Morgunblaðið - 04.02.2010, Side 33

Morgunblaðið - 04.02.2010, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 BESTA GAMANMYND ÁRSINS! ÐARSON YFIR 60.000 GESTIR HHHHMEINFYNDIN... – FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN SIGURÐSSON HHHH ÞAÐ VAR LAGIÐ! – DV/DÓRI DNA „BJARNFREÐARSON KOM MÉR EKKI LÍTIÐ Á ÓVART. MÉR FANNST HÚN GEGGJUÐ!“ KVIKMYNDIR.IS-T.V. GEORG, ÓLAFUR RAGNAR OG DANÍEL ERU KOMNIR Í BÍÓ! Byggð á einni ástsælustu sögu okkar tíma HHHH „JONZE HEFUR KVIKMYNDAÐ ÆVINTÝRI EINS OG ÞAÐ SÉ ALGERLEGA RAUNVERULEGT, SEM LEYFIR OKKUR AÐ SJÁ HEIMINN MEÐ AUGUM MAX, FULLAN AF FEGURÐ OG HÆTTU.“ - ROLLING STONE, PETER TRAVERS HHHH -ROGER EBERT “SANNKALLAÐ MEISTARAVERK” - FOX-TV “FÁRÁNLEGA FRÁBÆR” - ELLE MAGAZINE 7 Frábær mynd fráleikstjóranum SPIKE JONZE SÝND Í ÁLFABAKKA STÓRKOSTLEG MYND SEM SLEGIÐ HEFUR RÆKILEGA Í GEGN Sannkölluð verðlauna mynd tilnefnd til 6 óskarsverðlauna HHHH - S.V.,MBL HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MIDI.IS Robert Downey Jr. og Jude Law eru stórkostlegir í hlutverki Sherlock Holmes og Dr. Watson HHHH „IT’S PROBABLY THE MOST PURELY FUN FILM EXPERIENCE I’VE HAD ALL YEAR. SEE IT AS SOON AS YOU CAN“ - WWW.JOBLO.COM HHH „BÍÓMYND SEM UNDIR- RITAÐUR GETUR MÆLT MEÐ...“ „SENNILEGA EINHVER ÖFLUGASTA BYRJUN SEM ÉG HEF SÉÐ...“ - KVIKMYNDIR.IS – T.V. HHHH -NEW YORK DAILY NEWS HHH „FYNDIN OG VEL LEIKIN“ - S.V. – MBL. Besti leikarinn, Robert Downey Jr. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI D FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Besti leikari í aðalhlutverki – George Clooney Besta handrit byggt á bók - Up In The Air Besti leikstjóri – Jason Reitman Besta leikkona í aukahlut- verki – Vera Farmiga Besta leikkona í aukahlut- verki – Anna Kendrick TILNEFND TIL 2 ÓSKARS- VERÐLAUNA nánari upplýsingar ásamt sýnishornum úr stykkjunum má finna á www.operubio.is og á www.metoperafamily.org CARMEN NÝTT - ÖNNUR AUKASÝNING 24. FEBRÚAR - KOMIN Í SÖLU! VEGNA ÓTRÚLEGRA VINSÆLDA Tilnefnd sem besta mynd / KEFLAVÍK THE BOOK OF ELI kl. 8 -10:30 16 WHIP IT kl. 8 10 SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 12 THE BOOK OF ELI kl. 8 - 10:20 16 UP IN THE AIR kl. 8 L SHERLOCK HOLMES kl. 10:10 12 THE BOOK OF ELI kl. 8 - 10:30 16 WHIP IT kl. 8 10 SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 12 / SELFOSSI/ AKUREYRI Stærsti einstaki íþróttaviðburður hversárs í heiminum er úrslitaleikurinn íameríska fótboltanum, Super Bowl eða ofurskálin (sem hljómar hreint ekki vel í þýðingu). Allt við þennan leik kallar á efsta stig lýsingarorða. Til dæmis er auglýs- ingatími í bandarísku sjónvarpi dýrastur meðan á útsendingu stendur og matarneysla þennan sunnudag sem leikurinn fer fram er mest í Bandaríkjunum, fyrir utan þakkargjörðardaginn sjálfan. Bandarískt samfélag snýst varla um annað í tvær vikur fyrir leik og sjálfur leikurinn hefur stundum fallið í skuggann af öllum látunum sem í gangi eru. Fyrir óinnvígða þá mætast að þessu sinni næstkomandi sunnudag, í 44 sinn sem Ofurskálar-leikurinn fer fram, Indiana- polis Colts og New Orleans Saints. Búast má við mikilli flugeldasýningu, því Colts og Saints hafa verið bestu lið vetrarins, með bestu sóknirnar og Colts skartar líka besta sóknarmanni deildarinnar, leikstjórnand- anum Peyton Manning.    