Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EF dómur héraðsdóms um gengistryggingu erlendra bílalána verður staðfestur í Hæstarétti skapast óvissa um hvaða lánakjör lánastofnanir eiga að miða við þeg- ar þær innheimta lánin. Björn Þorri Viktorsson hæstarétt- arlögmaður segir að stjórnvöld verði að koma að málinu. Ekki gangi að lánastofnanir ákvarði kjörin einhliða. Fyrri dómurinn féll í byrjun desember, en málið er enn ekki formlega komið á málaskrá Hæsta- réttar. Nokkrir mánuðir eru í að Hæstiréttur dæmi í málinu. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að Fjár- málaeftirlitið ætli að kalla eftir upplýsingum frá bönkunum um umfang lánasamninga í erlendri mynt. „Það sem við höfum mestar áhyggur af er áhrifin á eiginfjár- stöðu bankanna ef þessi dómur verður staðfestur.“ Gunnar segir að mikilvægt sé að hafa í huga að um sé að ræða tvenns konar lánasamninga, annars vegar erlend lán sem tekin eru er- lendis og hins vegar lán í íslensk- um krónum sem tengd eru við gengi á erlendum myntum. Ef dómurinn verður staðfestur vaknar spurningin við hvaða lána- kjör á að miða. Ólíklegt er að dóm- stólar taki að sér að svara þeirri spurningu. Ekki er víst að lántak- endur sætti sig við að lánveitendur taki einhliða ákvörðun um lána- kjör. Björn Þorri segir að ef dóm- urinn verði staðfestur feli það í sér að verðtyggingin hafi verið ólögleg og þá eigi að miða við að lánið sé óverðtryggt og vextir verðið greiddir í samræmi við ákvæði skuldabréfsins, en þeir eru mun lægri en ef lánið væri í íslenskum krónum. Það kæmi einnig til greina að miðað yrði við neysluverðsvísitölu og þá vexti sem verðtryggð lán hefðu almennt borið hér á landi. Gunnar sagði að sér væri ekki kunnugt um að innan Fjármálaeftirlitsins hefði verið skoðað hvort verðtrygging með viðmiðun í erlendra gjaldmiðla væri lögleg. Hann sagði að Seðla- bankinn hefði eftirlit með lögum um vexti og verðbætur (38/2001). Í fyrri dómnum kom Kjartan G. Gunnarsson, forstjóri SP- fjármögnunar, fyrir réttinn og var þar m.a. spurður út í hvernig fyrir- tækið stæði að lánveitingum í er- lendri mynt. Hann sagði að eftir að lánsumsókn hefði verið samþykkt hefði verið gengið frá því að SP- fjármögnun hf. tæki lánið hjá við- skiptabanka félagsins, Landsbank- anum, í erlendri mynt. Síðan hefði félagið selt þessa erlendu mynt og greitt það út annars vegar í jap- önskum jenum og hins vegar í svissneskum frönkum. Niðurstaða dómsins er sú að raunverulega sé um að ræða erlent lán. Í seinni dómnum segir að niður- staða málsins geti ekki ráðist af því hvort lánafyrirtækið hafi fjár- magnað lánafyrirgreiðslu sína á innlendum eða erlendum lána- markaði. Lánafyrirtækinu hafi ekki tekist að sanna þá staðhæfingu að lánið hafi verið veitt í erlendum gjaldmiðli. Dómarinn kemst því að þeirri niðurstöðu að líta verði á lánasamninginn sem samning í ís- lenskum krónum samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Sam- kvæmt þeim lögum megi aðeins verðtryggja lán með vísitölu neysluverðs. Arion banki og Glitnir hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þeir viðskiptavinir sem hafi nýtt sér, og munu nýta sér úrræði bankans til höfuðstólslækkunar, hafi ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum komist Hæstirétt- ur að þeirri niðurstöðu að gengis- tryggð bílalán séu ólögleg. Við hvað á að miða? Ef ekki má verðtryggja bílalán miðað við stöðu gengis krónunnar vaknar sú spurning við hvaða lánakjör á að miða Mismunandi ákvæði í