Morgunblaðið - 04.02.2010, Síða 27

Morgunblaðið - 04.02.2010, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 EITTHVERT merkasta safn fréttaljósmynda frá 20. öld sem til er, var á dög- unum flutt í tveimur gámum frá New York- borg til Austin í Texas. Þetta voru prent allra þeirra ljósmynda sem Magnum-hópurinn, kunnasti og áhrifamesti hópur ljósmyndara sem unnið hefur saman undir einum hatti, hefur dreift til birtingar síð- ustu 60 ár. Alls 180.000 prent. Þessar myndir eru sögulegur, og jafnframt í mörgum tilvikum list- rænn fjársjóður, en aftan á þeim eru ótal stimplar og merkingar sem sýna hvernig þær hafa verið sendar milli dagblaða, tímarita og bókaútgáfa í áranna rás. Meðan annars eru þarna myndir eftir Henri Cartier-Bresson og Robert Capa, sem voru meðal stofnenda Magnum. Fyrir 12 árum hætti Magnum að dreifa myndum í prentuðu formi. Á síðustu árum hefur verulega þrengt að hópnum, með breytingum í út- gáfulandslagi heimsins, og á síðasta ári var samið um sölu á öllum þess- um prentum til hóps er kallast MSD Capital sem hefur nú lánað háskól- anum í Austin allan myndirnar til rannsóknar næstu fimm árin. Fyr- irhugað er að skanna þær inn og gera aðgengilegar, fyrir fræðimenn og aðra sem áhuga hafa á. Ljósmynd- ir á flakki Magnum í New York selur öll prentin Henri Catier- Bresson MÁLVERK eftir Pablo Picasso, sem sérfræð- ingar telja til meistaraverka síðasta tímabils ævi listamanns- ins, seldist á uppboði í fyrra- kvöld fyrir ríf- lega tvöfalt matsverð. Verkið sem nefnist Tete de Femme (Jac- queline) seldist hjá Cristie’s fyrir 8,1 milljón punda, ríflega 1,6 millj- arða króna. Búist var við því að þrjár til fjórar milljónir punda fengjust fyrir verkið. Þetta málverk Picassos hefur ekki sést opinberlega í 43 ár. Hann málaði myndina árið 1963 og er þetta portrett af seinni eiginkonu hans. Verkið hefur aldrei áður ver- ið sett á uppboð og hefur verið í eigu sama safnarans frá árinu 1981. Rándýr Picasso Tete de Femme (Jacqueline) MÁLÞING um tónlist og hljóð í samtímalist verður haldið í dag, fimmtudag, í Listasafni Íslands í tengslum við sýn- inguna Carnegie Art Award 2010. Málþingið hefst klukkan 17 og stendur til kl. 19. Framsögumenn eru Halldór Björn Runólfsson safnstjóri, Ulrika Levén sýningarstjóri, Kjartan Ólafsson prófessor við LHÍ, Curver Thoroddsen tón- og myndlistarmaður, Árni Kristjánsson dósent, Finnbogi Pétursson myndlistarmaður og Kristján Guðmundsson myndlistarmaður. Stjórnandi er Gunnar J. Árnason listheimspek- ingur og dómnefndarmaður. Myndlist Hljóð og sjón í Listasafninu Kristján Guðmundsson ÚT er komið ráðstefnurit sem inniheldur tólf fyrirlestra sem fluttir voru á ráðstefnunni Menntun og menning í Skál- holtsstifti 1620-1730. Umfjöll- unarefni greinarhöfunda nær vel utan um menningarlíf tíma- bilsins í stiftinu. M.a. er gefin innsýn inn í líf biskupanna Gísla Oddssonar, Þórðar Þor- lákssonar og Brynjólfs Sveins- sonar, svo og sr. Páls Björns- sonar í Selárdal, sr. Jóns Daðasonar á Arnarbæli og sr. Tyrfings Finnssonar á Stað í Súgandafirði. Ráðstefnuritið er gefið út sem Sérrit Glímunnar nr. 1 (2010). Ritstjóri er Kristinn Ólason. Hægt er að panta ritið rafrænt á vefnum skalholt.is. Bókmenntir Menningin í Skálholtsstifti Skálholtskirkja. VANADÍSARSAGA, völvu og valkyrju – helgar ímyndir úr minni íslenskrar konu, er efni fyrirlesturs Valgerðar H. Bjarnadóttur í Reykjavíkur- akademíunni í hádeginu á morgun, föstudag. Fyrirlesturinn er hluti