðinu. Jón Ingvar Jóns- son orti að morgni: Fagnar degi foldar skart og fer á stjá í einum rykk. Æðislega er Esjan smart, en Akrafjallið dáldið sikk. Ísleifur Gíslason orti á sínum tíma: Sagður er Hengillinn óður og ær, af afbrýði Keilir er sjúkur. Þau opinberuðu einmitt í gær Esjan og Mælifellshnjúkur. Davíð Hjálmar Haraldsson býr við Eyjafjörðinn og lætur sér fátt um finnast: „Með Súlur, Kerlingu og Kaldbak í nágrenninu leggja menn sig ekki niður við að yrkja um Esjuna.“ Og honum verður að orði: Seint ég myndi yrkja um Esju – umhverfis þar hrafnar sveima – það er eins og að gera kvæði um kesju með klasa af vetnissprengjum heima. Hlynur Snæbjörnsson segist aldrei hafa séð neitt sérstakt við þennan hól, að minnsta kosti séu mörg önnur fjöll sem hann fýsi frekar að yrkja um, en einu sinni las hann smásögu í Mogganum: Svip á landið setur ei, og sagt í fáum orðum. Selja mátti sviplaust grey, sjálfsagt hérna forðum. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Esjunni og hagyrðingum Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG OG LÍSA LEIGÐUM MYND. VILTU HORFA Á HANA MEÐ OKKUR? ÉG ÆTLA AÐ POPPA ÉG ÆTLA AÐ HITA UPP SÓFANN KÁSSA HAMLET ELSKAR MIG, HANN ELSKAR MIG EKKI... HANN ELSKAR MIG, HANN ELSKAR MIG EKKI... HANN ELSKAR MIG, HANN ELSKAR MIG EKKI! ANSANS ! FLJÓTUR, HAMLET! LÁTTU MIG FÁ ANNAÐ MUNDU... ÉG OG ROCKO FÖRUM INN OG RÆNUM BANKANN EN ÞÚ ERT TÁLBEITAN ÉG HEF EKKI NOTAÐ ÞAÐ ANSI LENGI EN ÉG ER NOKKUÐ VISS UM AÐ ÞAÐ SÉ Í FÍNU ÁSTANDI ÉG HELD AÐ HJÓLIÐ SÉ EKKI AÐAL VANDAMÁLIÐ HJÁLPAÐU MÉR BARA ÉG LAGAÐI HJÓLIÐ OG NÚ GET ÉG FARIÐ Á ÞVÍ Í VINNUNA ER ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG? JÁ, ÉG ER ÓMEIDDUR... HVAÐ VARÐ UM VULTURE? HANN FLAUG BURT MEÐ JAMESON! Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.