bílasamningnum getur ekki skýrt hvers vegna tveir héraðsdómarar komust að mismunandi niðurstöðu varðandi lögmæti þess að verðtryggja bílalán með gengisviðmiðun. Í fyrri dómnum, þar sem lána- fyrirtækið var sýknað, er gert talsvert úr því að í lánasamningnum segi að lántaki geri sér grein fyrir að um sé að ræða lán í erlendum gjaldmiðli sem feli í sér gengisáhættu. Í seinni dómnum, sem lánafyrirtækið tapaði, kemur fram að um sér að ræða „myntkörfulán“. Dómurinn lítur hins vegar svo á að lánasamningurinn sé í íslenskum krónum í skilningi laga nr. 38 frá 2001 um vexti og verðtryggingu. Ekki munur á gerð samninga Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílar Margir bíða þess í ofvæni hver verður niðurstaða Hæstaréttar varðandi lögmæti bílasamninga í erlendri mynt. Nokkrir mánuðir munu líða áður en Hæstiréttur tekur fyrir mál sem varðar lögmæti myntkörfu- lána Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Sími 460 4700 *Árleg meðalávöxtun frá 15.01.2001 til 31.01.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. 9,8% 100% RÍKISTRYGGING 100% AFSLÁTTUR af viðskiptaþóknun til 28.02.2010 ENGIN BINDINGMEALÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 RVK www.iv.is I iv@iv.is Við vökum yfir fjármunum þínum Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift MAGNÚS Ómarsson, betur þekktur sem Móri, lagði til Erps Eyvind- arsonar með hnífi síðdegis í gær. Erpi tókst að verjast með skúr- ingamoppu og slapp án teljandi meiðsla. Atvikið átti sér stað í húsa- kynnum 365 í Skaftahlíð, en röpp- urunum tveimur hafði verið boðið að setja niður deilur sínar í útvarps- þættinum Harmageddon á X-inu. „Við ætluðum að fá þessa tvo ein- staklinga til okkar og leiða þá til sátta en þeir hafa verið í fjölmiðla- stríði og kýtingi undanfarna daga. Um leið og þeir voru mættir hérna báðir á svæðið sprakk allt í loft upp og það náðist aldrei að ræða neitt heldur fór þetta í áflog og stimp- ingar,“ segir Frosti, sem reyndi sjálfur að stilla til friðar. Segir hann mikla mildi að enginn hafi meiðst í átökunum, en samkvæmt heimildum mætti Móri ekki aðeins með hníf heldur einnig rafbyssu og dober- man-hund. Móri hafði sig á brott áður en lög- reglan kom á vettvang og hans var í kjölfarið leitað. Nokkru síðar gaf hann sig fram við lögreglu og var yfirheyrður fram á kvöld en svo sleppt. Seint í gærkvöldi skrifaði Móri á Fasbók sinni að hann hygðist gefa út fréttatilkynningu þegar rannsókn málsins væri lokið „en eitt mun ég segja...hlutirnir eru ekki eins og þeir sýnast,“ skrifaði Móri og tók fram að hann hefði ekki átt upp- tökin. Þegar Morgunblaðið náði tali af Erpi í gærkvöldi vildi hann ekkert um málið segja annað en að hann myndi leggja fram kæru á hendur Móra. Sú kæra hafði ekki borist lög- reglunni í gærkvöldi enda þurfa kærur að berast á dagvinnutíma. Réðst að rappara með hnífi Árásarmaður gaf sig sjálfur fram ALLS bárust sjö umsóknir í forvali vegna hönnunarsamkeppni nýs Landspítala. Tilkynnt var í gær hvaða umsóknir hefðu borist, í næstu viku verður gert uppskátt með hvaða hópar öðlast þátttökurétt í samkeppninni. Ábyrgðaraðilar hópanna sjö sem skiluðu inn umsóknum í forvalinu eru Mannvit hf., TBL Arkitektar ehf., VSÓ Ráðgjöf, Efla hf., Verkís hf., Almenna verkfræðistofan hf. og Guðjón Bjarnason. Skilafrestur í hönnunarsamkeppninni er í byrjun júní nk. og úrslit eiga að liggja fyrir mánuði síðar. sbs@mbl.is Sjö sækja um í forvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.