fyrir- lestraraðarinnar „Gamma- blossar“ og hefst hann klukkan 12.05 í sal akademíunnar að Hringbraut 121. Valgerður hefur lokið prófum í félagsráðgjöf, er BA í heildrænum fræðum (Integral Studies) með áherslu á draumafræði, og MA í femínískri trúar- heimspeki og menningarsögu, með áherslu á nor- ræna goðafræði og gyðjutrú. Fyrirlestur Helgar ímyndir úr minni konu Valgerður H. Bjarnadóttir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir músíkdagar var haldin í lok janúar sl. og samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum var sett aðsókn- arnet á hátíðinni. Velgengni hennar hefur líka vakið athygli utan Íslands og nú stendur til að gera hana al- þjóðlega um leið og útflutningur hefst á íslenskum tónverkum og flytjendum. Kjartan Ólafsson, formaður Tón- skáldafélags Íslands, fór á dögunum til Cannes í Frakklandi á fund sam- bands evrópskra tónskáldafélaga, ECF, en hann segir að sambandið sem er tiltölulega nýlegt hafi óskað eftir því að fyrra bragði að hann tæki sæti í stjórninni. „Þátttaka í sambandinu er liður í því að byggja upp tengslanet víða um Evrópu sem gerir að verkum að íslenskir flytj- endur og höfundar taki þátt í eins konar hringekju tónleika í Evrópu,“ segir Kjartan en í gegnum það sam- starf hefur þegar verið gengið frá því að tvö íslensk tónskáld muni semja verk fyrir erlendar tónlistar- hátíðir á næsta ári og hefur annað tónskáldanna þegar verið valið. Ýmsir óskað eftir samstarfi „Úti hafa menn horft til þess hvað Myrkir músíkdagar hafa verið vel heppnaðir hjá okkur á undanförnum árum, hvað hátíðin hefur verið fjöl- breytt og vel sótt og einnig hvað verkin hafa verið góð og flutningur á háum standard. Það hafa því ýmsir óskað eftir samstarfi við okkur og nú er danska útvarpið til dæmis að senda út upptökur frá hátíðinni á dr.dk/P2/lyttilnyt/. Hátíðir víða í Evrópu hafa líka verið í sambandi við okkur og hafa sent sína listrænu stjórnendur hingað til að fylgjast með.“ Þetta nýja tengslanet er þegar farið að bera ávöxt að því er Kjartan segir og mun skila sér á tónlistarhá- tíðinni í Huddersfield á Englandi á næsta ári en það er ein helsta nú- tímatónlistarhátíð Evrópu, aukin- heldur sem einnig verður íslensk tónlist flutt og kynnt á Trans-It- hátíðinni í Leuven í Belgíu. „Þetta byrjar með hátíðinni í Huddersfield á næsta ári en síðan verður sam- starfið komið almennilega af stað ár- ið 2012.“ Pöntuð af þremur hátíðum „Það má segja að þetta snúist um það að í stað þess að lagðir séu mikl- ir fjármunir og vinna í verk sem er svo bara flutt einu sinni verða þau flutt víða um Evrópu og fara síðan enn víðar því útvarpsupptökur koma líka inn í þetta,“ segir Kjartan en þau verk sem hér verða pöntuð eru pöntuð af þremur hátíðum, Myrkum músíkdögum, Huddersfield- hátíðinni og Trans-It-hátíðinni, og verða því flutt í þremur löndum hið minnsta. Ekki er þó bara að verkin séu pöntuð heldur segir Kjartan að í einhverjum tilvika muni flytjendur líka fara á milli landa eftir því sem við eigi. Ekki er það þó bara svo að íslensk tónlist sé á leið á hátíðir ytra, heldur mun samstarfið leiða til þess að Myrkir músíkdagar verða alþjóðleg hátíð að vissu leyti því erlend tón- verk verða líka flutt hér á landi og eins munu einhverjir erlendir flytj- endur koma hingað. Kjartan segir að víst verði íslensk tónlist í aðalhlutverki á Myrkum músíkdögum eins og hingað til en það að erlendir straumar berist hingað sé í góðu samræmi við þá fjölbreytni sem ríkjandi hafi