Eitt er það sem ávallt vekur athygli áþessari skrautsýningu en það eru tón- listaratriðin í upphitun á undan leik og ekki síður hálfleiksatriðin. Í 44 ára „tónlistar- sögu“ Super Bowl kennir margra grasa. Á fyrstu árunum léku lúðrasveitir ýmissa skóla Sousa-marsa til að koma fólki í stuð. Við þetta bættust svo stórsveitarsöngvarar eins og Ella Fitzgerald sem árið 1972 söng dag- skrá tileinkaða Louis Armstrong þá nýlátn- um. Slæmt að missa af því! Af allt öðrum toga ári síðar var fiðluleikur ungfrú Texas, Judy Mallett, með lúðrasveit háskólans í sama ríki. Hvað hefði Louis sagt?    Svona miðjumoð, þó með vaxandi auglýs-ingamennsku en minnkandi sjónvarps- áhorfi, hélt áfram þangað til konungur poppsins, Michael Jackson, ásamt 3500 börn- um flutti „Heal the World“ árið 1993. Jack- son og börnin slógu í gegn og líkt og venju- lega breytti hann öllum viðmiðum. Þúsundir áhorfenda á vellinum og milljónir um heim allan höfðu séð þann besta og nú voru fram- vegis bara ráðnar ofurstjörnur til að halda fólki að skjánum meðan leikmenn réðu ráð- um sínum. Listi yfir listamenn er orðinn langur og hann inniheldur m.a. ’N Sync, Boys II Men, Aerosmith, Britney Spears, Sting, o.fl. o.fl. Árið 2002 þótti viðeigandi að fá U2 á svið með minningarrokk vegna 11. september og tókst það vel. Sjálfsagt er þó minnisstæðasta tónlistaratriðið dúett Janet Jackson og Just- in Timberlake 2004, þegar bilun í fatnaði Ja- net opinberaði fyrir alheiminum hægra brjóst hennar. Eftir þá uppákomu hefur eng- inn í mínum vinahópi dottað yfir tónlistar- flutningi í leikhléi Super Bowl.    Öflunum sem ráða Super Bowl og sjón-varpsmálum vestra, fannst athyglin á brjósti Janet Jackson óviðeigandi og réðu Paul McCartney næsta ár. Kallinn hélt sig við tónlistina og stóð sig eins og hetja. Það gerði líka Prince þrátt fyrir mígandi rign- ingu í Miami árið 2007, þar sem leikurinn fer einnig fram í ár. Flestir hefðu haldið að Roll- ing Stones myndu trylla lýðinn með „Start Me Up“, en einhver deyfð var í þeim gömlu. Í fyrra tók svo bossinn Bruce Springsteen og E Street bandið við hálfleiksskemmtuninni, vildi kynna nýju plötuna sína – hvar er betra að kynna sig?    Fyrir Super Bowl leikinn á sunnudag hef-ur enn verið leitað í símaskrá eldri rokkara og að þessu sinni tókst að fá The Who. Eins og flestir vita eru aðeins Pete Townshend og Roger Daltrey enn á lífi, en það stöðvar þessa kalla fátt. Frést hefur að þeir stórkostlegu rokkarar muni spila CSI smellina „Baba O’Reilly“, „Who Are You“, „Pinball Wizard“ ásamt fleiru. Maður getur farið að hlakka til hálfleiksins. Um leið veltir maður fyrir sér hver framtíð hálfleikssjósins hefði orðið ef The Who í blóma lífsins og lif- andi, Daltrey, Townshend, John Entwistle og Keith Moon, hefðu troðið upp árið 1973 af sínum einstaka djöfulmóð, í stað ungfrú Tex- as? The Who? Leitað var í símaskrá eldri rokkara og öðlingssveitin fengin til að leika gamla slagara í Ofurskálinni. Ofurskálarskemmtun » Öflunum sem ráða SuperBowl og sjónvarpsmálum vestra, fannst athyglin á brjósti Janet