Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.2010, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 35. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»            ! " # $  $ ! %& '!& ! ( )*+,) *-*,./ )*-,)* *.,+0 *),+)1 )+,1./ )*-,. ),.002 )02,0 )++,)/ 345 3 *" 6 47 4 *-)- )*+,/ *-*,8. )*-,/+ *.,82 *),++0 )+,181 )*-,2/ ),/-.+ )0+,/0 )++,2/ *.*,1*)/ % 9: )*+,+ *-.,.* )*-,8* *.,0. *),8/. )+,2.2 )*-,08 ),/-+8 )08,-8 )+8,)/ Heitast 1 °C | Kaldast 12 °C Sums staðar snjó- koma með köflum við S- og SA-ströndina. Hiti um eða rétt yfir frostmarki á sömu slóðum. » 10 Nú er verið að hanna tölvuleik sem byggist á ævintýrum hinnar tónelsku mýslu, Maxímús Músíkús. »28 TÓNLIST» Maxímús hinn mikli KVIKMYNDIR» Hvað er að gerast hjá Spike Jonze? »33 Örn Þórisson rekur tengsl tónlistar og íþrótta á „Super- bowl“-leiknum, en þau eru æði skrautleg. »33 TÓNLIST» Ofurskála- popp KVIKMYNDIR» Winter’s Bone þótti best á Sundance. »29 KVIKMYNDIR» Franska kvikmynda- hátíðin fer norður. »28 Menning VEÐUR» 1. Skoðaði nektarmyndir í beinni 2. Átti íslenska liðið boltann? 3. Tældi stúlku með gjöfum 4. Níu ára stúlka í Kína ól barn Íslenska krónan stóð í stað »MEST LESIÐ Á mbl.is Þjálfari Akur- eyringa og fyrrver- andi landsliðsmað- ur í handknattleik, Rúnar Sig- tryggsson, gagn- rýnir fyrirkomulag N1- deildar karla í samtali við Morgunblaðið í dag. „Þótt hér á landi sé ekki atvinnu- mennska í handknattleik þá held ég að handknattleiksmenn séu alveg til- búnir að leika fram að áramótum og stytta þar með fríið sem myndast vegna stórmóta landsliðsins,“ sagði Rúnar meðal annars. | Íþróttir N1-DEILDIN HEFST Á NÝ Rúnar Sigtryggsson gagn- rýnir skipulag deildarinnar Bókin um Max- ímús Músíkús, músina sem heim- sækir sinfóníu- hljómsveit, kom nýverið út í Suður- Kóreu og munu útgefendur þar hafa áhuga á að gefa einnig út næstu bók um músina sem vænt- anleg er í vor. Geisladiskur með upplestri á sögunni og hljóðum og tónlist sem músin heyrir, flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands, fylgir með bókinni. Geta börnin m.a. hlýtt á lagið „Á Sprengisandi“. Bókin er komin á metsölulista barnabóka í Kóreu. TÓNLIST Maxímús fræðir suður- kóresk börn um tónlist Eftir nær hálfrar aldar starf fyrir mjólkuriðnaðinn í landinu hefur Magnús Ólafs- son sest í helgan stein. Magnús hóf störf hjá Mjólk- urstöðinni í Reykjavík árið 1961 og hefur síðan veitt mörgum fyr- irtækjum forstöðu, svo sem Emmess ís, Osta- og smjörsölunni og nú síð- ast Auðhumlu, sem er samvinnu- félag 700 mjólkurbænda. Magnús hefur tekið þátt í margvíslegum þró- unarverkefnum sem tengjast upp- byggingu mjólkuriðnaðarins. TÍMAMÓT Hættir eftir hálfrar aldar starf í mjólkuriðnaðinum LÍF og fjör var í Sjálandsskóla í Garðabæ í gærmorgun þegar heilsuverndarátak sem kallast Lífs- hlaupið var formlega ræst í þriðja skipti. Þau Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, Álfheiður Ingadóttir heil- brigðisráðherra, Gunnar Einars- son, bæjarstjóri Garðabæjar, og Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, reyndu þar með sér í skemmtilegum þrautum í anda Skólahreysti. Katrín og Álfheiður gáfu ekkert eftir þegar kom að því að sippa og hafa eflaust búið vel að sippi bernskunnar. Ekki var laust við að tilburðir fullorðna fólksins vektu kátínu hjá börnunum, sem sjálf gáfu sig að fullu í keppnina. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að hreyfingu í frítíma, við heimilisstörf, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Fjölmargir hafa þegar skráð sig til leiks, bæði full- orðnir á vinnustöðum og nemendur í grunnskólum. | 15 Heilsuverndarátakinu Lífshlaupinu hleypt af stokkunum með stæl Sippað af krafti í Sjá- landsskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg GENGIÐ hefur verið frá því að Myrkir músík- dagar, sem lauk síðasta sunnu- dag, taki á sig al- þjóðlegt snið. Og það er ekki bara að erlend tón- skáld komi hing- að heldur verða upptökur af hátíðinni fluttar í meiri mæli á útvarpsstöðum auk þess sem tónskáld héðan munu sækja erlend- ar hátíðir af svipuðum toga. Það er Kjartan Ólafsson, formaður Tón- skáldafélags Íslands, sem hefur þokað málum í þessa átt. | 27 Myrkir músík- dagar lengjast Kjartan Ólafsson NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík frumsýnir í kvöld í Ís- lensku óperunni verkið Don Djammstaff. Um er að ræða óperu sem er samsett úr sautján atriðum úr fjórtán óperum eftir níu tón- skáld og er sungin á fjórum tungu- málum. Söguþráðurinn snýst um ævintýri vampírunnar Don Djamm- staff, sem er ástfangin og gerir þar af leiðandi allt kolbrjálað. | 31 Blóðþyrstir söngv- arar í Óperunni Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GLÖGGIR vegfarendur hafa tekið eftir því að veitingahúsið Humar- skipið hefur ekki verið á sínum vana- lega stað við Suðurbugt í Reykjavík- urhöfn undanfarna daga en það fór ekki langt – var tekið upp í slipp í vikubyrjun. Það stendur því eins og önnur veitingahús á þurru landi þessa stundina. „Það þarf að taka þessa báta upp annað slagið,“ segir Guðmundur Leifur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Hvalalífs ehf., sem rekur Humarskipið. Hann bætir við að það hafi verið í 12 ár í sjó án þess að fara í slipp og því kominn tími til. Ferja og skemmtiferðaskip Skipið hét áður Árnes og var leigt út til skemmtiferða. Þar áður hét skipið Baldur og var ferja. Fyrir tæplega tveimur árum voru gerðar viðamiklar breytingar á því og meðal annars bætt byggingu ofan á skipið, en þar er rými fyrir um 150 matar- gesti. Núverandi eigendur eignuðust skipið fyrir um fimm árum og not- uðu það fyrst og fremst sem aðstöðu fyrir fólk í hvalaskoðun og sjó- stangaveiði. Veitingahúsið varð síð- an að veruleika fyrir um fjórum ár- um. Guðmundur Leifur segir að ákveðið hafi verið að nýta rólegasta tímann til þess að yfirfara skipið og gera allt klárt fyrir komandi ferða- mannatíma. Hann segir að veit- ingareksturinn hafi alla tíð gengið mjög vel en á veturna sé salurinn líka pantaður fyrir margs konar við- burði. Hann segist ekki merkja mik- inn mun á milli ára og áréttar að það sé alltaf fullt á sumrin. „Báturinn er eins og hvert annað hús, tengdur landi með lögnum og kyntur upp með hitaveitu,“ segir hann. Veitingahús í slipp Humarskipið væntanlega sett aftur í sjó á morgun Landfast í Reykjavíkurhöfn og hitað með hitaveitu Morgunblaðið/RAX Lokað Það styttist í að gestir geti fengið sér aftur að borða í Humarskipinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.