verið á hátíðinni á síðustu árum og að það muni enn auka veg hátíðarinnar að sínu mati. Alþjóðlegir músíkdagar  Myrkir músíkdagar verða alþjóðleg hátíð  Erlendar tónlistarhátíðir panta verk frá Íslandi  Tónleikaupptökur í danska útvarpinu Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Fjölbreytt Frá flutningi Caput á verki Huga Guðmundssonar á Myrkum músíkdögum 2006. Myndhöfundinn Halldór Ásgeirsson ber við verkið. FOUNDLING-safnið í miðborg Lundúna, sem stofnsett var á sautjándu öld, á sér merka sögu, enda er það í húsnæði fyrsta munaðarleys- ingjahælis Englands og um leið aðsetur fyrsta listagallerís sem ætlað var fyrir almenning. Þar er líka prýðis tónleikasalur og þar munu íslenskir tónlistarmenn halda reglulega tónleika næstu mánuði. Guðbjörg Sandholt skipuleggur tónleikana, en hún segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hún var við nám í Lundúnum og bjó þá á stúdenta- görðum skammt frá safninu. „Þá skipulagði ég tónleika fyrir mig og annað tónlistarfólk sem bjó í stúdentagörðunum og það heppnaðist svo vel að mig langaði til að halda því áfram þó ég sé nú bú- sett í Salzborg.“ Fyrstu tónleikarnir verða 18. febrúar og síðan yfirleitt þriðja fimmtudag í hverjum mánuði fram í júlí, sex tónleikar alls. Á fyrstu tónleikunum koma fram Arngunnur Árnadóttir, Joaquin Páll Palomares og Hákon Bjarnason, en þau eru öll búsett í Berlín. Guðbjörg segir að í tónleikaröð- inni muni einmitt koma fram tónlistarmenn sem eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám er- lendis og sumir séu enn við nám ytra. „Þetta er hugsað sem tækifæri fyrir þessa tónlistarmenn til að kynna sig og um leið íslenska tónlist, því á dag- skránni verða alltaf einhver íslensk verk,“ segir Guðbjörg og bætir við að tónleikaröðin hafi fengið góðan stuðning frá Egils sjóði Skallagrímssonar og tónlistarsjóði menntamálaráðuneytisins. Frek- ari upplýsingar um safnið og hádegistónleika þar er að finna á slóðinni foundlingmuseum.org.uk arnim@mbl.is. Tónleikaröð í London Tækifæri Guðrún Sandholt skipulagði tónleika- röð íslenskra tónlistarmanna í Lundúnum. Íslensk tónlist og tónlistarmenn kynntir Eins og fram kemur hér til hliðar var Kjartan Ólafsson skipaður í stjórn sambands evrópskra tónskálda- félaga, ECF, fyrir stuttu, en sam- tökin, sem voru stofnuð fyrir tveimur árum, eru hagsmunasamtök sem ætlað er að treysta og tryggja stöðu tónskálda í Evrópu gagnvart Evrópu- sambandinu. Sem stendur eru fulltrúar þrjátíu landa í sambandinu, en það er með starfsmann í Brussel. Kjartan segir að fyrir mönnum vaki að auka samstarf milli landa og þá kynningu á tónlist, en innan ECF hafi einmitt verið mikill áhugi fyrir því starfi sem hér fer fram í tengslum við Myrka músíkdaga. „Það gefur líka hagsmunabaráttu okkar aukið vægi þegar fulltrúi tón- skálda birtist á fundum með lög- fræðingum og embættismönnum.“ Hagsmunasamtök tónskálda Ég fékk hugmyndina að sögunni þegar ég var að horfa á True Blood 31 » Í SUMAR, þann 18. júlí, verða fjór- ar aldir síðan ítalski málarinn Caravaggio lést. Víða um heim hafa menningarstofnanir undirbúið sýn- ingar og útgáfur í tilefni tímamót- anna. Í Þýskalandi eru komnar út tvær stórar bækur um Caravaggio og hafa báðar hlotið afar lofsam- lega dóma. Bók Sybille Ebert- Schifferer nefnist Caravaggio. Se- hen-Staunen-Glauben, en bók Seb- astian Schütze heitir Caravaggio: the Complete Works. Skrifa um Caravaggio

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.