Jackson óviðeig- andi og réðu Paul McCartney næsta ár. Örn Þórisson AF TÓNLIST Bestir? Skyldi Peyton Manning, leikmaður í Indianapolis Colts, hlusta á The Who? Reuters Nýjasta verk Spike Jonze,leikstjóra hinnar frá-bæru Being John Malko-vich, er hin furðulega Where the Wild Things Are. Kvik- myndin er auglýst sem fjölskyldu- mynd en Jonze virðist heldur hafa hugsað hana með fullorðna í huga. Hún er byggð á samnefndri barna- bók Maurice Sendak frá árinu 1963 sem segir af Max, fjörugum stráki og hugmyndaríkum sem ólmast og gerir prakkarastrik en þegar ólætin gerast fullmikil fýkur í mömmu hans og hún kallar hann villidýr og sendir hann í rúmið án kvöldmatar. Í her- bergi Max tekur að vaxa skógur sem stækkar og stækkar og Max endar í ævintýralandi þar sem furðuskepn- ur búa. Þær orga og hamast en Max tekst að ná stjórn á þeim, sannfærir þær um að hann sé göldróttur og í kjölfarið gera skepnurnar hann að konungi sínum. Max ólmast lengi með skepnunum en saknar auðvitað mömmu sinnar og heldur heim á ný. Kvikmyndahandritið er í grunninn unnið út frá þessari sögu. Í raun fjallar myndin um ótta barnsins og hvernig það tekst á við eigin sálarflækjur, en skepnurnar eru táknrænar fyrir ólíkar hliðar Max. Skepnan sem mesta athygli Hinn ótamdi og óút- reiknanlegi Jonze Villidýr og furðuskepnur Max reynir að hughreysta hið dapra villidýr Carol. fær, Carol, er í raun sköpunargáfa Max en jafnframt geðvonskan. Carol er óútreiknanleg skepna, ljúf og vinaleg eina stundina en verður grimm og stjórnlaus á augabragði. Allar berjast skepnurnar við depurð, líkt og Max sjálfur sem finnst enginn skilja hann og hann þráir athygli móður sinnar og systur. Þá er upp- hafsatriði myndarinnar mikilvægt upp á framhaldið, Max fer í snjókast við systur sína á táningsaldri og vini hennar, flýr inn í lítið snjóhús sem síðan hrynur yfir hann. Hann verður skelfingu lostinn en systir hans sinn- ir því engu. Þar er sleginn tónninn fyrir myndina, ótti barnsins við um- heiminn og eigin tilfinningar og sú einangrun sem því fylgir. Kvikmynd Jonze er unnin af gríð- arlegum metnaði og skepnurnar og heimur þeirra dregnar upp af miklu listfengi. Söguþráðurinn einkennist af glundroða og myndatakan ýtir undir þá tilfinningu, myndavélin á köflum óstöðug og hraðinn mikill. Þá standa leikarar sig óaðfinnanlega, hinn ungi Max Records í hlutverki Max er eftirminnilegur sem og gæðaleikkonan Catherine Keener í hlutverki einstæðrar móður hans, miðlar móðurástinni með augnaráði og svipbrigðum einum. Þá er leik- lestur fyrir skepnurnar vel heppn- aður og fer þar James Gandolfini fremstur í flokki sem Carol. En þó mikið sé hér í lagt þá vantar eitthvað upp á og maður efast um að sagan sé efni í 100 mínútna kvikmynd. Ærsla- atriði með hinum villtu skepnum eru löng og maður fer ósjálfrátt að líta á úrið um miðbik myndarinnar sem veit aldrei á gott. Þó er hægt að mæla með myndinni sem áhuga- verðri nálgun að sögunni góðkunnu og sem metnaðarfullu kvikmynda- verki. Sambíó Álfabakka Where the Wild Things Are bbbnn Leikstjórn: Spike Jonze. Aðalleikarar: Max Records, Catherine Keener og James Gandolfini. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.